Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkur hefur samþykkt að selir fái friðhelgi á strand- svæðum og við árósa í Reykjavík. Ráðið vill að allri veiði á bæði land- og útsel verði hætt innan lögsögu borgarinnar. Þá hvetur ráðið þá sem stunda netaveiði í Faxaflóa til að gera sitt til að koma í veg fyrir að selir lendi í net- um. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi ráðsins í fyrradag með atkvæðum fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðis- flokksins. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Umhverfis- og heilbrigðisráð lagði og til að lagaumgjörð um seli yrði endurskoðuð í því skyni að tryggja vernd íslensku selastofnanna til framtíðar. Við þá endurskoðun þyrfti að meta hvort málefni sela ættu ekki heima und- ir stjórn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins eins og málefni villtra landspendýra. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að staða íslenskra selastofna sé mjög bágbor- in. Báðum tegundum hafi fækkað mikið en þær eru á válista fyrir spendýr sem Nátt- úrufræðistofnun Íslands gaf út síðasta haust. „Þar er landselur skilgreindur sem tegund í bráðri hættu og útselur sem tegund í hættu. Núverandi staða sela í íslenskum lögum er með öllu ólíðandi. Nú er til meðferðar á Al- þingi frumvarp til breytingar á lögum um lax- og silungsveiði nr. 61/2006. Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra verði veitt heimild til að setja í reglugerð reglur um selveiðar, m.a. um skráningu selveiða og takmörkun þeirra á ís- lensku forráðasvæði verði það talið nauðsyn- legt af Hafrannsóknastofnun. Þessi laga- breyting er stórt skref í rétta átt því engar slíkar heimildir hafa verið fyrir hendi. Þá er endurskoðun á lögum um vernd, friðum og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 einnig löngu tímabær en rætt hef- ur verið að málefni sela verði hluti af þeirri löggjöf. Það væri skynsamlegt skref til að styrkja enn frekar vernd íslenskra selastofna. Mikilvægt er að rannsóknir á íslenskum sela- stofnum séu öflugar til að tryggja góðan þekkingargrunn um ástand stofnanna. Þá þarf að bæta til muna veiðitölur, þ.m.t. skrán- ingu á fjölda sela sem eru meðafli í netaveiði.“ Selir fá friðhelgi í Reykjavík  Umhverfis- og heilbrigðisráð hefur samþykkt að öllum selveiðum verði hætt í lögsögu borgarinnar  Í greinargerð með tillögu segir að staða íslenskra selastofna sé mjög bágborin um þessar mundir Morgunblaðið/RAX Landselur Stofnar landsels og útsels hafa látið mikið á sjá undanfarin ár og eru báðir á válista. Varla er hægt að segja að selir hafi verið veiddir fyrir landi Reykjavíkur undanfarin ár, að sögn Guðmundar Björnssonar, rekstrarstjóra meindýravarna hjá Reykja- víkurborg. „Ég er búinn að vera í meindýravörn- um í þrjátíu ár og held að það hafi verið teknir þrír selir við Elliðaárnar og Korpu á þessu tímabili. Það er langt síðan að það var gert síðast. Selirnir voru í laxa- leit að sumri til. Það eru einu tilfellin, þessi þrjú. Það er meira um að við höf- um tekið upp úldin selshræ úr fjörunni,“ sagði Guðmundur. Þrír selir á 30 árum SELVEIÐAR Í REYKJAVÍK Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Undirbúningur að lagningu nýrrar háspennulínu sem tengir Norðaust- urland við Austurland, svonefndrar Kröflulínu 3, er á lokastigi. Ekki er langt í að verklegar framkvæmdir geti hafist og Landsnet stefnir að því að ljúka framkvæmdum og spennusetja línuna fyrir lok næsta árs. Kröflulína 3 verður 220 kV loft- lína sem liggur á milli Kröflu og tengivirkis í Fljótsdal. Tilgangurinn er að tryggja stöðugleika raforku- kerfisins á Norður- og Austurlandi með betri samtengingu kerfanna og framleiðslueininganna á Þeista- reykjum og í Fljótsdal og auka þannig öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku. Jafnframt er framkvæmdin mikilvægur hlekkur í styrkingu flutningskerfis landsins í heild. Byggðalínan sem fyrir er á þessari leið verður áfram rekin til að öryggið verði tvöfalt. Framkvæmdaleyfi gefin út Háspennulínan er 122 km að lengd og verður byggð á svoköll- uðum M-röramöstrum, sams konar og notuð voru í línunum út frá Þeistareykjavirkjun. Mati á um- hverfisáhrifum er lokið og skipu- lagsbreytingum lokið í öllum þrem- ur sveitarfélögunum. Fljótsdalshreppur og Fljótsdals- hérað hafa gefið út framkvæmda- leyfi og Landsnet á von á fram- kvæmdaleyfi frá Skútustaðahreppi á næstunni. Undirbúningur undir verklegar framkvæmdir stendur yfir. Hafin er framleiðsla á undirstöðum mastranna, samkvæmt samningi sem gerður hefur verið, og búið að semja um framleiðslu mastra. Landsnet hefur opnað útboð vegna jarðvinnu við möstrin og er stefnt að því að ljúka samningum við þá sem eiga hagstæðustu tilboðin á næstu vikum. Þá hafa tilboð í reis- ingu mastra og strengingu lína ver- ið opnuð og er unnið að samn- ingum. Kostnaður er áætlaður tæpir átta milljarðar, að því er fram kem- ur í nýrri kerfisáætlun Landsnets. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landsnets, segir stefnt að því að framkvæmdum ljúki og ný lína verði spennusett í lok næsta árs. Verið að semja um helstu verk  Lagning Kröflulínu 3 að hefjast Ljósmynd/Landsnet Háspennulína M-laga röramöstur verða í Kröflulínu 3, eins og í Þeistrareykjalínu sem liggur frá Þeistareykjavirkjun. „Við rétt náðum að skipta um föt og komast í eitthvað þægilegra. Annað eistað á mér skrapp út úr buxunum þegar ég var að skipta um föt,“ sagði Klemens Hannigan, söngvari Hatara, á blaðamannafundi í gær eftir æfingu fyrir atriði sitt í Eurovision í Tel Aviv í Ísrael, þá kominn í annan klæðnað en hann var í á sviðinu. Þeir voru ánægðir með æfinguna og þær breytingar sem voru gerðar á atriðinu. „Þetta hefur opnað augu okkar á margan hátt og við höfum átt mörg góð samtöl við fjölbreyttan hóp fólks,“ svaraði Matthías Tryggvi Haraldsson í Hatara spurður um dvölina. „Það er eðli listarinnar að spyrja spurninga. Við erum ekki með svörin. Það er munur á list og áróðri. Listin á að snerta okkur öll,“ sagði Matthías spurður hvernig hægt væri að semja lög með pólitískum boðskap án þess að vera með áróður. Hann ítrekaði að þetta væri alltaf erfitt samspil og benti á að þeir væru ekki með svörin við þeim spurningum sem þeir spyrðu. Hatari hefur vakið talsverða at- hygli og er nú spáð 8. sæti í keppninni sem verður 18. maí. Ljósmynd/eurovision.tv Hatari Liðsmenn sveitarinnar voru ánægðir að lokinni æfingunni í gær. Eðli listar að spyrja spurninga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.