Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Lítill munur virðist vera á stefnu tveggja stærstu flokkanna í Dan- mörku, Jafnaðarmannaflokksins og mið- og hægriflokksins Venstre, í innflytjenda- og velferðarmálum. Jafnaðarmenn, undir forystu Mette Frederiksen, hafa tileinkað sér stefnu minnihlutastjórnar Venstre í innflytjendamálum og Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra og leiðtogi Venstre, virðist nú hafa tekið upp stefnu jafnaðarmanna í vel- ferðarmálum með loforði um að stór- auka ríkisútgjöldin í þeim málaflokki. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Jafnaðarmannaflokkur- inn, Sósíalíski þjóðarflokkurinn, De Radikale Venstre og Einingarlistinn fái meirihluta á þinginu í kosningun- um 5. júní. Samkvæmt Gallup-könn- un fyrir danska blaðið Berlingske fengi vinstribandalagið samtals 95 sæti af 179 á danska þinginu. Hægri- og miðflokkarnir Venstre, Íhalds- flokkurinn, Frjálslynda bandalagið og Danski þjóðarflokkurinn fengju alls 80 þingsæti samkvæmt könnun- inni. Nýjasta könnun dagblaðsins Politiken bendir til þess að Jafnaðar- mannaflokkurinn verði stærsti flokk- urinn, með 25,2% fylgi, 1,1 prósentu- stigi minna en í síðustu kosningum árið 2015. Venstre er spáð 19,6% at- kvæðanna, svipuðu fylgi og fyrir fjór- um árum. Kveikti í Kóraninum Danski þjóðarflokkurinn var næst- stærstur í síðustu kosningum, með 21,1% fylgi, en könnun Politiken bendir til þess að hann fái aðeins 11,6% atkvæðanna. Margir stjórn- málaskýrendur rekja fylgishrunið einkum til þess að margir hinna stjórnmálaflokkanna, þeirra á meðal jafnaðarmenn, hafa tekið upp stefnu Danska þjóðarflokksins í innflytj- endamálum. Samstarfsflokkar danskra jafnaðarmanna eru hins vegar ekki á sömu línu og það gæti torveldað Mette Frederiksen að mynda ríkisstjórn eftir þingkosning- arnar, eins og stjórnmálaskýrandi Berlingske hefur bent á. Sterk staða vinstribandalagsins fyrir kosningarnar skýrist að miklu leyti af fylgisaukningu minni flokk- anna þriggja sem hafa stutt ríkis- stjórnir danskra jafnaðarmanna. Radikale Venstre nær tvöfaldar fylgi sitt í 8,7%, Sósíalíska þjóðarflokkn- um er nú spáð 7,8%, 3,6 prósentustig- um meira fylgi en í síðustu kosning- um, og Einingarlistinn bætir við sig 1,3 prósentustigum, fær 9,2% at- kvæðanna, ef marka má könnun Politiken. Innflytjendamálin voru ofarlega á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum formanna stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni. Rasmus Palud- an, leiðtogi nýs þjóðernisflokks, Stram Kurs (Ströng stefna), vakti þá mikla athygli með tillögu sinni um að banna íslam í Danmörku og vísa hundruðum þúsunda múslíma úr landi. Paludan er lögfræðingur og stofnaði flokkinn árið 2017. Hann vakti fyrst athygli með því að setja myndskeið á YouTube þar sem hann lét í ljós andúð sína á íslam, m.a. með því að kveikja í Kóraninum, stundum eftir að hafa vafið beikoni utan um ritninguna. Til að fá sæti á danska þinginu þurfa stjórnmálaflokkar að fá að minnsta kosti tveggja prósenta fylgi og nýjustu kannanir benda til þess að Stram Kurs nái því markmiði. Fylgi hans hefur mælst frá 2,1% til 3,9%. Nýr borgaralegur flokkur, Nye borgerlige, hefur einnig boðað harða stefnu í málefnum hælisleitenda. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins stofnuðu hann árið 2015 og hann hef- ur m.a. krafist þess að móttaka hælisleitenda verði stöðvuð alger- lega, að útlendingum verði vísað úr landi eftir fyrsta dóm fyrir lögbrot og aðeins danskir ríkisborgarar geti fengið félagslegar bætur í landinu. Leiðtogi flokksins Pernille Vermund, hefur sagt að þessar þrjár kröfur séu ófrávíkjanlegar. Nýi borgaralegi flokkurinn er einnig hlynntur því að allir tollar og innflutningskvótar verði afnumdir. Könnun Politiken bendir til þess að hann fái 2,7% fylgi, nógu mikið til að fá sæti á þinginu. Innflytjendamálin hafa verið í brennidepli í dönskum stjórnmálum frá árinu 2001 en fréttaskýrendur Politiken telja ólíklegt að þau verði eins mikið hitamál í komandi kosn- ingum, einkum vegna þess að fjöldi hælisleitenda í Danmörku er nú sá minnsti í tíu ár. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru aðeins skráðar 620 hælisumsóknir, miklu færri en á sama tímabili síðustu ár. Ótrúverðug kúvending Mette Frederiksen varð leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í júní 2015 og hefur tekið upp harðari stefnu í innflytjendamálum en forveri henn- ar, Helle Thorning-Schmidt, fyrrver- andi forsætisráðherra. Hún hefur stutt lög, sem minnihlutastjórn Venstre hefur sett til að skerða rétt hælisleitenda, og jafnvel gagnrýnt stjórnina fyrir að hafa ekki gengið nógu langt. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur einnig lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að auka ríkisútgjöldin til að verja velferðarkerfið vegna fjölgunar aldr- aðra. Lars Løkke Rasmussen hefur hingað til gert lítið úr slíkum tillög- um, sagt þær vera óábyrgar, en nú þegar kosningar nálgast er komið annað hljóð í strokkinn. Hann lofar nú að auka ríkisútgjöldin til vel- ferðarmála um 69 milljarða danskra króna, jafnvirði tæpra 1.300 millj- arða íslenska, til ársins 2025 og falla frá þeirri stefnu að minnka útgjöldin til menningar- og menntamála. Kristian Madsen, stjórnmálaskýr- andi Politiken, segir að forsætisráð- herrann hafi að miklu leyti tekið upp stefnu Jafnaðarmannaflokksins í þessum málaflokkum og kúvending hans sé ótrúverðug í ljósi fyrri yfir- lýsinga hans. Anders Bæksgaard, stjórnmálarit- stjóri Politiken, segir að kúvendingin sé í andstöðu við stefnu Íhaldsflokks- ins og Frjálslynda bandalagsins sem vilji minnka ríkisútgjöldin og lækka skatta. Talið er ólíklegt að þeir styðji útspil forsætisráðherrans. Taka hvor upp annars stefnu  Danskir jafnaðarmenn hafa að miklu leyti tekið upp stefnu hægriflokkanna í innflytjendamálum  Stærsti hægriflokkurinn virðist nú hafa tileinkað sér stefnu jafnaðarmanna í velferðarmálum AFP Leiðtogi Venstre Lars Løkke Rasmussen hefur boðað til kosninga 5. júní. AFP Leiðtogi jafnaðarmanna Mette Frederikssen flytur ræðu 1. maí. Forsætisráðherraefnin » Lars Løkke Rasmussen er að verða 55 ára og hefur verið leiðtogi Venstre frá árinu 2009. Hann var forsætisráð- herra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og hefur gegnt embættinu frá 2015. » Mette Frederiksen er 41 árs, varð leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins í júní 2015. Hún var atvinnumálaráðherra á ár- unum 2011-2014 og dóms- málaráðherra 2014-2015. Herkonur á hersýningu á Rauða torginu í Moskvu í gær þegar Rússar minntust sigursins á innrásarher þýskra nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Pútín Rússlandsforseti hét því að tryggja að landið hefði áfram öflugan her. Sigursins á þýskum nasistum minnst AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.