Fréttablaðið - 14.09.2019, Side 72

Fréttablaðið - 14.09.2019, Side 72
unglinganámskeiðunum, þar fá þær unglingana til að segja hvað þau sofa mikið og hversu miklum tíma þau eyða í snjalltækjunum. „Þann- ig komum við af stað umræðu sem hjálpar þeim að skilja vandamálið og þau átta sig betur á því að þau eru ekki ein í þessum aðstæðum,“ segir Unnur. Hugleiðsla róar taugakerfið Á öllum námskeiðunum læra þátt- takendur slökunaræfingar sem hægt er að gera fyrir svefninn sem og hugleiðsluaðferð sem róar hug- ann. Paola Cardenas sálfræðingur hefur sjálf notað aðferðir Hugar- frelsis í störfum sínum. „Að anda djúpt að sér er nátt- úrulegt viðbragð þegar manni bregður,“ segir Paola. „Það sama á við þegar einstaklingur fer í kvíða- kast, öndunin verður grynnri. Því er mikilvægt að kenna öndunaræfingu þegar einstaklingur er í jafnvægi þannig að hægt sé að nýta sér þessa tækni þegar vanlíðan eykst. Við vitum að þessar aðferðir hjálpa til við að róa taugakerfið. Kvíði og álag stafar af því að heilinn heldur að það sé eitthvað hættulegt í gangi og þá þarf að núllstilla tauga- kerfið,“ segir Paola. „Það að kenna börnum að nota öndun, slökun og hugleiðslu er gríðarlega mikilvægt, sumum reynist þó erfitt að tileinka sér hugleiðslu en besta aðferðin til þess að kenna börnum hugleiðslu er í gegnum söguformið og ég nota einmitt hugleiðslusögur Hugar- frelsis í erfiðum tilfellum.“ Prófa aðferðirnar á eigin börnum Þær Hrafnhildur og Unnur eiga samtals átta börn. „Við prófum flest sem við gerum á okkar börnum,“ segir Hrafnhildur. „Við þekkjum vel hvernig það er að eiga barn með neikvæða sjálfsmynd og höfum þurft að takast á við einelti, kvíða, skapofsaköst og f leira sem margir foreldrar þekkja.“ Þær hafa gefið út fimm bækur þar sem aðferðirnar eru kenndar, tvær handbækur, tvær barnabækur og nú bók sem ætluð er ungmennum og fullorðnum sem vilja tileinka sér einfaldar aðferðir til að velja sína leið í lífinu svo þau nái að blómstra. Hrafnhildur segir að þær muni halda áfram að breiða út boðskap- inn. „Mikið af því sem við erum að leggja áherslu á er heilbrigð skyn- semi, það þarf bara að hnykkja á þessu. Okkar markmið er að leyfa öllum að öðlast frelsi frá áhyggjum, kvíða og ótta. Þá er hægt velja hugs- anir sínar sér og öðrum til gagns til að geta notað hæfileika sína sem best.“ stod2.is 1817 Vikulegur þjóðmálaþáttur á vegum fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í umsjón Heimis Más Péturssonar og ritstjórn Þóris Guðmundssonar. Forystufólk víðs vegar að úr samfélaginu situr fyrir svörum um helstu hitamál líðandi stundar. Víglínan Sunnudag fyrir fréttir Kl. 17:40 VIÐ VITUM AÐ ÞESSAR AÐFERÐIR HJÁLPA TIL VIÐ AÐ RÓA TAUGAKERFIÐ. KVÍÐI OG ÁLAG STAFAR AF ÞVÍ AÐ HEILINN HELDUR AÐ ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ HÆTTULEGT Í GANGI OG ÞÁ ÞARF AÐ NÚLLSTILLA TAUGAKERFIÐ Hrafnhildur, Paola og Unnur eiga samanlagt ellefu börn og þekkja því vel inn á mismunandi vandamál sem börn glíma við í dag. Þær hafa þurft að takast á við neikvæða sjálfsmynd, einelti og kvíða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 C 4 -B 1 E C 2 3 C 4 -B 0 B 0 2 3 C 4 -A F 7 4 2 3 C 4 -A E 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.