Morgunblaðið - 10.05.2019, Side 20

Morgunblaðið - 10.05.2019, Side 20
20 MINNINGAR ✝ RögnvaldurHelgi Guð- mundsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 14. nóv- ember 1978. Hann lést 30. apríl 2019. Foreldrar hans eru Guðmundur Eyþórsson, f. 3. maí 1951, bóndi á Blönduósi, og Halla Jónína Reynis- dóttir, f. 2. febrúar 1956, sam- býlismaður hennar er Magnús Pétursson, bóndi Miðhúsum í Vatnsdal, f. 5. nóvember 1944. Barnsmóðir Rögnvaldar er Petrína Sigrún Helgadóttir, f. 10. mars. 1988. Barn þeirra er Sigurbjörg Helga, f. 22. janúar 2007. Systkini Rögnvaldar eru: Guðmunda Sigrún Guðmunds- dóttir, f. 1972, eiginmaður henn- ar er Þór Sævarsson, börn þeirra eru: a) Haraldur Páll b) Hákon Pétur c) Guðmundur Sævar d) Emilía Sigurbjörg. Ey- þór Guðmundsson, f. 1975, börn hans eru a) Þröstur Bjarni b) Er- lendur Guðni c) Natan Breki d) Júlía Kristín. Reynir Ingi Guð- mundsson, f. 1976, eiginkona hans er Jóhanna Erla Jóhannsdóttir, börn þeirra eru a) Ástríður Halla b) Jóhann Smári. Bjarni Ragnar Guð- mundsson, f. 1977, eiginkona hans er Guðrún Arna. Una Ósk Guðmunds- dóttir, f. 2001. Rögnvaldur ólst upp í foreldra- húsum á Strjúgsstöðum í Langa- dal og seinna á Sturluhóli í Refasveit. Þar tók hann þátt í bústörfum eins og tíðkast til sveita. Rögnvaldur lauk grunn- skólagöngu frá Húnavallaskóla árið 1994. Eftir grunnskóla- göngu tóku við hin ýmsu störf, þar á meðal í rækjuvinnslunni Særúnu Blönduósi. Árið 1997 fór Rögnvaldur til sjós og vann hann hin ýmsu sjómannsstörf, til að mynda sem háseti, vélavörð- ur og kokkur. Lengst af var Rögnvaldur til sjós á Núpi BA og Vestra BA. Rögnvaldur lauk meiraprófi og var með réttindi til vélavörslu. Útför Rögnvaldar Helga fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 10. maí 2019, klukkan 14. Elsku pabbi minn, ég sakna þín svo mikið. Mér fannst svo skemmtilegt að fara með þér í sveitina til Höllu ömmu og Guð- mundar afa, okkur fannst svo gaman að fara saman á hestbak á Skugga. Þú varst alltaf svo góður við mig, pabbi minn. Ég vildi að ég gæti fengið að tala við þig einu sinni enn, það er svo margt sem mig langar að segja við þig. Ég ætla að fara í sveitina í sumar og vera hjá ömmu og afa og afi ætlar að fara með mig og Unu í reiðtúr, ég hlakka rosalega til. Vildi bara segja þér að ég elska þig svo mik- ið, elsku besti pabbi minn. Ég vil setja eina bæn með sem þú og mamma fóruð oft með fyrir mig þegar ég var yngri. Hitti þig seinna, pabbi minn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þín dóttir Sigurbjörg Helga. Elsku sonur minn, hvíldu í friði, megi guð varðveita og geyma þig. Minning þín lifir í hjarta mínu. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höfundur ókunnur) Þín mamma. Elsku Röggi minn, ertu ekki að fara að koma heim af sjónum eða eitthvað? Nei, því miður þá er það ekki raunin, þú ert farinn frá þessu jarðlífi. Ég trúi því ekki ennþá og á eftir að vera lengi að átta mig á því, held að þú komir heim bráð- um. Við höfum þó Sigurbjörgu Helgu, þína æðislegu dóttur, við munum passa hana öll með okkar breiðu föðmum, hennar missir er mjög mikill. Góður drengur varstu sem vild- ir engum nema gott, þú varst al- gjört yndi. Vinur vina þinna varstu svo sannarlega en gleymd- ir oft sjálfum þér, áttir flotta bíla og mjög snyrtilegt heimili. Fyrir 40 árum komstu, lítill ljóshærður orkubolti í heiminn og lést mömmu hafa fyrir þér því hún þurfti að fara til Reykjavíkur til að koma þér til þessa heims. Uppá- tækin byrjuðu snemma því þú snérir öfugt, já það var stutt í góð- látlega stríðnina. Hestöfl er orð sem fylgdi þér alla tíð, byrjaðir á einu hestafli því ungur varstu alltaf á hestbaki en upp úr fermingu fór hestöflunum að fjölga, skellinaðra, fjórhjól, vél- sleði, mótorhjól, vatnaköttur, sportbíll og jeppi, var allt eitthvað sem þú áttir um ævina og leiddist ekki að njóta hestaflanna og láta tækin svitna aðeins í höndum þér. Áhuginn var mikill á þessu og varstu mjög fær á þessi tæki öll. Ungur fórstu til sjós og vannst við það til æviloka, harðduglegur og ósérhlífin sjómaður varstu svo af bar, en slysið á fingrum þér árið 2016 hélt aftur af þér síðustu misseri, þó að alltaf héldir þú áfram. Elsku bróðir, stórt er höggvið í hjarta mér, en vá að hafa átt þig að á þessari lífsins leið, það er Guðs gjöf. Takk fyrir allt sem þú hefur sagt mér, kennt mér, gert fyrir mig, bíltúrana og prakkara- strikin, bara allt, þessu mun ég aldrei gleyma, frábæri litli bróðir. Við eigum eftir að hittast og þá munt þú taka á móti mér með þínu fallega, einlæga brosi og sýna mér búgarðinn, bílana, tækin og leið- beina stóra bróður. Takk fyrir allt, góði drengur. Elsku Sigurbjörg mín, mamma, pabbi, bræður, systur, amma, mágkonur, mágur, önnur skyldmenni, vinir, vinkonur, sam- starfsmenn, samferðamenn og all- ir aðrir sem eiga um sárt að binda, Guð geymi ykkur og faðmi. Tök- um utan um hvert annað. Hvíl í friði. Eyþór stóri bróðir. Rögnvaldur Helgi Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Rögnvald Helga Guð- mundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Smáauglýsingar Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ásvallagata 69, Reykjavík, fnr. 200-2448, þingl. eig. Sverrir Einar Eiríksson, gerðarbeiðendur Margrét Herdís Halldórsdóttir, Reykja- víkurborg og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., þriðjudaginn 14. maí nk. kl. 11:30. Gnoðarvogur 36, Reykjavík, fnr. 202-2459, þingl. eig. Jón Lárus Guðmundsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 14. maí nk. kl. 10:00. Sóleyjargata 23, Reykjavík, fnr. 200-7389, þingl. eig. Kjartan Jón Bjarnason, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 14. maí nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 9. maí 2019 Tilkynningar Grunn- og framhalds- námskeið um NPA Í samræmi við ákvæði reglugerðar 1250/2108, um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), auglýsir félagsmálaráðuneytið eftir umsóknum um þátttöku væntanlegra notenda, aðstoðarmanna og umsýsluaðila á grunn- og framhaldsnámskeið um NPA. Félagsmálaráðuneytið skipuleggur námskeiðin í samráði við hagsmunaaðila og munu grunnnámskeiðin vera haldin a.m.k. fjórum sinnum árið 2019. Ekki liggur enn fyrir hver fjöldi framhalds- námskeiða verður árið 2019 en það ræðst af fjölda umsækjenda. Hvert grunnnámskeið tekur 16 klst. og skiptist á tvær vikur. Fyrri vikuna verður kennt í tvo daga, frá kl. 9.00–13.00 og seinni vikuna tvo daga, frá kl. 9.00–13.00. Hvert framhaldsnámskeið tekur fjórar klst. fyrir notendur og ef notendur ætla einnig að annast umsýslu þá bætast við aðrar fjórar klst. og verða þá alls átta. Fyrsta grunnnámskeiðið verður haldið í húsnæði Framvegis Skeifunni 10b dagana 28. til 29. maí og 3. til 4. júní. Umsækjendum er bent á að sækja um á vefsíðu Framvegis. https://www.framvegis.is/ Fólk sem býr á landsbyggðinni hefur tækifæri til þess að sækja þessi námskeið hjá símenntunarstöðvum víðs vegar um landið. Námskeiðslýsingu er hægt að nálgast á vefsíðu NPA hjá félagsmálaráðuneytinu á slóðinni https://www.stjornarradid.is/ default.aspx?PageID=ca9c3fef-de0f-4ce0- 96de-5bc7378b75d2 Þeir ganga fyrir á námskeiðinu í maí sem eru að gera sína fyrstu samninga á árinu 2019. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2019. Fleiri grunn- og framhaldsnámskeið munu vera haldin frá september til nóvember 2019. Félagsmálaráðuneytinu, 9. maí 2019. Stjórnarráð Íslands Félagsmálaráðuneytið Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba Gold kl. 10.30. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr. Veglegir vinningar. Kaffi kl. 14.30-15. Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9- 16. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40- 12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, S. 535-2700. Boðinn Hugvekja kl. 13.30. Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 Fjölskyldujóga kl. 10.15-11.30, síðasti tími, allir vel- komnir. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Ung- menni úr Háteigsskóla í heimsókn kl. 10.30-11.15. Leikfimi kl. 12.50- 13.30. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Landið skoðað; Færeyjar kl. 13.45. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Thai chi með Ólafi kl. 9-10. Botsía kl. 10.15-11.20. Há- degismatur kl. 11.30. ATH Bingó kl. 13. Með afa kl. 13.30. Gáfumanna- kaffi kl. 14.30. Hugmyndabankinn opinn alla daga kl. 9-16. Allir vel- komnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Furugerði 1 Íslenskumorgnar kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 11.30-12.30, ganga kl. 13, kaffisala kl. 14.30–15.30. Föstudagsfjör: Alltaf mismunandi. Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13–16. Velkomin! Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist FEBK. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og nýliðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13. Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika alla virka daga, kl. 11.30 línu- dans, kl. 13 brids, kl. 13 botsía, kl. 10.45 leikfimi Hjallabraut, kl. 11.30 leikfimi Bjarkarhúsi. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bingó kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, sundleikfimi kl. 9 í Grafarvogssundlaug, brids kl. 12.30 í Borgum og hannyrðahópur kl. 12.30 í Borgum og hið sívinsæla vöfflukaffi kl. 14.30 til 15.30 í Borg- um. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11-11.30, opin listasmiðja og trésmiðja kl. 9-12, bingó kl. 14. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í saln- um á Skólabraut kl. 11. Spilað í króknum kl. 13.30 og brids í Eiðismýri kl. 13.30. Skráningarblöð liggja frammi á vorfagnaðinn sem verður fimmtudaginn 16. maí í salnum á Skólabraut kl. 18 og vorferðina; sameiginlega ferð félagsstarfsins og kirkjunnar sem farin verður þriðjudaginn 21. maí. Allar nánari upplýsingar í síma 8939800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Spænsku-námskeið kl. 13. Kennarar frá Spænsku- skólanum Háblame. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. mbl.is alltaf - allstaðar Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.