Fréttablaðið - 14.09.2019, Page 10

Fréttablaðið - 14.09.2019, Page 10
UTANRÍKISMÁL Á fundi utanríkis- ráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í Borgarnesi í vikunni var samþykkt að halda áfram sam- vinnu sem byggist á endurmati á skýrslu Stoltenberg frá 2009 um samstarf Norðurlandanna á sviði öryggis- og varnarmála. Mikilvægur þáttur í öryggis- málum norðurslóða er björg- unar- og viðbragðsþjónusta vegna síaukinnar umferðar skipa, ekki síst stórra skemmtiferðaskipa. Að þessu er vikið í Stoltenberg-skýrslunni þar sem lögð var til sameiginleg landhelgisgæsla á norrænum haf- svæðum og að stofnuð yrði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun. Þær tillögur hafa ekki gengið eftir. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, segir í samtali við Við höfum áhuga á að styðja við enn frekara samstarf. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur NÝR OG GLÆSILEGUR RANGE ROVER EVOQUE VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR landrover.is LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 Range Rover Evoque. Verð frá: 7.890.000 kr. OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 E N N E M M / S ÍA / N M 9 5 1 3 9 R a n g e R o v e r E v o q u e 5 x 2 0 a g g u ́ TÉKKLAND Borgarráð í Prag ákvað á fimmtudag að taka niður styttu af sovéska herforingjanum Ivan Konev. Styttan hefur verið umdeild og margsinnis unnin á henni skemmdarverk. Konev, sem lést árið 1973, var einn af æðstu mönnum rauða hers- ins. Hann leiddi herdeildir sem frelsuðu Tékkóslóvakíu undan nas- istum í maí árið 1945 og árið 1980 var styttan af honum reist. Eftir að járntjaldið féll árið 1989 varð styttan umdeild. Rifjað var upp að Konev hefði tekið þátt í að bæla niður uppreisnina í Ungverja- landi árið 1956 og komið að því að Berlínarmúrinn var reistur árið 1961. Þá vilja sumir meina að hann hafi komið að því að bæla niður uppreisnina í Tékkóslóvakíu 1968. Margsinnis hefur málningu verið slett á styttuna og mótmæli verið haldin við hana. Ný stytta verður reist á staðnum til minningar um frelsunina en ekki Konev. Sendiráð Rússlands mótmælti ákvörðuninni harkalega og vonast eftir því að styttunni verði fundinn annar staður. – khg Taka niður umdeilda styttu Mótmælt við styttuna af Konev. NORDICPHOTOS/GETTY Styrkja þarf samstarf um leit og björgun á norðurslóðum Utanríkisráðherrar Íslands og Danmerkur FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Með aukinni skipaum- ferð á norðurslóðum þarf að tryggja leit og björgun. Danir tóku nýlega ákvörun um að auka verulega við- bragðsgetu á norður- slóðum, við Grænland og á nærliggjandi svæðum. Fréttablaðið að danski sjóherinn og íslenska landhelgisgæslan vinni vel saman að leit og björgun. „Það er nú þegar mjög náin samvinna milli danska sjóhersins og íslensku land- helgisgæslunnar. Við höfum áhuga á að styðja við enn frekara samstarf,“ segir Kofod. Bandaríska landhelgisgæslan hefur beint sjónum sínum í auknum mæli að norðurslóðum. Aðspurður um samstarf við Bandaríkin á þessu sviði segir Kofod að það sé ljóst að áhugi margra sé að aukast á svæðinu. „Rússar eru að byggja herstöðvar meðfram norður-austur siglingaleiðinni. Við sjáum mjög aukna skipaumferð og þurfum að tryggja leit og björgun. Þess vegna þurfum við að tryggja yfirráð á svæðum okkar á norðurslóðum,“ segir hann. „Á sama tíma þurfum við að tryggja óskert tengsl milli Evrópu og Norður-Ameríku. Ég sé þetta sem tækifæri til samvinnu.“ Hann segir að sá rammi sem byggður hefur verið með Norðurskautsráðinu þurfi að verða sýnilegri og virkari. Hann fagnar því að Ísland sé að taka forystu í ráðinu. „Við eigum að bjóða þjóðir velkomnar sem vilja áheyrnaraðild en þjóðir norður- slóða verða að leiða þetta starf.“ Kofod segir að Danir hafi nýlega tekið ákvarðanir um að auka veru- lega viðbragðsgetu á norðurslóðum, við Grænland og á nærliggjandi svæðum. „Þetta kallar á mun meiri samvinnu þjóðanna. Einnig þegar kemur að leit og björgun því við erum með stór skemmtiferðaskip á svæðinu.“ Hann segir að vegna Grænlands séu Danir að vinna náið með Bandaríkjunum. Viðvera Bandaríkjanna sé þar mikilvæg. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra segir mikilvægt að ef la viðbragðs- og björgunargetu Íslands. „Viðbrögð við bráðameng- un eða stórslysum á stórum far- þegaskipum, eða björgun hundraða manna af víðernum norðurslóða kallar á mannafla og tæki sem ein- ungis fæst með öf lugri samvinnu þjóða. Í samvinnu við önnur ríki verðum við að búa okkur undir meiri umferð á norðurslóðum. Það er gott að finna samhljóm um það,“ segir Guðlaugur Þór. david@frettabladid.is 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 C 4 -A 3 1 C 2 3 C 4 -A 1 E 0 2 3 C 4 -A 0 A 4 2 3 C 4 -9 F 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.