Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 4
prósent landsmanna segjast líkleg til að velja vistvænan kost í næstu bifreiðakaupum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Zenter. Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Karlmaðurinn sem ákærður er starfaði áður hjá Barnavernd Reykjavíkur og sem áfengisráðgjafi hjá Krísuvíkursamtökunum. DÓMSMÁL Íslenskur karlmaður og unnusta hans, kona frá Perú, neita bæði sök í sakamáli sem höfðað hefur verið gegn þeim fyrir meinta hagnýtingu vændis þriggja útlendra kvenna. Parið er búsett á Spáni en verjendur þess lýstu afstöðu til ákærunnar í fyrirtöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Parið er ákært fyrir hagnýtingu vændis með því að hafa frá lokum september og fram yfir miðjan nóv- ember 2017 í sameiningu stuðlað að og haft viðurværi sitt og atvinnu af vændisstarfsemi sem þrjár útlendar konur stunduðu hér á landi. Samkvæmt ákæru stuðluðu bæði ákærðu að því að konurnar flyttu til landsins í því skyni að stunda hér vændi sér til viðurværis, en konan hafi komið sér í samband við þær, pantað og greitt f lugmiða þeirra en karlmaðurinn fjármagnað flugið að hluta auk þess að aka þeim frá flug- velli í Keflavík að húsi við Fiskakvísl í Reykjavík þar sem vændisstarf- semin fór fram að mestu. Bæði hafi þau haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar þrjár gegn greiðslu að fjárhæð 25 þúsund krónur fyrir hverjar 30 mínútur og 40 þúsund fyrir hvern klukkutíma, svo sem með milli- göngu um að útvega húsnæði í Reykjavík undir vændisstarfsem- ina að Fiskakvísl, á Grensásvegi og í íbúð á Meistaravöllum í Reykjavík, haft milligöngu um tímabókanir milli kvennanna og vændiskaup- enda og akstri til og frá vændis- kaupendum. Þá munu þau hafa aðstoðað við Par ákært fyrir milligöngu um vændi þriggja kvenna frá Perú Kona og karl hafa verið ákærð fyrir milligöngu um vændi þriggja útlendra kvenna á þremur stöðum í Reykjavík seint á árinu 2017. Málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákærðu neita bæði sök. Upphaflega beindist rannsókn lögreglu að mögulegu mansali en ekki er ákært fyrir slíkt brot. Ákærðu voru leidd fyrir dómara og úrskurðuð í gæsluvarðhald í nóvember 2017 og voru látin sæta einangrun í tvær vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK að útbúa auglýsingar og nafnspjöld og auglýst eða látið auglýsa vændi kvennanna þriggja opinberlega á vefsíðum og í Fréttablaðinu. Samkvæmt ákæru rann allt að helmingur f jármunanna fyrir vændissöluna til ákærðu og höfðu þau þannig tekjur af vændi kvennanna þriggja. Þá er í ákæru krafist upptöku á ávinningi brot- anna; fjármuna af bankareikningi konunnar auk reiðufjár sem fannst við húsleit, samtals rúmlega 1,5 milljónir króna. Verði ákærðu fundin sek sam- kvæmt ákærunni eiga þau yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu var mjög umfangsmikil og voru ákærðu meðal annars undir grun um mansal sem er mun alvarlegra brot og getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Var parið látið sæta þungum rannsóknarráðstöfunum meðan á rannsókninni stóð. Voru þau bæði úrskurðuð í gæsluvarð- hald og látin sæta einangrun um tveggja vikna skeið. Þrjár húsleitir voru framkvæmdar vegna málsins auk þess sem lögregla hafði áður fengið heimild til símhlustunar. Mikið magn gagna var lagt fram við fyrirtöku málsins í gær og mun töluverður hluti þeirra vera eftir- ritanir úr símhlustunum. Þá hafa verið teknar skýrslur fyrir dómi af vændiskonunum þremur en tvær þeirra eru farnar af landi brott. Af ákæru er ljóst að ákæruvaldið hefur ákveðið að láta ekki reyna á ákæru fyrir mansal og mun þetta vera í fyrsta sinn sem ákært er fyrir milligöngu eða hagnýtingu vændis eingöngu án þess að einnig sé ákært fyrir önnur og alvarlegri brot á borð við mansal og fíkniefnasölu. Aðalmeðferð málsins fer fram 17. nóvember í Héraðsdómi Reykja- víkur. adalheidur@frettabladid.is GOÐSÖGNIN NÝR JEEP® WRANGLER jeep.is JEEP® WRANGLER RUBICON Rock-Track® fjórhjóladrif, Select-Trac® millikassi, Tru-Lock® 100% driflæsingar að framan og aftan, aftengjanleg jafnvægisstöng að framan, Heavy Duty fram- og afturhásing, 17” álfelgur, 32” BF Goodrich Mudtrack hjólbarðar, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð, bakkskynjarar, aðgerðarstýri, hraðastillir, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar og fjarstýrðar samlæsingar. WRANGLER RUBICON BENSÍN 273 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. WRANLGER RUBICON DÍSEL 200 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 53 TÖLUR VIKUNNAR 08.09.2019 TIL 14.09.2019 5232 34 kílómetrar er vegalengdin sem Marglytturnar syntu í boðsundi yfir Ermarsundið. Sundið tók fimmtán klukku- tíma og synti hver um klukkustund í einu. 2.500 manns er saknað á Bahamaeyjum í kjölfar fellibylsins Dorian sem skall á í byrjun mánaðar. fangar voru látnir lausir í Danmörku eftir að yfirvöld settu tveggja mánaða bann við að nýta farsímagögn sem sönn- unargögn í sakamálum. prósent þeirra sem taka afstöðu eru andvíg frekari uppbyggingu Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í nýrri könnun Zenter. Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur fagnar því að lög- reglan á höfuð- borgarsvæðinu hafi tekið upp búkmyndavélar. Hann segir það mikið framfara- skref enda geti þær bæði flýtt og auðveldað rann- sóknir mála. Ann Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar lét það vera eitt af fyrstu verkum sínum að koma til Borgarness og funda um varnar- og öryggismál. Linde ætlar að beita sér fyrir femínískri utanríkisstefnu. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri RÚV sagði mikilvægt að heildartekjur skerðist ekki svo sjálfstæði miðilsins sé tryggt. Niður- stöður könnunar sýndu að meirihluti landsmanna vill að dregið verði úr umsvifum eða að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Þrjú í fréttum RÚV, ráðherra og rannsóknir 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 C 4 -8 0 8 C 2 3 C 4 -7 F 5 0 2 3 C 4 -7 E 1 4 2 3 C 4 -7 C D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.