Fréttablaðið - 14.09.2019, Síða 34

Fréttablaðið - 14.09.2019, Síða 34
Rokkið sofnar kannski stundum en það deyr aldrei. Því held ég að allir sem prófa að búa til tónlist hætti því aldrei þótt þeir sjáist ekki opinberlega. Mér finnst dásamlegt að flytja eigið efni, hvort sem það er á sviði eða æfingum, og tilfinningin sem fylgir því að skapa tónlist veitir mikla fró í dagsins önn,“ segir Guðlaugur Hjaltason, forsprakki, söngvari og gítarleikari rokktríós- ins Nýríka Nonna. „Nýríki Nonni varð til eftir að við Logi Már Einarsson, ekki Sam- fylkingarformaður, vorum leiddir saman til að setja á stofn hljóm- sveit til að spila á balli hjá Strætó. Því má segja að Sigurlaugur Þor- steinsson, minn gamli vinnufélagi hjá Strætó, beri nokkra ábyrgð á tilurð tríósins, en við Logi fundum okkar samhljóm þar og Nýríki Nonni var stofnuð sem hljómsveit síðla árs 2016,“ upplýsir Gulli. Þriðji maðurinn í bandinu með þeim Gulla og Loga, sem er söngv- ari og bassaleikari, er trommu- leikarinn Örvar Erling Árnason sem Gulli segir láta sig hafa það að spila með gömlum körlum. „Það er örugglega ekki algengt að svona risaeðlur standi í því að stofna rokkband en þegar maður gerir þetta á gamalsaldri er maður laus við alla komplexa yfir því hvað öðrum finnst um mann eða það sem maður gerir. Svo er maður svo upptekinn af lífinu og fjöl- skyldulífi þegar maður er ungur en nú gefst tíminn. Útkoman? Það er öllum miðaldra sama um það; Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Nýríkur af hamingju og gleði Guðlaugur Hjaltason er forsprakki rokkbandsins Nýríka Nonna sem heilsar nú þjóðinni með áleitnum ballöðum og alvöru rokki á plötunni För. Gulli er líka pabbi þjóðkunnra tónlistarmanna. Gulli segir nafnið Nýríki Nonni vera til heiðurs pólitísku hljóm- sveitinni Þokka- bót. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Gulli með tveimur af fjórum börnum sínum, tón- listarfólkinu knáa Hugin og Sunnu. lánað hjá Hreini Laufdal, vini mínum til margra ára. Ég samdi líka annað lag með honum en restin er eftir mig. Ég hef lengi skrifað texta, í rauninni alveg frá því að ég var barn, en tónlist byrjaði ég að semja þegar ég fékk ógeð á því að kóvera og herma eftir öðrum. Ég starfaði í nokkrum ball- hljómsveitum fyrir norðan og var í pönkhljómsveitinni Jómfrú Came- líu sem gerði ekkert á sínum ferli nema að gefa út kassettu í fimmtíu eintökum og stuðla að eilífum vin- skap meðlima,“ segir Gulli sællar minningar. Hann segir allt sem hafi áhrif á sig sem manneskju geti orðið honum að yrkisefni. „Til dæmis fyndið atvik, eða sorglegt, persóna sem vekur áhuga minn, spilltir auðmenn og stjórn- málamenn geta komið texta af stað en útkoman verður ekkert endilega sú sem lagt var af stað með,“ segir Gulli sem skilgreinir tónlist Nýríka Nonna sem gamal- dags rokk. „Það er einfalt og hátt, og svolítið seventís á köflum. Noisy but nice one. Ætli við sjálfir njótum hennar ekki hvað mest en við sjáum líka fólk á öllum aldri hafa gaman.“ Unnt er að hlusta á nýju plötuna För á Spotify auk þess sem diskur- inn fæst í öllum betri plötubúðum og hægt er að hafa samband við Nýríka Nonna á Facebook eða hvar sem er. „Titillinn För er hugsaður sem förin í gegnum lífið með öllum sínum mistökum, gleði og sorg, og svo auðvitað förin sem við öll skiljum eftir okkur. Titillagið För er mitt uppáhalds. Mér finnst það segja svo margt en auðvitað túlkar það hver fyrir sig.“ Stoltur af börnunum sínum Gulli er faðir tveggja ungra tón- listarmanna sem getið hafa sér gott orð; Sunnu Guðlaugs og Hugins sem þegar er orðinn einn af vin- sælustu tónlistarmönnum ungu kynslóðarinnar. „Ég er ákaflega stoltur af börn- unum mínum,“ segir Gulli. „Tvö af þeim eru á kafi í tónlist og standa sig vel. Sunna menntar sig nú í tónlist og tónsmíðum í Árósum og Huginn er góður og afkastamikill tónlistarmaður. Ég sá það svolítið fyrir með Sunnu því hún var alltaf til í að syngja og koma fram, og það var svo sem líka fyrirsjáanlegt með Hugin sem er viðkvæmur og ærsla- fullur eins og ég. Yngsta dóttir mín, Auður, er yfirburða fimleikakona og stundar nám í Verzló, og elsti sonur minn, Atli Fanndal, er að mínu mati einn besti blaðamaður landsins, þótt önnur geimvísindi eigi hug hans allan nú. Það sem börnin hafa fengið frá mér er að láta vaða, prófa og gera sjálf. Að búa til og skapa; ekki nota annarra efni. Ég styð börnin mín í öllu sem þau taka sér fyrir hendur en án þess að anda ofan í hálsmálið á þeim. Ég vil að þau taki ákvarðanir á eigin forsendum; bara á eigin for- sendum. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að eiga vel gerð og falleg börn sem geta hvað sem er, vilji þau það sjálf,“ segir Gulli um hæfileikaríka syni sína og dætur. Til heiðurs Þokkabót Nafngiftin Nýríki Nonni er til- vísun í vinsælt lag hljómsveitar- innar Þokkabótar á 8. áratugnum. „Þokkabót var ein af uppáhalds hljómsveitum móður minnar. Nýríki Nonni er mjög sterkur ádeilutexti á auðvaldið og spill- ingu. Sem lítill drengur vissi ég ekki hversu pólitísk hljómsveit Þokkabót var en ég áttaði mig á því þegar ég komst á unglingsárin. Nafnið er þeim til heiðurs. Nýríki Nonni stendur fyrir andhverfu sína; þá sem ekkert eiga,“ segir Gulli og reiknar síður með því að verða nýríkur af nýju plötunni. „Nei, ég held ekki. Það er frekar spurning um hversu miklu maður tapar. En af gleði og hamingju verðum við örugglega nýríkir.“ þetta er bara rokk og ról. Okkur liggur ekki annað á hjarta en að búa til tónlist og skemmta okkur og ef einhver vill skemmta sér með okkur er það mikill bónus,“ segir Gulli hinn kátasti. Hátt, einfalt og seventís Gulli semur velflest lög og texta á nýútkominni plötu Nýríka Nonna, För. „Fyrir utan eitt sem ég fékk Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kr. 11.900.- Slétt flauel Str. 36-52 buxur Cherry Berry buxur Kr. 4.990.- Str. 2-9 (38/4-50/52) 7 litir Með betri buxuM í bænuM 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 C 4 -B B C C 2 3 C 4 -B A 9 0 2 3 C 4 -B 9 5 4 2 3 C 4 -B 8 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.