Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2007, Page 9

Skessuhorn - 13.06.2007, Page 9
Þjóðhátíð á Akranesi 2007 ' Dagskrá hátíðarhalda á 17. júní á Akranesi m Ekki missa af frábærri dagskrá á 17. júní! Dagskráin á 17. júní miðar að því að fjöl- skyldan finni öll eitthvað við sitt hæfi, allt frá þjóðhátíðarmorgni á Safnasvæðinu, skemmtilegri barnaskemmtun á Jaðarsbökkum til glæsilegrar fjölskyldu- hátíðar í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum um kvöldið. Kynntu þér dagskrána vel og taktu virkan þátt í skemmtilegri þjóðhátíð! Sjáumst hress! Karíus og Baktus verða á Skaganum! Sígilt leikrit sem stenst tímans TÖNN! Grallaraleg tónlist í flutningi 200.000 naglbita. Ófrýnilegu grallararnir Karíus og Baktus munu gera allt vitlaust á 17. júní. Þeir höggva, berja, öskra og heimta I munninum á Jens, sem gefur þeim nóg af sætindum! Þeir eru svakalegir og skemmtilegir, hæt- tulegir og hlægilegir í senn, svo sæluhrollur hríslast niður bakið á áhorfendum. Ekki missa af þessum skrítnu og skemmtilegu náungum sem enginn vill fá í heimsókn! Akraneskaupstaður óskar Skagamönnum og landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar! Þjóðhátíðardagurinn verður viðburðaríkur á Akranesi í ár. Hátíðin fer fram með hefðbundnu sniði en aðalhátíðin verður haldin á Jaðarsbökkum. Kynntu þér dagskrána og taktu virkan þátt í þessum skemmtilegasta degi ársins! Dagskrá dagsins er sem hér segir: 10:00-12:00 Þjóðlegur morgun á Safnasvæðinu Byrjaðu þjóðhátíðardaginn með fjölskyldunni á Safnasvæðinu í léttri og þjóðlegri stemningu. Stundum er erfitt að bíða eftir því að allt fjörið hefjist á 17. júní og því tilvalið að taka forskot á skemmtilegan dag og mæta á Safnasvæðið! • Andlitsmálun, blöðrur og fánar! • Hestamannafélagið Dreyri teymir hesta undir börnum • Skemmtilegur ratleikur fyrir börn á öllum aldri • Þjóðlegt morgunkaffi - sannkallaður "Þjóðhátíðarbröns" í Garðakaffi • Opið og ókeypis á öll söfnin • Allir hvattir til að mæta í þjóðbúningum - þeir sem mæta í þjóðbúningi fá sérstakan glaðning! • Þjóðleg tónlist, harmónikuspil og ættjarðarlögin hljóma um svæðið. 13:00 Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju Sr. Björn Jónsson messar í fjarveru sóknarprests. Hátíðarræða: Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, nýstúdent 14:00 Hátíðardagskrá á Akratorgi Fánahylling á Akratorgi Ávarp bæjarstjóra, Gísla S. Einarssonar. Ávarp fjallkonu Hátíðarræða dagsins Kirkjukór Akraneskirkju syngur við athöfnina Skrúðganga að lokinni dagskrá upp á Jaðarsbakka. 14:00 -18:00 Safnasvæðið að Görðum Glæsilegt kökuhlaðborð í Garðakaffi að hætti hússins. 14:30 -17:00 Kaffisala í safnaðarheimilinu Vinaminni á vegum Kirkjunefndar Akraneskirkju j 15:00-17:00 Barnaskemmtun í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum Skrúðgangan sem fer frá Akratorgi endar við fþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Þrautabraut fyrir 2 - 5 ára í íþróttahúsinu! Hið sígilda leikrit “Karíus og Baktus” eftir Thorbjörn Egner, sem sýnt hefur verið víða um land við miklar vinsældir. I | Kalli á þakinu kíkir í heimsókn! Ýmsar þrautir og leikir, glens og gaman á svæðinu. Hringekjur og hoppkastalar Listasetrið Kirkjuhvoll - Samsýning þriggja kvenna sem starfrækt hafa vinnustofur saman í Hafnarfirði undir nafninu Gallerí Klettur frá 1991. Þær sem sýna eru: Erla Sigurðardóttir, Steindóra Bergþórsdóttir og Katrín Pálsdóttir. 20:30 Fjölskylduskemmtun á Jaðarsbökkum Frábær fjölskylduskemmtun í iþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Þú mátt ekki missa af þessu! Fram koma m.a.: • Hljómsveitin Plasma! • Hinar einu og sönnu Hara-systur • Jóhannes Kristjánsson, eftirherma flytur hátíðarræðu eins og honum einum er lagið! • Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar • Hemmi Gunn - eldhress að vanda • Hin frábæra hljómsveit Baggalútur heldur uppi stuðinu á frábæru fjölskylduballi!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.