Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi háskólasvæðisins. Samkvæmt henni verður reist viðbygging við Gamla Garð, þrjár hæðir og kjallari. Hámarks byggingarmagn er 2.900 fermetrar ofanjarðar og 480 fermetrar neðanjarðar, eða samtals 3.300 fermetrar. Gert er ráð fyrir að í viðbyggingunni verði 70 ný stúdentaherbergi ásamt sameiginlegum eldhúsum, samkomu- rýmum og geymslum. Andrúm arkitektar ehf. eru höfundar tillögunnar. Reiturinn sem tillagan nær til er á horni Suðurgötu og Hringbrautar. Á reitnum eru tvær lóðir, Þjóðminjasafnið (Suðurgata 41) og Gamli Garður og Félagsstofnun stúdenta, nú Stapi(Hringbraut 29 og 31). Gamli Garður var byggður árin 1933-34 og er nýttur sem stúdentaíbúðir/sumargisting. Gamli Garður er stúdentagarður, fyrsta bygging Há- skóla Íslands á háskólasvæðinu. Sigurður Guð- mundsson, húsameistari ríkisins, teiknaði húsið. Fyrstu stúdentarnir fluttu þangað inn haustið 1934. Gert er ráð fyrir að tilfærsla verði á lóða- mörkum innan reitsins. Lóð Þjóðminjasafnsins Ýmsir urðu til að mótmæla þessum áformum, þar á meðal Minjastofnun. Taldi stofnunin að fyrirhuguð uppbygging nýrra stúdentaíbúða á lóð Gamla Garðs á Hringbraut 29 fæli í sér veru- leg og neikvæð umhverfisáhrif þar sem listrænt mikilvægri skipulagsheild yrði raskað með óafturkræfum hætti. „Kallast á við Þjóðminjasafnið“ „Þjóðminjasafnið og Gamli Garður eru verk sama höfundar og kallast á. Þjóðminjasafns- húsið er hannað eins og bakgrunnur við Gamla Garð og saman mynda þau tilkomumikinn jaðar háskólasvæðisins við þá merku breiðgötu sem Hringbrautin er en hún er líka einstök í skipu- lagssögu Reykjavíkur. Hún er fyrsta og eina breiðgatan sem hefur verið skipulögð og mótuð með merkum byggingum í kringum gamla bæ- inn,“ sagði m.a. í athugasemdinni. Í kjölfar hinnar alvarlegu gagnrýni Minja- stofnunar var stofnaður starfshópur á vegum Háskólans og Reykjavíkurborgar til að fara yfir málið. Hina nýju deiliskipulagstillögu má finna á vef Reykjavíkurborgar. Ábendingum og athuga- semdum skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síð- ar en 24. júní næstkomandi. Byggt verður við Gamla Garð  Hin nýja bygging verður alls 3.300 fermetrar  70 ný herbergi fyrir stúdenta  Gamli Garður var byggður 1933-34 og var fyrsta byggingin á háskólasvæðinu  Athugasemdafrestur er til 24. júní Mynd/Andrúm arkitektar Nýtt skipulag Viðbyggingin á að rísa vestan við Gamla Garð. Hún verður 3.300 fermetrar. minnkar en lóð Gamla Garðs stækkar um 465 fermetra. Þessi breyting er gerð til að rýmka fyrir byggingamöguleikum við Gamla Garð og koma fyrir djúpgámum inni á þeirri lóð. Í apríl 2017 voru kynnt úrslit í samkeppni um viðbyggingu við Gamla Garð. Vinningstillaga Yddu arkitekta gerði ráð fyrir að nýbyggingin yrði 3.248 m² að stærð og herbergi 78 talsins. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Lambafóstran er þarfaþing,“ seg- ir Erna Elvarsdóttir. „Tækið gerir fóðrun miklu jafnari og betri en annars væri, til dæmis ef heimaln- ingunum er gefin mjólk af pela. Með fóstrunni hafa lömbin aðgang að næringu allan sólarhringinn og það dregur úr líkunum á kvillum eins og til dæmis skitu sem pela- lömb eru útsett fyrir. Bændurnir sem komnir eru með fóstrur eru líka hæstánægðir með gripinn. Selt um allt land Með foreldrum sínum stendur Erna að sauðfjárbúi að Brekku í Norðurárdal í Borgarfirði og vinn- ur svo við afgreiðslu í búrekstrar- deild Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Þar fæst eitt og allt til brúks á bæjum í sveitum lands, þar á meðal lambafóstran sem upp á ensku framleiðslulandsins heitir shepherdess. „Reynslan af tækinu er góð, á þessu vori höfum við selt allt 48 stykki og þau fara um allt land; austur í Mýrdal, í Skaga- fjörðinn og eitt fór á Strandirnar í gær,“ segir Erna. Tvöföld fata með rafmagni Tækinu má lýsa sem stórri tvö- faldri fötu; í þeirri ytri er vatn sem hitað er upp með rafmagni sem svo hitar upp mjólkina í innri fötunni, sem tekur alls tólf lítra af mjólk. Á fötunni eru svo tvær túttur sem lömbin drekka af en þumal- puttareglan er sú að fóstran geti sinnt tuttugu lömbum, það er móðurlausum heimalningum sem fara ekki á afrétt á sumrin heldur eru hafðir í heimahögum allt frá fæðingu til slátrunar að hausti. Hægt er svo að fá enn stærri lambafóstrur með fleiri túttum og geta þær sinnt allt að 50 lömbum. Íslendingar eru dæmalaus dellu- þjóð. Fótanuddtæki, Soda Stream, snjallsímar sem verða æ fullkomn- ari og svo framvegis, öllu þessu og fleiru til hefur landinn tekið hönd- um tveim og hefur þótt virka vel – til skemmri tíma. Nýjungar eru hins vegar fljótar að ryðja sér til rúms og sum tæki víkja fljótt fyrir öðrum. Annríki í sauðburði „Ég trúi því að lambafóstran dugi vel og lengi. Þetta er tæki sem við höfum selt í þrjú ár og það hefur breytt miklu fyrir sauð- fjárbændur,“ segir Erna sem sjálf á annríkt þessa dagana í sauð- burðinum. Staðin er vakt í fjár- búinu allan sólarhringinn, en á Brekku er búið með alls um 500 fjár – og lömbin þetta vorið verða alls um 800. Lambafóstra léttir lífið  Lömb sjúga af túttu  Mjólkin er í fötunni  Heitt fyrir heimalningana Ljósmynd/Erna Elvarsdóttir Lamb Næring verður jafnari en áð- ur með tækinu og það dregur úr kvillum sem fé getur fengið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fóstran Erna Elvarsdóttir með tækið sem Kaupfélag Borgfirðinga selur og sauðfjárbændur víða um land hafa nú fengið. Reynslan er sögð vera góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.