Morgunblaðið - 24.06.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Einstök gæði frá
40 ár
á Íslandi
Sterkir og
notendavænir
sláttutraktorar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Það sem af er þessu ári hafa komið
upp 34 mál hjá embætti lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu þar
sem grunur er um kaup á vændi. Á
sama tíma í fyrra höfðu komið upp
sex sambærileg mál. Þetta kemur
fram í svari lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu við fyrirspurn
Morgunblaðsins. Þegar tölur milli
ára eru skoðaðar verður að hafa í
huga að miðað er við dagsetningu
brots en vegna eðlis málanna koma
þau oft til afgreiðslu löngu eftir að
brot var framið. Vegna þessa getur
verið mikill munur á tölum ef þær
eru annars vegar skoðaðar eftir
dagsetningu brots og hins vegar
dagsetningu skráningar. Á árinu
2017 komu upp 29 mál þar sem
grunur var um kaup á vændi á
starfssvæði lögreglunnar á höfuð-
borgasvæðinu, en árið 2018 voru
málin níu, sé miðað við dagsetn-
ingar brota.
Á starfssvæði lögreglunnar á
höfborgarsvæðinu voru greiddar
sektir í níu málum þar sem grunur
var um kaup á vændi árið 2017.
Ekkert málanna fór í ákærumeðferð
en þrjú mál eru enn til rannsóknar.
Af þeim málum sem komu upp árið
2018 voru greiddar sektir í tveimur
málum, eitt fór til ákærumeðferðar
og þrjú mál eru enn til rannsóknar.
Fram kom í svari lögreglunnar að
á árunum 2010 til 2018 hefðu 96%
sakborninga í þeim málum sem
varða kaup á vændi á höfuðborgar-
svæðinu verið með íslenskt ríkis-
fang.
29 vændiskaupamál í ár
96% sakborninga í kaupum á vændi með íslenskt ríkisfang
Vændi Lögreglan rannsakar enn
þrjú vændiskaupamál frá 2018.
Tófa sem Snorri Jóhannesson, bóndi á Auga-
stöðum og tófuskytta í uppsveitum Borgar-
fjarðar, skaut þar sem hún var að koma
heim á greni í Litlakroppsmúla í fyrrinótt
var með 11 fuglsunga í kjaftinum. Það var
svo pakkað að ungarnir voru fastir á sínum
stað þótt skotið hæfði tófuna. Mest voru
þetta þúfutittlings- og stelksungar.
Snorri segir þetta ekki óalgenga sjón við
grenjavinnslu. „Fræðingarnir segja að fjölg-
að hafi í refastofninum vegna fjölgunar á
heiðagæs og fýl. Eitthvað fleira étur hún,“
segir tófuskyttan. Hann segir líklegt að tóf-
an komi heim á grenið með kjaftinn fullan
fjórum sinnum á sólarhring. Dýrin séu tvö
þannig að ferðirnar eru átta. Ef dýrin eru
með 10-11 unga í hverri ferð drepi þau yfir
80 fuglsunga á sólarhring en Snorri hættir
sér ekki út í útreikninga á því hver fjöldinn
er á einum mánuði að vori. „Svo halda menn
að þetta skipti engu máli fyrir mófuglalífið.
Maður verður stundum svolítið sorrí, eins og
börnin segja, að hlusta á þessa umræðu.“
Læðan er svokallað snoðdýr en svo eru
refir nefndir sem eru hárlitlir eða jafnvel
hárlausir að hluta. Þetta smitast til yrðling-
anna frá móðurinni. Snorri vann bæði dýrin
í Litlakroppsmúla en fann ekki nema tvo
yrðlinga. Það kom honum á óvart því snoð-
dýr eru yfirleitt frjósöm. helgi@mbl.is Ljósmynd/Snorri Jóhannesson
Með ellefu
fuglsunga
í kjaftinum
heim á greni
Tófan hefur áhrif á mófuglalífið í uppsveitum Borgarfjarðar
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Skiptar skoðanir eru um hvort setja
þurfi hömlur á málþóf í reglur. Þessi
mál þurfi að ígrunda og ræða en sú
umræða megi ekki litast einungis af
ástandinu á Alþingi nú í vor, segja
sumir.
Aðrir telja löngu tímabært að
setja hömlur á málþóf. Þetta og
fleira segja forystumenn nokkurra
þingflokka í samtali við Morgunblað-
ið um málþófsmálin.
Breytingar verði gerðar í sátt
„Mér finnst mikilvægast að gera
ekki breytingar á þingsköpum út frá
því sem gerðist nú í vor. Ég held að
það sé aðalmálið.“ Þetta segir Bjark-
ey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokks-
formaður Vinstri grænna.
Hún segir að allar breytingar á
þingsköpum þurfi að vera gerðar í
sátt við meiri- og minnihluta. Hún
segir að ýmsar hugmyndir þessu
tengdar hafi oft verið ræddar, til
dæmis að umræður um einstök mál
séu takmarkaðar við ákveðinn tíma-
ramma, og spyr: „Þurfa til dæmis að
vera andsvör við
fimm mínútna
ræðum?“
Spurð um hug-
myndir þess efnis
að meirihluti
þingmanna þyrfti
að vera viðstadd-
ur allar umræður,
líkt og Helgi
Bernódusson,
fráfarandi skrif-
stofustjóri Alþingis, velti upp í viðtali
við fréttastofu RÚV um helgina, seg-
ir Bjarkey að slíkar hugmyndir einar
og sér gengju ekki hér á landi.
Misnotað á „kaldrifjaðan hátt“
Nefnir hún sem dæmi að í þeim
löndum þar sem slíkar reglur eru
séu þingfundir kannski tvisvar í
viku, og þá sé annað ekki í gangi.
„Þetta þyrfti þá að haldast í hendur
við aðrar breytingar.“
Guðmundur Andri Thorsson,
varaformaður þingflokks Samfylk-
ingar, er á öðru máli. „Mér finnst að
það eigi að setja hömlur á málþóf.
Mér hefur lengi fundist það,“ segir
Guðmundur Andri. Þá segir hann að
Miðflokksmenn hafi í vor misnotað
málþófsréttinn „á kaldrifjaðan hátt“
og segir málþófið andþingræðislegt
og andlýðræðislegt eins og það hafi
verið stundað í vor. Spurður um mik-
ilvægi málþófsréttarins fyrir stjórn-
arandstöðuna segir hann að sögu-
lega hafi það oftast verið
stjórnarandstaðan í heild sem hafi
nýtt sér réttinn. Nú hafi það hins
vegar verið „einn smáflokkur“ sem
hafi lamað allt starf þingsins. Þá
bætir hann við að hann hafi, áður en
hann byrjaði á þingi, lengi verið
þeirrar skoðunar að hömlur þurfi að
setja á málþófsréttinn. „Hvað þá
núna,“ segir hann.
Þörf á að fara ofan í málin
„Veturinn, bæði framganga Mið-
flokksins og úrræði stjórnarflokk-
anna til að leysa úr því máli, hefur
sýnt að það er þörf á því að fara ofan
í þessi mál,“ segir Hanna Katrín
Friðriksson, formaður þingflokks
Viðreisnar. Hún bætir þó við að
vanda þurfi til verka. „Það má ekki
bara vera þannig að við drífum okk-
ur í að breyta einhverju til að koma í
veg fyrir þetta tiltekna vandamál.
Það gæti leitt af sér önnur ef við
vöndum okkur ekki,“ segir Hanna
Katrín.
Með mismunandi viðhorf til málþófs
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir
Guðmundur Andri
Thorsson
Hanna Katrín
Friðriksson
Þingflokksformenn segja hugsanlegar breytingar á þingsköpum ekki mega litast af nýliðnu málþófi