Morgunblaðið - 10.05.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.05.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 Uppbygging nýrra íbúða við Hlíðarenda í Reykjavík er komin á fullt skrið á öllum íbúð- arreitum og byggðin því farin að taka á sig mynd. Framkvæmdir eru sagðar vera nokk- urn veginn á áætlun, að undanskildum þeim reit þar sem gert var ráð fyrir hótelbyggingu. Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla, segir leigufélagið hyggjast hefja sölu nýrra íbúða við Hlíðarenda í sumar, að lík- indum í júní eða júlí. „Þetta er byggt í nokkrum áföngum og verða fyrstu afhendingar í sumar. Í dag reikn- um við með því að fá 79 íbúðir á þessu ári og 91 íbúð árið 2020,“ segir Arnar Gauti, en Reir Verk er framkvæmdaraðili. „Við ætlum ekki að eiga allar íbúðirnar og munum því setja eitthvað af þeim í sölu,“ segir Arnar Gauti. Aðspurður segir hann Heimavelli ekki hafa hafið sölu íbúða á reitnum. Þeir hafi þó engu að síður fundið fyrir talsverðum áhuga á svæðinu. „Það er alveg ljóst að fólk hefur mjög mik- inn áhuga á þessu svæði. Það skemmir auðvit- að ekki fyrir að undir öllu húsinu er tveggja hæða bílakjallari þannig að bílastæðavandi verður ekki fyrir hendi á þessu svæði,“ segir hann, en að auki er Hlíðarendasvæðið í ná- munda við mikla náttúrufegurð, þar ríkir veð- ursæld auk þess sem stutt er alla í þjónustu. Morgunblaðið/Hallur Már Hlíðarendi farinn að taka á sig mynd Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ólíkar spár hafa komið fram að und- anförnu um afkomu sveitarfélaga landsins en í bráðabirgðaniðurstöðu Hagstofunnar frá í mars er gert ráð fyrir að sveitarfélög hafi skilað tals- vert verri afkomu í fyrra en áætlað hafði verið. Hún hafi í reynd verið nei- kvæð um 7,5 milljarða en ekki 3,8 milljarða eins og reiknað er með í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hafa ber í huga að í uppgjöri Hag- stofu er fjárfesting gjaldfærð sem er ekki gert í ársreikningum sveitarfé- laganna. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkur- borgar heldur því fram að afkomu- horfur sveitarfélaga séu ofmetnar bæði í fjármálastefnu og fjármála- áætluninni. Í nýrri umsögn við áætl- unina segir að líkur séu á að heildar- afkoma sveitarfélaga verði neikvæð árin 2019 og 2020 og jafnvel einnig 2021 en ekki jákvæð eins og gert er ráð fyrir. Þá sé jákvæð niðurstaða hjá sveitarfélögum á árunum 2022-2024 engan veginn í höfn. Myndast hafi mikil fjárfestingarþörf eftir margra ára niðurskurð í nýfjárfest- ingum og viðhaldi fastafjármuna. Stærstu sveitarfélög skila flest jákvæðum niðurstöðum Sveitarfélög landsins hafa að und- anförnu tekið ársreikninga fyrir síð- asta ár til afgreiðslu. Yfirlit útkom- unnar yfir landið allt liggur ekki fyrir en reikningar sex stærstu sveitarfé- laganna leiða í ljós að heildarafkoma þeirra hafi yfirleitt verið viðunandi eða góð á árinu 2018 miðað við áætl- anir ársins. Rekstrarniðurstaða A- hluta starfseminnar er þó lakari í fjór- um af þessum sex fjölmennustu sveit- arfélögum en var árið 2017. Í Reykjanesbæ batnaði hún til muna milli ára og á Akureyri var minni halli á A-hlutanum í fyrra en 2017. Niðurstaða ársreiknings bæjar- sjóðs og samstæðu Reykjanesbæjar er sú besta sem sést hefur í 25 ára sögu sveitarfélagsins. Rekstrarniður- staða bæjarsjóðs að teknu tilliti til af- skrifta og fjármagnsliða var jákvæð um 3.524 milljónir kr. og skuldaviðmið samstæðu bæjarins er komið vel und- ir lögboðið 150% viðmið og er nú 137,3% Í Garðabæ nam rekstrarafgangur- inn í fyrra 806 milljónum kr. sem er betri útkoma en áætlun hafði gert ráð fyrir, sem var 468 millj.kr. Skulda- hlutfallið af tekjum var 94%. Fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæjar virðist líka hafa verið traust en rekstr- arafgangur A og B hluta bæjarsjóðs nam 1.129 milljónun en áætlun gerði ráð fyrir 799 millj. kr. afgangi. Hjá A- hlutanum var rekstrarniðurstaðan já- kvæð um 490 milljónir. Skuldaviðmið- ið hefur haldið áfram að lækka og var 112% í lok síðasta árs. Ársreikningar Akureyrarbæjar leiða í ljós að reksturinn er í jafnvægi og var samstæða bæjarins rekin með 377 millj. kr. afgangi sem er betri ár- angur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Sé eingöngu litið á rekstur A- hluta bæjarsjóðs þá var hann nei- kvæður um 384 milljónir í fyrra eða nokkru verri en fjárhagsáætlun árs- ins gerði ráð fyrir en hallinn þó minni á árinu 2017. Skuldaviðmið samstæð- unnar var 75% í árslok samanborið við 95% á árinu á undan vegna breyttra reglna um útreikning þess. Með sam- bærilegum útreikningi fyrir 2017 var skuldahlutfallið þá lægra eða 70%. Eins og fram hefur komið var rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, jákvæð um 12.342 milljónir kr. í fyrra en áætlun ársins gerði þó ráð fyrir að rekstur samstæðunnar yrði jákvæð- ur um 17.797 milljónir kr., sem var því 5.456 millj. kr. eða 31% undir áætlun. Afkoma samstæðunnar var 15.686 milljónum lægri í fyrra en hún var árið 2017. Jukust um 27 milljarða Ef eingöngu er litið á rekstrarnið- urstöðu A-hluta borgarsjóðs kemur í ljós að hún var jákvæð um 4.726 millj- ónir kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 4.074 milljónir. kr. Niðurstaða A-hlutans var því 652 milljónum kr. betri en gert var ráð fyrir en nokkru lakari þó en á árinu 2017. Skuldir og skuldbindingar sam- stæðunnar, þ.e. A og B-hluta, voru rúmlega 324 milljarðar í fyrra og juk- ust um 27 milljarða frá árinu á undan. Hreinar vaxtaberandi skuldir jukust verulega á árinu 2017 einkum vegna 14,6 milljarða uppgjörs við Brú líf- eyrissjóð. Gætir áhrifa uppgjörsins við Brú einnig í reikningi síðasta árs. Fram kemur að aukning skulda og skuldbindinga A-hluta borgarsjóðs 2018 nemur 8,3 milljörðum. Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam 1,3 milljörðum króna á seinasta ári en gert hafði verið ráð fyrir 798 milljónum í fjárhagsáætlun. Skulda- hlutfall bæjarins var 108% í árslok 2018 og lækkaði úr 133% frá árinu á undan. Vaxtaberandi skuldir Kópa- vogsbæjar í fyrra voru skv. ársreikn- ingi 30,8 milljarðar. Segja afkomu sveit- arfélaga ofmetna  Afkoma sveitarfélaga gæti orðið neikvæð 2019-2021 olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar verður haldinn fimmtudaginn 16. maí klukkan 17:30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Safnaðarmeðlimir eru hvattir til þess að sækja fundinn. Sóknarnefnd Garðasóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.