Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áhugi er á því hjá stjórn-endum Akraneskaup-staðar að hefja að nýjuferjusiglingar milli Reykjavíkur og Akraness. Er unnið að því hjá bænum að útfæra hug- myndir að þessu verkefni en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Gerð var tilraun til siglinga yfir Faxaflóa sumarið 2017. Aðsókn var minni en áætlað hafði verið og lágu þar að baki ýmsar ástæður. Meðal ann- ars var tvísýnt hvort leyfi Sam- göngustofu feng- ist í tæka tíð og fór svo að leyfið kom einungis rúmri viku áður en siglingar hófust. Þetta varð til þess að ekki náðist að auglýsa og markaðssetja tilraunaverkefnið áður en það hófst sem hafði áhrif á að- sókn. Á dögunum var kynnt saman- tekt um ferjusiglingar milli Akra- ness og Reykjavíkur. Höfundur er Sigríður Steinunn Jónsdóttir, verk- efnastjóri atvinnumála á Akranesi. Þar kemur fram að í júní 2017 undirrituðu Akranes og Reykjavík- urborg samning við Sæferðir, dótt- urfélag Eimskips, um ferjusiglingar milli bæjarfélaganna. Bæjarfélögin áttu hvort um sig að greiða rekstrar- aðila 2.450.000,- kr. með virðisauka, á mánaðargrundvelli fyrir verkið. Verkefnið var ekki arðbært Samgöngustofa setti fram það skilyrði að bæta þyrfti við einum stýrimanni á skipið en áætlun Sæ- ferða var að manna ferjuna einungis með hásetum, auk skipstjóra. Þetta átti stóran þátt í því að það féll til mikill aukakostnaður, tekjur urðu minni en gert var ráð fyrir og rekstraráætlun Sæferða stóðst ekki. Verkefnið varð því ekki arðbært og rekstraraðilinn hefði þurft stærra mótframlag frá sveitarfélögunum. Norska ferjan, sem leigð var í verkefnið, var á und- anþágu frá reglum Siglingastofn- unar. Áhugi var á því bæði hjá Akra- nesi og Reykjavík að halda áfram með ferjurekstur sumarið 2018. Sæ- ferðum tókst hins vegar ekki að út- vega ferju sem uppfyllti skilyrðin og því voru engar ferðir í boði. Ferjusiglingar verða heldur ekki í boði í sumar. Hins vegar hefur Akraneskaupstaður hafið vinnu við undirbúning fyrir ferjusiglingar sumarið 2020. Fram kemur í samantekt Sig- ríðar að stefnt sé að því að markaðs- setning á ferjusiglingum 2020 verði sett af stað um mitt ár 2019. Leitast verði við að bóka stærri hópa fyrir- fram. Fyrirtækjum, bæjarfélögum, skólum og aðilum í ferðaþjónustu verði boðið að kaupa miða fyrir hóp- aferðir fram í tímann og þannig verði skapaður sterkari rekstrar- grundvöllur verkefnisins. Jafnframt verði leitast við að auka þjónustu við íbúa Reykjavíkur og Akraness sem sækja vinnu og skóla yfir flóann. Áætlaður kostnaður fyrir verk- efnið er 60 milljónir á ári. Gert er ráð fyrir að tilraunaverkefnið standi yfir í þrjú ár og ákvörðun um fram- haldið verði tekin að verkefni loknu. Með því að semja til þriggja ára sé hægt að læra af mistökum, prófa mismunandi siglingartíma og betr- umbæta það sem ekki er að ganga upp. Þetta gæti tryggt sjálfbærni verkefnisins til framtíðar. Áforma að hefja sigl- ingar yfir Faxaflóa Morgunblaðið/Eggert Norska ferjan Sumarið 2017 var gerð tilraun til ferjusiglinga milli Akra- ness og Reykjavíkur með ferjunni Akranesi. Þessar ferðir lögðust af. Sigríður Steinunn Jónsdóttir 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Carl Bauden-bacher,fyrrverandi forseti EFTA- dómstólsins, kynnti utanríkis- málanefnd Alþing- is álitsgerð sína um þriðja orkupakkann í gær. Þó að Baudenbacher sé lög- fræðingur voru þau sjónarmið sem hann viðraði ekki síður af pólitískum toga og mat á póli- tískri stöðu. Þetta gerði álit hans ekki minna áhugavert enda dró hann með því fram þá stöðu sem hann telur Ísland vera í og þá stöðu sem hann telur að Norðmenn telji Ísland vera í. Baudenbacher segir að til „lengri tíma litið gæti höfnun Íslands á þriðja orkupakkanum teflt í tvísýnu aðild landsins að EES-samningnum“. Þetta er ekki lagalegt álit heldur fyrst og fremst pólitískt mat og byggist á því að hann segir að „sú skoðun hafi alltaf verið til staðar í Noregi að túlka ætti EES-samninginn á þann veg að um tvíhliða samning væri að ræða á milli Norðmanna og Evrópusambandsins þar sem Íslendingar og Liechtensteinar væru í eins konar auka- hlutverki“, eins og sagði í frétt á mbl.is í gær. Baudenbacher segir einnig, og er þar enn í hlutverki póli- tíska álitsgjafans fremur en lögfræðingsins, að Íslandi beri skylda til að sýna Noregi og Liechtenstein hollustu í EES- samstarfinu. „Nú þegar Liech- tenstein og Noregur hafa aflétt stjórnskipulegum fyrirvörum ætlast ríkin til þess að Ísland geri slíkt hið sama,“ segir hann. Þá gefur hann það álit sitt að litl- ar líkur séu á að Ísland fengi und- anþágu frá þriðja orkupakkanum ef málið færi aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar í kjölfar þess að Ísland hafnaði því að aflétta stjórnskipulegum fyrir- vara af honum. Á hinn bóginn hefði Ísland lagalegan rétt til að neita að samþykkja þriðja orkupakkann, en Baudenbac- her finnst málið ekki þess eðlis að nýta eigi þann rétt. Mikilvægt er að fá enn einu sinni staðfest að Íslendingar eru ekki lagalega skuldbundnir til að segja já og mega segja nei. Enda er augljóst að bæri Íslandi skylda til að samþykkja orkupakkann væri EES- samningurinn í uppnámi eins og vinsælt er að segja nú, og það væri raunverulegt uppnám en ekki ímyndunin ein. Pólitískt mat Baudenbachers er þó ekki síður mikilvægt því að hann segir í raun að Norð- menn líti á Ísland sem hreint aukaatriði í EES-samningnum og ekkert annað en útkjálka frá Noregi. Og ef marka má orð Baudenbachers er Íslandi í raun pólitískt skylt að sam- þykkja allt það sem Norð- mönnum og ESB dettur í hug að bera á borð, hvað sem EES- samningurinn sjálfur segir. Lögin skipta þá engu. Ætla þingmenn að láta þvinga sig til samþykkis við þriðja orkupakkann á þessum forsendum? Gefa þeir ekkert fyrir sjálfstæði Íslands og full- veldi? Þá hljóta margir að spyrja til hvers hafi verið bar- ist. Eftir orð fyrrverandi forseta EFTA- dómstólsins geta þingmenn ekki sam- þykkt orkupakkann} Ræður Noregur Íslandi? Dómarar vorunýlega með ys og þys út af litlu þegar samhentur hópur úr þeirri stétt fékk Mannréttindadómstól Evrópu til að hlaupa á sig, sem reyndar telst ekki til afreka. Var það hluti af þungri valda- sókn dómara sem vilja fá að ráða því, en þó enga ábyrgð bera, hverjir vermi bekki dóm- stóla. Í gær birti Guðjón Sigur- bjartsson viðskiptafræðingur frásögn í Morgunblaðinu um undarleg skipti við skiptastjóra bús frænku sinnar. Almenn- ingur les og heyrir reglubundið að skiptum sé lokið í búum, þar sem töluvert var undir áður en illa fór. Sjá má af þeim tilkynn- ingum að skiptin hafa staðið lengi en sárgrætilega lítið skilað sér til kröfuhafa. Það vantar alltaf í þessar til- kynningar hvað skiptastjórarnir fengu í sinn hlut. Þeir hafa þó setið við rétt eins og aðrir gera í berjamó þar sem er krökkt. Þeir hafa jafnvel höfðað hvert málið af öðru og tapað flestum, oft þar sem of seint var lagt á djúpið. Búið sem Guðjón nefnir var lítið en reikningur skiptastjóra ekki. En bíta varð í súra eplið því aðstandendur búsins gerðu ekki athugasemd innan viku. „Nokkrum vikum“ eftir kæru þeirra benti dómstóllinn á þetta. Má ekki telja víst, þótt hinir hlunnförnu hafi misst rétt sinn, sem fyrndist á viku(!), að tekið hafi verið á þeim skiptastjóra sem í hlut átti? Fyrir löngu er tímabært orðið að endurskoða lagaumhverfi um opinber skipti. Ábyrgðarleysið ein- kennir þennan rann}Enginn ber ábyrgð Nýverið beindi þingmaður VG,Kolbeinn Óttarsson Proppé,óundirbúinni fyrirspurn umloftslagsmál til formanns Sjálf-stæðisflokksins. Ráðherra svaraði því til að stjórnvöld ættu fullt í fangi með að ná þeim markmiðum í loftslagsmálum sem þau hafa þegar sett sér – hann sagði: „Ég held að við getum ekki gert mikið meira en við höfum einsett okkur í bili. Og við eigum fullt í fangi með að ná þeim markmiðum sem við höfum þegar sett okkur.“ Þetta viðhorf ráðherra í ríkisstjórn Katr- ínar Jakobsdóttur olli mér vonbrigðum því ég held flestir séu farnir að sjá að við getum og þurfum að gera miklu meira. Það er ljóst að það yrðu það ekki allt vinsælar ákvarðanir og sumar hverjar verða þær erfiðar, en stað- reyndin er samt sem áður sú að við verðum. Ég trúi því að við munum standa í framhaldinu uppi með betri heim til að búa í – hver gæti verið ósáttur við það? Það er orðið nokkuð síðan ég notaði fyrst þingmanna orðið neyðarástand um loftslagsmálin í ræðustól á Al- þingi og frá þeim tíma hafa nokkrar þjóðir einmitt lýst yfir neyðarástandi vegna ástandsins. Það er full ástæða til að Ísland geri það líka. Það er hins vegar ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi – slík yfirlýsing er ekki lausn í sjálfu sér. Það þarf ákveð- in og skilvirk viðbrögð. Það þarf að setja tímasetta áætl- un og skýr markmið. Við þurfum að horfa til atriða eins og að auka álögur á jarðefnaeldsneyti til að hvetja til minni notkunar, við þurfum að gera það ódýrara að flokka sorp og skila til endur- vinnslu en að urða það, við þurfum að gera það aðgengilegra að nýta innlent eldsneyti eins og metan og rafmagn, við þurfum að bæta almenningssamgöngur og stytta vega- lengdir, við þurfum að breyta neysluháttum okkar og minnka sóun. Síðast en ekki síst þurfum við að auka jöfnuð. Eins og svo skýrt hefur komið fram í þátt- um RÚV, Hvað höfum við gert?, sem ástæða er til að hrósa – þá er ástandið alvarlegt og við þurfum í sameiningu að ráðast á vandann. Því miður virðist það skoðun ríkisstjórnar- innar að nóg sé að gert í bili, en eins og börnin sem hafa risið upp um allan heim hafa bent á, líkt og barnið sem benti á keisarann í nýju fötunum, þá er það ekki rétt. Við eigum að hlusta á þessi börn sem hafa staðið meðal annars fyrir framan Alþingishúsið og kallað á sterkari viðbrögð og kallað á breytingar. Við þurfum öll að bregðast við því ákalli, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim, því eins og staðan er í dag erum við ekki einu sinni að tala um að þetta verði vandi barnanna okkar eða barnabarnanna heldur er þetta okkar vandi og það er okkar að taka á honum. Það eru hagsmunir okkar allra að bregðast hratt og örugglega við. albertinae@althingi.is Albertína Friðbjörg Elíasdóttir Pistill Er keisarinn nakinn? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Sumarið 2017 fór ferjan Akra- nes fjórar ferðir daglega á virk- um dögum og tvær ferðir dag- lega um helgar. Farþegar í heildina voru 3.652. Flestir voru í júlí eða 1.265 en fæstir í nóvember, eða 58. Gerðar voru tilraunir með kvöldsiglingu um helgar en þær voru illa nýttar og þeim var því hætt. Augljóslega þarf fjölgun farþega að vera veruleg ef reksturinn á að bera sig. Verði farið aftur í ferjusigl- ingar þurfa þær kröfur sem eru gerðar til ferjunnar að liggja fyrir áður en útboð er sett af stað að mati Sigríðar. Auk þess þurfi að hennar mati að tryggja starfsleyfi ferj- unnar mun fyrr til að koma í veg fyrir ófyrirséðan kostnað líkt og gerðist árið 2017. Samgöngustofa mælir með að velja ferju frá Svíþjóð, Finn- landi eða bresku eyjunum frek- ar en Noregi Farþegum þarf að fjölga FLÓASIGLINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.