Fréttablaðið - 14.09.2019, Side 31
D-vítamín gegnir gríðarlega víðtæku hlutverki í líkams-starfsemi okkar og hafa
fjölmargar rannsóknir gefið okkur
vísbendingar um hversu alvarlegar
afleiðingar D-vítamín skortur
hefur í för með sér. Það þurfa allir
hér á landi að taka inn D-vítamín
og það frá fæðingu.
Beinþynning og
D-vítaminskortur
D-vítamínskortur er algengur í
vestrænum löndum en hann getur
haft mjög alvarlegar afleiðingar
til lengri tíma. Skiptir þetta víta-
mín t.a.m. sköpum fyrir heilbrigt
ónæmiskerfi, starfsemi vöðva og
fyrir sterkar tennur og bein. Rann-
sóknir gefa þó til kynna að það
gegni mun víðtækara hlutverki en
talið var og það sé í raun grund-
vallarefni til að viðhalda heilsu
og fyrirbyggja sjúkdóma. Vitað
er um a.m.k. 100 mismunandi
sjúkdómseinkenni eða sjúkdóma
sem tengjast D-vítamínskorti.
D-vítamín er talið leika lykilhlut-
verk gegn bólgum í líkamanum
og skortur getur átt þátt í því að
ónæmiskerfið virkar ekki sem
skyldi. Einnig getur orðið aukin
hætta á öllum helstu krabba-
meinum, hjartasjúkdómum,
minnisglöpum, sykursýki 1 og 2,
MS, liðagigt, smitsjúkdómum og
jafnvel meðgöngueitrun.
D-vítamínskortur á
norðlægum slóðum
Sérfræðingar við Friedman School
of Nutrition Science and Policy
hafa birt rannsóknir sem gerðar
voru á skólabörnum í Boston og
sýndu að allt að 90% þeirra voru
með D-vítamín skort. Einnig
kom þar fram að þeir sem eru í
ofþyngd, með dökka húð og/eða
lifa á norðlægum slóðum séu oftar
með skort en aðrir. Í september á
síðasta ári voru birtar niðurstöður
klínískra rannsókna við þennan
sama skóla þar sem skoðað var
hvað það þyrfti mikið magn í dag-
legri inntöku af D-vítamíni til að
hækka gildin hjá þeim börnum
sem mældust með skort. Í ljós kom
að stærstur hluti barnanna þurfti
að taka 2000 a.e. (alþjóðlegar
einingar) af D-vítamíni í 6 mánuði
til að ná ásættanlegum gildum en
hámarksskammtur fyrir 9 ára og
eldri er 4000 a.e. á dag. Þetta segir
okkur að ef um D-vítamínskort er
að ræða, dugir ekki að taka bara
ráðlagðan dagskammt, enda eru
eru þeir hugsaðir til að viðhalda
þeim gildum sem fyrir eru, ekki til
að hækka þau.
Skortur á Íslandi
Landskönnun á mataræði 6 ára
barna á Íslandi frá 2011–2012 sýndi
að einungis um 25% barnanna
fengu ráðlagðan dagskammt eða
meira af D-vítamíni og var neysla
fjórðungs barna undir lágmarks-
þörf (2,5 µg/dag). Þessar tölur
eru væntanlega orðnar betri í
dag en það er full þörf á stöðugri
umfjöllun þar sem þetta vítamín
er okkur svo lífsnauðsynlegt.
Önnur rannsókn frá 2004 leiddi
í ljós að 15% Íslendinga 30 ára og
eldri þjást af D-vítamínskorti. En
á þeim tíma taldist vera skortur ef
gildin voru undir 25 nmól/l sem er
af mörgum erlendum sérfræðing-
um talið allt of lágt viðmiðunar-
gildi. Síðan þessi rannsókn var
gerð hefur Landlæknisembættið
hækkað skortsmörkin í 50 nmol/l
en ákjósanlegast er að hafa gildin á
bilinu 75-125 nmol/l.
Hvar fáum við D-vítamín?
D-vítamín er ekki eins og önnur
vítamín sem við getum fengið úr
fjölbreyttri fæðu en aðeins um 10%
af D-vítamíni koma úr matnum.
Sólin er helsta og besta uppspretta
D-vítamíns en það verður til í lík-
ama okkar vegna áhrifa UVB-geisla
sólarinnar á húðina. Þetta gerist
eingöngu þegar hún er mjög hátt á
lofti og ef hún skín á stóran hluta
líkamans. Því er erfitt fyrir fólk
á norðlægum slóðum að tryggja
sér nægilegt magn nema kannski
rétt yfir hásumarið. Landlæknis-
embættið hvetur fólk til þess að
taka D-vítamín sérstaklega á formi
bætiefna.
D-vítamín frá fæðingu
Allir þurfa að taka inn D-vítamín
og er ráðlagt að gefa ungbörnum
það nánast alveg frá fæðingu eða
um 2 vikna aldur. D-lúx munn-
spreyin frá Better You eru hönnuð
sérstaklega með þetta í huga en
munnsprey fyrir yngstu krílin eru
bragðlaus og innihalda ráðlagðan
dagskammt í einum úða. Munnúði
kemur einnig í veg fyrir magaónot
sem margir kannast við.
Munnsprey frá Better You
Nú er komin heildstæð lína af
D-vítamín munnspreyjum sem
henta hverju aldursbili fyrir sig og í
réttum skammtastærðum. Spreyin
eru einnig góð fyrir þá sem vilja
hækka gildin sín og svo eru þau
afar bragðgóð og auðveld í notkun.
Munnsprey er góður kostur þar
sem meltingin getur verið undir
álagi og dregið úr frásogi en með
því að úða DLúx út í kinn förum
við fram hjá meltingarkerfinu og
tryggjum hraða og mikla upptöku.
DLúx hentar grænmetisætum og
sykursjúkum, sem og þeim sem eru
á glútenlausu fæði.
D-vítamínskortur
er algengur í vest-
rænum
löndum en
hann getur
haft mjög
alvarlegar
afleiðingar til lengri
tíma. Skiptir þetta
vítamín t.a.m. sköpum
fyrir heilbrigt ónæmis-
kerfi, starfsemi vöðva og
fyrir sterkar tennur og
bei.
Hrönn Hjálmarsdóttir,
heilsumarkþjálfi
Ekki gleyma að taka D-vítamín í vetur
Rekja má allt að 100 mismunandi sjúkdóma og sjúkdómseinkenni til skorts á D-vítamíni. D-Lúx
munnúðarnir frá Better You skila vítamíninu beint út í blóðrásina og tryggja hámarks upptöku.
D-vítamín er talið leika lykilhlutverk gegn bólgum í líkamanum og skortur getur átt þátt í því að ónæmiskerfið virkar ekki sem skyldi.
D +K2
Dlux +K2 vítamín
vinna saman að
viðhaldi og heilbrigði
beina og hjarta
D 3000
Dlux 3000 munnúði,
hver úði innheldur
3000 a.e.
D 1000
Dlux 1000 munnúði,
hver úði inniheldur
1000 a.e.
JUNIOR
Dlux Junior munnúði
fyrir 3 ára og eldri, hver
úði inniheldur 400 a.e.
INfaNt
Dlux Infant munnúði
fyrir ungabörn, hver
úði inniheldur 400
a.e. og er bragðlaus
Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.
VítamíNspRey sem tRyggJa hámaRKsUpptöKU
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9
1
4
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
C
4
-7
6
A
C
2
3
C
4
-7
5
7
0
2
3
C
4
-7
4
3
4
2
3
C
4
-7
2
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
9
6
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K