Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 ✝ HöskuldurSveinsson fæddist í Reykjavík 26. júlí 1954. Hann lést 25. apríl 2019. Foreldrar hans voru Sveinn Skorri Höskuldsson pró- fessor og Vigdís Þormóðsdóttir. Þau eru bæði látin. Systkini Höskuldar eru Þormóður, Ás- gerður og Gunnhildur. Eftirlifandi eiginkona Hösk- uldar er Helena Þórðardóttir. Börn þeirra eru Sveinn Skorri og Sólveig Lóa. Höskuldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1974 og prófi í arkitektúr frá Tekniska Hög- skolan í Lundi í Svíþjóð 1981. Hann starfaði lengst á tækni- deild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins en einnig hjá Prestsetrasjóði og þá var hann sjálf- stætt starfandi á meðan heilsan leyfði. Höskuldur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Arkitekta- félag Íslands. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum og spil- aði körfubolta með KR á yngri árum. Síðar varð Höskuldur dyggur stuðningsmaður Vals þar sem Sveinn Skorri og Sól- veig Lóa ástunduðu bæði íþróttir. Höskuldur var alla tíð virkur í foreldrastarfinu og í almennu sjálfboðastarfi fyrir félagið. Útför Höskuldar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 10. maí 2019, klukkan 15. Það eru svo margar góðar minningar um Höska og allar samverustundirnar sem við minnumst með miklu þakklæti. Helgarferðir frá Köben til Lundar fyrir tæpum 40 árum síðan, Stones á fóninum eða æsi- spennandi íshokkíleikur með sænska landsliðinu í sjónvarp- inu. Ferðalag um Svíþjóð á Volvo Amazon með viðkomu í Stokkhólmi og á bernskuslóðum í Uppsölum. Allar ferðirnar í gegnum tíðina í Skorraskjól í Skorradal, báturinn dreginn á vatnið og silungur í matinn. Þar var alltaf sami góði morgunmat- urinn hjá Höska, egg, bacon og steiktir tómatar. Höski var með áreiðanlegri mönnum, nákvæmur og faglegur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Það var til dæmis ekki slæmt að fá Höska með sér að skoða íbúðir sem til stóð að kaupa, hann kom auga á kosti og galla og spurði um það sem manni datt ekki í hug eða kunni ekki við að spyrja um. Höski var kannski ekki þolinmóðasti mað- ur í heimi gagnvart því sem höfðaði ekki til hans og sýnd- armennska var ekki hans sterka hlið. Hann talaði aldrei illa um neinn og sá ekki ástæðu til þess að skipta sér af því sem honum fannst ekki koma sér við, það sem hann tók að sér gerði hann vel. Höski var afar umhyggju- samur um sína nánustu og var einnig afskaplega góður við tengdaforeldra sína og sýndi þeim mikla vináttu. Alla sína hundstíð hefur Þytur okkar átt öruggt skjól hjá Höska og Hellu og Höski reyndi virkilega að bæta uppeldið en með takmörk- uðum árangri þó. Elsku Höski, hafðu þökk fyrir allt, Stones á fóninn. Oddgeir, Inga, Þórður Ingi og Sigrún Sól. Ótal minningar komu upp í hugann við andlát Hölla frænda. Hjá ömmu Nönnu í Sörla- skjólinu hittumst við frænd- systkinin oft í mat á sunnudög- um. Eftir matinn var leikið í fjörunni og í mýrinni við Grana- skjól. Við veiddum í fjörunni, tínd- um skeljar og kuðunga, böðuð- um okkur í Sigurðarpolli og fleyttum okkur á vindsængum á sjónum. Auðvitað stálumst við í mýr- ina, sem var stranglega bannað, það gerði það meira spennandi. Á þessum tíma var lífið bara leikur, áhyggjulaust og skemmtilegt. Hölli frændi var yfirleitt fremstur í flokki í öllum okkar leikjum, hann var glettinn og uppátækjasamur, það var gam- an að vera í kringum hann. Oft höfum við rifjað upp, þegar Hölli stríddi ömmu „löngu“ með púð- unum hennar í stofunni í Sörla- skjólinu. Fræg er sagan af Hölla þegar hann tíndi peningablóm úti í garði og fór og keypti karamell- ur í Vegamótum fyrir það. Þetta lék enginn eftir Hölla. Við minnumst Hölla frænda með gleði, hlýju og þakklæti. Elsku Helena, Sveinn Skorri og Sólveig Lóa, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kolbrún (Kolla móðursystir), Otta og Nanna Árnadætur. Móðursystir mín er nú skarp- ari en svo að leggja það í vana sinn að angra mig snemma morguns á frídegi. Því grunaði mig svona nokkurn veginn hvert erindið var þegar síminn hringdi fyrir tveimur vikum eða svo sumardaginn fyrsta. Og þrátt fyrir að vita að slíkar fréttir væru óumflýjanlegar var það mér þungbært að heyra að Höskuldur Sveinsson vinur minn væri látinn. Hann hafði alla mína tíð verið ákveðinn fasti í mínu lífi. Og það er gott að hafa slíka fasta. Hverjum manni nauðsyn- legt. Heimili hans og Helenu hefur alltaf staðið mér opið og man ég varla eftir því að hafa bankað eða dinglað. Fyrirvarinn á að ég væri að koma suður í gistingu var yfirleitt bara stutt símtal kvöldið áður. Minningarnar eru ýmsar, allt frá því ég var nokkurra ára gam- all og fram til síðustu vikna. Skorradalurinn var mér sem æv- intýraland í bernsku og man ég sérstaklega eftir því hversu hratt hann gat róið árabátnum. Mér fannst það alltaf hálfótrúlegt. Líka þegar hann dró bátinn, hálfgert heljarmenni. Höskuldur vaknaður fyrstu manna og egg og beikon og tómatar á næsta leiti. Við áttum skap saman og kunnum að meta svipaða hluti. Eitt sinn er ég var hjá honum í seinni tíð höfðum við slappað af í hátt á þriðja tíma án þess að mæla svo gott sem eitt stakasta orð hvor við annan. Skyndilega bar gest að garði og mælti hann þá fyrstu orð þessarar samveru sem voru á þá leið: „Nú er frið- urinn úti Stebbi.“ Höskuldur studdi mig í mín- um keppnum, gaf mér jafnvel ráð í skákinni. Gefa kónginn í forgjöf. Það var orðið hálfgert ritúal hjá okkur að hann gæfi mér þetta ráð aftur og aftur, jafn fáránlegt og það er en um leið fyndið að endurtaka það í sífellu eins og um einhverja uppgötvun væri að ræða. Mér líkaði húmor hans sem var oft á tíðum svona nokkuð í dekkri kantinum. Reyndar hafði hann nú ekki húmor fyrir öllu. Eitt sinn hafði ég týnt ein- hverju skákborði sem hann hafði forræði yfir, man nú ekki alveg hvernig þetta var, en hann nefndi þetta ansi oft við mig áður en blessað skákborðið kom í leit- irnar. Honum fannst ekki fyndið að ég hefði glatað skákborðinu. Enda má svo sem segja að röð og regla á hlutum hafi verið ákveðið atriði í huga Höskuldar. Birting- armyndin á því er til dæmis ótrú- lega mikið og nákvæmt mynda- safn, sem hann kom upp og skipulagði, af hinum og þessum vinum og fjölskyldumeðlimum áratugi aftur í tímann. Nú er hann Höskuldur vinur minn dáinn og þannig er það. Hann reyndist mér vel og ég mun sakna þess að hann sé ekki lengur til þó að hvíldinni hafi hann líklegast verið feginn. Von- um að það sé gott útvarp og sjónvarp þar efra. Stefán Steingrímur Bergsson. Þegar við systur vorum að alast upp snemma á 7. áratug 20. aldar áttum við frændfólk í Sví- þjóð, tvö elstu systkini móður okkar voru þar við nám og störf. Sveinn bróðir mömmu og Vigdís kona hans áttu þá tvo syni. Við hittum þau ekki oft en systkinin skiptust á bréfum og myndum. Þetta fólk bjó sem sagt langt í burtu en ég vissi ekki hvar. Því spurði ég Solveigu systur sem var orðin fimm ára, hvar Svíþjóð væri. Hún benti mér út um gluggann yfir Borgarfjörðinn, handan hans var land og þar mátti grilla í hús. Þarna var Sví- þjóð. Nú gat ég hugsað til frænd- fólksins og séð fyrir mér skóg- ana, vötnin og húsin með turn- unum sem voru á myndunum. Ég man eftir að hafa setið á kvöldin þegar komið var rökkur og horft á ljósin í húsunum á Mýrunum og hugsað til Svíþjóð- ar. En fjölskyldan í Uppsölum stækkaði og flutti loks heim til Íslands 1968. Höskuldur hét eftir afa okkar. Vigdís sagði mér reyndar að Kristjana langamma hefði ráðið nafninu. Hún var létt á fæti og vildi drífa hlutina áfram. „Auð- vitað skírum við drenginn Hösk- uld, séra Þormóður skírir, Nanna spilar og ég baka pönnu- kökur.“ Ég held að afa hafi þótt vænt um þetta, þó að hann léti það ekki uppi. Honum þótti gam- an að segja sögur af nafna sín- um, frá því hann var í sumardvöl hjá þeim ömmu og oftar en ekki átti Höskuldur yngri lokaorðið í sögunni og svo var hlegið að uppátækjum og tilsvörum. Afi mátti líka vera stoltur af nafna sínum. Höskuldur var fal- legt barn með stór, dökk augu og hann var glæsilegur fullorðinn maður. Þegar ég fór í menntaskóla tóku Sveinn og Vigdís mig inn á heimilið og ég varð hluti af fjöl- skyldunni. Höskuldur var eldri en ég, hafði lokið menntaskóla en var að leita fyrir sér áður en hann færi í háskóla. Þarna kynntist ég frænda vel og við urðum góðir vinir. Við höfðum gaman af því að spjalla, grínast og gantast. Þau hjón í Grænuhlíð voru einstaklega gestrisin og við unga fólkið alltaf velkomið í hóp- inn. Á þessum árum komu Stuð- mannaplötur út hver af annarri og stundum var töluvert á sig lagt að upplifa „Út á stoppistöð“, en þetta var skemmtilegur tími. Þar kom að frændi ákvað sitt lífsstarf og hélt til náms til Sví- þjóðar í byggingarlist. Það reyndist hans mesta gæfuspor því þar hitti hann sinn einstaka lífsförunaut, Helenu. Ég heim- sótti þau til Lundar og strax þá voru þau orðin samhent og sæl. Lífshlaupið hagaði því þannig til að við hittumst sjaldnar á full- orðinsárum en þegar það gerðist var auðvelt að rifja upp sögur og vitna til þess sem okkur þótti báðum fyndið. Þau Höskuldur og Helena eignuðust tvö mannvænleg börn og fjölskyldan blómstraði á fal- legu heimili. Það var mikið áfall þegar Höskuldur veikist af sjúk- dómi sem leggst á hreyfitaugar og engu eirir. Fáir leika eftir það sem Helena, Sveinn Skorri og Sólveig Lóa hafa gert á undan- förnum árum. Þau önnuðust Höskuld heima af einstakri um- hyggju þar til yfir lauk. Nú hefur frændi kvatt og þeg- ar ég hugsa til hans rýni ég ekki lengur eftir ljósum handan Borgarfjarðar, heldur eru ljósin í myrkrinu minningar um góðan dreng sem aldrei slokkna. Salvör Jónsdóttir. Það var snemma vetrar ’68 að merk tíðindi gerðust í 2. bekk Hagaskólans. Langur mjór strákur með sítt hár, líkur bón- kústi, gekk hröðum skrefum eft- ir göngunum með allt öðruvísi skólatösku en hinir. Höskuldur Sveinsson var mættur, kominn heim eftir margra ára dvöl í Sví- þjóð. Vegur hinnar íslensku skólatösku varð aldrei samur. Við Höskuldur urðum góðir vinir og uppgötvuðum á eigin forsend- um allt það sem fullorðið fólk vildi síst að við gerðum. Svör við vandamálum okkar og lausn lífsgátunnar fundum við í rokktextum samtímans, hinni einu sönnu uppsprettu visku að mati ungra manna og kvenna. Sítt hár og útvíðar buxur voru merkari og göfugra framlag til heimsmenningarinnar en veð- bókarvottorðið og líklega einnig varanlegra. Foreldrar Höskuldar, Sveinn Skorri og Vigdís, fluttu með sér umburðarlyndi sjöunda ára- tugarins frá Svíþjóð. Hjá þeim var alltaf skjól fyrir ungt fólk sem þurfti á víðsýni og umburð- arlyndi að halda. Það get ég aldr- ei þakkað nægilega. Á ákveðnum aldri eignast maður vini og síðan bara kunn- ingja, og hnútar vináttubanda þessa ára þekkja engan tíma. Höski var alla tíð áhugasamur um íþróttir, æfði körfu og ís- hokkí o.fl. Hann var mjög kapp- samur í sínum íþróttum, og ekki alltaf tekið út með sældinni að spila á móti honum. Viljinn til sigurs var takmarkalaus. Annars var hann alltaf skemmtileg blanda töffara og hins smámunasama. Það eru oft þverstæður persónunnar sem gera hana áhugaverða. Höskuldur lærði arkitektúr í Svíþjóð og hafði alltaf trú á að leita langt yfir skammt. Þar fann hann sína Helenu frá Þórshöfn á Langanesi. Þau eyddu svo æv- inni saman og varð tveggja barna auðið, Skorra og Lóu. Hversdagsleikinn raðaði enda- lausum þriðjudögum í sveitir mánaða og ára, með gleði- og sól- ardögum þess á milli. Engan gat grunað hvaða örlög voru fjöl- skyldunni spunnin. Það var svo fyrir sjö árum að Höski veiktist alvarlega. Þá greindist hann með MND-sjúk- dóm. Veikindi hans voru mikil, nær ólýsanlega þungbær. Eins og alltaf við svona aðstæður lagði sjúkdómurinn heimilið undir sig. Sjálfur bar hann höfuðið hátt og kvartaði aldrei, fjölskyldan sam- einaðist um að gera tilveruna sem bærilegasta með virðingu og auðmýkt. Helena, Skorri og Lóa önnuðust hann heima til dauða- dags. Það er við aðstæður sem þessar sem mannsandinn getur yfirbugað eymd veikindanna. Að lokum fékk hann frið. Við syrgj- um og tár okkar falla tilgangs- laus til jarðar, einskis megnug, og einmitt þess vegna syrgjum við meira og sorgin knýr fram enn fleiri tár. Hvíldu í friði, elsku vinur. Þórður Sverrisson. Höskuldur Sveinsson  Fleiri minningargreinar um Höskuld Sveinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Garðar Bjarn-ar Sigvaldason fæddist í Reykja- vík 26. janúar 1954. Hann lést á heimili sínu 25. apríl 2019. Foreldrar Garð- ars voru hjónin Ragnhildur Dag- bjartsdóttir, f. 20.10. 1915. d. 3.2. 2011, og Sigvaldi Jónsson, f. 29.9. 1897, d. 25.7. 1981. Samfeðra systkini Garð- ars eru Þórey Erna, f. 8.6. 1934, d. 19.8. 2009. Guðbjörg, f. 14.8. 1932, d. 2.12. 2013, og Jón Bjarnar, f. 5.12. 1941. Garðar giftist árið 1977 Sig- ríði Tómasdóttur, en þau slitu samvistum eftir 17 ár. Dóttir þeirra er Hildur Garðars- dóttir, f. 2.3. 1973, gift Jóni Viðari Sigurgeirssyni, f. 13.1. 1972. Börn þeirra eru Kol- beinn Tómas, f. 25.5. 2000, og Tinna Sigríður, f. 2.8. 2006. Garðar útskrif- aðist úr Mennta- skólanum við Tjörnina árið 1974 af náttúrufræði- braut. Fyrst lá leið hans í Háskóla Ís- lands í líffræði en hann valdi síðar listina. Árið 1984 útskrifaðist hann úr Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands. Garðar vann í gegnum tíðina ýmis störf með- an heilsa leyfði. Má þá nefna á upptökuheimili fyrir unglinga, Unglingaathvarfinu og sem hönnuður í umbroti, fyrst á Þjóðviljanum og síðar á Morg- unblaðinu. Útför hans fer fram frá Nes- kirkju í dag, 10. maí 2019, klukkan 13. Sumardaginn fyrsta þegar vindar Sahara yljuðu höfuðborg- arbúum kvaddi faðir minn þennan heim. Síðustu áratugina höfðu erf- ið veikindi sett mark sitt á tilveru hans. Pabbi var stórbrotinn maður og þúsundþjalasmiður þegar best lét. Listamaður fram í fingur- góma, hugmyndaríkur og úrræða- góður. Vinkonur mínar minnast þess að alltaf hafi verið líf og fjör á hippaheimilinu mínu í miðbænum og enginn vitað hvort væri búið að færa stofuna, rífa veggi á miðhæð- inni eða reisa vegg á efri hæðinni þegar þær komu í heimsókn. Pabbi með síða hárið, tyggjóið og með tuskuna og pensla á lofti. Á árum áður var hann mikil dugnað- arforkur sem stundaði bæði nám og vinnu ásamt því að sjá um heimili. Sköpunarkrafturinn og listamannseðlið var svo ríkt í hon- um að hann þurfti stöðugt að breyta, bæta, skapa og mála. Enda hafði fjölskyldan bara oft nóg að gera þrátt fyrir að vera ekki með sjónvarp sem þótti frek- ar skrítið á þessum tíma. Pabbi hafði ekki tíma til að hanga yfir Dallas og fannst bara engu máli skipta hvað var að gerast hjá Ew- ing-fjölskyldunni, kannski óþarfi að undirstrika það en við deildum að sjálfsögðu ekki þessari skoðun. Ég er rík af minningum og þeirri staðreynd að pabbi var vel gefinn, víðsýnn og skemmtilegur. Hann hefði sjálfur bara lýst sér sér ljúflyndri frekju. Pabbi fékk frábærar hugmyndir og sýn hans á heiminn endurspeglast vel í myndunum hans og viðfangsefn- um. Ein mögnuð hugmynd var að hjóla um Austur-Evrópu á reið- hjóli þegar Berlínarmúrinn féll. Hjólað var frá Þýskalandi alveg suður til Tyrklands. Sögurnar frá hjólreiðaferðinni í Austur-Evrópu voru líka alveg óborganlegar allt frá því hvernig hann tjaldaði í skjóli nætur á einhverju tjald- stæðinu og komst svo að því að þetta var nektartjaldstæði þegar sólin vakti hann. Inn í sögurnar spunnust svo pólitík og blákaldur raunveruleikinn sem íbúar Aust- ur-Evrópu bjuggu við, biðraðir í búðum og vöruskorti í það hvernig íbúar sultu í Rúmeníu þar sem Ceausescu notaði peningana til að byggja hraðbrautir sem stóðu svo auðar. Ferðin endaði á David Bo- wie-tónleikum í Istanbúl þar sem pabbi klæddist útsaumuðu sauð- skinnsvesti, keyptu af bónda á akri í Búlgaríu. Á æskuheimili mínu voru nokkrir kettir, frekur páfagaukur og hundur. Pabbi var pínulítið eins og Finnur í Enit Blyton-bók- unum, dýravinur og alltaf með fullt af dýrum. Froskar, fiskar og eðlur í búrum á víð og dreif um íbúðina, finkur inni á baði, köttur og hundurinn Kolur sem var fé- lagi hans í 17 ár. Pabbi var alltaf til í að hjálpa, hlusta og gefa góð ráð. Þegar við hjónin komum heim frá Dan- mörku ung og húsnæðislaus opn- aði pabbi dyrnar og gaf eftir svefnherbergið. Þegar afabörnin komu í heiminn fékk ég kjóla. Í kjólunum var ég síðan þegar börnin mín voru skírð. Afabörnin áttu alla athygli hans og fylgdist hann vel með hvernig gekk. Hann var manna fyrstu að hringja og at- huga hvernig gengi og hvort allt væri ekki eins og það ætti að vera. Stoltur af sínu fólki. Elsku pabbi, hvíldu í friði. Ég er þakklát fyrir að hafa átt slíkan föður sem dekraði mig með at- hygli og ást. Hildur Garðarsdóttir. Garðar Bjarnar Sigvaldason Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför MAGNÚSAR GEORGS SIGURODDSSONAR rafmagnstæknifræðings, Sóltúni 28, Reykjavík. Guðrún Ragnheiður Þorvaldsdóttir Guðrún Anna Magnúsdóttir Fanney Magnúsdóttir Ragnheiður H. Magnúsdóttir Magnús Logi Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.