Skessuhorn - 13.06.2007, Síða 20
20
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007
^saum/K.
GT tækni á Grundartanga fagnaði
fimm ára afinæli
Fyrirtækið GT tækni fagnaði
fimm ára afmæli sínu á föstudaginn
var í nýjum húsakynnum á Grund-
artanga. Blásið var til veglegrar
veislu fyrir starfsmenn, maka og
velunnara fyrirtækisins, með léttri
tónlist og veitingum. Þá söng
Grundartangakórinn, undir stjórn
Atla Guðmundssonar nokkur sér-
valin lög.
GT tækni sér um tækni- og við-
haldsþjónustu fyrir Islenska járn-
blendifélagið, Klafa, Spöl og fleiri
fyrirtæki á sviði véla, rafinagns og
farartækja. Fyrirtækið hefúr verið í
stöðugum vexti og tekið upp ýmsar
nýjungar í þjónustuframboði sínu
svo sem á sviði verslunar, innflutn-
ings, tækja - og bílaleigu ásamt sér-
ffæðiþekkingu í bókhalds- og tolla-
Nýtt iðnaðarhús GT tœkni á Grundartanga.
málum. Hvatinn að stofnun GT
tæknis var sú hugmyndaff æði innan
Elkem, móðurfélags Islenska jám-
blendifélagsins, að hvert fram-
leiðslufyrirtæki innan þeirra vé-
banda ætti að einblína á kjarnastarf-
semi sína. Því ætti ýmis þjónusta
við þá starfsemi að vera í höndum
þeirra aðila sem gerðu hana að
sinni kjarnastarfsemi og var GT
tækni stofnað af þeim sökum sem
sjálfstætt verktakafyrirtæki.
Að sögn Bolla Arnasonar, ffam-
kvæmdastjóra fyrirtækisins hefúr
GT tækni þroskast hratt og vel og
er í góðum tengslum við nánasta
umhverfi sitt og atvinnulíf. Þá hef-
ur fyrirtækið stækkað jafiit og þétt
og er orðið að vinnustað með 65
starfsmönnum á ólíkum sviðum. I
ávarpi Bolla á afmælishátíðinni
kom ffam að fjársóður fyrirtækja
felist í starfsmönnum þeirra og hef-
ur GT tækni haft því láni að fagna
að haldast vel á mönnum þar sem
hver og einn leggur sitt af mörkum
til að starfsandinn haldist góður.
„Það sem mestu máli skiptir er að
við vinnum að því að efla hvort
annað félagslega og faglega til þess
að standa vel að vígi. Við hjá GT
tækni teljum okkur best á okkar
sviði í dag og við ætlum að halda
því þannig og eflast enn frekar við-
skiptavinum okkar til hagsbóta“,
segir Bolli og bætir við að með
nýrri byggingu skapist einnig svig-
rúm til að taka á framtíðinni með
enn meiri festu og einbeitni.
kóó
Grundartangakórinn tók létta sveiflu, ekki amalegt aó hafa heilan karlakór af svœðinu.
stjóra GT tœkni.
Sérhæfir sig í grjót- og torfhleðslum
Unnsteinn Elíasson ffá Ferju-
bakka í Borgarfirði hefur um fjórtán
ára skeið sérhæft sig í gerð grjót- og
torfhleðslna. Iðnina lærði harm af
föðurafa sínum sem var grjót-
hleðslumaður en auk þess hefur
hann starfað með Ara föðurbróður
sínum. Handverk þetta kunna fáir
hér á landi og er talið að innan við
tugur einstaklinga geti með sanni
tklað sig fagmenn í hleðslum. Vel
gerð grjóthleðsla er ekki síður hand-
verk en iðn þar sem saman þarf að
fara útsjónarsemi og fallegt hand-
bragð til að hleðslumar verði falleg-
ar á að líta og traustar. A undanföm-
um árum hafa grjóthleðslumenn
haft í nógu að snúast, enda fámenn-
ur hópur eins og áður segir. Við
endurgerð gamalla húsa em völund-
ir sem þessir t.d. ómissandi til að
endurhlaða fomar hleðslur undir
húsum og umhverfis þau. Þá em
grjóthleðslur við kirkjugarða, mann-
virki, vörðuhleðslur og skraut-
veggjagerð meðal verkefúa hleðslu-
meistaranna.
A ferð blaðamanns um Húsafell í
liðinni viku var staldrað við hjá
Unnsteini Elíassyni sem þar vann
við skrauthleðslu á bílastæði við
þjónustumiðstöðina á staðnum.
Honum til aðstoðar var Josefina
Margareta Morell á Giljum en hún
Unnsteinn ogjósefína vio nýja hleoslu framan vió tjónustumiðstöðina í Húsafelli.
Unnsteinn framan við húsin í Englend-
ingvík í Borgamesi.
er hleðslunemi hjá Unnsteini. Fal-
legt handbragð leyndi sér ekki þar
sem birkitré vom römmuð inn í
lágreistan hleðsluvegg ffaman við
miðstöðina sem liggur við inn-
keyrsluna að sumarhúsahverfinu.
Unnsteinn sagði að verkefúin hjá sér
væra næg og undanfarið hefði hann
t.d. unnið að gerð hleðslu og lista-
verks við Skriflu í Reykholti ásamt
Páli Guðmundssyni ffá Húsafelli.
Þá hefúr hann m.a. hlaðið veggi
undir endurgerð hús í Englendinga-
vík í Borgarnesi og ýmislegt fleira.
mm
Slökkviliðið í Snœfellsbæ jyrir utan slókkvistöðina í Ólafsvík með njju tœkin.
Ljósm. Tómas Alfonsson.
Reykköfunartæki
í Ólafsvík
Brunamálastofnun afhenti
slökkviliðinu í Snæfellsbæ í síðustu
viku kerm með tíu reykköfunar-
tækjum ásamt loftbanka til að fylla
á tækin. Þessu fýlgir reykvél til æf-
inga. Svanur Tómasson, slökkiliðs-
stjóri Snæfellsbæjar, sagði í samtali
við Skessuhorn að þessi tækju yrðu
geymd í Olafsvík. „Þetta er ætlað til
æfinga sem og notkunar í útköllum
og mun nýtast slökkviliðinu hér, á
Grundarfirði, í Stykkishólmi og í
Búðardal, en samvinna hefur verið
á milli þessara slökkviliða. Tækin
koma að góðum notum og þau
munu stórbæta öryggið, við verð-
um betur æfðir og þau nýtast í út-
köllum.“
A næstunni verður slökkviliðinu í
Stykkishólmi afhent kerra með
mengunarvarnabúnaði gegn eitur-
efnaslysum. Afhending tækjanna er
hluti átaks Branamálastofnunar til
þess að efla eldvarnir og viðbrögð
við mengunarslysum um allt land,
en 100 milljónum verður varið til
þess. Veiting fjárins var bundin því
skilyrði að slökkviliðin ættu og
rækju búnaðinn í sameiningu og
hafði Brunamálastofúun náið sam-
ráð við slökkviliðin um hvaða bún-
að skyldi kaupa og hvar hann skyldi
staðsettur. Fénu hefur verið varið
til kaupa á búnaði í nánu samráði
við slökkviliðin í landinu. Aður hef-
ur samsvarandi búnaður, kerra með
reykköfunartækjum og önnur með
mengunarvarnarbúnaði, verið af-
hent slökkviliðunum í Akranesi og
Borgamesi til sameiginlegra nota.
kóp
.
Kaupþing í kálgarðana
Á undanförnum vikum hefur
Þorgrímur Þráinsson, erindreki
Kaupþings banka, þeyst á milli
leikskóla um landið þvert og endi-
langt með garðyrkjuáhöld, fræ,
könnur og annað sem þarf til að út-
búa litla matjurtargarða. Háttí300
skólar þáðu boð bankans um þessa
skilyrðislausu gjöf. Með henni vill
bankinn leggja sitt af mörkum til að
auka vitund barna um hollusm
grænmetis og gefa þeim tækifæri til
að sjá hvernig það verður til, vex og
dafúar. Hvarvetna var Þorgrími vel
tekið. Á meðfylgjandi myndum er
Þorgrímur í heimsókn í leikskólan-
um Klettaborg í Borgarnesi og í
leikskólanum í Stykkishólmi.
mm