Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • sími 540 0160
VERKEFNASTJÓRI sterkstraums
Starfssvið
• Skipulag og umsjón námskeiða
• Handleiðsla og kennsla
• Þróun og nýsköpun
• Kynningarmál
• Gæðamál
Hæfniskröfur
• Reynsla af störfum innan sterkstraums
• Reynsla af forritun stýringa kostur
• Reynsla af kennslu kostur
• Góð samskiptahæfni
• Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
• Gott vald á íslensku og ensku í tali og ritun
Menntunarkröfur
• Sveinspróf innan rafiðngreina sterkstraums
• Menntun á fagháskólastigi innan sterkstraums
• Kennsluréttindi kostur
• Tæknimenntun á háskólastigi kostur
RAFMENNT, fræðslusetur rafiðnaðarins, óskar eftir að ráða verkefnastjóra í sterkstraumi
RAFMENNT er samstarfsvettvangur Rafiðnaðarskólans og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og hefur það hlutverk að
bjóða fræðslu og styðja fræðslutengd verkefni með það að markmiði að uppfylla fræðsluþörf á sviði rafiðnaðar og svara
þannig þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Félögin eru í eigu SART og RSÍ.
Umsóknir skulu sendar til framkvæmdastjóra sem veitir nánari upplýsingar
um starfið á netfangið thor@rafmennt.is. Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg
ferilskrá og kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 26. maí nk.
rafmennt.is
Kennari
Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða
dönskukennara fyrir skólaárið 2019-2020. Um
er að ræða 50% stöðu á haustönn og 100%
stöðu á vorönn.
Hæfnikröfur:
Háskólapróf í dönsku.
Kennslufræði erlendra tungumála.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Við bjóðum:
Góða vinnuaðstöðu.
Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen
starfsmanna og þróunarstjóri gunninga@verslo.is
Umsóknarfrestur er til 24. maí og skal senda
umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið
gunninga@verslo.is
Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 930 nemendur. Skólinn
er bekkjarskóli. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta
og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Samkvæmt lögum um
framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa
sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og
því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið.
Vélavörður
Dögun ehf. leitar að vélaverði á Dag SK 17.
Leitað er að aðila með réttindi (750 kw). Reynsla af
togveiðum æskileg. Afleysingar í nokkra túra eða
fast fram á haustið. Þarf að geta byrjað strax.
Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn,
með upplýsingum um menntun og fyrri störf,
með tölvupósti til: oskar@dogun.is og/eða
olafur@reyktal.is. Nánari upplýsingar veitir
Óskar Garðarsson í síma 892-1586.
Dögun ehf. var stofnað árið 1983. Fyrirtækið stundar
rækjuvinnslu og útgerð, og er með aðsetur á Sauðárkróki.
Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur.
Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir
íþrótta álfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann
allan af skipu lögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og
ferða þjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.
Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður
umsjónarkennara og stundakennara
Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:
Tvær stöður umsjónarkennara á grunnskólastigi
(100% starf). Fjölbreytt og skemmtileg störf sem fela
m.a. mögulega í sér list- og verkgreinakennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
• Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og
árangursríkum kennsluaðferðum
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í
vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Hefur hreint sakarvottorð
Stöður stundakennara (10% - 40% starfshlutfall).
List- og verkgreinakennsla, mögulega tilfallandi
kennsla í samþættum verkefnum þvert á námsgreinar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
• Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og
árangursríkum kennsluaðferðum
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í
vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Hefur hreint sakarvottorð
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.
Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2019.
Upplýsingar gefur Birna Hannesdóttir skólastjóri í síma 456 2537, 868 3915.
Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið skolastjori@talknafjordur.is og verður móttaka umsókna staðfest.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2019
Vegna aukinna umsvifa
óskum við eftir
faglærðum sveinum,
meisturum í húsasmíði
H45 verktakar ehf
Frekari upplýsingar:
Kristinn@h45.is / hlynur@h45.is
697 8910 / 694 9922
RÁÐUM EHF • Sími 519 6770
www.radum.is • radum@radum.is
Við ráðum
Ráðum býður upp á ráðgjöf og ráðningar
sniðnar að þörfum viðskiptavinarins.