Skessuhorn


Skessuhorn - 13.06.2007, Page 22

Skessuhorn - 13.06.2007, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI2007 ^SUHUkí • • Hér eru hjónin Öm og Svana meó bamabami sínu, Ömu Ösk Jónsdóttur, heima í stofunni aó Leynisbraut á Akranesi. ur og við eigum alveg eftir að prófa það,“ segir Orn fullur tilhlökkunar og bætir því við að í næstu viku verðtir jómífúarferðin farin á nýja hjólhýsinu. Aðspurður um breytingar í starfsgreininni eftir 50 ár á sjó segir hann. „/'Vllur búnaður er mun betri núna en jafnframt flóknari og öllu stýrt með tölvum. Þetta var nú ein- faldara þegar ég byrjaði en nú er allt gjörbreytt,“ segir hann. Hann hefur þó aðlagast fljótt þessari nýju tækni. „Svo er skelfilegt að sjá heilu pláss- in flosna upp þegar kvótinn er seld- ur í burtu svo kerfið er greinilega ekki að virka,“ segir hann og skilur ekki alveg hverju stjómvöld hafa verið að stýra þessum málum. „Það er eins og þeir hafi ekki vitað hvað þeir vom að gera og farið út af veg- inum einhversstaðar á leiðinni," segir hann og segist þess fúllviss að kvótakerfið hefði aldrei verið sam- þykkt eins og það er í dag. Orn er sáttur við lífið í faðmi fjöl- skyldunnar og sér ekki eftir neinu. „Eg hef verið heppinn í gegnum tíðina, unnið með góðu og skemmtilegu fólki í góðum útgerð- um og aldrei lent í lífsháska. Ég hefði ekki viljað gera neitt öðravísi enda þekki ég ekkert annað en sjó- mennsku," segir Om að lokum. kóó Öm Helgason var heiðraður á sjómanndaginn eftir 50 ár á ýónum. Hér óskar Kristján Pétursson, skipsljóri hmum til hamingju. barnabörn og fjögur barnabarna- börn. „Þessi viðurkenning kom kannski ekki mjög á óvart, það em fáir hér með jafn langan og svo samfelldan annað sem til fellur og hluti sem setið hafa á hakanum eins og garð- urinn. Nú er líka einfaldara að leyfa sér að fara eitthvað. Við hjónin keyptum okkur stórt hjólhýsi í vet- ason heiðraður eftir 50 ár á siónum Örn Óskar Helgason er fæddur í Reykjavík árið 1936 en flutti til Akraness þegar hann er aðeins 21 árs gamall þar sem leiðin lá á sjóinn. Hann lauk vélstjóranámi frá Fiski- félagi Islands og starfaði sem vél- stjóri allt til ársins 2005. Örn byrj- aði feril sinn hjá Sigurfara en starf- aði lengst af á Höffungi. Hann var heiðraður á sjómannadaginn síðasta fyrir metnaðarfullt starf í sjó- mennsku á hálfa öld. Örn er giftur Svönu Jónsdóttur, húsmóður og saman eiga þau fjögur börn, tíu starfsaldur og ég,“ segir Örn þegar blaðamaður hitti hann að máli. Örn hefur ekki getað slitið sig alveg ffá sjónum því að undanförnu hefur hann skotist í einn og einn túr ef vélstjóra hefur vantað. „Það er oft erfitt að fá vélstjóra og þess vegna hef ég farið einstaka sinnum. En nú stefnir allt í að ég slíti mig alveg frá sjónum", segir hann. „Það er ágætt að vera kominn í land þó líf manns gjörbreytist. Mér leiðist nú samt ekki, ég finn mér alltaf eitthvað að dunda við. Ég eyði tíma í eitt og «PS 1 Er að skapa með myndavéliimi Ljósmyndir: Ragnheiður Stefánsdóttir. Ragnheiður Stefánsdóttir opnaði sína fyrstu ljósmyndasýningu í Safiiahúsinu í Borgarnesi 8. júní síðastliðinn og em allar myndirnar til sölu. Blaðamaður Skessuhorns kíkti til Ragnheiðar mitt í önnum hennar við að koma sýningunni upp. „Það er einhver tími síðan ég byrjaði á þessu,“ segir Ragnheiður aðspurð um upphafið að ljós- myndadellunni. „Ég þurffi að fara út með hundinn og var með hann í annarri hendi og myndavélina í hinni. Ég smitaðist af samstarfs- mönnunum í Norðuráli og keypti mér Kodak vél í fyrra og hef verið að nota hana. En nú er ég komin með fullorðinsvél sem ég ætla reyna að læra að nota. En flestar myndirnar á þessari sýningu era teknar á gömlu vélina.“ Augað þjálfast „Ég er ekkert upptekin af því að taka myndir af því sem margir myndu segja að ætti að taka mynd- ir af,“ segir Ragnheiður þegar spurt er um myndefnið og bætir síðan við að hún taki myndir af því sem henni finnst sniðugt til dæm- is skrítnu skýi eða skemmtilegum skugga. „Augað þjálfast í því að sjá það sem er öðruvísi. Ég er hrifin af formum sem skuggar mynda svo eitthvað sé nefnt. Einnig finnst mér gaman að taka andlits- I Skallagrímsgarði í Borgamesi. myndir og þá helst af andlitum með sögu.“ Myndefaið úr Borgarbyggð „A þessari sýningu er ég ein- göngu með myndir úr Borgar- byggð. Sýningin var opnuð á Borg- firðingahátíð svo mér fannst til- hlýðilegt að hafa þetta svona. Auð- vitað á ég myndir frá mörgum öðr- um stöðum, en þær bíða betri tíma. Og nú ætla ég á námskeið til að læra að taka myndir,“ segir Ragn- heiður og kímir. „Fram undir þetta hef ég getað skýlt mér á bak við það að ég kunni ekkert að taka myndir, enda held ég því stíft frarn að ég sé einungis „amator." Það er verst ef ég kemst að því í alvörunni eftir ljósmyndanámskeiðið að ég kunni ekkert að taka myndir.“ Og Ragnheiður heldur áfram. „En kannski hef ég örlítdð forskot í myndatökunni. Sem krakki og ung- lingur teiknaði ég mikið og margir hafa skammað mig fyrir að halda því ekki áfram en þaðan hef ég ábyggilega mynduppbygginguna sem líklegast er innbyggð. Ég er því enn að skapa, bara á annan hátt en áður,“ sagði Ragnheiður Stefáns- dóttir að lokum. bgk Hafnarfjallið með skemmtilegum skýjum, nokkuð sem Ragnheiður Stefánsdóttir, Ragnheiði leiðist ekki að taka myndir af dhugaljósmyndari. Utskrift nemenda á Sól- völlum í Grundarfirði Miðvikudaginn 30. maí sl. var út- skrift ffá Leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði. I ár vom útskrifaðir 8 nemendur og fór athöfnin ffam á Drekadeildinni þar sem útskriftar- nemendur mættu ásamt foreldmm sínum og öðrum ættingjum. Nem- endurnir settu upp hatta sem þau höfðu búið til, foreldrafélagið gaf þeim rós og þau fengu afhenta ferlimöppurnar sínar. Eftir athöfnina á Drekadeildinni var farið í skrúðgöngu út í Kaffi 59 þar sem flatbökuveisla beið þeirra. Þriðjudaginn 5. júní fóra krakkarn- ir síðan í útskriftarferð sína. Vegna veðurs var fyrirhugaðri dagskrá breytt og farið í Stykkishólm. Þar var byrjað að skoða Vatnasafnið og síðan farið á Fimm fiska þar sem allir fengu sér flatböku. Efrir mat- inn var Norska húsið skoðað og að þeirri heimsókn lokinni var förinni heitið í heimsókn í leikskólann í Stykkishólmi þar sem krakkamir léku sér við nemendur þar og var boðið í síðdegishressingu. Eftir heimsóknina í leikskólann var farið í sund og endað í Bakaríinu. Nemendur og kennarar Leikskólans Sólvalla. Samkór Mýramanna á leið utan í liðinni viku brydduðu félag- ar í Samkór Mýramanna upp á þeirri nýjung að hafa síðustu æfingar kórsins fyrir utanlands- ferð kórsins opnar í Borgar- neskirkju. Fimmtíu og fjcigurra manna hópur er á leið til Italíu og Austuníkis til að gera garðinn frægan. Dagskráin er að mesm íslensk lög og auðvitað verður þjóðsöngurinn sunginn í ferð- inni. O Guðs vors land var þaulæft á mánudagskvöld í liðinni viku þar til textí og lag var fanð að hljóma 100% að mati Zcusanna Budai kórstjóra. Ferðinni er heitið til Mílanó og gist fjórar næt- ur í Veróna, kom- ið við í Feneyjum til að sigla á gondólum og kanna heimilis- iðnað Itala. Sungið verður á tvennum tónleikum. Aðrir eru kirkjutónleikar þar sem aðeins má syngja kirkjutónlist og hinir verða haldnir á torgi í Veróna. Loks verður gist tvær nætur í Austur- ríki og þá haldið til Veróna aftur og þaðan haldið heim. Þjóðsöngurinn œfðurfyrir utanfórina. es

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.