Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2007, Qupperneq 22

Skessuhorn - 14.02.2007, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 2007 a&taaunuK. Eva Margrét verður fulltrúi Vesturlands í Samfés keppninni Kata, Eva Margrét og Kristrún. hvatningarspjöld og margir með kveikt á kveikjurum meðan ég söng lagið,“ segir Eva Margrét, og það má heyra ánægjuna í röddinni með sitt fólk þegar hún rifjar upp keppnina. „Þetta er fjórða keppnin sem ég tek þátt í núna í ár, en fyrst var undankeppni og úrslitakeppni í skólanum mínum þar sem ég hlaut þriðja sætið. Síðan var keppni í fé- lagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi og með því að sigra hana hlaut ég keppnisrétt í úrslitakeppninni hér á Vesturlandi." Býst við að fara í söngnám Eva Margrét segir að hún hafi verið raulandi frá því að hún man eftir sér og aðspurð um hvort mik- ið sé af söngpípum innan fjölskyld- unnar, segir hún svo ekki vera, en hinsvegar þónokkuð af tónlistar- fólki. Hún kannast heldur ekki við að vera stressuð á sviði þar til í Stykkishólmi, en sem betur fer hafi það ekki fipað hana. „Eg hef hing- að til ekki lært mikinn söng. Fór á eitt tveggja vikna söngnámskeið á Akranesi fyrir allnokkru. Eg hef ekki stundað neitt kórastarf, en býst við að fara í nám í framtíðinni, tengt söng.“ I lok samtalsins spyrjum við um Samféskeppnina og hvernig hún leggist í Evu Margréti. Hún segist hlakka svakalega tdl, en viti lítið um keppnina sjálfa og hvemig hún fari ffam. „Eg þarf að stytta lagið og síðan er ég sjálf búin að íslenska það, en er ekki ennþá búin að ákveða hvort ég ffyt það þannig. Það verði einfaldlega að koma í ljós. Við ætlum líka að breyta dans- inum eitthvað en annars verður þetta á svipuðum nóturn," segir hún sposk um leið og við kveðjum. MM/KH Síðastliðinn miðvikudag var úr því skorið hvaða keppandi fer sem fulltrúi Vesturlands í söngvakeppni Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Islandi. Keppnin sem ffam fór í Stykkishólmi var æsispennandi og mörg góð atriði í boði. Alls kepptu 12 lið eða einstaklingar til úrslita frá 6 félagsmiðstöðvum á Vestur- landi. Sigurvegari varð Eva Mar- grét Eiríksdóttir frá Víðigerði í Borgarfirði, nemandi í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykj- um. Hún söng lagið Angel. Dans- arar í atriði hennar voru þær Katrín Sigurðardóttir og Kristrún Sveinbjörnsdóttir, einnig nemend- ur á Kleppjárnsreykjum. I öðra sæti í keppninni varð hljómsveitin Spandex frá X-inu í Stykkishólmi en hún flutti lagið Bitch. Dóm- nefnd var skipuð þeim Jóhönnu, Martin, Sigurði og Sonju fulltrú- um félagsmiðstöðvanna auk Gísla Einarssonar, fréttamanns sem var fulltrúi Dalamanna í dómnefnd. Fékk góðan stuðning Eva Margrét Eiríksdóttir er ung og hæfileikarík stúlka. Skessuhorn átti spjall við Evu Margréti og spurði hana nokkurra spurninga um sönginn og hvernig komandi keppni legðist í hana. „Keppnin í Stykkishólmi var rosalega spennandi og æðisleg stemning skapaðist. Eg hafði mik- inn stuðning á bak við mig, en ég held að nánast öll unglingadeildin úr Kleppjárnsreykjaskóla hafi mætt. Þau voru búin að búa til Sexþúsundasti íbúi Akraness erþessi myndarlega stúlka, dóttir þeirra Evu Lind Matthí- asdóttur og Gunnars Þórs Gunnarssonar. Tímamót í mann- fjölda á Akranesi Á þriðjudag í síðustu viku, þann 6. febrúar kom sexþúsundasti Ak- umesingurinn í heiminn. Það var falleg og hárprúð stúlka sem fædd- ist á Sjúkrahúsinu á Akranesi sem telst vera sex þúsundasti íbúi stað- arins. Þessi tímamóta Skagamær vóg 15 merkur og var 52 cm við fæðingu. Foreldrar stúlkunnar eru þau Eva Lind Matthíasdóttir og Gunnar Þór Gunnarsson. Heilsast þeim öllum vel. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi heimsótti þessa hamingjusömu fjölskyldu á sjúkrahúsið strax fyrsta morguninn. Stúlkan var hin rólegasta og fór vel á með henni og bæjarstjóranum. Ef horft er aftur í tímann sést að íbúafjöldinn hefur margfaldast á síðustu áratugum á Akranesi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu voru íbúar á Akranesi 492 að tölu árið 1889. Árið 1900 voru þeir 767 og fyrir 100 árum, árið 1907 voru þeir 783. Árið 1923 verða þeir fleiri en 1.000 í fyrsta skipti. Tutt- ugu ár tekur að fylla næsta þúsund því árið 1943 fer íbúafjöldinn yfir 2.000. Næsta þúsundið fyllist hins vegar á aðeins 11 árum eða árið 1954 verða þeir 3.000 og enn betur gengur á næstu átta árum því árið 1962 verða íbúar Akraness í fyrsta skipti fleiri en 4.000. Þá hægir aft- ur á fjölgun og sum árin fækkar eins og gengur og því líða 17 ár þar til íbúafjöldinn fer í 5.000 eða árið 1979 og 28 ár líða þar til íbúamir urðu 6.000 talsins, eða þann 6. febrúar eins og áður segir. HJ Margrét Jóhannsdóttir frá Háhóli. Ljósm. GVE. Safiiar munnmælasögum úr Borgarfj arðarhéraði Mikil vitundarvakning hefur orð- ið á síðustu árum fyrir verðmæti munnlegra sagna. Margrét Jóhanns- dóttir á Háhóh og kennari í Grunn- skólanum í Borgamesi hefur um nokkurt skeið safnað munnmæla- sögum úr héraðinu. Sögumar em margs konar; um álfa og huldufólk, æsku- og lífsreynslusögur, ffásagnir á bak við örnefni og fleira. Skessu- hom hafði samband við Margréti og forvitnaðist um hver hvatinn hefði verið hjá henni fyrir því að taka sam- an sögur úr héraðinu og hvað hún ætli sér með efnið. Sögumar hafa kennslufræðilegt gildi „Eg byrjaði á þessu fyrir u.þ.b. 15 áram síðan þegar ég var í fjamámi við Kennaraháskóla Islands en var jafhframt að kenna og var með frek- ar erfiðan árgang. Ein leiðin sem virtist hafa góð áhrif á börnin og fangaði athygli þeirra var að segja þeim sögur, en það vora yfirleitt lífs- reynslusögur af sjálfri mér. Síðar tók ég þetta sem verkefni í skólanum og bætti við sögum úr umhverfinu; af tröllum, álfum og huldufólki ásamt örnefnasögum og urðu það hátt í 90 sögur,“ segir Margrét, spurð út i söfnunarhneigð hennar. „Verkefnið hefur kennslufræðilegt gildi og ég útbjó síðan hugmyndabanka þar sem sögumar eru verkefni hjá nem- endum mínum í íslensku, landa- og náttúrafræði og einnig í sögu.“ Safiiar minningum fólks „Ég er sífellt að reka mig á það aftur og aftur, í því hraða samfélagi sem við lifum í nú til dags, að jafnvel það sem tíðkaðist hér fyrr á öldinni er orðið algerlega framandi fyrir bömunum okkar í dag. Búskapa- hættir og tilveran er skyndilega orð- in mjög fjarlæg og því tel ég nauð- synlegt að safha saman frásögnum tdl þess meðal annars að miðla til kom- andi kynslóða." Margrét segir sög- umar misgamlar og margar hverjar í þjóðsagnastíl og anda Jóns Amason- ar. „Lífsreynslusögur fólks eru mjög merkilegar og ekki síst þegar fjar- lægð er komin á atburðinn sem ff á- sögnin hverfist um. Ég safna saman minningum fólks, úr æsku þess, samskiptum manna, skemmtilegum tilsvöram og fleira þess háttar. Einnig frásögnum af samskiptum manna og dýra, hegðun þeirra og hvers kyns fyrirboðum þeim tengd.“ En hvað ætlar Margrét sér með efhið? „Mig langar að fá sagnamennina, fólkið sem segir mér sögumar, til þess að tala inn á band og setja efnið á geisladisk. Ég fékk styrk frá Menningarsjóði Borgarbyggðar og Sparisjóðsins og hann notaði ég til þess kaupa upptökutæki. Þegar ég verð búin að læra almennilega á það verður hægur vandi að setja efnið inn á tölvu, færa yfir á geisla- diska og vonandi einhvern tímann gefa þetta út. Ég get hinsvegar ekki sagt til um hvenær það verður enda af nógu að taka.“ Tilkoma Landnámsset- ursins fagnaðarefiii Margrét heldur áfram: „Þegar börnin mín voru yngri var það oft sem þau báðu okkur foreldrana um að segja sér sögur með munninum, enda börn yfirleitt mjög þakklátir hlustendur. Sagnahefðin er merki- legt form sem ber að varðveita og miklir möguleikar felast í að sinna því almennilega. Mér finnst til dæmis tilkoma Landnámssetursins hér í Borgarnesi spennandi og sú áhersla þeirra Kjartans og Sirrýjar, að fólk geti komið og hlýtt á sögur í mismunandi formi, mjög þakkar- vert og greinilegt að fólk kann að meta slíkt,“ segir hún að lokum. KH

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.