Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2007, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 13.06.2007, Blaðsíða 21
 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 21 Nýr stj ómarfomiaður Orkuveitu Reykjavíkur Föstudaginn 8. jóní sl. var hald- inn síðasti fundnr fyrrverandi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. En eins og flestir vita eru Akranes og Borgarbyggð meðeigendur að fyrirtækinu. Þar var meðal annars úthlutað styrkjum að upphæð rúmlega 36 milljónum króna. Á meðal þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni voru Markaðsskrifstofa Akraness 1 mkr., Isnord -tónlistarhátíð í Borgarnesi vegna tónleika í gíg Grábrókar kr. 500 þús., Iþrótta- og æskulýðsmál í Borgamesi, kr. 1,7 mkr., Iþrótta- bandalag Akraness kr. 500 þús. vegna heilsuátaks IA og Umhverfis- nefnd Akraness 1 mkr. til stígagerð- ar í friðlandi Innstavogsness. Auk þess var upplýst á fundinum um arðgreiðslur til eignaraðila og fær Akraneskaupsstaður rúmar 85 mkr. í arð og Borgarbyggð rúmlega 15 mkr. A þessum fundi lét Guðlaugur Þór Þórðarson af starfi sem stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Vegna þessa bókuðum við Bjarki Þorsteinsson, áheyrnarfulltrúi Borgarbyggðar, eftirfarandi: „Við undirritaður þökkum Guð- laugi Þór Þórðarsyni, fyrir gott og árangursríkt starf sem formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Á liðnu starfsári stjórnarinnar hefur líklega aldrei verið unnið jafh vel á jafn skömmum tíma og á svo já- kvæðan hátt, að umhverfismálum á vegum fyrirtækisins. Um leið og við fæmm Guðlaugi bestu þakkir okkar fyrir framlag hans óskum við honum velfarnaðar og farsældar í krefjandi starfi á nýjum vettvangi.“ Gunnar Sigurðsson og Bjarki Þor- steinsson. Undir bókun okkar tóku þeir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og Hjörleifur B. Kvaran aðstoðarforstjóri. A aðalfundi Orkuveitunnar, sem haldinn var sama dag, var síðan Haukur Leósson kosinn nýr stjórn- arformaður. Gunnar Sigurðsson Forseti bœjarstjórnar Akraness. www.skessuhorn.is Skólastjóri Óskast í grunnskólann á Reykhólum Reykhólaskóli er góður fámennur grunnskóli með 30 nemendur í 1-10. bekk Meginhlutverk skólastjóra veröur: • Að vera leiðtogi skólans og veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Að stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans Menntunar og hæfniskröfur: • Kennaramenntun að lágmarki. Stjórnunarnám æskilegt • Reynsla og stjórnunarhæfileikar • Reynsla af kennslu og vinnu með börn og unglinga • Lipurð í mannlegum samskiptum Staðan er laus frá og meö 1. ágúst 2007 Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf auk annarra gagna er málio varðar Umsóknarfrestur er til 20. júní 2007 Laun er skv. Kjarasamningi LN og KÍ. Á Reykhólum er gott mannlíf, mikil náttúrufegurð og gott að búa. | Upplýsingar um skólann veitir Áslaug Guttormsdóttir, skólastjóri, í | síma 434-7806 eða 434 7731 | Sjá heimasíðu skólans: s http://www.skolatorg.is/kerfi/reykholaskolL/skoli og á heimasíðu Reykhólahrepps: www.reykholar.is Sveitarstjóri Reykhólahrepps, sími 434-7880 Saman erum við sterk All Settses Group,- Vpplifðu allt á Vesturlandi All Senses Group - Upplifðu allt á Vesturlandi er samstarfsverkefni 23 ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi. Meginmarkmið hópsins er að kynna og markaðssetja Vesturland, auka gæði í ferðaþjónustu á svæðinu og efla tengslanet okkar. Við vinnum saman að nokkrum kynningum á ári og höldum námskeið og vinnufundi. Samstarfið er gefandi og skemmtilegt og fékk Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands fyrir árið 2006. Ef þú vilt slást í hópinn skaltu endilega hafa samband við Þórdísi G. Arthursdóttir, verkefnisstjóra í síma 895 1783 eða info@westiceland.is fyrir 20. júní n.k. SUMARVINNA!!! Okkur vantar ennþá einn frískan starfskraft í slátt og garðyrkjustörf á Hvanneyri í sumar. Viðkomandi þarf að vera 17 ára eða eldri, helst með einhverja reynslu af vélum og að geta hafið störf strax. Upplýsingar veitir garðyrkjustjóri Landbúnaðarháskólans Tryggvi Marinósson í síma 843 5306 eða 433 5000. Landbúnaðarháskóli íslands, -Háskóli lífs og lands-

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.