Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Langanesbyggð leitar að framfarasinnuðum, skapandi og farsælum leiðtoga til að stýra Grunnskólanum á Þórshöfn frá og með næsta skólaári Skólastjóri er fyrst og fremst faglegur leiðtogi sem þarf að fylkja liði um stefnu skólans og árangur- sríka starfshætti. Leitað er að bjartsýnum og lausnamiðuðum einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á velferð og framfarir nemenda í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra. Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri, mannauðs- málum og annarri starfsemi skólans og að skólastarf sé í samræmi við lög og reglugerðir. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og leyfisbréf grunnskólakennara • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun og nýjungum í skólastarfi er skilyrði. • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun er æskileg. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og kennslufræða er æskileg. • Sérstök áhersla er lögð á að viðkomandi búi yfir lipurð í samstarfi, sveiganleika og hæfni í mannlegum samskiptum. • Góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði er kostur • Gerð er krafa um vammleysi. s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu. Umsókn fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem m.a. komi fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áframhaldandi spennandi skólaþróun. Unnið er að því að koma á sameiginlegri skólastjórn Grunnskólans á Þórshöfn og leikskólans Barnabóls. Skólastjórn sér um og stjórnar sameiginlegum verkefnum og stefnumótun. Hvor skólastjóri um sig sinnir daglegri stjórn á hvorum stað en munu m.a. sjá sameiginlega um mannaráðningar og hafa þannig stjórnunarlegan stuðning hvor af öðrum. Umsóknarfrestur er til 31. maí og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangið elias@ langanesbyggd.is Við hlökkum til að heyra frá þér! Nánari upplýsingar um starfið veita: Elías Pétursson, sveitarstjóri í síma 4681220 eða 8920989, netfang: elias@langanesbyggd.is Gunnar Gíslason, ráðgjafi í síma 8921453, netfang: gg@akmennt.is Skólastjóri óskast til starfa við Grunnskólann á Þórshöfn Í Grunnskóla Þórshafnar eru tæplega 70 nemendur og starfsmenn eru um 25. Starfsemi skólans einkennist af kraft- miklu og framsæknu skólastarfi. Sam- hliða skólanum er rekinn tónlistarskóli og hefð er fyrir öflugu íþróttastarfi fyrir alla aldurshópa skólans. Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitarfélag með spennandi framtíðar- möguleika. Á Þórshöfn búa um 400 manns í fjölskylduvænu umhverfi. Skólinn var endurnýjaður árið 2016 og er öll aðstaða og aðbúnaður til fyrirmyndar. Nýr leikskóli er í byggingu og verður tekin í gagnið í sumar Gott íbúðarhúsnæði er til staðar og öll almenn þjónusta er á Þórs höfn. Á staðnum er gott íþróttahús og inni sundlaug og Ungmennafélag Langa ness stendur fyrir öflugu íþrót- tastarfi. Í þorpinu er mikið og fjölbreytt félagslíf. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta nágrenni eru margar helstu náttúruperlur landsins og ótal spennandi útivistarmöguleikar, s.s. fall- egar gönguleiðir og stang- og skotveiði. Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttis áætlun Langanesbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Lögmaður Borgarlögmaður Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Starf lögmanns hjá embætti borgarlögmanns er laust til umsóknar. Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf í starfsumhverfi þar sem reynir á góða alhliða þekkingu á flestum réttarsviðum lögfræðinnar. Áhersla er lögð á símenntun og miðlun þekkingar milli starfsfólks. Embætti borgarlögmanns er með aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur og þar eru stöðugildi átta lögmanna auk skrifstofustjóra. Um er að ræða fullt starf og greiðast laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Stéttarfélags lögfræðinga. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ebba Schram borgarlögmaður í síma 411 4100 eða í gegnum netfangið ebba.schram@reykjavik.is. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknum skal skila rafrænt á vefsíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is. Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættispróf eða meistarapróf í lögfræði • Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi • Reynsla af málflutningi æskileg • Þekking á stjórnsýslurétti er kostur • Þekking á opinberum innkaupum og/eða útboðs- og verktakarétti er kostur • Góð færni til framsetningar máls í ræðu og riti • Skipuleg og fagleg vinnubrögð • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Lipurð og færni í samskiptum Helstu verkefni: • Lögfræðilegar álitsgerðir og ráðgjöf til borgarstjórnar, borgarráðs, borgarstjóra, stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar • Undirbúningur dómsmála og málflutningur • Meðferð stjórnsýslumála • Samningagerð • Fyrirsvar vegna skaðabótakrafna sem beint er gegn Reykjavíkurborg • Uppgjör slysabóta á grundvelli kjarasamninga Ráðgjafar okkar búa r ðkr kk gu á a u  u og  a rau a og  r  u ga ráðgjf capacent.is        Starfsmenn Sets hf. vinna þessa dagana við samsetn- ingu á rörum í nýrri stofnæð hitaveitu Norðurorku, frá borholu á Hjalteyri til Ak- ureyrar. Set varð hlutskarp- ast þegar Norður- orka bauð út kaup á einangruð- um stál- pípum fyr- ir veituna, en lögnin sem hér um ræðir er alls 21 km. Verk- efnið sem á að ljúka árið 2021 felur í sér einangrun á 16 metra löngum 500 mm stálpípum í 710 mm hlífð- arkápu. Rörin voru einangr- uð í verksmiðju Set Pipes í Þýskalandi og svo flutt til Akureyrar. Set einangraði einnig efni í fyrsta áfanga stofnæðarinnar 1,9 km sem lagðir voru innanbæjar á Akureyri og út úr bænum á síðasta ári. „Þetta er stór- verkefni í okkar fram- leiðslu,“ segir Bergsteinn Einarsson framkvæmdastóri Sets. Á árunum 2002-2003 hóf Norðurorka tilraunaboranir eftir heitu vatni á Hjalteyri, 20 km norðan Akureyrar. Boranir gáfu góða raun og var strax ráðist í lagningu aðveitulagnar til Akureyrar. Stækkun bæjarins hefur verið ör og nú er unnið að nýrri aðveitu frá Hjalteyri til styrkingar hitaveitukerf- inu. Bætt um betur í vatnsöflun Vatn fyrir hitaveituna á Akureyri hefur hingað til verið fengið að stórum hluta frá Laugalandi í Eyjafjarð- arsveit, en nú má segja að það svæði sé fullnýtt. Borað var, samkvæmt vísbending- um, í tilraunaskyni eftir heita vatni að Hjalteyri sautján árum og skiluðu þær athuganir góðri niðurstöðu. Því var borhola þar virkjuð og sett upp aðveitulögn til Akureyri – og nú er bætt um betur í vatnsöflun á svæðinu og flutningi þaðan. Aðveitulögnin nýja frá Hjalteyri, sem Set framleiðir rörin í, liggur að gatnamót- um Glerárgötu og Þórunn- arstrætis á Akureyri til tenginga við innanbæjaræð- ar hitaveitunnar. sbs@mbl.is Lögn frá Hjalteyri  Set hf. með stórt verkefni fyrir Norðurorku  Hitaveiturör Stæður Rörin eru framleidd í Þýskalandi í verksmiðju Sets þar, en svo flutt sjóleiðis til Íslands og skipað upp nyrðra. Bergsteinn Einarsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjalteyri Heitur reitur nú til orkuöflunar fyrir Akureyri. Í tilefni af gengi Íslands í Eurovision setti Gæðabakst- ur nú í vikulokin á markað svonefnd hatborgarabrauð, sem vísa til tónlistarmann- anna Hatara sem flytja lagið Hatrið mun sigra. „Þetta gerðist mjög hratt. Eftir að Ísland komst áfram að þá hugsuðum við hvort við gæt- um gert eitthvað sniðugt. Einum sólarhring, það er 24 tímum seinna var búið að hanna útlit, finna umbúðir, þróa vöruna og koma afurð- inni í pakka,“ segir Viktor Sigurjónsson, sölu- og mark- aðsstjóri Gæðabaksturs. Hatborgarabrauð eru „tvö berrössuð og glansandi ham- borgarabrauð í svörtum lat- ex-umbúðum,“ segir í frétt frá Gæðabakstri og ennfremur. „Útlitið er kannski svolítið groddalegt, en þetta eru tvö heiðarleg brauð sem eru mjúk að innan og full af tilfinn- ingum.“ Brauðin eru framleidd í mjög takmörkuðu magni og verða til á meðan birgðir end- ast. Hatborgarabrauðin fást í öllum helstu matvöruversl- unum landsins. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hatarar Viktor Sigurjónsson sölustjóri með brauðin góðu. Hatborgarabrauð  Eurovision hjá Gæðabakstri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.