Morgunblaðið - 22.07.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019
ur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og megi allar góðar
vættir ykkur vernda, styrkja og
hugga.
Elín Jóhannesdóttir.
Elsku frænka.
Með miklum söknuði og sorg
í hjarta kveðjum við þig í hinsta
sinn, enda varstu í miklu uppá-
haldi hjá okkur systrum. Við
höfum alltaf litið á okkur sem
systradætur þrátt fyrir að sann-
leikurinn væri aðeins flóknari
því okkur fannst við alltaf vera
mun tengdari. Guðrún Hlín
hafði að geyma mjög fjölhæfa
persónu enda var fátt sem hún
vissi ekki eða hafði upplifað.
Hún var mikill bókaormur og
var val hennar á bókmenntum
mjög fjölbreytt, hún las til að
mynda um sögu kartöflunnar,
sem við höldum að fáir hafi lesið
eða haft vitneskju um að sé yfir
höfuð til. Hún Guðrún Hlín var
mjög fróð um marga hluti enda
var hún oft fyrsta manneskjan
sem kom upp í huga okkar þeg-
ar við stóðum frammi fyrir erf-
iðum málum og var yndislegt að
leita til hennar og fá dómgreind
hennar lánaða þegar illa stóð á í
lífi okkar. Guðrún Hlín var ein
af þeim manneskjum sem gefa
sér alltaf tíma til að ræða hlut-
ina, eins og hún gerði fram á
síðasta dag þrátt fyrir löng og
ströng veikindi. Við fengum
aldrei að finna að hún hefði
hvorki tíma né þolinmæði til að
hlusta og gefa góð ráð. Aldrei
fékk maður annað en hvatningu
og jákvætt viðmót þrátt fyrir að
hún væri að berjast við ofurefli
krabbameins. Það sem hún
nennti að hlusta af kostgæfni og
lagði veikindi sín til hliðar til
þess að geta aðstoðað á þann
hátt sem hún kunni svo vel. Það
er mikill söknuður að geta ekki
lengur hringt í hana og fengið
þá tilsögn sem hún var svo auð-
mjúk að gefa því auðmjúkari
manneskju er ekki hægt að
ímynda sér eins og hún var í
gegnum veikindi sín.
Við systur höfum í gegnum
tíðina dáðst að því hversu mikil
amma hún var, enda hjartahlý
með eindæmum. Það sem hún
gerði fyrir barnabörnin var
aðdáunarvert. Við getum ekki
sagt annað en að margt áttum
við sameiginlegt frænkurnar og
fannst okkur ekkert leiðinlegt
að eyða tíma saman og búa til
ástæður til þess að hittast. Má
þar nefna t.d. Föndurklúbbinn
og Nornahittinginn sem var
samsettur af frænkum á öllum
aldri. Hún hélt fast utan um
hópinn og hefur hann fyrir vikið
fest í sessi. Við munum allar
halda áfram að hittast og heiðra
minningu hennar.
Við sem höldum áfram nú
með líf okkar munum varðveita
allar þær góðu minningar sem
við áttum saman og geyma þær
í hjörtum okkar. Þessar minn-
ingar eru okkur nefnilega svo
dýrmætar. Með þessum orðum
kveðjum við frábæra manneskju
sem við vorum svo heppnar að
fá að ganga með fram á síðustu
stundu, sem er okkur dýrmæt-
ara en orð fá lýst. Við elskum
þig og vitum að það var gagn-
kvæmt.
Hryggðar hrærist strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson)
Þangað til við hittumst á ný
elsku frænka, þínar frænkur,
Agnes, Rakel og
fjölskyldur.
Látin er langt um aldur fram
elskuleg frænka okkar, Guðrún
Hlín, eftir harða baráttu við
krabbamein, sem því miður
hafði yfirhöndina að lokum.
Það er svo sannarlega margs
að minnast en Stella og „stelp-
urnar“, Elín Anna, Guðrún Hlín
og Helena, bjuggu í Ljósheim-
unum á meðan við ólumst upp í
næstu götu, Álfheimunum. Það
var því mikill samgangur okkar
á milli og sjaldnast lognmolla.
Guðrún var oftar en ekki hrókur
alls fagnaðar með húmorinn á
réttum stað og alltaf tilbúin að
sjá spaugilegu hliðarnar á mál-
unum. Við sjáum fyrir okkur fal-
lega brosið, heyrum innilegan
hláturinn og gleðjumst yfir öll-
um góðu minningunum. Ára-
mótapartíin, sólardagar í garð-
inum eða spjall yfir kaffibolla í
eldhúskróknum í Álfheimunum.
Guðrún Hlín var fastur liður í
tilverunni og við munum sakna
þess að hitta hana ekki fyrir
brosandi, geislandi af hlýju og
með stríðnisglampann í augun-
um. Hún var sannarlega vinur
vina sinna, frændrækin og stór-
kostleg amma. Þá ekki bara
sinna eigin barnabarna, heldur
líka annarra barnabarna í fjöl-
skyldunni. Það var yndislegt að
fylgjast með ömmu og „ævin-
týragenginu“ en hún var ótrú-
lega hugmyndarík og skemmti-
leg þegar kom að því að
skemmta barnabörnunum sem
ekki hafa einungis misst ömmu
sína, heldur góðan vin sem
myndaði einstakt samband við
þau.
Takk fyrir allt, elsku frænka,
við munum alltaf sakna þín.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við öllum nánustu að-
standendum.
Með innilegri hluttekningu,
Ingibjörg og Ólafur
Magnúsarbörn.
Ég skrifa þetta með tárvot
augu og hugsa um stundirnar
sem við áttum saman. Stundum
grétum við saman en oftar hlóg-
um við. Ég hugsa líka um stund-
irnar sem við fáum ekki að njóta
saman; Danmerkurferð, Amer-
íkuferð, Jakobsvegurinn, stundir
með Óla og allar stundirnar á
framfærslu ríkisins þar sem við
ætluðum að ræða um góðar
hægðir og gæði nætursvefns á
meðan við skiptumst á pillum.
Mikið á ég eftir að sakna þín,
elsku nafna og vinkona. Þér
fannst gaman að rifja upp þegar
þú komst á æskuheimili mitt og
pabbi sagði alltaf; hérna er hún
Guðrún mín og Guðrún Hlín.
Heimilin voru ólík, ég átti stóra
fjölskyldu sem kom oft í heim-
sókn og tvö glaðvær og óþekk
yngri systkini. Við fengum meiri
frið heima hjá þér, Helena var
stillt og okkur fannst gaman að
fylgjast með Elínu og herma
eftir henni því hún var svo mikil
skvísa. Foreldrar okkar halda
sjálfsagt að við höfum verið fyr-
irmyndarnemendur enda tíðkuð-
ust ekki foreldraviðtöl á þeim
árum. Aldrei var rætt við for-
eldra okkar um dularfullt hvarf
nærbuxna úr íþróttahúsinu,
nemendur sem gufuðu upp ef
kennari brá sér frá, uppreisn í
tímum, hvarf dönskubóka og
margt fleira. Þú varst endalaus
uppspretta hugmynda og alltaf
til í að taka þátt í prakkarastrik-
um með öðrum. Þú hafðir mik-
inn áhuga á málefnum og mann-
fólki enda hefur þú eignast
marga vini og kunningja í gegn-
um tíðina. Þú fórst aldrei í
manngreinarálit og gast talað
við hvern sem er um hvað sem
er, bæði hlustað og lagt eitthvað
inn í samræðurnar. Þú varst
djúpvitur og afar næm, þess
vegna var gott og gaman að
deila með þér upplifunum og
hugleiðingum um lífið og til-
veruna. Þú varst bæði víðlesin
og einstaklega minnug og nú get
ég ekki lengur flett upp í minn-
ingum þínum né rifjað upp öll
fíflalætin okkar. Við höfum
brallað svo margt um ævina,
verið í leikfélagi, lært dans, lagt
stund á snyrtifræði og tekið að
okkur að fegra samferðakonur
okkar, synt í sjónum, stundað
hugleiðslu, keppt bæði í sundi
og blaki, að ég tali nú ekki um
þegar við kepptum í samhæfðu
sjósundi undir styrkri leiðsögn
hennar Helenu systur þinnar.
Við vorum kannski aldrei miklar
keppniskonur en alltaf til í að
vera með og hafa gaman af. Þú
kunnir að meta heimsins gæði,
High tea, listasýningar og góðan
mat. Við deildum nokkrum
gæðastundum af þessu tagi í
bland við aðrar stundir sem
voru minna fágaðar. Það skipti
engu máli hvort langt var á milli
hittinga eða hvort við hittumst á
hverjum degi, við höfðum alltaf
eitthvað að skrafa um og áttum
alltaf innilegar stundir. Ég
minnist hláturskastanna sem við
fengum og ætluðu oft engan
enda að taka. Ég mun sakna
þess að geta ekki hlegið með
þér að öllu og engu. Bak við kát-
ínuna var viðkvæmt lítið blóm
sem þú varst ekkert að glenna
framan í alla. Það rúmuðust svo
margir í hjarta þínu og þú gast
glaðst og fundið til með öllum.
En afkomendurnir áttu stærsta
og viðkvæmasta hluta hjarta
þíns og þú varst svo stolt af
þeim. Þau voru laun heimsins og
þér fannst þú hafa fengið vel
borgað. Takk fyrir að vera þú
og leyfa mér að njóta þess.
Guðrún Atladóttir.
Guðrúnu Hlín rak á fjörur
okkar árið 2009. Þetta var árið
sem við létum okkur fyrst vaða í
sjósund sem þá var að verða
mjög vinsælt sport. Við sem
vöndum komur okkar í sjó og
pott í Nauthólsvík urðum eins
og ein stór fjölskylda sem enn
heldur hópinn. Guðrún Hlín
varð strax ómissandi partur af
hópnum og átti sinn þátt í því að
gera hann að því sem hann varð
enda var hún hugmyndarík,
hvetjandi og jákvæður húmor-
isti. Hún var einn af stofnfélög-
um Sjósunds- og sjóbaðsfélags
Reykjavíkur sem stofnað var í
ársbyrjun 2010. Guðrún Hlín fór
að sjálfsögðu rakleiðis í
Skemmtilegu nefndina og átti
margar góðar hugmyndir að
uppátækjum sem enn eru við
lýði í félaginu okkar.
Margt höfum við brallað sam-
an á þessum áratug sem liðinn
er og náði vinskapur okkar
langt út fyrir sjóinn. Oft fórum
við saman í menningargöngur
um miðbæinn, sögugöngur með
leiðsögn, bókaupplestra sóttum
við og óteljandi voru ísbúða-hitt-
ingarnir.
Henni var kraftur kvenna
mjög hugleikinn, sem dæmi þá
keypti hún bara listaverk eftir
konur. Því var það rökrétt að
þegar fyrsti íslenski Ermar-
sundshópurinn sem eingöngu
var skipaður konum, Sækýrnar,
var stofnaður byði hún sig fram
sem liðsstjóri. Hún sá um allt
utanumhald á fjármálum hóps-
ins og rak allar á æfingar.
Fyrir nokkrum árum kom
Guðrún Hlín með hugmynd að
prjónaklúbbi fyrir sjósyndara.
Fyrstu misserin hittumst við
alltaf heima hjá henni eitt kvöld
í mánuði en eftir að hún veiktist
höfum við skipst á að hýsa
klúbbinn. Sjóprjónið hefur stað-
ið fyrir tveimur sýningum á Yl-
ströndinni á handverki tengdu
sjónum. Þessar sýningar hefðu
ekki orðið að veruleika nema
fyrir frumkvæði hennar.
Við minnumst Guðrúnar Hlín-
ar með virðingu og þakklæti.
Styrkurinn og æðruleysið sem
hún sýndi í veikindum sínum var
aðdáunarverður.
Við vottum ástvinum Guðrún-
ar Hlínar okkar dýpstu samúð.
Ragnheiður Valgarðs-
dóttir, Kristbjörg Rán
Valgarðsdóttir, Eín
Eiríksdóttir, Kristín
Helgadóttir og makar.
Í dag kveðjum við Guðrúnu
Hlín, bekkjarsystur okkar úr
Menntaskólanum við Sund, en
við útskrifuðumst frá MS árið
1983. Þegar hópurinn fagnaði 35
ára stúdentsafmæli í fyrra voru
ánægjulegir endurfundir og
Guðrún Hlín var hress og kát
þrátt fyrir að veikindin hefðu
sett mark sitt á hana.
Guðrún Hlín féll vel í hópinn í
C-bekknum, hún lá yfirleitt ekki
á skoðunum sínum og fannst
gaman að koma af stað líflegum
umræðum eða koma með hár-
beittar athugasemdir um menn
og málefni sem oft var fylgt eft-
ir með smitandi hlátri því það
var alltaf stutt í húmorinn hjá
henni. Þegar horft er til baka
stóðu menntaskólaárin undir
nafni sem „stúdentsárin æsku-
glöð“. Alvara lífsins hófst þó
mun fyrr hjá Guðrúnu Hlín en
okkur hinum í bekknum því
þegar menntaskólanámið var
hálfnað eignaðist hún einkadótt-
ur sína, Steinunni Önnu, sem
var alla tíð stolt hennar og gleði.
Guðrúnu tókst á ótrúlega
áreynslulausan hátt að sameina
það að vera ábyrgðarfull
mamma samhliða því að vera
menntskælingur í námi og leik.
Nú hefur verið höggvið skarð
í hópinn sem segir okkur að öllu
er afmörkuð stund.
Við bekkjarfélagarnir vottum
Steinunni Önnu, ömmubörnun-
um, foreldrum, systkinum og
öðrum í fjölskyldunni okkar
innilegustu samúð.
Fyrir hönd bekkjarsystkin-
anna,
Helga Hjaltested,
Oddný S. Jónsdóttir.
Það var í byrjun sjöunda ára-
tugar síðustu aldar að Guðrún
Hlín, falleg og myndarleg
stúlka, fór að venja komur sínar
á heimili mitt og gerðist kær-
asta sonar míns. Árið 1981
fæddist svo Steinunn Anna,
dóttir þeirra. Þau voru ungir
foreldrar, átján og nítján ára,
bæði við nám, og eins og oft vill
verða entist sambúðin ekki
lengi.
Beið nú Guðrúnar basl ein-
stæðrar móður. Háskólanámið
varð að víkja fyrir brauðstritinu,
en hún hafði byrjað nám í við-
skiptafræði við Háskóla Íslands.
Hún var góðum gáfum gædd,
þótti góður starfskraftur og
fékk gjarna vinnu við bókhald.
Um tíma var hún bæjarbókari á
Patreksfirði. Og um skeið var
hún barnakennari í Ólafsvík.
Guðrún var litrík manneskja,
geðrík og það gustaði stundum í
kringum hana, en hún var hrein-
skiptin og einlæg í öllum sam-
skiptum. Hún var þeirri gáfu
gædd að geta talað áreynslu-
laust við börn, sér og þeim til
ánægju, og því fengu barna-
börnin hennar heldur betur að
kynnast. Þau fóru fagnandi til
ömmu Bínu í helgarfrí eða sum-
arfrí, jafnvel eftir að hún var
orðin fárveik.
Elsku Guðrún. Ég þakka þér
fyrir Steinu og langömmubörn-
in, án þeirra hefði líf mitt orðið
mun snautlegra. Ársól, Árni
Hrafn og Áróra munu sakna þín
sárt því samvera með ömmu
Bínu hefur verið stór hluti af lífi
þeirra. Okkur finnst að forsjónin
hefði ekki átt að láta okkur
missa þig svona unga því allra
vonir stóðu til þess að þú fengir
að njóta margra ára enn með
þínum góðu og skemmtilegu af-
komendum.
Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég Jóni föður Guðrúnar og
Steinu sem vakti yfir móður
sinni margar nætur í lokin og
einnig sérstakar kveðjur til El-
ínar, móður Guðrúnar, sem ann-
aðist hana fárveika heima hjá
sér í marga mánuði.
Blessi þau allar góðar vættir.
Steinunn Marteinsdóttir.
En fyrir ári greindist Jón með
blóðsjúkdóm sem var ólæknan-
legur. Síðastliðið ár háði hann
baráttu til að reyna að halda
sjúkdómnum niðri. Ég fór með
honum í þessar meðferðir og
reyndi að styrkja hann og
hvetja. Á þessu síðasta ári
mynduðust ennþá sterkari bönd
á milli okkar. Hann sagðist vera
búinn að gefast upp fyrir löngu
ef hann ætti ekki stelpurnar sín-
ar tvær, þær Karitas og senjorít-
una hana Dorían, sem hann var
svo heppin að finna og giftast.
Þær gat hann ekki hugsað sér að
skilja eftir. Hann vildi ekki
missa af litlu barnabörnunum
sínum í Svíþjóð og stóru afa-
börnunum í Grafarholti. Hann
talaði mikið um þau öll við mig
en kunni kannski ekki alltaf að
haga sér eins og allir vildu eða
koma orðum að því.
Jón var meira en viss um
framhaldslíf og ætlaði að lifa því.
Sögu indíána var hann búinn að
kynna sér vel og ætlaði að hitta
þá.
Vinnan var verkfærið hans til
að komast í gegnum lífið þetta
síðasta ár og fór hún oft fram úr
hófi að margra mati. Jón var
fluttur úr leigubílnum sem hann
vann á sunnudaginn 14. júlí á
bráðamóttökuna og lést á gjör-
gæsludeildinni mánudagskvöldið
15. júlí. Það síðasta sem hann
sagði við mig þann sunnudaginn
var: Valdís mín, manstu við er-
um oft búin að ræða þetta, þetta
fer eins og það fer, við ráðum
engu, ekki hafa áhyggjur, bið að
heilsa öllum, farðu varlega elsk-
an mín, við sjáumst.
Elsku Dorían og krakkar mín-
ir, Magnús, Fanný og Karitas og
fjölskyldur, missir ykkar er mik-
ill, passið og elskið hvert annað.
Ég samhryggist ykkur svo mik-
ið, guð veri með ykkur, ég veit
að indíánabróðir minn verður
það líka.
Meira: mb.is/minning
Valdís Magnúsdóttir.
Við félagarnir Bragi og Magn-
ús vorum svo heppnir að fá þann
heiður að kynnast Jóni Guð-
manni þegar við bjuggum báðir í
Noregi árið 1984, en við vorum
þá báðir nýfluttir þangað út. Jón
var þá þegar búinn að búa í Nor-
egi í nokkur ár svo hann þekkti
mikið betur aðstæður en við
þessir ungu strákar frá Íslandi.
Það myndaðist mjög fljótt mjög
náin og góð vinátta á milli okkar
þriggja enda var Jón ótrúlega
opinn og hlýr persónuleiki sem
maður gat alltaf komist í gott
skap við að vera með. Það var
alltaf stutt í þetta sjarmerandi
glott hjá honum sem svo kallaði
fram þetta einstaka og frábæra
skopskyn sem hann hafði. Þær
voru ófáar stundirnar sem við
hlógum mikið saman. Jón var
sannur karlmaður, harður í horn
að taka og kallaði ekki allt ömmu
sína. Undir yfirborðinu var ótrú-
lega hlý og kærleiksgefandi
manneskja sem á mjög óeigin-
gjarnan hátt var alltaf tilbúin að
hjálpa og aðstoða aðra sem á því
þurftu að halda. Við munum allt-
af muna eftir Jóni sem frábær-
um og einstökum vini sem við
munum alltaf sakna. Hvíl í friði,
kæri Jón, og við vonum að fjöl-
skylda þín fái allan þann styrk
sem hún getur fengið til að
ganga í gegnum þennan erfiða
tíma.
Kveðja frá
Magnús Guðgeirssyni
frá Noregi og Braga Þór
Bragasyni frá Danmörku.
Gott var að eiga góðan vin,
sem lífið gladdi og með gleði
kvaddi.
Jarðneska nafn hans var Jón
Guðmann Jónsson, sannkallaður
lífskúnstner og heimspekingur.
Víðlesinn, víðförull, fjölkunn-
ugur þessa heims og annars.
Hann var lágvaxinn maður,
sem bar sig eins og höfðingi
hvar sem hann fór – enda
hraustur og fílsterkur til líkama
og anda.
Loks gaf sig líkaminn fyrir
einkennilegum mergkrabba – en
andinn ekki.
Hann fór sporléttur og spræk-
ur um lífið með mikilli orku til
sálar og líkama.
Vinmargur og vinfastur og
greiðvikinn.
Skapmikill, viðkvæmur, þraut-
seigur og þrjóskur.
Kannske var þetta orkt um
hann:
Það er ekkert upp á hann að klaga
edrú alla daga,
ávallt hefur borgað meðlagið.
Hann er vænn við menn og
málleysingja,
létt er æ hans pyngja,
því margvíslegt hann styrkir
málefnið.
(Valgeir Guðjónsson)
Hann greindist með illvígt
krabbamein vorið 2018 og fór í
harða lífsmeðferð með bros á
vör.
Þegar fyrirséð var með jarð-
lífslok vorum við saman í fjóra
daga og spjölluðum saman um
lífshlaup hans inn á segulband,
sem varði um fjórar klukku-
stundir.
Mér var það dýrmætt. Honum
þótti upptökurnar ekki merkileg-
ar og vildi ekki hlusta á þær.
„Pétur minn,“ sagði hann, „ég
er dropi í eilífðinni og skipti
engu máli, nema fyrir sjálfan
mig.“
Lungann úr lífshlaupi sínu
varði hann til þess að hjálpa öðr-
um. Sjálfum sér bauð hann
hvaða þolraun sem var.
Skemmtu þér vel á heimferð-
inni, segi ég, því líklega les hann
þetta – ef ég þekki hann rétt.
Aðstandendum sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Pétur Einarsson.
Óvænt lágu leiðir okkar sam-
an á miðjum aldri. Við þekkt-
umst ekki fyrir, en stóðum nú
frammi fyrir álíka verkefni og
hittumst á vettvangi þess. Miklu
varðaði okkur báða að vel tækist
til um lausn og fundum fljótt að
saman stæðum við sterkari að
vígi. Við þetta mynduðust afar
sterk bönd, hin algjöra vinátta
þar sem alls ekkert var undan-
skilið. Áttum margar góðar sam-
eiginlegar stundir við margs
konar athafnir og aðstæður, átt-
um djúpar samræður um hvað
sem var; fjölskyldur, tilfinningar
og ekki síst okkur sjálfa. Hlóg-
um mikið og grétum eilítið. Allt
var uppi á borðinu, við á góðri
siglingu og nutum þess báðir.
Jón Guðmann var sérstakur
maður, margræður og einstakur
í senn. Gaf gallharða skilyrðis-
lausa vináttu sem þó var mjúk
og bljúg. Oft var ótrúlegt að sjá
hve laginn og lausnamiðaður
hann var. Aldrei nein vandamál,
pottþéttur en breyskur þó. Og
ljúfa fallega brosið hans sem
náði alveg til augnanna gleymist
ekki, stundum eins konar hálf-
bros eða jafnvel glott sem maður
þurfti sjálfur að ráða í. Svo átti
hann sér andlega hlið, eiginlega
guðlega hlið, hann trúði á and-
legt almætti, eilífð og óendan-
leika. Þarna vorum við vinirnir
ekki sammála og lýsir það frekar
ófullkomleika mínum því ég veit
og finn að Jón Guðmann verður
áfram með mér. Fyrir það er ég
ævinlega þakklátur.
Á sorgarstundu sendi ég að-
standendum samúðarkveðju.
Haukur Haraldsson.