Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 25
Jennyjar meðan hún yrði fjarri keppni. HSÍ neitaði og þar með telja forsvarsmenn ÍBV að félagið hafi ekki efni á hafa Jennyju áfram. Hún flutti til Eyja fyrir þremur árum ásamt eiginmanni og þremur börn- um. Þau tjölduðu ekki til einnar næt- ur. Keyptu sér þak yfir höfuðið enda töldu þau sig hafa fast land undir fót- um. Um leið losuðu þau um eignir sínar og störf á höfuðborgarsvæðinu. „Forsendurnar fyrir því að við fluttum til Eyja voru þær að félagið gæti boðið mér sambærileg laun og ég hafði á höfuðborgarsvæðinu sam- hliða vinnu. Ég hef verið í dagvinnu í Eyjum auk þess sem ég hef fengið laun frá ÍBV. Með uppsögn samn- ingsins bresta forsendur okkar fyrir að búa hér áfram. Kveðjurnar eru fremur kaldar að mínu mati,“ sagði Jenny, sem átti eftir að reka sig á fleiri atriði sem ekki voru sem skyldi. Samningur sá sem sem hún skrif- aði undir var ekki samhljóða þeim sem ÍBV sendi inn til Handknatt- leikssambands Íslands. Upphæðir greiðslna til Jennyjar mismunandi auk þess sem ekkert riftunarákvæði er í þeim samningi sem er í vörslu HSÍ og hvergi minnst á tryggingar- mál. „Ég held að það breyti engu varðandi riftunina. Hins vegar þykir mér merkilegur þessi feluleikur og að hafa ekki allt uppi á borðinu gagn- vart HSÍ,“ sagði Jenny. Tveir leikmenn karlaliðs ÍBV glíma við langvarandi meiðsli. Það kom ekki í veg fyrir að framlengdur var samningur við annan þeirra í byrjun apríl þótt hann hafi lítið sem ekkert leikið með liðinu á þessu ári. „Mér finnst vera svolítil typpalykt af þessu,“ sagði Jenny og bætir við að mál hennar geti verið víti til varn- aðar fyrir aðra leikmenn um að frá samningum þeirra verið gengið eins og á að gera og allt sé uppi á borðum. „Það er óboðlegt að hægt sé að segja fólki fyrirvaralaust upp og skilja mann eftir í svona vondri stöðu. Eins og staðan er í dag hef ég ekkert félag á bak við mig, það er mjög vont,“ sagði Jenny, sem hvetur handboltafólk til þess að fara vel yfir samninga þá sem það gerir og að það sé allt uppi á borðum. Einnig að upp- sagnarákvæði séu ekki eins opin og í hennar tilfelli og hugað sé að trygg- ingarmálum, ekki síst ef um lands- liðsfólk er að ræða. Fundinum lauk aldrei „Mér finnst hreinlega ótrúlegt hjá forráðamönnum ÍBV að koma svona fram, bæði gagnvart mér í þeirri stöðu sem ég er í og hitt að hafa ekki alla hluti uppi á borðum og ganga frá samningum við leikmenn sína eins og á að gera,“ sagði Jenny og bætti við að hún væri afar sár yfir ákvörð- un ÍBV og einnig hvernig að henni var staðið. „Valið á fundarstaðnum er nú eitt og sér afar sérstakt auk þess sem fundinum lauk aldrei því meðan við vorum að ræða saman komu leik- menn meistaraflokks karla inn í klef- ann til að skipta um föt fyrir æfingu. Við vorum trufluð og fundinum lauk aldrei sem slíkum. Framkoman var mikil vanvirðing við mann, bæði sem leikmann og persónu. Svona á ekki að koma fram við fólk,“ sagði Jenny sem veit ekki hvað tekur við. Tvennt sé þó ljóst. Hún vill halda áfram að leika handknattleik en hún hefur engan áhuga á að leika aftur fyrir ÍBV. „Mér finnst ég eiga fullt erindi í boltann áfram. Mér gekk vel, bæði með landsliðinu og ÍBV. Tölfræði vetrarins talar sínu máli. Ég er í öðru sæti á lista yfir markverði deildarinnar sem eru með hæstu hlutfallsmarkvörsluna,“ sagði Guðný Jenny Ásmundsdóttir, landsliðs- markvörður í handknattleik, í sam- tali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Eggert ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 Einhvern tíma hef ég áður minnst á nöfn íslenskra íþrótta- mannvirkja á þessum stað í blaðinu og hvernig sífellt fleiri hús og vellir eru kennd við fyrir- tæki. Við því er svo sem lítið að segja, félögin þurfa á fjármagni að halda til rekstursins og fyrst þau geta fengið aura inn í starfið með því að ljá styrktaraðilum nafn mannvirkisins þá er það í sjálfu sér besta mál. En nöfn mannvirkjanna verða stundum ansi kostuleg. Sum falla vel að íslensku máli, Egils- höllin laumaði sér inn strax í byrjun án þess að nokkur tæki eftir og vellir kenndir við Nesfisk, Nettó og Norðurál hljóma sæmi- lega þó skemmtilegra væri að þeir bæru enn nöfn Garðs, Kefla- víkur og Akraness. Akureyrarvöllur er nú kenndur við veitingastaðinn Greifann, hafi það farið framhjá einhverjum. Ég veit ekki hversu vel það mun venjast! Þegar nöfnin eru erlend verða þau stundum ankannaleg, oft hreinlega ljót. Würth-völlur Fylkis er nýjasta dæmið um það og Europcar-völlurinn í Sand- gerði er í sama flokki. Í Vogum hét völlur fótbolta- liðsins Þróttar um skeið Voga- bæjarvöllur. Nú hafa Þróttarar stigið skrefinu lengra. Í ár heitir sá ágæti leikvangur Vogaídýfu- völlurinn! Úff... En KR-ingar frá hrós dags- ins. Þeir eru á milli skipa, ekki lengur með Alvogen í vallarnafn- inu og ekkert nýtt komið í stað- inn. Í leikjadagskrá KSÍ eru heimaleikir KR nú sagðir fara fram á Meistaravöllum. Fyrir ókunnuga, þá liggur gata með því nafni að vellinum. Og svo fylgir þessu skemmtilegur hroki! BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Víðir Sigurðsson vs@mbl.is FH og KA mætast í fyrsta leik þriðju umferðar úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi Max- deildarinnar, á grasvellinum í Kaplakrika í kvöld klukkan 18. Lið- in eiga það sameiginlegt að hafa sigrað Íslandsmeistara Vals í þess- um mánuði. FH vann Val í bik- arnum, 2:1, á verkalýðsdaginn og fjórum dögum síðar unnu KA-menn góðan sigur, 1:0, á meisturunum á Akureyri. FH-ingar verða án Brands Olsens sem fékk rauða spjaldið í 1:1 jafnteflinu við Víking á mánudagskvöldið.  Miðvörðurinn öflugi Björn Berg Bryde verður ekki með HK í kvöld þegar liðið sækir heim ná- granna sína í Stjörnunni. Björn er í láni hjá HK frá Garðabæjarfélaginu og fær því ekki að spila leikina tvo gegn því. Þar verður skarð fyrir skildi í vörn HK en Björn hefur byrjað tímabilið afar vel með liðinu og átti stórleik í 2:2 jafnteflinu gegn Breiðabliki um síðustu helgi. Stjarnan og HK hafa aldrei áður mæst í efstu deild því þegar HK var þar árin 2007-08 var Stjarnan deild neðar, en kom upp á sama tíma og HK féll. Liðin hafa því ekki mæst í deildakeppni frá árinu 2006 en þá unnu þau hvort annað á sínum heimavelli í 1. deildinni.  Breiðablik leikur heimaleik sinn við Víking í kvöld á Würth- velli Fylkis, vegna framkvæmda á Kópavogsvelli. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1981 sem Blikar leika heimaleik í Reykjavík en þeir spiluðu heimaleikina í efstu deild árin 1971 til 1973 á Melavellinum. Þar þurftu þeir einnig að mæta Fram í fyrsta heimaleik vorið 1981. Tveir Valsbanar hefja 3. umferðina í kvöld Ljósmynd/Þórir Tryggvason KA Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmarkið gegn Val.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.