Morgunblaðið - 24.06.2019, Side 16

Morgunblaðið - 24.06.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019 ✝ Atli Magnússonfæddist í Súða- vík 26. júlí 1944. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 14. júní 2019. Atli var sonur hjónanna Kristjönu Jónu Skagfjörð Kristjánsdóttur, húsmóður, f. 25. september 1918, d. 18. apríl 1979, og Magnúsar Grímssonar, skip- stjóra og útgerðarmanns, f. 11. desember 1919, d. 22. ágúst 1994. Systkini Atla eru Þuríður, f. 6. júlí 1938, Bolli f. 6. sept- ember 1941, Svanhildur f. 16. september 1945, d. 30. sept- ember 2012, Matthildur f. 16. september 1945, og Helga, f. 5. mars 1954, d. 19. ágúst 2013. Atli ólst að mestu upp hjá föð- urforeldrum sínum, þeim Þuríði Magnúsdóttir, f. 20. ágúst 1892, d. 20. október 1970, og Grími Jónssyni, f. 5. apríl 1885, d. 12. apríl 1971. Eiginkona Atla var Björk Líndal, f. 4. júní 1950, d. 9. mars 2013. Þau skildu. Sonur Atla og Bjarkar er Grímur, f. 6. desem- ber 1970. Eiginkona Gríms er prófi. Hann starfaði víða á þess- um árum var á sjó, á Borgar- bókasafninu, hjá Hafrann- sóknastofnun og lagði stund á ritstörf. Árið 1974 réð hann sig á Þjóðviljann sem prófarka- lesari hvar hann starfaði í þrjú ár áður en hann gerðist blaða- maður á Tímanum þar sem hann vann í um 20 ár. Jafnhliða blaðamennskunni var hann af- kastamikill rithöfundur auk þess sem hann ritstýrði Sjó- mannablaðinu Víkingi um nokk- urra ára skeið. Snemma á 9. áratugnum var hann dagskrár- fulltrúi á Ríkisútvarpinu. Síð- ustu 20 ár starfsævinnar var hann sjálfstætt starfandi rithöf- undur og þýðandi og eftir hann liggja mörg af stórvirkjum heimsbókmenntanna eins og Meistari Jim og Nostromo eftir Joseph Conrad, Gatsby og Nótt- in blíð eftir F. Scott Fitzgerald, Mrs. Dalloway eftir Virginiu Woolf, Hið rauða tákn hugprýð- innar eftir Stephen Crane og Fall konungs eftir Johannes V. Jensen. Hann skrifaði að auki Skært lúðrar hljóma, sögu lúðrasveita á Íslandi, en hann starfaði tæp 30 ár í Lúðrasveit verkalýðsins og er heiðursfélagi sveitarinnar. Útför Atla fer fram frá Nes- kirkju í dag, 24. júní 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Helga Vala Helga- dóttir, f. 14. mars 1972. Þeirra börn eru Ásta Júlía, f. 22. febrúar 2001, og Arnaldur, f. 3. október 2002. Fyr- ir átti Grímur, Em- il f. 10. ágúst 1995, og Helga Vala, Snærós Sindradótt- ur, f. 21. október 1991. Sambýlis- kona Atla frá 1984 til 1999 var Unnur Ragnarsdóttir, f. 20. október 1952. Fyrstu sjö ár ævinnar var Atli í Súðavík hjá föðurfor- eldrum sínum en fluttist svo með þeim til Reykjavíkur. Hann bjó hjá þeim að mestu þangað til hann fór sjálfur að búa. Hann gekk í Laugarnesskóla, Lang- holtsskóla, Melaskóla, Haga- skóla og lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum við Von- arstræti. Hann fór í Mennta- skólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1965. Hann varð ungur félagi í Æsku- lýðsfylkingunni og þótti af- bragðs ræðumaður. Eftir stúd- entspróf las hann læknisfræði við Háskóla Íslands en lauk ekki Minning úr Rauðagerði. Ég er veikur og ligg í rúminu. Það er von á þér segir mamma. Þú kemur til mín og tekur mig upp og faðmar. Það er góð píputób- akslykt af þér. Þú kemur með litla kók handa veika stráknum þínum og lest fyrir hann sögu. Minning úr Mávahlíð. Ég, þú og mamma að labba úti. Það er kvöld, logn og snjókoma. Ég heyri hljóð frá flugvellinum sem ég veit í dag að koma frá snjó- ruðningstækjum. Okkur leið vel og alltaf síðan, þegar ég heyri í snjóruðningstækjum frá flug- vellinum á stilltum vetrarkvöld- um, þá líður mér vel. Nótt í Grænuhlíð og þú að lesa fyrir mig: „Sú nótt gleymist aldrei“ og daginn eftir byrjuðum við að setja saman Titanic-módel og mála. Pakki sendur í sveitina fullur af bókum og nammi – alltaf gat ég treyst því. Matur í Grænuhlíð: gellur, kartöflur og hangiflot. Besti matur í heimi að mínu mati. Brandur bróðir minn (stærsti og ógeldasti kött- ur allra tíma) var mér hjart- anlega sammála. Viku áður hafði ég fúlsað við þessu hjá ömmu á Miklubrautinni. Gellur ala pabbi voru í algjöru uppá- haldi eftir þetta. Alltaf tókstu mér vel, alveg sama hvaða félagsskap ég var í þá og þá stundina. Dæmdir enga þessara „vina“ minna og bauðst inn í kaffi eða lögg væri ástandið þannig á komumönn- um. Ef átti að senda mig heim á kostnað sendiráðsins þá greipst þú inn í og komst í veg fyrir að slettist á mannorðið. Pússaðir skóna mína og hreinsaðir áður en þú komst mér undir manna hendur. Þegar ég festi Bjölluna þína í Escortinum hans Boga Ágústssonar, við ótryggðar að- stæður, þá brostir þú bara og sagðir að þetta myndi allt sam- an reddast. Þegar ég ákvað í upphafi Persaflóastríðsins að flytjast búferlum til Aþenu þá gafstu mér Ljóðmæli Matthías- ar og skrifaðir í þau: „Hvar sem góður maður fer er honum borgið.“ Síðkvöld á Laugavegi, í Ferjuvogi og á Hverfisgötu þar sem spilin voru dregin fram eða bara horft beint í lófa og spáð fyrir um framtíð gesta. Fórst yfir texta, komst með ábend- ingar en dæmdir aldrei. Ég er þakklátur fyrir þetta. Hin hliðin á peningnum hefur fengið nægj- anlega kynningu. Óþarfi að rifja hana upp frekar. Það var þráð- ur á milli okkar alla tíð. Mis- teygður og mislangur en alltaf traustur og hlýr. Elsku pabbi. Þú fékkst hvíld að lokum. Fékkst að vera einn og fara með reisn. Þú óskaðir þess svo heitt að fá að vera í friði og ég er þakklátur fyrir að það hafi gengið eftir. Það eru bara tvær vikur síðan ég flutti með þér á Álfaskeiðið hvar þú náðir þremur dögum. En mikið er ég feginn að þú náðir þangað og þurftir ekki að vera þar sem þér leið ekki vel. Ég átti reynd- ar ekki von á þessari skyndi- brottför en kannski var hún fyr- irséð. Nú þegar þú ferð til Aþenu í miðju Persaflóastríði þá er komið að mér að kveðja: Elsku pabbi minn! Hvar sem góður maður fer er honum borgið. Kosti þína þekktu fæstir, þína bresti vissu flestir; djúp að kanna mikilmenna megnar aldrei fjöldinn þegna. (Matthías Jochumsson) Þinn Grímur. Bróðir minn fæddist á björt- um sumardegi og kveður nú á sólríkum morgni nær réttum 75 árum síðar. Á fæðingardegi hans segir á forsíðu Morgun- blaðsins að Þjóðverjar boði nú algjört stríð undir forystu Gör- ings, herir Bandamanna og Sov- étríkjanna ryðjast fram í Evr- ópu og hart er barist um eyjar í Kyrrahafi. Friðsælli staður en þorpið þar sem við slitum barnsskón- um, rákum kýrnar, gáfum púdd- unum og fiskuðum fram af bryggjunni er líklega vandfund- inn. Þá bjuggum við systkinin og foreldrar mínir í húsi afa og ömmu í Súðavík. Þetta var ró- legt, öruggt og einfalt líf, stein- bítur með mörfloti í matinn, messa í útvarpinu á sunnudags- morgnum, mikill snjór á vet- urna og sólskin á sumrin. Sjáv- arþorpslíf með ívafi af búskap sem bauð upp á sauðburð, hey- skap og önnur skemmtilegheit. Með okkur bjó Hjördís Jóns- dóttir. Þegar amma var orðin bundin við að hjúkra afa ann- aðist Hjölla Atla og þótti svo vænt um hann sem væri hennar eigið barn og Sigga dóttir henn- ar var alla tíð eins og systir okkar. Litli bróðir minn var hæglátt barn, dundaði sér við að negla í þröskuldinn, tálga spýtur og sulla í læknum. Á sjöunda árinu flutti hann suður þangað sem foreldrar okkar höfðu þá sest að. Vista- skiptin hafa vafalaust verið snú- in, ekki síst af því að Atli varð fyrir miklu slysi aðeins fáeinum vikum eftir komuna. Afi og amma fluttu til Reykjavíkur þegar afi hafði misst heilsuna og þau orðið að láta allt frá sér. Hjá þeim bjó Atli á menntaskólaárunum. Atli og Björk Líndal kynnt- ust og bjuggu saman í sex ár, eignuðust fallegan dreng og skírðu hann í höfuðið á afa okk- ar, Grími, sem hélt honum undir skírn skömmu áður en hann lést. Mágkona mín var glæsileg kona, dugleg og klár með af- brigðum. Litlu systkini manns eru einn góðan veðurdag orðin fólk sem hefur hæfileika sem maður náttúrlega veit ekki hvernig urðu til, sumt samræmist minn- ingunum um þau sem börn, annað ekki. Atli var alltaf að koma mér á óvart, hann lumaði á tónlistargáfu – sem var alveg óþekkt í okkar fjölskyldu – hann var flinkur teiknari, bjó til fyndnar myndasögur og skrítl- ur. Alla ævina dró hann úr hug- arpússi sínu kvæði, oftast gömul og kyndug, sem hann hafði lært utan að og fæstum einu sinni dottið í hug að lesa. Ritstörf hans komu ekki á óvart. Stundum gluggaði ég af forvitni í frumtexta verka sem hann var að þýða ef mér þótti íslenski textinn snúinn, en komst yfirleitt að þeirri niður- stöðu að þetta væri ekki hægt að segja betur. Ég rak mig oft á að hann var mjög vel að sér í erlendum málum, sem hann þó þóttist ekkert kunna í. Bróðir minn var grúskari. Oft gaf hann mér bækur sem ann- ars rak ekki á fjörur manna. Hann gaf mér á unglingsárun- um Alexenderssögu í afmælis- gjöf, annan eins dýrgrip hafði ég ekki eignast. Eins og flestir á okkar aldri vann Atli alls konar störf, bæði á sjó og landi. Hann reri tals- vert með föður okkar þegar hann var ungur maður, lengst af fékkst hann þó við blaða- mennsku og þýðingar. Sam- ferðamenn hans hafa borið hon- um þannig söguna að mér hafa betur skilist mannkostir hans. Þuríður Magnúsdóttir. Tíminn er nóvember 1957. Ég nýkominn úr rollujarmi og sestur inn í fyrsta bekk A; besta bekkinn í Gagnfræðaskólanum við Hringbraut. Örugglega af því að Ástrún frænka mín var kennari við skólann. Ég var settur við hliðina á strák vel Atli Magnússon Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, gagnrýnir viðtal við undirritaða í helgar- blaði Morgun- blaðsins 16. júní sl. Segir hann að undir- ritaðir ryðji úr sér með hálfsannindum og sleggjudómum sem hafi ekkert með heilbrigðisstefnuna að gera. Í viðtali okkar kemur ekki fram að við teljum að gerð sé aðför að þeirri starfsemi sem fram fer í Orkuhúsinu. Við fjöllum almennt um heil- brigðismál, sérstaklega þau atriði sem snúa að okkur sem sérfræðingum í bæklunar- skurðlækningum. Staðreyndir tala sínu máli um það að breytinga er að vænta hvað varðar einkarekstur sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Ekki verður annað séð en að með sama áfram- haldi muni hinn hefðbundni „opinberi“ rekstur sérfræðinga skv. samningi við Sjúkratrygg- ingar Íslands líða undir lok, sem mun leiða til einkavæðingar sem bæði meirihluti Íslendinga og þar með sérfræðilæknar styðja ekki. Í grein Birgis segir að mikilvægt sé að sjúk- lingar fái rétta þjónustu á réttum stað. Hver hefur skilgreint það fram að þessu? Í samningi sérgreinalækna við SÍ er skilgreint hvert hlut- verk sérgreinalækna er við veitingu þjónustu og er ekki greitt fyrir annað en það sem samið er um í gjaldskrá. Í greininni kemur enn fremur fram að kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu séu byggð á greiningu á þeirri þörf sem fyrir liggi og grein- ingu á kostnaði á þeirri þjónustu sem veitt er. Í greininni segir: „Það virðist helst vera þetta sem fer fyrir brjóstið á sérgreinalæknum en eins og allir vita og Ríkisendurskoðun hefur bent á hafa þeir haft sjálfdæmi hvaða þjónusta er veitt og af hverjum. Reikningurinn hefur verið sendur á ríkið óháð því hvort þörf hefur verið á þjónustunni eða ekki.“ Þessu viljum við mótmæla harðlega. Sér- greinalæknar hafa unnið eftir samningi milli þeirra og SÍ og þar er skilgreint og tilgreint hvað er innan samnings og hvað er utan. Við lítum ekki á styrkingu göngudeildar- starfsemi sjúkrahúsanna sem ógn við hags- muni okkar. Það sem við höfum bent á er að við teljum hagkvæmara að núverandi rekstrar- formi sé viðhaldið. Enda hafa kostnaðarút- reikningar sýnt að þjónustan sem veitt er af sérfræðingum utan sjúkrahúsa er ódýr. Í grein Birgis kemur fram að styrkja eigi göngudeild- arstarfsemi sjúkrahúsanna til þess að auka að- gengi landsmanna að þjónustu sérgreina- lækna. Hefur aðgengi landsmanna að þjónustu sérfræðilækna þá verið of takmarkað? Þarf að auka fjölda skoðana hjá sérgreinalæknum? Nefnt er að sjúklingar með slitgigt í hnjám og mjöðmum hafi verið til meðferðar hjá bækl- unarlæknum í Orkukhúsinu um langa hríð. Sagt er að sjúklingar með slitgigt í hnjám og mjöðmum sem hafa verið til meðferðar í Orku- húsinu þurfi að bíða mánuðum saman eftir tíma á göngudeild á sjúkrahúsum þegar kemur að því að nauðsyn er á liðskiptiaðgerð. Bæklunarlæknar í Orkuhúsinu og aðrir bæklunarlæknar sem vinna utan sjúkrahúsa eru allir með reynslu í framkvæmd lið- skiptiaðgerða. Þeir eru hins vegar ekki ábyrgir fyrir bið- tíma á göngudeild- um bæklunar- skurðlæknina á sjúkrahúsum. Enda skýtur skökku við að skoð- un annarra bækl- unarlækna þurfi til þess að ákveða ábendingu fyrir lið- skipti. Í nýlegri grein Yngva Ólafssonar, yfirlæknis á bæklunarskurðdeild Landspítalans í Lækna- blaðinu, „Bæklunarlækningar í úlfakreppu“, kemur skýrt fram að bæklunarskurðdeild LSH á mjög erfitt að sinna því hlutverki sem hún hefur vegna skorts á bæklunarlæknum og aðstöðu á sjúkrahúsinu. Þetta hefur m.a. leitt til þess að sívaxandi fjöldi aðgerða hefur farið frá sjúkrahúsinu og verið framkvæmdur hjá sérgreinalæknum utan sjúkrahúsa. Þessu ræður ekki fégirnd sérfræðilækna eins og Birgir gefur í skyn heldur mikil þörf á meðferð og skoðunum sem ekki var hægt að sinna á bæklunarskurðdeild LSH. Þetta hefur ekkert að gera með meintan sparnað í opinbera kerfinu og það sem Birgir kallar „fríbréf einkareksturs“. Sérgreinalæknar sem starfa eftir samningi SÍ eru skyldugir að kaupa ábyrgðartryggingu (sjúklingatryggingu) og starfsábyrgðartrygg- ingu vegna fylgikvilla sem kunna að koma upp og eða mistaka. Bætur eru greiddar af trygg- ingafélögum en ekki af ríkinu. Ekkert bendir til þess að fylgikvillar og/eða mistök séu sjald- gæfari inni á spítölum heldur en utan spítala og bætur vegna fylgikvilla (sjúklingatryggingar) og mistaka sem verða inni á spítalanum eru greiddar af skattborgurum/ríkinu. Engar tryggingar eru keyptar fyrir heilbrigðisstarfs- fólk sem vinnur á spítölunum. Það hefur margsinnis komið fram að hugs- anleg innlögn á sjúkrahús eftir aðgerðir sér- fræðilækna sem eru framkvæmdar á dagdeild- um ræðst af ástandi sjúklings og eðli fylgikvilla. Þetta er ekki réttur sérgreinalækn- is að leggja sjúkling inn á sjúkrahús heldur réttur sjúklingsins, þ.e. allra sjúkratryggðra einstaklinga á Íslandi ef ástand þeirra af ein- hverjum ástæðum krefst innlagnar og meiri meðferðar. Heilbrigðisstarfsfólk á ekki spít- alana heldur þjóðin. Í lok greinar Birgis kemur fram að grunn- stoðir opinberrar heilbrigðisþjónustu hafi farið halloka fyrir vaxandi einkavæðingu síðustu áratugi. Hvar er sú einkavæðing? Umfang einkareksturs hefur aukist en ekki verður séð að einkavæðing hafi aukist eins og nú virðist stefna að í náinni framtíð. Það vekur athygli að ekki er minnst á endur- greiðslu vegna kostnaðar á liðskiptiaðgerðum sem er eins og í leikhúsi fáránleikans eins og lýst er í títt nefndri grein sem vísað er til. Hálfsannindi og sleggjudómar? Eftir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson Ágúst Kárason » Sérgreinalæknar hafa unn- ið eftir samningi milli þeirra og SÍ og þar er skil- greint og tilgreint hvað er inn- an samnings og hvað er utan. Höfundar eru læknar. Ragnar Jónsson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgun- blaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðs- lógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgun- blaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.