Skessuhorn - 13.06.2007, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007
hákarlar
með Hamri
Skipverjar á Hamri SH 224 frá
Rifi lönduðu tveimur hákörlum í
heimahöfn í síðustu viku sem þeir
höfðu fengið á djúpslóðinni fyrir
vestan, alveg undir ísnum. Kristinn
Friðþjófsson, útgerðarmaður segir
að það sé orðið mjög sjaldgæft að
koma með hákarl að landi. Það sé
af sem áður var þegar hákarlinn
var í Kollálnum og eyðilagði hölin,
sérstaklega beinhákarlinn. Nú
þurfi að fara á kaldari hafssvæði á
meira dýpi fyrir norðan til að fá
hákarl. Hildibrandur Bjarnason í
Bjarnarhöfn fékk hákarlana til
verkunar.
-kóp/ Ljósm. Tómas Alfonsson
Til minnis
Við minnum á 17. júní sem
verður á sunnudaginn. Við
hvetjum alla til að skella sér út
í góða veðrið (sem við
treystum á að verði) og syngja
og tralla Hæ hó jibbíi-jei.
Bæjarfélög um allt Vesturland
standa fyrir dagskrá.
VeJfyrhorffyr
Það verður hæglætisveður,
skýjað með köflum og dálítil
væta vestantil á landinu á
næstu dögum. Hiti 8 til 15
stig. í byrjun næstu viku lítur út
fyrir austanátt með hlýnandi
veðri.
Spfyrnin| vikfynnar
Lesendur Skessuhorns eru
óvenju sammála þegar kemur
að spurningu síðustu viku. Þá
töldu 77% svarenda að tekið
væri of vægt á akstri undir
áhrifum áfengis- eða vímuefna.
Þar að auki svöruðu 10% þeirri
spurning já, frekar. Nokkrir,
eða 3% töldu að svo væri alls
ekki og 5% líklega ekki. Þá
vissu 5% svarenda ekki hvort
svo væri eður ei.
Næst spyrjum við: „Verður
gott veður í sumar?"
Svaraðu án undanbragða á
www.skessuhorn.is
Vestlendiníjivr
ViKunnar
Vestlendingur vikunnar að
þessu sinni er Jónína Erna
Arnardóttirfrumkvöðull IsNord
tónlistarhátíðarinnar sem
skipulagði hina frumlegu og
stórkostlegu tónleika í
Grábrókargíg á sunnudaginn
var.
Orkuveitan úthlutar styrkjum
Á stjórnarfundi í Orkuveitu
Reykjavíkur síðastliðinn föstudag
urðu formannsskipti í stjórn þar
sem Guðlaugur Þór Þórðarson,
hefur tekið sæti í ríkisstjórn. I stað
hans var Haukur Leósson kosinn
stjórnarformaður fyrirtækisins. Þá
var upplýst um arðgreiðslur til
eignaraðila og fær Akraneskaup-
staður 85 milljónir í arð og Borg-
arbyggð 15 milljónir.
Á sama fundi var einnig úthlut-
að styrkjum að upphæð krónur 36
milljónir úr fyrirtækinu og runnu
nokkrir þeirra til aðila á Vestur-
landi. Á meðal þeirra sem hlutu
styrki að þessu sinni voru Mark-
aðsskrifstofa Akraness ein milljón
króna og IsNord tónlistarhátíð í
Borgarnesi vegna tónleika í gíg
Grábrókar krónur 500 þúsund.
Til íþrótta- og æskulýðsmála í
Borgarbyggð runnu krónur 1,7
milljónir, til Iþróttabandalags
Akraness kr. 500 þúsund vegna
heilsuátaks IA og Umhverfisnefnd
Akraness hlaut eina milljón króna
til stígagerðar í friðlandi Innsta-
vogsness.
mm
Samkomulag um aðalskipulag
Borgarbyggð og Landlínur
undirrituðu í síðustu viku sam-
komulag vegna aðalskipulags-
vinnu fyrir allt landsvæði Borg-
arbyggðar. Landlínur áttu
lægsta tilboðið í verkið, líkt og
Skessuhorn hefur greint frá, en
fjórir aðilar buðu í það. Verk-
efhið felst m.a. í því að vinna
greinargerð og skipulagskort
með skýrri stefnumörkun allra
landnotkunarflokka. Þar að
auki verða umhverfisáhrif
Pál S. Brynjarsson, sveitarstjóri og Sigurtjörgu Ósk
Askelsdóttur framkvæmdastjóra Landlína staðfestu
samninginn. Ljósm. borgarbyggd.is
skipulagsáætlunar metin.
Markmiðið er að móta stefnu
um uppbyggingu sveitarfé-
lagsins með tilliti til þarfa
dreifbýlis jafnt og þéttbýlis.
Verkinu á að ljúka á næsta ári.
Nýr starfsmaður sveitarfé-
lagsins, Sigurjón Einarsson
sem nýverið hóf störf á ffam-
kvæmdasviði, mun halda
utan um samskipti við fyrir-
tækið.
kóp
Sumarbústaður brann til grunna
Síðdegis á miðvikudag í hðinni
viku kom upp eldur í sumarbústað í
landi Beigalda í Borgarbyggð, en
húsið stendur skammt vestan við
Gufuá í fyrrum Borgarhreppi.
Slökkvilið Borgamess var kallað út
en húsið brann á innan við klukku-
stund og varð því ekki við neitt ráð-
ið. Auk hússins, þurftu slökkviliðs-
menn að slökkva glæður í logandi
lyngi og sinu umhverfis húsið til að
hefta útbreiðslu elds í gróðrinum.
Eigandi sumarhússins var að vinna
utan við það þegar hann varð var
við þmsk innandyra og þegar hann
opnar útidyrahurðina varð mikil
HúsiS alelda. Ljósm. Eva Sumni
Slökkviliðsmenn úr Borgarnesi eru hér aí slökkva síðustu glœðurnar undir bárujáms-
plötunum en húsið brann til grunna eins og sjá má.
Ljósm. MM
sprenging og húsið varð alelda á
svipstundu. „Það var ekkert hægt
að gera. Eg þakka mínum sæla fyrir
að enginn var inni í húsinu,“ sagði
eldri maður, eigandi hússins í sam-
tali við Skessuhorn.
Húsið var 55 fermertrar að stærð
og tæplega 40 ára gamalt, þriðja
elsta sumarhúsið sem upphaflega
reis á þessum slóðum vestan Gufu-
ár. Húsið var ótryggt en eigandi
þess sagði tilfinningalegt tjón meira
en fjárhagslegt. Hann taldi sjálfur
líklegt að kviknað hafi í út frá olíu-
ofni sem hann notaði til kyndingar,
en vildi þó ekkert fullyrða um það.
mm
Sturla heiðraður af Samstöðu
Samstaða, áhugahópur um slysa-
lausa sýn í umferðinni, afhenti sl.
fimmtudag Sturlu Böðvarssyni,
fyrrverandi samgönguráðherra,
fyrstu heiðursverðlaun samtak-
anna fyrir framlag hans til umferð-
aröryggismála. Steinþór Jónsson,
formaður Samstöðu, afhenti
Sturlu heiðursverðlaunin í athöfn
sem fór fram í Forvarnahúsi Sjó-
vár. Sagði Steinþór hann verðugan
þeirra fyrir góðan árangur og nýj-
ar áherslur í umferðaröryggismál-
um. Verðlaunin eru pennasett með
áletruninni: Heiðursverðlaun
Samstöðu - þakklæti fyrir góð verk
í þágu umferðaröryggis.
mm
Krislján L. Möller sasngönguráðhetra tekur við kefli Samstöðu, grasrótarsamtaka um
slysalausa sýn, úr hendi Sturlu Böðvarssonar, jýrrverandi samgónguráðherra. Steinþór
Jónsson, formaður Samstöðu fylgist með. Keflimi er ætlað að vera í samgönguráðuneyt-
inu og minna m.a. á sifellda þörffyrir bættum umferðarmannvirkjum hér á landi.
Eldri kona lést
BORGARFJÖRÐUR: Eldri
kona lést í heimasundlaug á bæ í
Lundarreykjadal um miðjan dag
á sunnudag. Tvíbýlt er á bænum
og kom heimilisfólkið á hinum
bænum að konunni látinni
nokkru eftir að hún hafði látið
vita af sér og sagst ætla í laugina.
Lífgunartiiraunir hófust strax og
að var komið og var þeim haldið
áfram eftir að lögregla og lækn-
ar komu á staðinn en báru ekki
árangur. Tildrög slyssins eru
ekki ljós og er unnið að rann-
sókn þess, samkvæmt upplýsing-
um ffá lögreglunni í Borgarnesi.
-bgk
Fjölgar um tvo
kennara við
Toska
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur samþykkt að fjölga stöðu-
gildum við Tónlistarskóla Akra-
ness um tvö. Þetta var gert að
tillögu sviðsstjóra fræðslu-, tóm-
stunda- og umhverfissviðs og er
fjárveitingu vísað til endurskoð-
unar fjárhagsáætlunar 2007.
Með þessu er verið að bregðast
við aukinni aðsókn í skólann, en
biðlistar hafa verið að honum
undanfarið. Jón Pálmi Pálsson,
bæjarritari, segist ekki reikna
með að með þessu takist að
tæma biðlistana alveg, en þetta
eigi að geta tekið dágóðan kúf af
þeim. Nýja mannvirkið verði
nýtt betur með þessu. Aukin að-
sókn í Tónlistarskólann sé til
marks um það hve bæjarfélagið
fer ört stækkandi, en íbúum
Akraness hefur fjölgað um 2,2%
ffá síðustu áramótum. kóp
Víðtæk leit að
kajakfólld
VESTURLAND: Víðtæk leit
var gerð að tveimur erlendum
kajakræðurum sem hugðust
sigla frá Garðskaga að Snæfells-
nesi á laugardag. Þegar ekki
hafði spurst til fólksins á sunnu-
dag var leit hafin þar sem þátt
tóku hátt í 20 björgunarsveitir á
vestan- og suðvestanverðu land-
inu, þyrla, fokkerflugvél, flugvél
úr Borgarnesi og ýmis fleiri
björgunartæki. Björgunar-
sveitarmaður ffá Tálknafirði
fann síðan fólkið klukkan 10 á
mánudagsmorgun í tjaldi við
Sjöundá á Rauðasandi á Barða-
strönd. Ekkert amar að því og
virtist það furðu lostið yfir öllu
umstanginu og hafði greinilega
ekki gert sér grein fyrir ábyrgð
og viðbúnaði íslenskra björgun-
araðila. Fólkið bar því við að það
hafi sent tölvupóst með upplýs-
ingum um hagi sína, en póstur-
inn hafi verið sendur á rangt
netfang. -mm
Sveitarfélagið
rekið með
hagnaði
DALABYGGÐ: Sveitarfélagið
Dalabyggð var rekið með hagnaði
síðasta ár samkvæmt ársreikningi
sem lagður hefur verið fyrir sveit-
arstjóm. Að sögn Gunnólfs Lár-
ussonar sveitarstjóra era horfurn-
ar einnig góðar fyrir þetta ár þrátt
fyrir miklar ffamkvæmdir á veg-
um sveitarfélagsins á þessu ári.
„Það er ekki hægt að gera ráð fyr-
ir eins góðri útkomu, en við erum
bjartsýn eins og staðan er núna,“
sagði Gunnólfur. -bgk