Morgunblaðið - 14.05.2019, Page 12

Morgunblaðið - 14.05.2019, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 S verrir Gestsson man vel eftir því þegar Eurovision-áhugi hans kviknaði fyrir alvöru. Hann var þrettán ára gamall og Ríkissjón- varpið sýndi hálfsmánaðargamla upptöku af úrslitum söngvakeppninnar, þar sem Dana Rosemary Scallon söng sig inn í hjörtu áhorfenda með laginu „All kinds of everything“. Í dag er hann búsettur á Egilsstöðum, kennir í hálfu starfi í Fellaskóla og er for- maður Félags forfallinna Eurovision- aðdáenda – skammstafað FFE. Félagið varð einmitt til við skólann, þegar Sverrir var þar skólastjóri. „Það var fyrir um fimm- tán árum síðan að nokkrir starfsmenn skól- ans ákváðu að stofna félag utan um þetta áhugamál. Við héldum reglulega fundi og spáðum vandlega í keppnina – og gerum enn þó að fundunum hafi fækkað. Næst mun hópurinn hittast skömmu áður en keppni hefst í Ísrael og verður þar farið yfir öll lögin um leið og við freistum þess að spá fyrir um úrslitin.“ Líflegt Eurovision-samfélag að finna á Facebook Aðspurður hvað gæti skýrt þennan brennandi áhuga á söngvakepninni segir Sverrir að árið 1970 hafi Eurovision senni- lega verið eina leiðin sem íslenskum ung- lingi stóð til boða til að kynnast tónlistar- flóru Evrópu. „Þarna mátti heyra lög sem maður hafði ekki endilega greiðan aðgang að í gegnum Ríkisútvarpið og Ríkissjón- varpið. Um leið og keppnin bauð upp á að fá að heyra allra þjóða tónlist þá gafst líka tækifæri á að kynnast löndum og fjöl- breyttri menningu álfunnar,“ segir Sverrir og rámar í að meira að segja um eða upp úr 1970 hafi keppnin farið fram með þeim hætti að á undan hverju söngatriði var höfð stutt landkynning. Áhuginn jókst bara eftir því sem árin liðu og tæknin fór að leyfa Sverri að fylgjast enn betur með. Hann segist ekki getað neit- að því að horfa á forkeppnir erlendis og þá einkum á Norðurlöndunum. „En það geri ég aðallega til að svekkja mig og þótti t.d. mið- ur í ár að hið frábæra lag „En livredd mann“ með Mørland skyldi ekki valið fram- lag Noregs,“ segir Sverrir glettinn. FEE er fjarri því eina félag Eurovision- aðdáenda á Íslandi og fær Sverrir nýjustu fréttir beint í æð í gegnum Facebook-hóp FÁSES, Félag áhugafólks um Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. „Þar koma alvöru nördar saman og skiptast á skoðunum um lög og keppendur, og benda einnig á ýmislegt áhugavert úr forkeppn- unum erlendis.“ Gæðastund með fjölskyldunni Eins og vera ber er mikil gleði á heimili Sverris þegar kemur loks að úrslitakeppn- inni sjálfri, og þar sem keppnin skiptist núna á þrjú kvöld hafa heimilismeðlimir þrjár afsakanir til að gera sér glaðan dag. „Þegar ég var barn var aðfangadagur jóla stærsti dagur ársins og á unglingsárunum færðist þungamiðjan yfir á gamlárskvöldið, en í dag hugsa ég að Eurovision sé há- punkturinn,“ útskýrir Sverrir en ýmsir siðir hafa orðið til í kringum keppnina. „Ég byrja daginn á að flagga, og svo stig- magnast spennan eftir því sem styttist í út- sendingu. Áður en keppni hefst renni ég aftur yfir lögin til að átta mig betur á hvers má vænta á sviðinu og svo koma börnin og barnabörnin oft í heimsókn um kvöldið,“ segir Sverrir en hann á með konu sinni fimm börn og nokkur barnabörn. „Sum þeirra búa hérna fyrir austan og vilja gjarnan líta inn svo að úr verður hin besta fjölskylduskemmtun.“ Er þá vitaskuld eldað eitthvað gott, eða grillað. „En það verður að passa að matseld og borðhald lendi ekki ofan í keppninni – þá þurfa helst allir að vera búnir að borða.“ Sverrir játar að hann hafi ef til vill sent þau skilaboð með vissu látbragði, þó það hafi ekki verið sagt berum orðum, að ekki megi grípa inn í á meðan söngatriðin standa yfir. „En eftir öll þessi ár veit fjölskyldan svosem öll til hvers er ætlast, þó stundum þurfi að hækka svolítið í sjónvarpinu til að yfirgnæfa samtöl um eitthvað sem kemur keppninni ekki við,“ segir hann og hlær en allir fá kosningaseðil og reyna að spá fyrir um úrslitin. Gluggi inn í menningu og mannlíf Evrópu Í nærri hálfa öld hefur Sverrir Gestsson fylgst mög vel með Eurovision og stofnaði á sínum tíma Félag forfall- inna Eurovision-aðdáenda. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Reuters Óhætt er að segja að yfirbragð Eurovision hafi breyst frá því Sverrir var lítill snáði og heillaðist af söng Dönu Rosemary Scallon. Hér er liðsmaður Lordi í fullum skrúða í keppninni árið 2006. Sverrir Gestsson hefur fylgst náið með keppninni í nærri hálfa öld. Conchita Wurst vakti heimsathygli með söng sínum í Eurovision árið 2014. Sverrir segir það einn af kostum söngvakeppninnar hvað hún hefur á sér marga fleti sem oft snerta málefni líðandi stundar. Sumum þykir gullöld hafa ríkt í Eurovision þegar Sverrir fékk bakteríuna og fékk hann t.d. að sjá ABBA syngja til sigurs með „Waterloo“ og Brotherhood of Man syngja „Save Your Kisses for Me“. Geta lögin í keppninni nú keppt við „A-Ba-Ni-Bi“ eða „Ding-A-Dong“? Sverrir mótmælir því alfarið að gæðum keppninnar hafi hrakað þó vissulega hafi komið bæði hæðir og lægðir á undanfar- inni hálfri öld og vissulega séu ekki öll lög sem komast í úrslit sem ódauðlegar perlur. „Það eru um 40 lög sem keppa til sigurs og hef ég verið að hlusta á þau á Spotify. Þar af eru 10 sem ég hef töluverða ánægju af og 3, 4, 5 lög sem eru alveg að ná manni.“ Sverrir er heldur ekki svo íhaldssamur að þykja eitthvað að því þó sum söngatriðin gangi út á sjónarspil frekar en bara tónlist- ina. „Og það sýnir hvað keppnin hefur á sér marga fleti, t.d. þegar Conchita Wurst sló í gegn, og vakti umfjöllun um viðkvæmt málefni.“ Eitt virðist Sverrir ekki hafa lært í alla þá áratugi sem hann hefur fylgst með Euro- vision og það er að spá rétt um úrslitin og treystir hann sér ekki til að lofa öðru en því að Ísland komist upp úr sínum riðli og ítalska lagið hafni í einu af tíu efstu sætun- um. „En það er einmitt hluti af spennunni að það er ekki auðvelt að spá hvernig keppnin fer og oft hef ég haft kolrangt fyrir mér um niðurstöðurnar. Jafnvel þegar ég reyni að meta lögin hlutlaust og málefna- lega þá er hætt við að óskhyggjan grípi völdin og liti spána.“ Vandasamt að spá um úrslitin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.