Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 ✝ Pétur Breið-fjörð Frey- steinsson fæddist 16. september 1930 á bænum Banda- gerði í Glerárþorpi við Akureyri. Hann lést á öldrunar- heimilinu Árgerði í Lögmannshlíð á af- mælisdegi móður sinnar, 5. maí 2019. Foreldrar hans voru Guðlaug Dagbjört Péturs- dóttir frá Selskerjum við Skálmarfjörð í Austur-Barða- strandarsýslu, f. 5. maí 1893, d. 13. mars 1964, og Freysteinn Sigtryggur Sigurðsson, f. 16. ágúst 1886 í Staðartungu í 1933. Foreldrar hennar voru Ástrún Sigfúsdóttir og Árni Jón Gíslason. Pétur eignaðist eina dóttur, (Guðlaugu) Gail Breið- fjörð Press, f. 2. október 1950. Hún fluttist ung til Bandaríkj- anna með móður sinni, Brynju Reyndal Henrysdóttur, f. 7. jan- úar 1934, d. 19. júlí 1996, og býr hún þar með fjölskyldu sinni. Eiginmaður hennar er Jeffrey Press, f. 31. október 1948, og þeirra börn eru 1) Samanta Press, f. 17. desember 1975, 2) Melissa Press, f. 19. júní 1979, og 3) Michael Pétur Press, f. 30. júní 1981. Barna- börnin eru níu. Pétur hóf nám í gullsmíði ár- ið 1946 og varð gullsmíðin ævi- starf hans. Hann átti og rak með Sigtryggi félaga sínum fyrirtækið Gullsmiðir Sig- tryggur og Pétur í Brekkugötu. Útför Péturs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 10. maí 2019, klukkan 10.30. Hörgárdal í Eyja- fjarðarsýslu, d. 14. febrúar 1967. Systkini Péturs eru Sigríður, f. 18. ágúst 1918, d. 21. október 1991, Guð- björg Sólveig, f. 15. maí 1924, d. 22. júní 1937, Sig- urður, f. 30. nóvember 1921, d. 17. apríl 2011, Hallfríður Kristín, f. 27. febr- úar 1928, d. 22. nóvember 2015, og Gunnar Breiðfjörð, f. 2. maí 1932, d. 5. janúar 1935. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Ragnheiður Dóra Árnadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 8. júlí Það er með miklum hlýhug sem ég minnist Péturs Breiðfjörð móðurbróður míns. Fyrstu minn- ingar mínar um frænda eru frá heimsóknum hans og Röddu í Þingvallastrætið, hvar ég hlustaði opinmynntur á magnaðar veiðisög- ur og frásagnir af fjölda landaðra laxa. Undantekningarlaust vænk- aðist fjárhagur minn verulega þeg- ar komið var að kveðjustund. Seinna meir var ég svo heppinn að fara í nokkrar veiðiferðir með hon- um þar sem það kom berlega í ljós hversu slyngur veiðimaður hann var. Gullsmiðurinn, veiðimaðurinn, lúðrasveitarmeðlimurinn og frí- múrarinn skipaði sérstakan sess í frændgarðinum og ákveðinn hetju- ljómi fylgdi honum. Ekki spillti fyrir að Pétri fylgdi ávallt hund- urinn Zenta, sem var hreint ótrú- lega skynug skepna. Þegar hún kom í heimsókn þefaði hún mig ætíð uppi og beið eftir hefðbundnu klóri og klappi. Hún fylgdi Pétri eftir í vinnuna á gullsmíðaverk- stæðið og muna eflaust margir eft- ir henni þaðan. Það má skipta lífshlaupi Péturs í tvo kafla. Hann eignaðist ungur maður dóttur sem flutti barnung til Bandaríkjanna og samskiptin rofnuðu. Á fullorðinsaldri hafði dóttirin samband við föður sinn og skömmu síðar hittust þau og óvið- jafnanleg væntumþykja myndað- ist. Á nokkrum árum eignaðist Pétur þrjú barnabörn og síðar meir fjölmörg barnabarnabörn sem færðu honum innilega gleði og lífsfyllingu. Pétur ræddi mikið um dóttur sína og aðra afkomend- ur og einkenndist orðræða hans af stolti og hamingju. Nafni hans og barnabarn kom ósjaldan til Ís- lands og stunduðu þeir veiðiskap saman. Voru það miklar gleði- stundir hjá þeim báðum. Systkinasamskipti móður minnar og Péturs einkenndust af miklum kærleika og voru mikil frá fyrstu tíð. Hann fór á hernáms- árunum í fóstur hjá stóru systur sinni sem þá var húsfreyja í Neðri- bæ í Flatey á Skjálfanda. Móðir þeirra taldi ráðlegast að koma kappanum úr tengslum við her- námsliðið sem dvaldi á Akureyri og kenndi ungdómnum ýmsa ósiði á borð við reykingar. Í Flatey undi Pétur hag sínum vel og síðar meir varð hann háseti hjá föður mínum. Hann rifjaði oft upp þann tíma með bros á vör. Pétur Breiðfjörð var glæsi- menni á velli, hár og spengilegur líkt og hann átti kyn til. Hann setti svip sinn á miðbæjarlífið sem kaupmaður og gullsmiður við Ráð- hústorgið. Pétur var vinamargur og úrræðagóður þegar aðstoða þurfti vini sem og aðra enda jafn- aðar- og félagshyggjumaður. Hann var hamingjusamur í ellinni og lést saddur lífdaga. Fjölskylda hans mun sakna hans mikið og sendi ég þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Péturs frænda míns Breið- fjörð. Jóhannes G. Bjarnason. Pétur Breiðfjörð mágur minn var yngstur barna foreldra sinna sem komust á legg og ólust upp í Þorpinu sem nú er hluti af Akur- eyri. Samband þeirra systkinanna var alla tíð mikið og afar gott og seinni árin, þegar um hægðist í lífsins amstri, töluðu þau systkinin saman daglega. Hann var um margt gæfusamur maður. Eftirlif- andi eiginkona hans Ragnheiður Dóra Árnadóttir hjúkrunarfræð- ingur hefur verið honum traustur og góður ævifélagi og reistu þau sér fallegt heimili við Suðurbyggð á Akureyri. Síðustu árin hafa þau dvalið í Árgerði í Lögmannshlíð og notið þar góðrar umönnunar. Það lýsir vel hjartalagi þeirra hjóna að hjá þeim bjuggu um tíma á efri ár- um Freysteinn faðir Péturs og Ástrún móðir Ragnheiðar. Pétur missti tengslin við dóttur sína, Ga- il, þegar hún flutti ung til Banda- ríkjanna með móður sinni en þau náðu aftur saman þegar hún var á unglingsaldri og hefur samband þeirra verið mikið og kærleiksríkt síðan. Hafa þau Pétur og Ragn- heiður meðal annars dvalið um lengri og skemmri tíma hjá henni í Bandaríkjunum og hún heimsótt þau á Akureyri að jafnaði tvisvar á ári. Pétur var glæsilegur maður, há- vaxinn og fremur dökkur yfirlitum. Hann var tónlistarunnandi og lék á trommur í Lúðrasveit Akureyrar í áratugi. Þær voru margar skrúð- göngurnar þar sem hann bar og sló stóru trommuna og lagði þannig sitt af mörkum í að gera bæjarlífið líflegt og hátíðlegt. Ég er honum þakklát fyrir að hafa leitt og stutt syni mína, Grím og Freystein, þeg- ar þeir voru að stíga sín fyrstu skref í Lúðrasveitinni. En það er ýmislegt fleira sem er þakkarvert. Pétur var góður ljósmyndari og tók mikinn fjölda mynda, sérstak- lega á sínum yngri árum. Tók hann meðal annars mikið af myndum í fjölskylduboðum sem voru tíð með- an börnin voru að alast upp. Fyrir bragðið eiga systkinabörn hans fjölda góðra mynda af sér og sínum við hin ýmsu tækifæri. Ekki þarf að fjölyrða um að myndirnar eru ómetanlegar í dag. Fjölskyldu sinni gaf hann fleira en góðar myndir því hann gaf systkinabörn- um sínum fallega hringa í ferming- argjöf sem hann smíðaði og bera mörg þeirra þessa hringa enn í dag. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Pétri ánægjulega samfylgd og um leið þakka, fyrir mína hönd og minnar fjölskyldu, Sigríði Mar- íu Bjarnadóttur, systurdóttir Pét- urs, fyrir sína þrotlausu umönnun og umhyggju fyrir Pétri og Ragn- heiði til margra ára. Að lokum votta ég Ragnheiði, Gail og hennar fjölskyldu samúð mína. Sigrún Lovísa Grímsdóttir og fjölskylda. Pétur Breiðfjörð Freysteinsson  Fleiri minningargreinar um Pétur Breiðfjörð Frey- steinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Hjörleifur(Bubbi) Guð- björn Bergsteins- son fæddist 11. júlí 1934 í Hafnarfirði. Hann andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi 1. maí 2019. Foreldrar hans voru Bergsteinn Hjörleifsson sjó- maður, f. 30.9. 1894, d. 11.12. 1984, og Herdís Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 22.7. 1893, d. 2.2. 1955. Hjörleifur var einkabarn for- eldra sinna. Eftirlifandi eiginkona hans er Hafdís Maggý Magnúsdóttir, f. 6.7. 1937 í Hafnarfirði. Börn þeirra eru 1) Herdís, f. 1956, börn: Friðrik, f. 1973, Ósk- Dís, Ragnar Þór, Eva Viktoría, Ester María, Adam, Óliver Ingi og Othilie Hulda. Hjörleifur útskrifaðist með sveinspróf í vélvirkjun 4.10. 1958, árið 1959 útskrifaðist hann sem vélfræðingur frá Mot- oren-Werke-Mannheim AG í samstarfi við Háskólann í Karls- ruhe, árið 1964 hlaut hann meistararéttindi í vélvirkjun. Hann vann alla tíð við sitt fag m.a. hjá Vélsmiðju Hafnar- fjarðar, Sturlaugi Jónssyni & Co, MAK Kiel í Þýskalandi, fyrir Útgerðarfélag Akureyrar í San Sebastian á Spáni, Framtak ehf., og ATLAS, hf. Hjörleifur æfði með hand- knattleiksfélagi FH og varð Ís- landsmeistari með liðinu 1956. Auk þess æfði hann í mörg ár með Sundfélagi Hafnarfjarðar. Árið 1978 gekk hann í Frí- múrararegluna og gegndi þar ýmsum embættum. Útförin fer fram frá þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 10. maí 2019, klukkan 13. ar Páll, f. 1979, d. 2012, og Berg- steinn, f. 1985. 2) Magnús, f. 1957, maki Anna Sigríð- ur Alfreðsdóttir, f. 1964. Börn: Daníel, f. 1976, Sigurgeir, f. 1983, Davíð, f. 1991 og Hildur Íris, f. 1996. 3) Berg- steinn, f. 1962, maki Helga Kristín Bragadóttir, f. 1964. Börn: Bragi, f. 1986, Hjörleifur Guð- björn, f. 1992 og Bergdís Maggý, f. 1994. 4) Hjörleifur, f. 1970, maki Laufey Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 1968. Börn: Maeve, f. 1991, Ingibjörg Íris, f. 1992 og Stefán Atli, f. 2003. Barnabarnabörnin eru: Jó- hannes Helgi, Lára Rós, Helena Faðir okkar lést 1. maí síðast- liðinn, en hann hafði í nokkur ár þjáðst af Alzheimer. Það hefur verið sérstakt og sársaukafullt að fylgjast með þessum einstaka, laghenta og íþróttalega manni tapa öllu verksviti og síðar and- legri getu og visku. Það var gott að alast upp í vesturbænum í Hafnarfirði með hraunið allt í hring, fjöruna, sundhöllina og fullt af ættingjum, þar sem hægt var að hlaupa á milli húsa, en svo fengum við líka að upplifa allt annað umhverfi þegar við bjuggum um tíma í Þýskalandi. Við eigum minningar um pabba okkar, grafalvarlegan á hátíðisdögum, þar sem ekki mátti heyrast stuna því hefðirnar voru honum mikilvægar og svo eigum við minningar um hann veltast um af hlátri yfir teiknimyndum og grínsögum. Pabbi var mikið fyrir hreyfingu og tók okkur oft með í sund og hann var alla tíð til í öll ævintýri og svaðilfarir. Hann hvatti okkur áfram hvort sem það var í námi, íþróttum eða leik og á meðan við vorum börn var hann aldrei ánægðari en þegar við komum heim skítug upp fyrir haus. Hann var ótrúlega bóngóð- ur og voru það ófár stundirnar sem hann eyddi í að flytja okkur á milli húsa, sveitarfélaga og landa. Mamma og pabbi byrjuðu saman þegar mamma var 16 ára og pabbi 19 ára þannig að sam- vera þeirra telur 66 ár. Á svo löngum tíma hefur ýmislegt gengið á en þau voru alltaf svo samstiga í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau stunduðu á mislöngum tímabilum skíðaferðir þar sem þau fóru með yngri syn- ina og barnabörnin með sér, golf- ferðir og notuðu öll tækifæri til að dansa. Þau veigruðu sér ekki við að flytja til annarra landa, sbr. til Þýskalands og Spánar, og svo ferðuðust þau um víða veröld og síðustu árin varð helst Tene- rife fyrir valinu. Það var alltaf fullt hús heima hjá okkur og allt- af til bakkelsi og gert ráð fyrir aukagestum í mat en það var ósjaldan að það komu óvæntir gestir. Föðurafi okkar bjó hjá okkur frá upphafi búskapar for- eldra okkar þar til hann fór á elli- heimili og Friðrik, elsta barna- barnið þeirra, bjó hjá þeim alla vetur frá því hann var 13 ára til 18 ára. Síðasta eina og hálfa árið var pabbi á Hjúkrunarheimilinu Sól- vangi og ljúfari mann hefur starfsfólkið þar varla hitt. Væntumþykja foreldra okkar hvort til annars kom best í ljós þegar pabbi var kominn á Sól- vang og sást blikið í augunum á honum breytast þegar mamma kom til hans. Mamma var alla daga hjá honum frá klukkan tvö á daginn og fram yfir kvöldmat, hún passaði upp á að honum liði vel, væri snyrtilegur og fengi nóg að borða. Oft kom hún með kökur sem hún bakaði handa bæði heimilisfólkinu og starfsfólki. Hefur Sólvangur síðastliðið eitt og hálft ár verið hennar annað heimili og bæði við aðstandendur hennar og aðrir hafa reynt að fá hana til að minnka viðveruna og hugsa svolítið um sjálfa sig en hún stóð fast á sínu og sagði: „Þó svo að hann þekki mig ekki þá þekki ég hann.“ Missir mömmu er mikill og biðjum við Guð um að vernda hana og varðveita og gefa henni styrk. Far í friði, elsku pabbi og afi. Herdís, Magnús, Bergsteinn, Hjörleifur og barnabörn. Hjörleifur Guðbjörn Bergsteinsson ✝ Sigrún Óskars-dóttir fæddist í Reykjavík 1. janúar 1935. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 16. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Óskar Ágúst Sigurgeirsson skip- stjóri, f. í Reykjavík 19. ágúst 1902, d. 22. febrúar 1978, og Þórdís Guðmunds- dóttir, f. í Reykjavík 2. desember 1905, d. 15. nóvember 1972. Sigrún átti eina systur, Mar- gréti, f. 26. maí 1933 í Reykjavík, d. 2. febrúar 2015. Sigrún giftist 22. nóvember 1958 Sigurði Alberti Jónssyni, garðyrkjufræðingi og forstöðu- manni Grasagarðs Reykjavíkur, f. 25. október 1929 á Ísafirði, d. 25. desember 2016 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Ágúst Óskar, matvælafræðingur, f. 1. ágúst 1959. Kona hans er Anna María Úlfarsdóttir matartæknir, f. 15. nóvember 1964. Þeirra börn eru Úlfar, f. 1990, og Sigrún, f. 1996. 2) Dr. Anna Þórdís rafmagnsverk- fræðingur, f. 3. nóvember 1966. Maður hennar er Rainer Lisc- hetzki rafmagnsverkfræðingur, f. 10. júlí 1963. Þeirra börn eru Jón Jökull, f. 1994, og Óskar Leó, f. 1996. 3) Edda Björk bankastarfs- maður, f. 9. janúar 1969. Maður hennar er Jón Ármann Guðjónsson lögfræðingur, f. 6. apríl 1968. Þeirra börn eru Guðjón Andri, f. 1996, Hildur Sigrún, f. 1999, og Sigurður Bjarki, f. 2004. Sigrún sleit barnsskónum í Reykjavík, nánar tiltekið á Hörpu- götu,í Skerjafirði. Hún gekk í Mela- skóla og lauk lands- prófi frá gagnfræða- skóla Vesturbæjar vorið 1950. Sam- hliða lærði Sigrún píanóleik hjá Katr- ínu Dalhoff og tón- fræði hjá Heinz Edelstein við Tón- listarskólann í Reykjavík. Á þeim árum var hann til húsa á efri hæð Þjóðleikhússins við Hverfisgötu. Síðar lærði Sigrún harmonikku- leik hjá Karli Jónatanssyni og var um skeið meðlimur í einni af hljómsveitum hans. Að lokinni skólagöngu vann Sigrún við verslunarstörf í bóka- búð Norðra, Hafnarstræti 4, og í versluninni Bókum og ritföngum, Laugavegi 100. Þau hjónin, Sigrún og Sigurður Albert, hófu sína sambúð við Álf- heima og byggðu síðar hús með fallegum garði við Fremristekk, í Breiðholti. Sigrún sinnti húsmóð- urstörfum og barnauppeldi en þegar börnin komust á legg fór hún aftur út á vinnumarkaðinn. Hún var matráðskona hjá Lands- bankanum í Mjódd og síðar hjá Visa Íslandi á meðan starfskraftar entust. Áhugamál Sigrúnar voru tón- list og hannyrðir. Sigrún og Sigurður Albert vörðu sínum tíma gjarnan í fjöl- skyldusumarbústaðnum Sunnu- hvoli við Álftavatn í Grímsnesi. Útför Sigrúnar fer fram frá Ás- kirkju í dag, 10. maí 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Þá er fallin frá tengdamóðir mín, Sigrún Óskarsdóttir. Kynni okkar hófust sumarið 1985 þegar ég fór að venja komur mínar í Fremristekk 8 að gera hosur mín- ar grænar fyrir yngri heimasæt- unni á þeim bænum. Ekki tók langan tíma að kynnast fjölskyld- unni í Fremristekk og við Sigrún urðum góðir vinir og má segja að samband okkar og samskipti hafi alla tíð verð mjög góð. Við gátum skipst á léttum skotum og ég hafði heldur rýmri heimildir en aðrir í þeim efnum, jafnvel svo að aðrir fjölskyldumeðlimir gripu andann á lofti. Það voru bara okkar sam- skipti og höfðum bæði gaman af alla tíð. Sigrún var gift Sigurði Al- berti sem lést í desember 2016 og voru þau náin alla tíð og vart hægt annað en nefna þau í sömu and- ránni. Hún naut mikils stuðnings frá honum. Þau hjónin áttu fallegt heimili í Fremristekk og þangað var gott að koma. Sigrún hafði yndi af tón- list og hannyrðum. Hún spilaði á píanó og harmonikku og oft var gripið í flygilinn sem var mikið stofustáss. Þá var einnig hlustað á tónlist og kom það ósjaldan fyrir um helgar að þau sátu frameftir kvöldi í stofunni, settu á klassíska tónlist, kveiktu á sveppaljósinu góða og spjölluðu. Að Sunnuhvoli við Álftavatn áttu þau sælureit, en þar eyddi Sigrún með Margréti systur sinni og fjölskyldunni mörgum sumrum í æsku til að flýja hættur her- námsins við Reykjavíkurflugvöll, þar sem fjölskyldan bjó þá á Hörpugötu 8 í Skerjafirði. Síðar byggðu þær systur sér saman heilsársaðstöðu á Sunnu- hvoli og naut Sigrún þess ávallt að dvelja þar og áttu þau Siggi mjög góða tíma þar í sveitinni seinni ár- in. Var staðurinn henni mjög kær og eigum við fjölskyldan margar góðar minningar með henni þar. Sigrún hafði gaman af ferðalög- um erlendis og fóru þau Siggi nokkuð víða. Við fórum með þeim í ferðalög til Þýskalands og til Kan- aríeyja sem eru ómetanlegar minningar fyrir okkur og krakk- ana. Eftir að við Edda stofnuðum fjölskyldu nutum við mikillar að- stoðar Sigrúnar og Sigga. Þau voru dugleg að hjálpa okkur, sækja krakkana og sitja með þeim. Áttu krakkarnir okkar mikl- ar samvistir við ömmu sína og eiga margar góðar minningar um bókalestur og samveru og erum við öll mjög þakklát fyrir aðstoð- ina. Mörg síðustu ár komu þau til okkar í mat á aðfangadag og brást ekki að Sigrún settist við flygilinn í stofunni og spilaði meðan ég var í eldhúsinu eitthvað að fást við mat. Það var ósköp notalegt og hringdi inn fyrir mér jólin. Sigrún greindist með parkin- sons- sjúkdóminn árið 1997 og var það mikið áfall. Hún hafði áður en ég kynntist henni fengið fjórum sinnum heilahimnubólgu og fékk hana í fimmta sinn árið 2004 og var þá vart hugað líf en náði góð- um bata aftur. Síðustu sex árin hafði hún að- setur á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún þurfti meiri aðstoð. Hvíl í friði. Jón Ármann. Sigrún Óskarsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, lést föstudaginn 26. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ástríður Jónsdóttir Hanna Hjördís Jónsdóttir Sigurður Sigurjónsson Magnús Jónsson Sigrún Þórdís Þóroddsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.