Morgunblaðið - 10.05.2019, Page 28

Morgunblaðið - 10.05.2019, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík FLOTTAR EIGNIR - GÓÐAR STAÐSETNINGAR FJÖLBREYTT ÚRVAL - EITTHVAÐ FYRIR ALLA Flamenca Village, Playa Flamenca Allegra, Dona Pepa Arenales del Sol, Los Arenales Mare Nostrum, Guardamar Gala, Villamartin Muna, Los Dolses Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er heldur betur frásagnaglöð fantasía sem birtist í nýjum mál- verkum Hallgríms Helgasonar, myndlistarmanns og rithöfundar, sem verður opnuð í Tveimur hröfn- um listhúsi á Baldursgötu 12 í dag, föstudag, klukkan 17. Sýninguna kallar hann KLOF & PRÍ$ og fjalla expressjónísk verkin um sambúð og átök kynjanna. Í kynningartexta segir að verkin vitni um „þjóðfélags- sýn listamannsins: Framsækni fem- ínista mætir þrotareiði feðraveldis, brotaþolar burðast með drauga for- tíðar, gerendur neita eða gráta og meðvirkir makar stara út í tómið.“ Í verkunum hverfur Hallgrímur frá því raunsæi sem fólk á að þekkja í fyrri málverkum og fer inn í fantasíu sem hefur frekar sést í teikningum sem hann hefur sýnt. Og sýnin er lit- uð persónulegri reynslu því við út- gáfu bókarinnar Sjóveikur í Mün- chen árið 2015 opinberaði Hallgrímur kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir ungur. Í sýningarsalnum stöndum við Hallgrímur andspænis málverki sem heitir „Á bökkum MeToo- fljóts“. Hvaða myndheimur er þetta? Extra gaman að mála núna „Þetta eru allt pör og umfjöll- unarefnið er staða og barátta kynjanna, þessir metoo-tímar,“ svarar hann og segir dollaramerkið í heiti sýningarinnar undirstika að nú þurfi karlar að borga fyrir sínar gjörðir. „Það vísar í kynferðisof- beldi, gerandinn þarf að borga. En brotaþolinn líka. Það er undirliggj- andi ógn í myndunum, eitthvað dramatískt hefur gerst. Eða er að fara að gerast. Svo blandast inn í þetta persónuleg reynsla. Rétt áður en þessi metoo-bylgja fór af stað kom ég út með frásögn af því að ég hefði verið beittur kynferðisofbeldi, sem reyndist mér ótrúlega erfitt að opinbera. Það varð erfiðasta bóka- vertíð sem ég hef lent í; í staðinn fyrir að fara í viðtal við þig í Morg- unblaðinu endaði ég í viðtali hjá Stígamótum. Það var þungur pakki og ég var langt niðri í lok vertíðar. Ég hef því upplifað að vera í hlut- verki konu þegar ég sagði mína sögu. Það var undarleg tilfinning en kannski líka ágætis reynsla. Menn verða samt að vara sig að fara ekki of hart í þessa byltingu, byltingar geta auðveldlega þróast út í ofbeldi, þótt þetta sé auðvitað sögulegt fyrir- bæri og af hinu góða. En svo fór ég til Indlands í janúar eftir að hafa sagt frá því sem gerðist og byrjaði á nýrri bók. Þá fann ég fyrir frelsuninni í að segja frá.“ Það hefur verið mikið flug á Hall- grími síðustu misserin. Bókin sem hann byrjaði að skrifa á Indlandi, 60 kíló af sólskini, hefur hlotið mikið lof og fékk Íslensku bókmenntaverð- launin, hann varð nýlega faðir að nýju, varð sextugur á dögunum, miðdóttirin fermdist, hann þýddi leikrit Molières, Loddarann, sem einnig er hrósað og hefur svo málað fyrir heila sýningu. „Ég hefði nú viljað hafa enn meiri tíma til að mála en það var einhver áskorun í Molière, þótt ég hafi svo stundum efast um þá ákvörðun. Völ- inni fylgir kvöl,“ segir hann og bros- ir. „Mér finnst nefnilega extra gam- an að mála núna þegar það er enginn realismi lengur, ég mála þetta eins og ég teikna.“ Ég hef orð á að í myndheiminum séu bæði reiði og spenna, losti og fálm, og þá eru vísanir í verk banda- ríska málarans Philips Guston. „Já, tvær þrjár myndir hér eru Guston-legar,“ segir Hallgrímur og bætir við að sér finnist þessi verk takast á við innra lífið og þær geti verið dýpri á einhvern hátt en verk í raunsæisstílnum. Og hann vann hratt. „Málverkin eru öll dagsett, ég málaði eina mynd á dag – þær rudd- ust fram. Í skrifunum er rökhugsun- in mikilvæg en hér er málað með maganum eða pungnum,“ segir hann og bendir hlæjandi á loðinn pung á einum karlinum. „Þegar maður slekkur á hugsuninni þá koma bestu myndirnar. Þá kemur eitthvað óvænt og gott – lífið sjálft! Þetta snýst um núvitund, að vera óhræddur og alltaf til í eitthvað nýtt. Þetta er annars sífelld barátta um hvað er gott, hvað er vont, hvort eitthvað sé of mikið dúllerí, og svo er að vita hvenær á að hætta. Það er galdurinn. Það hefur alltaf í verið mér þessi gamla íslenska samvisku- semi, að það þurfi að klára verkið, fylla út í alla fleti. Ég hef þurft að berjast gegn henni og nú er þetta allt lauslegra hjá mér og kannski meira lifandi fyrir vikið.“ Er náskylt, skrif og myndir „Sem rithöfundur hef ég alltaf gaman af samskiptum fólks, drama- tík fólks á milli. Og hér eru persónur á striga og það er líka frásögn í myndunum enda hef ég alltaf verið meira fyrir fígúratífið en afstraktið.“ Hann er nefnilega sögumaður, hvor miðillinn sem það er. „Já, þetta er náskylt, skrif og myndir. Teikningarnar eru eins og handrit að þessum myndum sem ég mála. Ég geri kannski 10-20 teikn- ingar á dag og þá kemur eitthvað nýtt; allt í einu var fólk farið að gráta gulum tárum sem þróaðist svo yfir í spælegg í þessu verki þarna,“ segir hann og bendir. „Þessa mynd þarna sem heitir „Sálsteinar“,“ og hann bendir á annað verk, „málaði ég í einhverju æði á 40 mínútum. Þarna er steinahrúga og einhver persóna að brjótast út úr henni. Þar er sjálfsagt eitthvað persónulegt á ferð. Svo er þarna kvenfígúra í bak- grunni, eitthvert ævintýri með grænan hatt … en ég ætti ekki að vera að útskýra þetta of mikið.“ En hvað nú, aftur í skrifin? „Já. Ég var svo heppinn að vera boðið í kastala í Úmbríu á Ítalíu til að skrifa í mánuð og stóðst það ekki. Þá byrja ég á framhaldinu af 60 kíló af sólskini,“ svarar hann. Morgunblaðið/Einar Falur Sögumaðurinn „Það er líka frásögn í myndunum enda hef ég alltaf verið meira fyrir fígúratífið en afstraktið,“ segir Hallgrímur Helgason um málverkin en þau fjalla öll um samskipti kynjanna á þessum metoo-tímum. Undirliggjandi ógn í þessum myndum  Hallgrímur Helgason opnar sýninguna KLOF & PRÍ$ í Tveimur hröfnum listhúsi  Er horfinn frá raunsæi fyrri málverka í meiri fantasíustíl  „Umfjöllunarefnið er staða og barátta kynjanna“ Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 10 milljónum króna í 27 styrki til þýðinga á íslensku, í fyrri úthlutun ársins. Um er að ræða 42% aukningu frá því í fyrra þegar 19 þýðingar voru styrktar og rúmum 8,2 milljónum króna úthlutað. Alls bárust 44 umsóknir og sótt var um tæpar 32 milljónir króna. Styrkir eru veittir til þýðinga úr átta tungumálum; ensku, forn- grísku, frönsku, spænsku, tékk- nesku, rússnesku, þýsku og jap- önsku. Þriðjungur styrkjanna er til þýðinga barna- og ungmennabóka. Verkin sem hlutu styrki að þessu sinni spanna mikla breidd og eru skáldsögur, smásögur, ljóð, barna– og ungmennabækur, heimspekirit, endurminningar og fræðitextar þar á meðal, bæði nútímabókmenntir og sígild verk víða að. Verkin sem hlutu þýðingastyrki nú eru Machines like me eftir Ian McEwan í þýðingu Árna Óskars- sonar; Vom Ende der Einsamkeit eftir Benedict Wells í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur; Raddir Romafólks – Sögur sígauna, smá- sögur í þýðingu Kristínar G. Jóns- dóttur, Ásdísar R. Magnúsdóttur, Rebekku Þráinsdóttur o.fl.; Wash- ington Black eftir Esi Edugyan í þýðingu Ólafar Pétursdóttur; A Concise Chinese-English Diction- ary for Lovers eftir Xiaolu Guo, þýðandi Ingunn Snædal; Zeit der Zauberer, Das große Jahrzehnt der Philosophie 1919-1929 eftir Wol- fram Eilenberger í þýðingu Art- húrs Björgvins Bollasonar; Waiting for the Barbarians eftir J. M. Coet- zee, þýðandi Sigurlína Davíðs- dóttir; Despair eftir Vladimir Nabokov, þýðandi Árni Óskarsson. Í flokki barna- og ungmennabóka eru styrktar þýðingar á Batman eftir Grant Morrisson, Mark Millar, Scott Snyder ofl. í þýðingu Har- aldar Hrafns Guðmundssonar; Hyakumankai ikita neko eftir Yoko Sano í þýðingu Miyako Þórðarson; Hotzenplotz 3 eftir Otfried Preuss- ler í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar; Slinky Malinky eftir Lynley Dodd í þýðingu Sólveigar S. Hreiðarsdóttur; Wizards of Once. Knock Three times eftir Cressida Cowell í þýðingu Jóns St. Kristjáns- sonar; og Charlie Turns into a Chic- ken eftir Sam Copeland, þýðandi er Guðni Kolbeinsson. Úthluta 10 milljónum til þýðinga 27 bóka á íslensku Ian McEwan Vladimir Nabokov

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.