Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  109. tölublað  107. árgangur  LÓA OG ÓLIVER LIFA Á JAÐR- INUM Í EDEN JENNY SAGT UPP HJÁ ÍBV SÝNING HALL- GRÍMS HELGA KLOF & PRÍ$ ÍÞRÓTTIR UNDIRLIGGJANDI ÓGN 28ÍSLENSK KVIKMYND 29 Sveitarfélög » Besti ársreikningur Reykja- nesbæjar í 25 ár. » Rekstrarafgangur Garða- bæjar 806 milljónir í stað 468 milljóna skv. áætlun. » Rekstur í jafnvægi á Akureyri. Guðrún Erlingsdóttir Ómar Friðriksson Rekstrarniðurstöður úr ársreikning- um stærstu sveitarfélaga landsins eru betri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir miðað við niðurstöður A- og B-hluta sveitarsjóða. Niðurstöðurn- ar eru einnig jákvæðari, en bráða- birgðaniðurstaða Hagstofunnar frá því í mars fyrir allt landið gerði ráð fyrir 7,5 milljarða halla. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að víða hafi sveitarfélög skilað ágætis niðurstöðum og vel hafi til tekist. Það sé ánægjulegt að niður- stöður ársreikninga séu í samræmi við áætlanir en hagnaður sé í svipuðu hlutfalli og verið hefur. „Það verður að taka með í reikn- inginn að góðærið nær ekki út um allt land og hefur meiri áhrif í þétt- býli en dreifbýli. Loðnubrestur hef- ur einnig gríðarleg áhrif á sjávar- byggðir,“ segir Aldís sem bætir við að sveitarfélögin hafi fjárfest og staðið myndarlega að uppbyggingu þjónustu vegna fjölgunar íbúa. Það sé nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar og vinna að því að fyrirhuguð áform um frystingu framlaga úr jöfnunarsjóði nái ekki fram að ganga enda séu blikur á lofti. Afkoma betri en spáð var  Stærri sveitarfélögin skila jákvæðum ársreikningum  Góðærið nær ekki á landsbyggðina  Hagnaður í svipuðu hlutfalli og verið hefur  Blikur á lofti MÓviss afkoma næstu ár »6 Morgunblaðið/Hari Nýtt Landsbankinn opnar á nýjar greiðsluleiðir. Landsbankinn er fyrstur viðskiptabankanna þriggja til að bjóða upp á greiðsluleiðir fyrir allar tegundir farsíma. Nú geta viðskiptavinir hans nýtt sér Apple Pay en einnig leið sem sniðin er að þörfum þeirra sem notast við farsíma með Android-stýrikerfið. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbank- ans, segir þá ákvörðun að efna til samstarfs við Apple á þessu sviði til þess gerða að einfalda við- skiptavinum að eiga viðskipti í verslunum, snjall- forritum og netverslunum. Spurð út í samstarfið við Apple segir hún að Apple sé markaðsráðandi á heimsvísu í þessum efn- um og því hafi legið fyrir að þessi leið væri mikilvæg til að tryggja viðskiptavinum Landsbankans sem besta þjónustu. Það sé eitt skref af mörgum sem bankinn taki þessi misserin til að tryggja sem besta þjónustu. Nýverið birti bankinn uppgjör fyrir fyrsta árs- fjórðung og reyndist hagnaður af starfsemi hans 6,8 milljarðar króna. Lilja Björk segir að nú sé rekstur bankans í góðu jafnvægi og horfurnar góðar. »12 Opnar á flestar greiðsluleiðir  Samstarf við risann Apple Nýtt tónverk hljómsveitarinnar Ham ómaði við innsetningu á verki fulltrúa Íslands á Feneyja- tvíæringnum, Hrafnhildar Arnardóttur/ Shoplifter. Verk Shoplifter, sem ber nafnið Cromo Sapiens, einkennist af gervihári, hljóði og aðlaðandi áferð sem leiðir áhorfendur í gegnum þrjú ólík rými; drungaleg hellakynni, litríka hvelfingu og himneskt hreiður. Litagleði á Feneyjatvíæringnum Ljósmynd/Nína Hjálmarsdóttir  Unnið er að því hjá Akranes- kaupstað að útfæra hugmyndir um að ferjusiglingar hefjist að nýju á milli Reykjavíkur og Akraness. Boðið var upp á slíkar siglingar sumarið 2017 þegar ferjan Akra- nes, sem var leigð frá Noregi, sigldi þessa leið. Aðsókn var minni en áætlað hafði verið af ýmsum ástæð- um; verkefnið var ekki arðbært og rekstraraðilinn hefði þurft stærra mótframlag frá sveitarfélögunum og lögðust siglingarnar af. Núverandi hugmynd gerir m.a. ráð fyrir að um tilraunaverkefni verði að ræða sem standi í þrjú ár og kosti 60 milljónir á ári. »14 Hugmyndir um ferju yfir Faxaflóann  Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkur hefur samþykkt að sel- ir fái friðhelgi á strandsvæðum og við árósa í Reykjavík. Ráðið vill að allri veiði á bæði land- og útsel verði hætt innan lögsögu borg- arinnar. Þá hvetur ráðið þá sem stunda netaveiði í Faxaflóa til að gera sitt til að koma í veg fyrir að selir lendi í netum. Varla er hægt að segja að selir hafi verið veiddir fyrir landi Reykjavíkur undanfarin ár, að sögn Guðmundar Björnssonar, rekstrar- stjóra meindýravarna hjá Reykja- víkurborg. Hann telur að þrír selir hafi verið veiddir á þrjátíu árum síðan hann hóf störf. »4 Morgunblaðið/Ómar Landselur Urta lætur vel að ungum kópi sínum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Selveiðum verði hætt í Reykjavík Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA- dómstólsins, telur of seint að neita upptöku þriðja orkupakkans, slíkt geti teflt aðild Íslands að EES- samningnum í tvísýnu. Þetta kom fram í álitsgerð sem hann kynnti utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segist sátt við svör Baudenbachers um að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa forræði yfir auðlindinni eða verða skyldaðir til þess að leggja sæstreng frá landinu. Hún segir að EFTA-ríkin í sameiginlegu EES- nefndinni muni senda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sérstaða Íslands varðandi innri raforkumark- að verði áréttuð. »2 og 14 EFTA-ríkin árétta sérstöðu Íslands  Ekki er langt í að verklegar framkvæmdir geti hafist við lagningu nýrr- ar háspennu- línu Kröflulínu 3, en undirbún- ingur er á loka- stigi. Kröflulína 3, sem verður 220 kw loftlína, mun liggja milli Kröflu og tengivirkis í Fljótsdal. Henni er ætlað að tryggja stöðugleika raf- orkukerfisins á Norður- og Aust- urlandi með betri samtengingu kerfanna og framleiðslu- eininganna á Þeistareykjum og í Fljótsdal. Kostnaður við Kröflulínu 3 er áætlaður tæpir átta milljarðar. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í lok næsta árs. »4 Kröflulína 3 tekin í notkun á næsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.