Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2007, Side 12

Skessuhorn - 13.06.2007, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 2007 jiicsaiinu^. t Andlát: Páll Guðbjartsson í Borgamesi Páll Guðbjartsson, fyrrum forstjóri Vírnets hf. í Borgarnesi lést 8. júní síðastliðinn, 75 ára að aldri. Hann fæddist á Láganúpi í Kollsvík í Rauðasandshreppi 4. ágúst 1931, yngstur 10 barna hjónanna á Láganúpi. Páll hafði alla tíð ramma taug til æskustöðvanna í Kollsvík þótt snemma hleypti hann heimdraganum. Hann gekk í Samvinnuskólann í Reykjavík veturna 1951 - 1953 og dvaldi á vegum Samvinnuskólans í Stokkhólmi 1953 - 54 við nám og starf. Hann vann ýmis verslunar- og skrifstofustörf til ársins 1958 en færði sig þá um set í Borgarfjörð þar sem hann hefur búið síðan. Gerðist fyrst kennari við Samvinnuskólann á Bifröst til ársins 1965 þegar hann tók við starfi aðalbókara hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi. Arið 1972 var hann ráðinn framkvæmdastjóri hjá Vírneti hf. og starfaði þar óslitið til ársins 1999 þegar hann komst á efdrlaunaaldur. Páll var farsæll stjórnandi Vímets sem efldist í stjórnunartíð hans. Páll hafði mikinn áhuga á sögu og náttúm landsins og hafði yndi af útivist. Áhugamálum sínum gaf hann aukið vægi eftir að erlinum á vinnumarkaðinum lauk og samtvinnaði þau ýmsum verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur samfélaginu til heilla. Þannig vann hann m.a. fyrir Safnahús Borgarfjarðar við uppsetningu sýninga og heimildaskráningu. Skráði hann t.d. sögu verslunar í Borgamesi. Páll var virkur félagsmálamaður, starfaði m.a. í Lionsklúbbi Borgarness og Oddfellowstúkunni Agli á Akranesi. Einnig starfaði hann með Björgunarsveitinni Brák, í Norræna félaginu, Skógræktarfélaginu og í Félagi eldri borgara í Borgarnesi síðustu árin. Þá keypti hann sér lítinn bát á efri ámm, aflaði sér réttinda á hann og réri sér til gamans. Einnig aflaði hann sér leiðsögumannsréttinda og samþætti þannig áhugamál sín og miðlaði þekkingu sinni til annarra. Páll gegndi fjölda trúnaðarstarfa; var í kjörstjórn síns kjördæmis, sýslunefhd og barnaverndarnefhd svo dæmi séu nefhd auk þess sem hann var síðasti hreppstjóri Borgarneshrepps. Eftirlifandi eiginkona Páls er Herdís Guðmundsdóttir. Saman áttu þau tvö börn auk þess sem Herdís átti fyrir eina dóttur sem þau ólu upp. Dótturson sinn ólu þau einnig upp. Utför Páls Guðbjartssonar verður gerð frá Borgarneskirkju laugardaginn 16. júní klukkan 14. mm Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Herdís Gudmundsdóttir, Þverfelli í Lundarreykjadal lést á heimili sínu 10. júní. Að hennar eigin ósk verður útförin gerð í kyrrþey og þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Björns Rúnarssonar í vörslu Sparisjóðs Mýrasýslu. Kristján og Inga Helga Björnsbörn og fjölskyldur. Ragnheiður Sigurðardóttir frá Kolsstöðum. hennar heimanmundur og nú hefur hann villst af leið og lent á Hvanneyri. Verkin á sýningunni eru öll gjafir sem Ragnheiður gaf Borgfirðingum vinum sínum og þeir sjálfir hafa komið með þær á sýninguna. Meðal þess sem hún hefur gert eru 234 sængurverasett sem hún gaf nýfæddum börnum. Þau eru mikil hagleiksverk og Ragnheiður heklaði blúndur og milliverk á þeim. Þá hefur hún gert hundruði klukkustrengja og saumahnalla, en það eru stólar með geymslurými fyrir hannyrðir. Ragnheiður hefur einnig stundað postulíns- og ljósmyndamálun. Sýningin var hluti af Borgfirðingahátíð. kóp Handverk Ragnheiðar er mjög fjölbreytt. Heimanmundurmn sem villtist til Hvanneyrar Um síðustu helgi var sýning á dóttur ffá Kolsstöðum í Hvítár- verkum Ragnheiðar Sigurðar- síðu. Sýningin nefndist „Heiman- Fjöldi saumahnalla var á sýningunni sem vöktu athygli gesta. mundurinn sem villtist af leið“ og var í gamla leikfimihúsinu á Hvanneyri. A sýningunni var hluti af þeirri handavinnu sem Ragnheiður hefur unnið í gegnum ævina. Þó verkin hafi fyllt heilan leikfimisal eru þau aðeins dropi í hafið á ævistarfinu. Ragnheiður sagði í samtali við Skessuhorn að henni þætti lítt gaman að þessi sýning væri komin á laggirnar. Þrátt fyrir alvörusvip var ekki laust við að blikaði á glampa í augum við þessa fullyrðingu. Þá sagðist hún ekki kunna við hve allt væri forgengilegt í nútímanum. Sjálf hefði hún búið í sama húsinu áratugum saman og hefði átt sama ísskápinn og sama rúmið allan þann tíma. Það eina sem væri að væri að hún hefði verið karlmannslaus alla ævi og hún gréti sig í svefn á hverju kvöldi yfir þeirri staðreynd. Koddinn hennar væri orðinn örþunnur eftir allan grátinn og vílið. Þannig er stutt í glettnina hjá Ragnheiði, en hún giftist aldrei og segja má að handavinnan sé Skólaakstur í útboð HVALFJARÐARSVEIT: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að framlengja núverandi samninga um skóla- akstur til áramóta en bjóða akst- urinn út frá áramótum. Samn- ingar um skólaakstur runnu út fyrir ári og voru þá framlengdir um eitt ár. Tillaga um útboð var lögð fram á fundi sveitarstjórnar 8. maí og kom þá umkvörtun um að hún væri fullseint fram kom- in. Var tillögunni frestað og málið kannað betur og lagt að nýju fyrir fund sveitarstjómar sem ffarn fór þann 5. júní og samþykkt þar. Sigurður Sverrir Jónsson, sveitarstjórnarmaður, tók ekki þátt í umræðum um málið, en hann er einn þriggja verktaka sem sjá um aksturinn nú. Ríkiskaup mun aðstoða við útboðið og Einar Orn Thorlaci- us, sveitarstjóri vonast til að út- boðið geti farið ffarn í haust, en það þarf að fara ffam á Evrópska efnahagssvæðinu. kóp Samkeppni um götuheití STYKKISHÓLMUR: Skipu- lags- og byggingarnefhd Stykk- ishólmsbæjar hefur óskað eftír tíllögum frá bæjarbúum um nafh á götu sem mun hggja í gegnum fyrirhugað athafnasvæði suður af kirkjugarðinum. Skilaffesmr á tillögum er til 22. júní. Tillögum skal skilað í lokuðu umslagi merkt „tillaga - götuheiti" í af- greiðslu Ráðhússins, Hafnar- götu 3. Frekari upplýsingar um samkeppnina og legu götunnar á aðalskipulagi má finna á skrif- stofu Ráðhússins, eða á heima- síðu Stykkishólmsbæjar. -kóp Brákarey skipu- lögð í sumar BORGARBYGGÐ: Vinna við deiliskipulag Brákareyjar í Borgamesi fer í gang í sumar. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns ákvað sveitarstjóm Borgarbyggðar að ganga tíl samninga við Kanon arkitekta um deiliskipulag eyjar- innar. Páll S. Brynjarsson, sveit- arstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að nú þyrfti að fara að skoða hvernig staðið verði að þessari vinnu. „Þetta verður væntanlega stóra verkefhi sveit- arfélagsins í sumar að fara í þetta verkefhi. I tillögum Kanon er gert ráð fyrir blandaðri byggð í eyjunni og skoða þarf hvemig eyjan verður best nýtt og hvern- ig tryggja megi sérstöðu hennar. Því munum við ræða við höf- undana og skoða málin eftir það,“ sagði Páll. -bgk

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.