Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2019, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 14.09.2019, Qupperneq 82
LÍTIL BÖRN SJÁ TVÆR VERUR LIFNA VIÐ OG LEIKA SÉR Í MOLDINNI OG FULLORÐNIR SJÁ STRÍÐ OG FRIÐ, LÍF OG DAUÐA, HRINGRÁS LÍFSINS OG ENDURNÝJUN LÍFS. Sýning um lífið Leiksýningin Lífið slær í gegn víða um heim. Fullorðið fólk brestur oft í grát á sýningum. Kínverjar vildu rit- skoða sýninguna. Leiksýningin Lífið – stór-skemmtilegt drullumall hefur verið sýnd víða um heim og á dögunum hlaut hún Youth Critics Award á Assitej-hátíð- inni í Kristiansand í Noregi. Örfáar sýningar verða í Tjarnarbíói nú í haust, sú fyrsta í kvöld, laugar- daginn 14. september, og síðan 29. september og 6. október. Leikarar sýningarinnar eru tveir, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson, sem eru jafn- framt höfundar hennar ásamt Charlottu Böving og Helgu Arnalds. Sýningin var frumsýnd hér á landi árið 2015 og vann til tveggja Grímu- verðlauna, var valin besta barna- sýningin og Sproti ársins. „Upphaflega hugmyndin var að gera barnasýningu um dauðann og vinna með mold en svo varð svo mikið líf í moldinni að sýning fór að snúast um lífið,“ segir Sólveig Guð- mundsdóttir. „Sýningin er án orða og byrjar á leik með ljós og skugga. Út úr skugganum koma verur sem uppgötva jörðina og moldina sem lifnar við. Svo verður ákveðin sprenging í lokin.“ Ekki verið að mata áhorfendur Sýningin hefur verið sýnd mjög víða, í Kína, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og á Möltu og alls staðar vakið hrifningu. Sólveig er spurð hvað það sé sem veki svo góð við- brögð í ólíkum menningarheimum. „Það er svo margt. Sýningin er án orða og það er ekki verið að mata áhorfendur á neinu. Þeir lesa sýn- inguna út frá eigin reynsluheimi. Lítil börn sjá tvær verur lifna við og leika sér í moldinni og fullorðnir sjá stríð og frið, líf og dauða, hring- rás lífsins og endurnýjun lífs,“ segir hún. Sýningin er bæði ætluð börnum og fullorðnum. „Fullorðið fólk Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Sólveig og Sveinn ferðast um heiminn með verðlaunasýningu sína, Lífið, sem hver og einn áhorfandi getur skilið sínum skilningi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leikurinn í moldinni vekur athygli víða. MYND/JÓHANNA HELGA ÞORKELSDÓTTIR brestur oft í grát á sýningum, bæði hér heima og úti,“ segir Sólveig. „Í miðri sýningu í Noregi hugsaði ég allt í einu með mér hversu gaman væri að sýna hana. Áhorfendur vita aldrei hvað kemur næst. Það er mikið flæði í sýningunni.“ Sveinn segir engar tvær sýningar vera eins. „Í Noregi vorum við með tvær sýningar sama daginn með nokkurra klukkustunda millibili og bæði við og tæknifólkið vorum á því að þær hefðu báðar verið mjög vel heppnaðar en afar ólíkar,“ segir hann. Kínverjar vildu ritskoðun Kínverjar vildu ritskoða sýninguna en ekkert varð þó af því. „Í Kína var risaauglýsingaherferð vegna fyrir- hugaðra sýninga. Það var þó farið fram á að tvö atriði yrðu felld úr henni, atriði þar sem persónurnar Hið árlega og vinsæla sund-laugarbíó RIFF sem alltaf hefur verið uppselt á fer fram í Sundhöllinni í Reykja- vík þann 28. september klukkan 19.30 í ár. Á boðstólum verður The Host (Skrímslið, 2006), hin fræga skrímslamynd suður-kóreska leik- stjórans Bong Joon-ho. Kvikmynd- inni verður varpað á tjald í gömlu innilauginni, sem verður hituð upp. Bong Joon-ho sem stýrir mynd- inni vann aðalverðlaun Cannes- hátíðarinnar í vor með myndinni Parasite og verður sú mynd loka- mynd RIFF-hátíðarinnar. En í Sund- bíóinu er ein af fyrri myndum hans sýnd. The Host varð á nokkrum mánuðum aðsóknarmesta bíó- mynd í Kóreu frá upphafi. Þrettán milljón miðar seldust á myndina frá júlímánuði og fram í nóvember. Myndin átti síðan eftir að vinna til margra alþjóðlegra verðlauna. The Host fjallar um mann sem lendir í þeim hremmingum að skrímsli rænir dóttur hans. Allt hefst þetta á því að bandarískur meinafræðingur hellir eiturefnum í á í Suður-Kóreu sem er lífæð lands- Hryllingur í sundlauginni The Host fjallar um ógurlegt skrímsli sem hlífir engum. bíta í tvær hvor annarrar og annað þar sem þau borða mold. Það voru samt þessi atriði sem höfðu verið áberandi í öllu kynningarefni í Kína. Við vildum ekki ritskoða sýninguna og þessi atriði voru flutt og þá mátti heyra áhorfendur taka andköf,“ segir Sólveig. Sveinn segir börnin í áhorfenda- hópum í öllum löndum bregðast eins við sýningunni. „Þau eru með okkur leikurunum í núinu og eru að fá að upplifa draum sinn um að drullumalla og éta moldina og sletta og sulla með vatn. Upplifun þeirra fullorðnu er öðruvísi, á Möltu tengdu þeir verkið við kaþólska trú sína og heilagleikann um fæðingu, upprisu og syndaaflausn.“ Sólveig og Sveinn verða á miklum ferðalögum með verkið á næstu mánuðum og fyrirhugaðar eru fleiri sýningar í Kína og einnig í Japan, Litháen, Þýskalandi og víðar. ins. Þetta athæfi bandaríska meina- fræðingsins leiðir til þess að skrímsli vex í ánni og byrjar að ráðast á fólk. Þetta er „költ“ my nd sem náði algjörri met miða- sölu á síðasta ára- tug og gaf tóninn fyrir feril leikstjór- ans. Þess sk a l svo getið að í ár býður RIFF upp á nýjan f lokk mynda sem eru hryllingsmyndir og margar gerast á norrænum slóðum. Meðal þeir ra er hryllingskómedían H e l s i n k i M a n - splaining Massacre um örvæntingar- fullan f lótta konu undan hópi manna sem vilja útskýra allt fyrir henni. Myndin hefur hlotið fjölda viðurkenninga á hryllingsmyndahátíðum víða um heim. Einnig má nefna Evil Ed um mann sem er ljúfur og listrænn klippari í þægilegu starfi. Þegar hann er færður yfir í hryllings- deildina og látinn ritskoða hroll- vekjur daginn út og inn byrjar hann smám saman að missa vitið. Sænsk költmynd sem er í senn óður til subbumynda níunda áratugarins og glettin ádeila á hið harðsoðna sænska ritskoðunarkerfi. – kb 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 C 4 -6 C C C 2 3 C 4 -6 B 9 0 2 3 C 4 -6 A 5 4 2 3 C 4 -6 9 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.