Morgunblaðið - 10.05.2019, Page 18

Morgunblaðið - 10.05.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 ✝ Karl MachielEdvard van der Linden fæddist í Rotterdam í Hol- landi 4. ágúst 1938. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 2. maí 2019. Foreldrar hans voru Carl Christian Hein van der Lind- en, f. 1912, d. 1984, skrifstofustjóri bæjarfélagsins í Rotterdam og blaðamaður, og Anna Maria van Everdink, f. 1920, d. 1986, hús- móðir, lengst af í Rotterdam. Systir Eddýs er Catharina Anna van der Linden, f. 1940, búsett í Ástralíu og hálfbróðir hans er Gösta van der Linden, f. 1951, búsettur í Rotterdam. Eftirlifandi eiginkona Eddýs er Herdís Guðrún van der Lind- en Jónsdóttir, f. 15. maí 1938. Þau giftu sig í Hollandi 1965 en bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í Danmörku. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1972 og settist síðan að á Akureyri 1978. Börn Eddýs og Dísu eru: 1) Ómar Þór, f. 23.6. 1965, maki Bára Einarsdóttir, f. 23.12. haldi lauk hann sveinsprófi frá símaskólanum í Rotterdam 1958 og meistaraprófi í raftækja- og iðnfræði 1962. Samfara her- þjónustu stundaði hann nám í uppsetningu og viðhaldi á fjar- skiptabúnaði og hér á landi sat hann fjölda námskeiða í Póst og símaskólanum í Reykjavík. Eddý starfaði sem flugraf- eindavirki hjá SAS í Kaup- mannahöfn 1963-65, starfaði hjá Pósti og síma í Reykjavík 1965- 67 og síðan sem flugrafeinda- virki hjá Sterling Airways í Kaupmannahöfn á árunum 1967-72. Eftir að fjölskyldan flutti til Íslands starfaði hann allan tímann hjá Pósti og síma. Eddý var virkur í félags- störfum og sat um áratugaskeið í stjórn knattspyrnudeildar Þórs. Hann var gerður að heiðursfélaga í Þór árið 2013 en áður hafði hann verið sæmdur silfur- og gullmerki félagsins. Eddý var auk þess sæmdur silfurmerki KSÍ árið 2010. Hann vann einnig um langt skeið með Sjálfstæðisflokknum á Akur- eyri. Hann hafði brennandi áhuga á þjóðmálum og var virk- ur í félagsstarfi flokksins. Fyrst í bakvarðasveitinni en síðar í stjórn Málfundafélagsins Sleipn- is og sat hann í þeirri stjórn til dánardags. Útför Eddýs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 10. maí 2019, klukkan 13.30. 1966. Synir þeirra eru Tómas Tjörvi, f. 1992 og Einar Dagur, f. 2001. 2) Arnar Christian, f. 30.1. 1967, maki María Rán Páls- dóttir. Börn þeirra eru Katrín Vala, f. 2004 og Mikael Freyr, f. 2006. 3) Jón Örvar, f. 1.9. 1970, maki Lind Hrafnsdóttir, f. 5.4. 1982. Synir þeirra eru Rómeó Máni, f. 2010 og Hrafn Mikael, f. 2013. Af fyrra sambandi á Jón dótturina Herdísi Lind, f. 1994. 4) Pálmar Gústaf, f. 3.10. 1972, maki Sól- veig Jóna Geirsdóttir, f. 17.11. 1976, dætur þeirra eru Karen Ösp, f. 2007 og Eva Ósk, f. 2011. Af fyrra sambandi á Pálmar einnig Hildi Mist, f. 1992 og Ant- on Darra, f. 1996. Auk þess átti Eddý eitt langafabarn, Emblu Sif. Eddý stundaði tækninám á árunum 1952-54 og réðst í fram- haldi til starfa hjá hollenska símafyrirtækinu PTT. Samtímis stundaði hann nám í rafmagns- fræði og lauk því 1956. Í fram- Elskulegur tengdafaðir minn til 34 ára hefur kvatt eftir stutt veikindi og sjáum við nú á bak litríkum manni með stórt hjarta sem ávallt fagnaði okkur af mikill gleði þegar litið var inn í Steinahlíðina. Eddý var á allan hátt sér- stakur maður. Reynsla hans af lífinu hafði oft á tíðum verið hörð og átti hann æsku sem maður myndi ekki einu sinni óska sínum versta óvini. Að vera barn í Hollandi á stríðs- árunum var erfitt. Landið var hernumið af Þjóðverjum og Rotterdam hafði orðið illa úti í loftárásum. Æskuminningarnar frá þessum tíma voru hreint út sagt óhugnanlegar enda dauð- inn áþreifanlegur alls staðar. Fólkið svalt og þýsku hermenn- irnir sýndu mikla grimmd. Of- an á þetta bættist að Eddý, sem var alinn upp af einstæð- um föður, þurfti að fara í fóstur því faðir hans var með staurfót og átti af þeim sökum erfitt með að fá vinnu. Hann gat ekki séð þeim far- borða og var systkinunum kom- ið í fóstur. Reyndar sagðist Eddý hafa verið heppinn með fósturforeldra á þessum tíma og gerðu þau eins vel og þau gátu, en engu að síður fylgdu minningar um hungur og hörm- ungar þessum tíma. Eddý sagði mér stundum sögubrot úr æsku sinni, yfirleitt lítið í einu, en með árunum stækkaði myndin og eitt sinn sagði hann „nú hef ég sagt þér miklu meira en Dísu“. Kannski var það vegna þess að ég var svo spurul og forvitin, en kannski líka vegna þess að við náðum oft vel saman í spjalli. Mér er mjög ljóst hve mikil áhrif þessi skelfilega lífsreynsla hefur haft á hann og skil full- komlega hvað hann átti við þegar hann sagði: „Þjóðverj- arnir eyðilögðu æsku mína.“ Ég veit að það var lán Eddýs þegar hann kynntist Dísu. Hún var þá nýútskrifaður hjúkrun- arfræðingur og hafði ásamt vinkonu sinni og skólasystur leitað ævintýra og starfs- reynslu í Danmörku. Dísa, sem er einstök kona, bjó þeim fallegt og hlýlegt heimili og byggði ásamt Eddý upp það fjölskyldulíf sem hann þráði, fallegt fjölskyldulíf sem æska hans hafði ekki boðið upp á. Með tímanum urðu erfiðleik- ar fyrri ára fjarlæg minning en lífsreynslan fylgir okkur alla tíð og mótar manneskjurnar. Gild- ismat Eddýs var oft öðruvísi en okkar hinna og naut hann til að mynda matar af mikilli ein- lægni og var lengi að borða. Hungrið á æskuárum gleymdist aldrei. Að sama skapi var hann þakklátur fyrir einfaldleikann og gerði ekki kröfur um lífs- gæðakapphlaup eða prjál. Hann gladdist yfir velgengni annarra, naut lífsins eins og það birtist og elskaði að vera í góðra vina hópi. Eddý var stór persóna og það hefur verið lærdómsríkt að ganga veg lífsins með honum. Við vorum ekki alltaf sammála en hann kenndi mér margt og fékk mig til á sjá hlutina í öðru ljósi. Samveran við hann síðustu dagana á spítalanum var okkur afar dýrmæt. Við spjölluðum, hlustuðum á tónlist, hlógum og þögðum saman. Tími þessi ein- kenndist af þakklæti og skilur eftir dýrmætar minningar. Það er með mikilli virðingu sem ég kveð elskulegan tengdaföður og bið almættið um að taka vel á móti Eddý van der Linden. Þín tengdadóttir, Bára Einarsdóttir. Margs er að minnast við andlát Edvards vinar míns. Síð- ustu þrettán ár höfum við átt samleið í flokksstarfi okkar sjálfstæðismanna á Akureyri. Þegar ég hugsa til baka um bestu stundir félagsstarfsins á þessum tíma er Edvard alltaf svo nærri, enda alltaf áhuga- samur og vildi taka virkan þátt – lagði svo mikið af mörkum með einlægum áhuga og já- kvæðni. Ég skynjaði aldrei kynslóða- bil í samskiptum okkar, alltaf svo ungur í anda og traustur vinur frá fyrstu tíð. Eftir því sem Eddý mætti meira í Kaup- ang varð hann æ virkari – lagði mikið af mörkum í fjáröflunar- starfinu. Þegar flokkurinn varð fyrir áfalli í kosningum 2010 varð Eddý æ öflugri. Ég minn- ist tímans eftir tapið með hlýju, þar var saman komið fólk sem vildi reisa flokkinn við og efla bæði félagsstarfið og vinabönd- in. Eddý var þar traustur félagi er á reyndi. Þegar ég varð formaður Mál- fundafélagsins Sleipnis vorið 2011 vildi ég fá Edda með í stjórnarhópinn – einlægni hans og áhugi var mikilvægt framlag í vinnuna og til að gera starfið enn skemmtilegra. Fyrsta árið var hann í varastjórn, en síðan í aðalstjórn. Þegar félagi okkar veiktist og fór í stóra aðgerð var ég ekki viss um að hann kæmi aft- ur – en tvíefldur kom hann eft- ir að hafa náð sér og vann af enn meiri ástríðu en áður. Í kosningunum 2014 var minn maður í essinu sínu – hringdi í félaga til að afla flokknum stuðnings, safnaði auglýsingum og mætti á alla viðburði – fundi, pub quiz, herrakvöld og þrátt fyrir að vera nýstiginn upp úr erfiðum veikindum mætti hann í nokkr- ar af hverfisgöngunum – fylgdi okkur eftir á bílnum sínum. Minningin um Edda að færa okkur svaladrykk að lokinni göngunni í Naustahverfi er bæði svo sterk í huga mínum og lýsandi um mannkosti hans. Þegar ég varð formaður Sleipnis hvatti ég Edda til að koma með okkur félögum sín- um á kjördæmisþing og lands- fund. Við fórum saman á fjóra landsfundi og vorum herberg- isfélagar á Grand Hótel. Eddý var traustur ferðafélagi á þess- um suðurferðum – gerði ferðina enn skemmtilegri með hlýju sinni og góðmennsku. Síðasta ferðin okkar saman á lands- fund, fyrir rúmu ári, var þeirra skemmtilegust – fyrst ætlaði hann ekki að fara en dreif sig svo og kom endurnærður til baka eftir dvölina. Síðustu mánuði þegar heilsu Edda fór að hraka var hann áfram með okkur af sama áhuga – fylgdi okkur eftir á sínum jákvæða einlæga hraða. Síðast var hann með okkur á stjórnarfundi 8. apríl og vildi fara á kjördæmisþing undir lok apríl. Við Eddý vorum í miklu símasambandi alla tíð til að ræða það sem framundan væri – síðasta samtalið var kvöldið áður en hann veiktist, við ætl- uðum að fara nokkrir félagar út að borða á sumardaginn fyrsta. Af matarboðinu og ferð á kjör- dæmisþing varð því miður ekki. Ég mun sakna Edda sárt – allra hugleiðinga okkar um pól- itík, skipulagningu um viðburði og virkni félagsins okk- ar … vináttunnar sem var mér svo kær. Að honum er mikill missir. Við félagar hans í stjórn Málfundafélagsins Sleipnis vottum fjölskyldu hans innilega samúð. Blessuð sé minning Edda, vinar okkar. Stefán Friðrik Stefánsson. Edvard van der Linden ✝ Guðjón Jóseps-son fæddist í Pálshúsum í Garða- hverfi 9. september 1932. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 30. apríl 2009. Foreldrar hans voru Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, ein af 17 systkinum frá Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, f. 16. apríl 1902, d. 19. apríl 1985, og Jósep Guðjónsson, bóndi í Pálshúsum í Garða- hverfi, f. á Aðalbóli í Vestur- Húnavatnssýslu 16. júní 1899, d. 10. nóvember 1989. Systur Guð- jóns eru: 1) Ester ljósmóðir, f. 19. júní 1930, maður hennar var Davíð Davíðsson, prófessor, f. 7. nóvember 1922, d. 4. febrúar 2007, og eiga þau sex börn. 2) Ásta, bóndi í Pálshúsum, f. 7. nóvember 1933, d. 16. ágúst 2009. Guðjón bjó í Páls- húsum alla sína ævi, ókvæntur og barn- laus. Framan af að- stoðaði hann for- eldra sína við búskapinn, og stundaði einnig vinnu að heiman fyrri hluta ævinnar. Síðari ár ævinnar helgaði Guðjón sig búskapnum í Páls- húsum og hélt heimili með Ástu systur sinni, sem hann annaðist um, en hún bjó við nær algera blindu alla ævi og alvarlegan heilsubrest síðustu árin. Guðjón byggði sér verkstæði sem hann rak samhliða búskapnum og nutu margir þar hjálpsemi hans. Guðjón verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag, 10. maí 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. Hann verður lagður til hvíld- ar hjá foreldrum sínum og syst- ur í Garðakirkjugarði. Guðjón Jósepsson í Pálshús- um hefur nú lokið jarðvist sinni hátt á 87. aldursári. Hann var ætíð kallaður Gaui og var sonur hjónanna Jóseps og Ingibjarg- ar í Pálshúsum og átti þar heima alla ævi sína. Í huga mér er afar skýr mynd af honum frá því er fjöl- skylda mín var að flytja í Krók síðsumars 1934. Þeir Pálshús- abræður, Jósep faðir Gauja og Guðmundur, sem voru frændur og uppeldisbræður mömmu, eru að koma upp í Krók til að taka á móti okkur. Með þeim er telpan Edda sem er einu ári yngri en ég og niður á Nýja- bæjartúninu sást til lítils gló- hærðs drengs, líklega tveggja ára, sem áreiðanlega var að stelast að heiman. Þetta var Gaui. Eftir að við höfðum heils- ast héldu allir niður að Páls- húsum og fengum við þar fá- dæma góðar viðtökur á því myndarheimili. Bernskan leið fljótt. Gaui stækkaði og varð stór og mynd- arlegur maður. Hann gekk í barnaskólann á Garðaholti og það sýndi sig að hann var vel greindur og athugull þótt hann héldi ekki áfram skólanámi eft- ir barnaskólann. Hann helgaði heimilinu í Pálshúsum allt sitt líf og var þar ómetanlegur. Hann gekk að öllum verkum við búreksturinn í Pálshúsum. Strax og aldur leyfði sinnti hann skepnuhirðingu, garð- rækt, heyskap og hrognkelsa- veiðum á vorin. Auk þess vann hann nokkuð á vélaverkstæði í Hafnarfirði. Gaui virtist ekki mannblend- inn við fyrstu kynni en var glaðsinna og skemmtilegur við nánari kynni og tryggur vinur vina sinna. Hann brá sér m.a. með vinum sínum í sólarlanda- ferð til Spánar. Ég heyrði sagt að stúlkur hefðu litið hann hýru auga, en hann var þó einhleyp- ur alla ævi. Gaui var handlaginn í besta lagi og jafnvígur á tré og járn. Hann kom sér upp allvel búnu verkstæði. Hann var mjög greiðvikinn og því leituðu margir til hans með viðgerð eða lagfæringar á bílum og hvers konar tækjum. Þegar heilsufar foreldra Gauja og föðurbróður og síðar Ástu systur hans fór versnandi var Gaui ómetanleg stoð og stytta þeirra. Að lokum stóð hann einn eftir í Pálshúsum og þá var það kötturinn hans sem naut umönnunar dýravinarins. Ester systir hans leit til hans og liðsinnti honum með það nauðsynlegasta. Að lokum var Gaui fluttur á Vífilsstaði og síð- an á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann lést. Söknuður og tómleikakennd sækir að þegar einstaklingur, sem maður hefur þekkt frá barnæsku, hverfur yfir móðuna miklu. Full þakklætis kveð ég Gauja frænda og votta aðstand- endum samúð mína. Elín Vilmundardóttir. Nú þegar Guðjón vinur minn í Pálshúsum hefur kvatt vil ég minnast hans nokkrum orðum. Við kynntumst þegar ég hóf störf sem ráðunautur á svæð- inu fyrir þriðjungi aldar, en hafði sem barn verið sendur í sveit á Álftanes og þekkti því bæina og lærði að þekkja bændurna og brennimörkin í Kaldárselsrétt á haustin. Guðjón bjó snotru búi í Páls- húsum með systur sinni Ástu, en þau tóku við búinu af for- eldrunum sem þau önnuðust um í ellinni. Í Pálshúsum var gamalgróin búmenning í heiðri höfð og öll störf unnin af mikilli natni og reglufestu og mest áhersla lögð á velferð dýranna, sem aldrei brást hjá þeim systkinum sem bæði voru mikl- ir dýravinir. Þegar tími vannst til frá bú- störfunum sinnti Guðjón í járn- smíðum og vélaviðgerðum, sem voru hans helsta áhugamál. Ungur maður hafði hann byggt sér verkstæði og búið það góð- um vélakosti, þar á meðal for- láta hátæknirennibekk frá Kína. Þarna naut hann sín vel, og því betur sem viðfangsefnin voru flóknari og sigraði jafnan hverja þraut. Við vorum margir sem þarna fengum að njóta hæfileika hans og greiðvikni og verður ekki fullþakkað. Guðjón fylgdist vel með og hafði skoðanir á mörgu þótt hann flíkaði þeim oftast hóf- lega. Fyrir honum var lífið aldrei mjög flókið; menn þyrftu bara að gæta þess að „hugsa rétt“ eins og hann hafði oft á orði, og vitnaði þá til meistara Þórbergs þessu til staðfesting- ar. Það voru góðar stundir við kaffiborðið í Pálshúsum þegar vinir Guðjóns komu þar saman og ræddu lausnir sínar á vandamálum heimsins og Ásta bar fram gómsætar pönnukök- ur og hafði oftar en ekki sitt til málanna að leggja. Ásta systir Guðjóns var árinu yngri og var nær alblind frá fæðingu. Hún bjó í Páls- húsum alla ævi og andaðist þar 16. ágúst 2009. Síðustu árin hrakaði heilsu hennar mjög, og annaðist Guðjón þá um hana heima af fádæma umhyggju- semi. Það er fallegt á flötunum niðri við sjóinn í Austurhverf- inu í Görðum, þar sem skip sigla inn og út frá Hafnarfirði og hvalir bægslast skammt frá landi. Þarna ól Guðjón allan sinn aldur í fullkominni sátt við náttúruna, menn og dýr. Það var þó eitt sinn í kvöldsól að vori, ærnar undu sælar með stálpuð lömbin á túninu um- hverfis Pálshúsabæinn, fólk gekk sér til heilsubótar með- fram sjónum, sumir að viðra hunda. Þá kemur bíll aðvífandi og út kemur fólk og laus hund- ur af stærstu tegund. Í skjótri svipan stekkur hundurinn yfir túngirðinguna og rífur eina tví- lembuna umsvifalaust á hol. Bóndinn sér aðfarirnar og snarast út, en hundurinn og eigendurnir eru óðara á bak og burt, en bóndinn gengur hníp- inn og sorgmæddur til þeirra verka sem nú þarf að vinna. Næsta kvöld ber að annan bíl með annan lausan hund engu minni, sem líka hefur sig yfir girðinguna, en þegar fram- loppur hans snerta túnið kveð- ur við skot og hundurinn fellur örendur. Aðstæður hafa neytt bóndann til óljúfra aðgerða, en málið er í raun ekki mjög flók- ið, það er bara að „hugsa rétt“. Hinn góði hirðir hefur bægt ógninni frá hjörð sinni, og er það ekki einmitt hin æðsta skylda að gæta hjarðar sinnar, vera trúr því sem manni er trú- að fyrir? Valur Steinn Þorvaldsson. Guðjón Jósepsson  Fleiri minningargreinar um Guðjón Jósepsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AGNES ENGILBERTSDÓTTIR ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, lést sunnudaginn 7. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Gunnsteinn Gunnarsson Ása Valgerður Gunnsteinsd. Kristín Gunnsteinsdóttir Thomas Meyer Rogge Eiríkur Gunnsteinsson Sigurlaug Björg Stefánsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.