Morgunblaðið - 10.05.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.05.2019, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 Ísland fór að mestu á mis við gufuvélina í landi. Þegar vindorku skútualdar þraut, þá kom ventlavél í báta- flotann, en vissulega voru gufuvélar í tog- urum og farskipum fram til þess að Rudolf Diesel var notaður í skip. Bændur varðaði lítt um vélvæðingu, þar til Marshall- aðstoðin færði þeim dráttarvélar. Áð- ur urðu mestar framfarir í bændastétt með tilkomu gúmmístígvéla. Af ein- hverjum ástæðum voru bændur á móti lagningu Landssíma en sögðu síðar að þeir hefðu viljað loftskeyti Marconis. Búnaðarsamband Kjalarnessþings var á á móti aðild Íslands að EFTA ár- ið 1969, vegna þess að aðildin gæti stuðlað að þéttbýlismyndun. Hér má hafa í huga að afurðir bænda eru seld- ar í þéttbýli þegar sjálfsþurftarbúskap lýkur. Aðild að EFTA var sennilega næstmesta framfaraspor í utanríkis- viðskiptum, á eftir aðild Íslands að Evrópsku efnahagssvæði. Aðild felld í þjóðaratkvæði Það er skoðun mín að aðild Íslands að NATO, EFTA og EES hefðu allar verið felldar í þjóðaratkvæða- greiðslum. Ástæður fyrir andstöðu var ímyndað „afsal“ fullveldisréttar því talsvert skortir á þann skilning á fullveldisrétti að fullveldisréttur er réttur til samninga við önnur ríki á jafnréttisgrundvelli. Með aðild að NATO getur Ísland farið í stríð án hers. Þann skilning skorti ekki árið 1944 þegar Ísland, að nýfengnu sjálfstæði, gerðist aðili að Alþjóða- bankanum, Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaflugmála- stofnuninni. Það var of mikið að gerast stofn- aðili að Sameinuðu þjóð- unum, til þess þurfti stríðsyfirlýsingu gagn- vart öxulveldunum. Að- ild Íslands að Samein- uðu þjóðunum var samþykkt árið 1946 og þar með að lúta sam- þykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur aldrei átt sæti í Öryggisráðinu. EES-samningurinn Sennilega er samningur Íslands við Evrópusambandið um aðild Íslands að Evrópsku efnahagssvæði einn af- drifaríkasti samningur sem Ísland hefur gert. Höfuðþættir samningsins eru frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og vinnuafls um evrópskt efnahags- væði. Þess sér helst stað á Íslandi að Íslendingar geta keypt fasteignir og verðbréf utanlands, án þess að bera slíkt undir ráð og nefndir. Skipafélög geta keypt skip án þess að leita til „langlánanefndar“ með beiðni um leyfi. Samhliða afnámi „leyfisveitinga“ hafa orðið stórstígar framfarir í fjarskiptum, þar sem sím- inn frá 1906 er grundvöllur þess sem síðar kom. Sennilega eru lausnir fjarskiptafyr- irtækja meira framfaraskref við fulla nýtingu framleiðsluþátta en tilkoma vélvæðingar bátaflotans tæpri öld fyrr. Einingakostnaður hefur hríð- fallið, auk þess sem nýjar lausnir hafa skapað ný tækifæri. Viðskiptakostnaður á fjármála- mörkuðum er brot af því sem áður var, en jafnframt hafa fjármálafyrir- tæki hannað banvæn vopn fyrir sam- félög. Sem leiðir til aukins eftirlits- kostnaðar! Nú er kvartað yfir of miklum ferða- lögum. Ástæðan er sú að verð á flug- farseðlum hefur lækkað mikið vegna mjög virkra bókunarkerfa. Lágur einingakostnaður við farseðlabókanir leiðir til aukinna ferðalaga Mæling á virkni samnings Það er hægt að mæla virkni al- þjóðasamninga. Hvernig hafa samn- ingar þróast á samningstímabilinu? Það er erfitt að mæla virkni vegna samkeppni, svo og vegna aukinnar framleiðni. Samkeppni hefur komið í stað samráðs. Ekki er víst að ASÍ hafi áttað sig á því. Nærtækast er að rannsaka kaup- mátt launa á Íslandi. Frá ársbyrjun 1994 til mars á þessu ári hefur kaup- máttur launa vaxið um 2,5% á ári. Sennilega er þetta mesta hagsældar- tímabil sem yfir landið hefur gengið. Þrátt fyrir böl og alheimsstríð í milli. Auðvitað má spyrja hvað sé EES- samningnum að þakka og hvað sé samningnum að kenna. Að auki hafa stjórnvöld afnumið vörugjöld og tolla af mörgum vöru- flokkum. Eftir standa vörugjöld á bíla og eldsneyti. Ekki hefur náðst að af- nema viðskiptahindranir á nokkrum tegundum landbúnaðarafurða. Þá má nefna að verð á hlaupaskóm á Íslandi er tvöfalt hærra en í Bandaríkjunum. Sömu skór, framleiddir í Kína. Orkupakki Nú um stundir eru harðvítugar deil- ur um „orkupakka“. Sá er þetta ritar hefur lagt á sig að kanna innihald „pakkans“ og stofnanauppbyggingu vegna eftirlits með virkri samkeppni á raforkumarkaði. Rétt er að taka fram að það er ekk- ert í „pakkanum“ um einkavæðingu Landsvirkjunar. Þar er ekkert að finna sem leggur skyldur á hið opin- bera að heimila lagningu rafstrengs frá landinu til inn- eða útflutnings á raforku. ASÍ sem er í miklu stuði virð- ist hafa misskilið eitthvað þegar álykt- un um „orkupakka“ var samþykkt. Samkeppni skilar meiri kjarabótum en kjarasamningar. Meginefni þessara tilskipana er að auka samkeppni í framleiðslu og dreif- ingu á raforku. Það eru ekki allir sem átta sig á þeim „stórveldum“ sem starfa á íslenskum raforkumarkaði. Stórveldi á íslenskan mælikvarða. Svo er aðallega einn stórflytjandi á raf- orku, einn stórdreifandi á Suðvestur- landi og smáir framleiðendur og dreif- endur á landsbyggðinni. Það er sennilegt að Orkustofnun fái hlutverk eftirlitsaðilans, til hagsbóta og vernd- ar fyrir neytendur. Það eru fáir neyt- endur, sem skilja rafmagn. Nema þeir sem eru í stuði! Í því einfalda stofnanaumhverfi sem er sameiginlegur vettvangur þeirra ríkja sem ekki eiga aðild að Evrópu- sambandinu en eiga aðild að EES og eru í EFTA þá er ESA eftirlitsstofn- unin fyrir EFTA-ríkin. Til að skera úr um ágreiningsmál milli ríkja er hægt að bera ágreiningsmálin undir EFTA- dómstólinn. Málsaðilar fyrir inn- lendum dómstólum geta óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins ef innlendir dómstólar heimila það. Með sameiginlegum dómstól ríkja samn- ingsins er jafnræði með deilendum. Ekki verður séð að umgjörð orku- mála sé á neinn hátt frábrugðin máls- meðferð í öðrum málaflokkum, eins og í málefnum fjármálamarkaða, samkeppnismálum. Schengen-málum og persónuverndarmálum. Þó er einn munur á. Hann er að raforka er ekki til útflutnings, eins og á við um við- skipti með vöru og þjónustu. Hvað sem síðar kann að verða um raforku og það er viðfangsefni annarra samn- inga. Rakarafrumvarp Það er margt í umræðu um „orku- pakka“ sem svipar til umræðu um rakarafrumvarpið árið 1924 og 1928. „Átti að þolast bæjarfélaginu að rakarastofum væri lokið upp á morgnana klukkan sex eða sjö og síð- an haldið áfram að raka fólk þángað til um miðnætti?“ Um rakarafrumvarpið sagði Skáldið mörgum árum síðar: „Mig minnir að deilan hafi staðið um það, klukkan hvað ætti að loka rakarastofum á kvöldin. Ýmsir smá- pólitíkarar og kleyfhugar lögðu þetta mál fyrir sig sem sérfræðigrein, eða kannski maður ætti að segja rórill. Á einum æsingafundi um málið í Barna- skólaportinu, þar sem líka voru krakkar, heyrði ég og sá þektan borgara æpa undir einni ræðunni: Hér skal blóð mæta blóði.“ Er ekki nær að ræða grundvallar- atriði samnings um Evrópskt efna- hagssvæði og stofnanauppbyggingu þess og dómstóla? Eftir Vilhjálm Bjarnason » Sennilega er samn- ingur Íslands við Evrópusambandið um aðild Íslands að Evr- ópsku efnahagssvæði einn afdrifaríkasti samningur sem Ísland hefur gert. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Rafmagn, fjarskipti og gúmmístígvél Geta, hugvit og aðlögunarhæfni mannsins vekur manni undrun á hverjum degi. Öll höfum við samt galla og sumir eig- inleikar okkar geta verið til traf- ala. Einn þeirra er tilhneiging okkar mannfólks til þess að bregðast við neikvæðum hugsunum með sterkari hætti en jákvæðum hugsunum. Sálfræð- ingar hafa nefnt þennan galla „nei- kvæðni-bjögun“ sem lýsir sér til dæmis í því að ef við sjáum mynd af einhverju sem vekur jákvæðar tilfinningar (t.d. ungbörn) eða nei- kvæðar tilfinningar (t.d. dauður fugl) þá sýnir heilinn mun sterkari viðbrögð við því neikvæða. Þetta hafa rannsóknir í sálfræði sýnt fram á og því hefur verið haldið fram að þetta sé hluti af okkar sjálfsbjargarviðleitni til að forðast hættur. Við erum ekki sálfræðingar og ætlum því ekki að rýna nánar í hvað veldur, en þessi niðurstaða er engu að síður áhugaverð sé henni varpað yfir á stöðu mála á Íslandi. Enginn velkist í vafa um að skort- ur á heilbrigðri gagnrýni getur komið okkur í koll en engu að síður virðist sem við höfum stundum far- ið of langt í hina áttina á síðustu mánuðum þegar heyrst hafa dag- legar fréttir af átökum á vinnu- markaði, loðnubresti og erfið- leikum í flugrekstri og ferða- þjónustu. Ekki skal gert lítið úr þeim áskorunum og áhrifum. Hvort sem neikvæðnin hefur sigrað jákvæðn- ina eða ekki virðist samt gott til- efni til þess að það séu sterkar og efnislegar forsendur til að líta á stöðu mála með björtum augum. Sagt er að á móti hverri neikvæðri tilfinningu þurfi tíu jákvæðar til- finningar eða upplifanir til að vega upp á móti neikvæðninni svo hér eru 10 jákvæð atriði: 1. Lífskjör á Íslandi hafa á flesta mælikvarða batnað á und- anförnum árum og áratugum. Til að mynda er landsframleiðsla á mann um 18-falt meiri en hún var fyrir 100 árum síðan. 2. Vextir á Íslandi hafa sjaldan verið lægri og ef horft er á vexti á fjármálamarkaði hafa þeir aldrei verið lægri. Seðlabanki Íslands er í dauðafæri til að lækka vexti enn frekar og koma þeim þannig í samkeppnishæft horf. 3. Útflutningur Íslands hefur margfaldast síðustu áratugi og þar á meðal aukist um um 269% á árunum 25 frá inngöngu í EES, samanborið við 131% árin 25 á undan. 4. Á sama tíma, eða frá 1994, hefur kaupmáttur landsmanna aukist um 86% og hefur aldrei verið meiri. 5. Jafnvel þó að spádómar svartsýnisradda verði ofan á er staða Íslands til að takast á við efnahagslega erfiðleika sterkari en nokkru sinni fyrr. Enn er hér viðskiptaafgangur og Ísland er hreinn lánveitandi við útlönd. 6. Skuldastaða er almennt hófleg og sögulega lítil, hvort sem horft er á atvinnulífið, heimili eða hið opin- bera sem eykur getuna til að tak- ast á við áföll. 7. Lágmarkslaun á Íslandi voru meðal þeirra hæstu í heiminum áð- ur en lífskjarasamningarnir voru samþykktir. 8. Þrátt fyrir áföll svo sem loðnubrest og samdrátt í ferða- þjónustu var atvinnuleysi í mars einungis 2,9%. 9. Ferðamönnum í apríl fækkaði aðeins um 6 prósentustigum meira en spá Isavia gerði ráð fyrir, þrátt fyrir fall Wow air. 10. Ísland er í 2. sæti af 146 á lista yfir félagslegar framfarir, mælikvarða sem „...endurspeglar hæfni samfélags til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífgæðum þeirra og skapa hverjum tækifæri til betra lífs“. Horft fram á veginn eru miklar áskoranir, t.d. uppbygging nýrra atvinnugreina, tæknibreytingar, barátta gegn hlýnun jarðar og öldrun þjóðarinnar. Sagan og upp- talningin hér að ofan sýnir okkur að við getum tekist á við þær. Við erum sífellt að reyna að feta hinn gullna meðalveg bjartsýni og varfærni. Lífið er vissulega hverf- ult og gangur atvinnulífsins er upp og ofan. Þá er gott að muna að stundum er púki sem togar huga okkur að ósekju á neikvæðar slóðir – höldum honum á mottunni. Ofeldi neikvæðnipúkans » Gott er að muna að stundum er púki sem togar huga okkur að ósekju á neikvæðar slóðir – höldum honum á mottunni. Höfundar eru formaður og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Konráð S. Guðjónsson Eftir Katrínu Olgu Jóhannes- dóttur og Kon- ráð S. Guð- jónsson Katrín Olga Jóhannesdóttir Heilbrigðisráðherra bendir á í grein sinni „Stöndum vörð um heil- brigðisþjónustuna“ sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni að ríkið sem kaupandi heilbrigðis- þjónustu fyrir um 240 milljarða króna á ári, þurfi að hafa skýra stefnu um hvaða þjón- ustu skuli kaupa og ráða ferðinni í þeim efn- um svo vitnað sé beint í skrif ráð- herrans. Þetta er ekkert minna en frábær tíðindi. Ráðherra og ráðuneyti heilbrigðismála eru loksins búin að átta sig á stjórnsýslulegri ábyrgð sinni á málaflokknum og að það þurfi að viðhafa fagleg og viðurkennd vinnubrögð við stýringu á heilbrigðis- kerfinu. Sú staðreynd að heilbrigðiskerfið hefur verið rekið án formlegrar stefnu síðan 2010 er í raun birtingarmynd frumvanda kerfisins sem liggur í því að stjórnskipulag þess er í molum og hefur verið það lengi. Getu- og ábyrgðarleysi ráðuneytisins til þess að starfrækja og viðhalda skilvirku stjórnskipulagi og móta heildstæða stefnu er óskiljanleg og vandræðaleg staðreynd. Stjórnkerfi sem skilgreinir hlutverk, vald, ábyrgð og verkaskipt- ingu lykilaðila, þar sem markmið og forgangsatriði eru skýr og tryggt að öll hjól gangverksins séu samstiga er frumforsenda þess að hægt sé að inn- leiða heildstæða og vandaða stefnu. Það skjal sem núna er í meðförum þingsins og ráðherra kallar heilbrigð- isstefnu stendur engan veginn undir því nafni. Það eina sem þetta skjal kemur til með að „standa vörð um“ er ráðherraræðið sem er ekki bara vax- andi lýðræðisvandamál í okkar stjórn- arfari heldur líka afar slæm staðreynd þegar við höfum þann einbeitta geð- þóttavilja ráðherra að því að færa heilbrigðiskerfið aftur til fortíðar, eins og raun ber vitni. Það voru mikil vonbrigði að sjá þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við gerð þessa skjals og ég neita að trúa því að al- þingismenn og ekki síst velferðarnefnd láti bjóða sér vinnubrögð af þessu tagi. Það eru margir veikleikar á þessu skjali en helst ber að nefna að gagnaöflun, greining og stöðumat, sem er órjúf- anlegur hluti vandaðrar stefnumótunarvinnu, sýnast afar létt- vægir þættir í þessu plaggi. Stefna sem inniheldur ekki orð um forgangs- röðun, aðgerðaráætlanir, árangurs- mælingar eða aðra mælikvarða getur ekki orðið nokkrum manni leiðarljós. Stefna sem unnin er nánast í algjörri einangrun án samtals og samráðs við hagsmunaaðila innan heilbrigðiskerf- isins hvorki í greiningarhlutanum, sem reyndar átti sér varla stað, né í mótun áherslna stendur ekki undir nafni. Svona mætti lengi telja. Það eina rétta í stöðunni er að endursenda þetta skjal aftur heim í hérað og óska eftir því að ráðuneytið endurvinni plaggið með aðstoð sérfræðinga í stefnumótun og í samvinnu við hags- munaaðila innan kerfisins. Einungis þannig getur raunveruleg, heildstæð og vönduð heilbrigðisstefna orðið til. Fúsk Eftir Jón Gauta Jónsson Jón Gauti Jónsson » Getu- og ábyrgðar- leysi ráðuneytisins til þess að starfrækja og viðhalda skilvirku stjórn- skipulagi og móta heild- stæða stefnu er óskiljan- leg og vandræðaleg staðreynd. Höfundur er formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.