Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 6
H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði til verkefna sem tengjast tilgangi sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Æskulýðssjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki tvisvar sinnum á ári, 15. október og 15. febrúar. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á: www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/aeskulydssjodur/. Umsóknum skal skila á rafrænu formi fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 15. október. Nánari upplýsingar veitir Anna R. Möller anna.r.moller@rannis.is Umsóknarfrestur er 15. október 2019 Æskulýðs- sjóður Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN FYRIRLESTUR Á ENSKU CHRISTOPHER VASEY Innsæi – Verðmæt hjálp á lífsins leið Samkvæmt Gralsboðskapnum Skipuleggjandi: Stofnunin Stiftung Gralsbotschaft www.gralsbodskapur.org • info@gralsbodskapur.org Miðvikudaginn 18. september | kl. 20:00 HARPA Salur: Stemma Austurbakki 2 | Reykjavík Aðgangur ókeypis HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Frettabladid.is færir þér nýjustu fréttir dagsins og ítarlega umöllun um málefni líðandi stundar. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook ALÞINGI Aðeins þrjú þingmanna- frumvörp af þeim 44 sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings hafa ekki verið flutt áður en hin 41 eru endurflutt. Af þingsályktunar- tillögum sem f luttar eru af þing- mönnum öðrum en ráðherrum hafa fjórar ekki verið f luttar áður en tuttugu eru endurfluttar. Flest eru málin endurf lutt frá síðasta þingi en sum hafa verið flutt margoft áður án þess að hljóta afgreiðslu. Á síðasta löggjafarþingi voru lögð fram 130 þingmanna- frumvörp og urðu níu þeirra að lögum. Alls komust 70 frumvörp ekki til umræðu og 48 komust til nefndar en voru ekki afgreidd þaðan. Þá var tveimur málum hafn- að og eitt var kallað til baka. Þá voru á síðasta þingi lagðar fram 107 þingsályktunartillögur frá þingmönnum og voru sex þeirra afgreiddar. Tillögur sem komust ekki til umræðu voru 56 talsins, 43 komust til nefndar en voru ekki afgreiddar þaðan og tveimur var hafnað. Oddný Harðardóttir, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, segir það ekkert skrýtið að mál séu end- urflutt. Þingmenn vilji freista þess að koma góðum málum að. Aðal- flöskuhálsinn sé hins vegar nefnd- irnar. „Þau mál sem þó komast á dag- skrá og fara til nefndar komast mjög fá í gegnum nefndirnar. Við í stjórn- arandstöðunni höfum lagt áherslu á það að mál komi inn í nefnd og fái þar afgreiðslu. Ef meirihlutinn er á móti þá felli hann bara málið. Hefðin er hins vegar sú að mál eru svæfð inni í nefndum,“ segir Oddný. Hún segir að þingmenn viti kannski að mál séu ekki að fara í gegn en samt sé mikilvægt að leggja Flest málin endurflutt Langflest af þeim þingmannamálum sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings eru endurflutt. Erfitt er að koma þingmannamálunum í gegn. Fá þingmannamál eru afgreidd og komast mörg þeirra ekki á dagskrá eða eru svæfð í nefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNSÝSLA Bæjarráð Seltjarnar- ness neitaði að gangast í ábyrgð fyrir láni til Sorpu vegna 1,6 millj- arða króna framúrkeyrslu. Önnur sveitarfélög sem eiga hlut í Sorpu hafa staðfest ábyrgðina en stjórn Sorpu hefur fengið harða gagnrýni á fundum. Birkir Jón Jónsson, stjórnarfor- maður Sorpu, og Björn M. Halldórs- son framkvæmdastjóri hafa mætt á bæjarráðsfundi sveitarfélaganna vegna málsins. „Seltjarnarnes ákvað að svo stöddu að samþykkja ekki þennan lánapakka,“ segir Birkir Jón en Seltjarnarnes á tæp þrjú prósent í Sorpu. „Ég á fastlega von á því að fundur verði haldinn strax eftir helgi með eigendum félagsins til þess að fara yfir stöðu mála.“ Aðspurður um hvort einhver þurfi ekki að taka ábyrgð á stöð- unni segir Birkir of snemmt að segja til um það. „Stjórn félagsins er búin að setja málið í ferli og formanni og varaformanni stjórnar falið að fá óháðan aðila til að taka út rekstur félagsins.“ Birkir segir að tillögur, byggðar á þessari úttekt, verði lagðar fram á næsta stjórnarfundi Sorpu, en hann mun fara fram í lok mánaðarins. „Við viljum varpa ljósi á hvað fór úrskeiðis í áætlanagerð og verk- ferlum félagsins. Það er ekkert fleira að segja um málið fyrr en úttektin liggur fyrir.“ Birkir mun funda með vara- formanni í næstu viku varðandi úttektina. Hver mun sjá um úttekt- ina liggur ekki fyrir að svo stöddu. – khg Seltjarnarnes neitar að ábyrgjast lán Ég á fastlega von á því að fundur verði haldinn strax eftir helgi með eigendum félagsins. Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu þau fram til að lýsa vilja sínum. „Það er mikilvægt að fleiri mál komist til umræðu í þingsal til að nefndirnar geti fjallað um þau. Við hættum ekkert að leggja fram þingmál en reynum að finna leiðir til að vekja athygli á þeim þótt þau séu svæfð í nefnd eða komist ekki á dagskrá.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það sé í raun skýr en óskrifuð regla að hlutverk þing- manna eigi ekki að vera að leggja fram þingmál, sem hann sé mjög ósammála. „Það fæst auðvitað eitt og eitt mál samþykkt sem skiptir máli. En í stóra samhenginu líta ráð- herrar svo á að þungavigtarmálin séu algjörlega á þeirra forræði.“ Hann segir þá staðreynd að lítið hafi komið fram af nýjum málum á fyrstu dögum þingsins skiljanlega í ljósi þess hve illa gengur að koma þingmannamálum á dagskrá og fá þau samþykkt. Þar að auki þurfi að horfa til þess hvernig tíma þing- manna og starfsfólks þingf lokk- anna sé forgangsraðað. „Við höfum átt samtal um þessi þingmannamál. Nú erum við búin að vinna fullt af þingmálum og þau sem okkur finnst enn þá vera við- eigandi og áríðandi leggjum við aftur fram. Stefnan hjá okkur er sú að ef það kemur upp eitthvert mikil- vægt mál í samfélaginu og við sjáum lausn með lagasetningu, þá for- gangsröðum við tíma okkar í það.“ Jón Þór segir nauðsynlegt að efla þingið og vildi gjarnan sjá meiri aðstoð við þingmenn. „Í dag eru þingmenn með ígildi hálfs aðstoð- armanns. Ef við viljum að þeir þing- menn sem treyst hefur verið fyrir þessu starfi sinni því vel þurfum við að fjölga aðstoðarmönnum. Þing- menn geta þá á móti lækkað laun sín til að sýna smá lit.“ sighvatur@frettabladid.is ✿ Hlutfall samþykktra frumvarpa og tillagna 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% ‘11-12’ ‘12-13’ ‘13-14’ ‘14-15’ ‘15-16’ ‘16-17’ ‘17-18’ ‘18-19’ Frumvörp Þingsályktunartillögur n Ekki rædd n Ekki ræddar n Samþykkt n Samþykktar 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 C 4 -9 4 4 C 2 3 C 4 -9 3 1 0 2 3 C 4 -9 1 D 4 2 3 C 4 -9 0 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.