Morgunblaðið - 22.07.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019
✝ Guðrún HlínJónsdóttir
fæddist 19. apríl
1963 í Reykjavík.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans hinn 14. júlí.
Guðrún var dóttir
hjónanna Elínar
Heiðdal, f. 28.11.
1942, og Jóns Bald-
vinssonar, f. 2.10.
1942. Þau skildu.
Alsystur Guðrúnar eru: Elín
Anna, f. 17.2. 1961, d. 1.12.
2001, börn hennar eru Katrín
Guðmundsdóttir, f. 25.10. 1980,
Júlíanna Guðmundsdóttir, f.
17.3. 1988, Eiríkur Árni Guð-
mundsson, f. 6.7. 1990, og Davíð
Árni Guðmundsson, f. 4.12.
1992; Helena, f. 26.7. 1968, son-
ur Helenu er Dagur Benedikt
Reynisson, f. 12.10. 1993. Eig-
inmaður Helenu og stjúpfaðir
Dags var Þorvaldur Þor-
steinsson, f. 7.11. 1960, d. 23.2.
2013.
Seinni kona Jóns föður Guð-
rúnar Hlínar er Signý Jóhanns-
Guðrún Hlín ólst upp sín
fyrstu ár í Reykjavík en fluttist
svo á Patreksfjörð og þaðan í
Mosfellssveit þar sem faðir
hennar sinnti sveitar-
stjórnarstörfum á báðum stöð-
um. Að loknum grunnskóla hélt
hún í Menntaskólann við Sund
og lauk þaðan stúdentsprófi
1983. Eftir stúdentsprófið
stundaði Guðrún Hlín nám í við-
skiptafræði við Háskóla Íslands.
Lengst af starfaði Guðrún
Hlín við bókhald en hún hafði
einnig lokið námi í löggildingu
leigumiðlunar sem hún starfaði
við. Í veikindunum síðasta
starfsár Guðrúnar Hlínar starf-
aði hún við umönnun.
Guðrún Hlín var fróðleiksfús
og sótti ýmis námskeið og sat
einnig áhugaverða tíma í Há-
skólanum. Hún stundaði sjó-
sund og naut þar náttúrunnar
og góðs félagsskapar. Hún tók
þátt í ýmsum viðburðum með
félögum sínum úr sjósundinu,
meðal annars fór hún með
sundhópnum Sækúnum yfir
Ermarsundið. Var meðlimur
sjóhönnunarklúbbsins ásamt
öðrum félagsstörfum með ýms-
um hópum.
Útför Guðrúnar Hlínar verð-
ur gerð frá Langholtskirkju í
dag, 22. júlí, og hefst athöfnin
klukkan 15.
dóttir, f. 26.1. 1951.
Börn þeirra og
hálfsystkini Guð-
rúnar eru Baldvin,
f. 31.8. 1978; Gerð-
ur, f. 25.7. 1980,
sambýlismaður Al-
exander Jensson, f.
27.11. 1982. Börn
Gerðar eru Krist-
inn Kristinsson, f.
1.9. 2008, Signý Al-
exandersdóttir, f.
26.3. 2015, og óskírður Alex-
andersson, f. 9.4. 2019; Gísli, f.
26.3 1985. Eiginkona hans er
Helga Clara Magnúsdóttir, f.
4.12. 1985, sonur þeirra er Jón
Birnir, f. 29.11. 2016.
Dóttir Guðrúnar Hlínar og
Haraldar Sverrissonar, f. 14.12.
1961, er Steinunn Anna grunn-
skólakennari, f. 18.7. 1981. Þau
slitu samvistum. Eiginmaður
Steinunnar er Hallur Árnason
byggingafræðingur, f. 13.6.
1982. Börn þeirra eru Áróra, f.
17.11. 2002, Árni Hrafn, f. 10.8.
2008, og Ársól Ella, f. 19.7.
2011.
Elsku mamma, nú er runnin
upp hinsta kveðjustund og þó
endirinn hafi verið fyrirsjáan-
legur er stundin samt óraun-
veruleg og sár. Þegar ég horfi
til baka þá er mér efst í huga
þakklæti. Þakklæti fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Þú áttir
mig mjög ung og hefur það án
efa breytt lífi unglingsins mikið.
Lengstan part ævinnar varstu
ung, einstæð móðir og þó ég
muni auðvitað eftir basli þá man
ég líka svo margar gæðastundir.
Seinna þegar lífið var þér svo
orðið auðveldara og barnabörnin
þín voru að fæðast sá ég hvað
þú virkilega naust samverunnar
með þeim. Þú varst án efa sú
besta amma sem sögur fara af
og börnin fengu að upplifa svo
margt með þér. Það var varla sú
barnamenningarhátíð sem þið
misstuð af, eða ísbúð sem þið
komuð ekki í. Ömmuástin var
svo sterk í þér að þú passaðir
líka vel upp á ömmubörn Elínar
systur þinnar sem lifði því mið-
ur ekki til að hitta þau öll.
Amma Bína varstu þeim öllum,
svo dýrmæt og góð.
Þú varst ein sú fyndnasta
kona sem ég þekki og það sem
við gátum hlegið. Þú varst sú al-
hjálpsamasta manneskja sem ég
þekki, stundum alveg óþolandi
hjálpsöm reyndar. Alltaf til í
eitthvað skemmtilegt og það sá
maður helst á því fólki sem þú
valdir sem samferðafólk í gegn-
um lífið. Meðlimur í alls konar
félagsskap og klúbbum sem
gengu sennilegast flestir út á
hlátur og glens. Húmorinn og
auðmýktin var líka það sem mér
fannst einna helst einkenna þig í
þessum erfiðu veikindum. Gleðin
og hláturinn einkenndu stofu 2 á
líknardeildinni þar sem þú
kvaddir umvafin þínu fólki. Svo
ótrúlega elskuð.
Við Hallur og börnin okkar
höfum misst mikið en við mun-
um gera okkar besta í að fylla
skarðið með gæðastundum og
skemmtilegri samveru eins og
þú gerðir. Það mun engin ný ís-
búð fram hjá okkur fara. Takk,
elsku mamma mín, fyrir allt. Ég
elska þig.
Steinunn Anna.
Elsku Guðrún mín. Ég sit
hérna og ætla að skrifa nokkur
minningarorð um þig, en í huga
mínum vakna spurningar.
Hvernig er hægt að réttlæta
það að þú hafir verið tekin frá
okkur svona snemma? Hvernig
má það vera að þú hafir verið
tekin frá okkur langt fyrir aldur
fram? Það er eitthvað svo órétt-
látt að hugsa til þess að þú varst
á besta aldri og áttir svo mörg
ár framundan til að njóta með
vinum, fjölskyldu og barnabörn-
um. Eftir að Elín systir okkar
féll frá, þá tengdist þú börnum
og barnabörnum hennar sterk-
um böndum og stóðst alltaf þétt
við bakið á þeim. Þú hugsaðir
um þau eins og þín eigin, hvattir
þau áfram og leiðbeindir þeim
áfram í lífinu.
Á lífsleið okkar þá áttum við
alltaf við sama vandamál að etja,
sem var í raun blessun þar sem
við tengdumst svo sterkt í gegn-
um það og hjálpuðum hvort
öðru. Þú kynntir mér ákveðna
lausn og fyrir það er ég afar
þakklátur þar sem samveru-
stundir okkar voru margar í
kjölfarið, buðum hvort öðru í
mat, ræddum málin, slúðruðum
og hlógum að fjölskyldusögum.
Þú varst alltaf áhugasöm um
það sem var að gerast hjá mér
og gafst mér oft góð ráð. Ein-
hvern veginn náðir þú að draga
mig í sjósund með þér, eitthvað
sem ég hélt að ég myndi aldrei
geta. Þú kenndir mér þá and-
legu æfingu að fara í sjóinn,
ekki nóg með það heldur synti
ég með þér frá Nauthólsvík í
Kópavog og til baka og síðar
gegnum allar marglytturnar til
Viðeyjar.
Veikindi þín kenndu mér að
horfa á lífið í nýju ljósi, þú barð-
ist hetjulega, varst jákvæð og
sigurviljinn var mikill. Þú varst
alltaf jafn áhugasöm um aðra og
ég mun aldrei gleyma gleðinni
hjá þér þegar Jón Birnir sagði
þér frá litla barninu í maganum
á mömmu sinni. Þú sýndir fólk-
inu í kringum þig raunverulegu
gildin í lífinu sem er að sjá gleði
og hamingju í litlu hversdags-
legu hlutunum, njóta augnabliks-
ins, njóta tímans með fjölskyld-
unni og þeim sem standa manni
næst. Þegar það var ljóst að þú
myndir tapa baráttunni, þá
vastu þakklát fyrir þann tíma
sem þú fékkst til að kveðja og
baðst bara um gleði, samveru og
partí í kringum þig sem er aðdá-
unarvert, vægt til orða tekið.
Nánustu aðstandendur tóku það
bókstaflega og annað eins partí
á líknardeildinni hefur ekki sést.
Elsku Guðrún, takk fyrir allar
samverustundirnar, þú munt lifa
áfram í hjarta mínu og í góðum
minningum. Ég bið að heilsa El-
ínu systur og Guðrúnu ömmu.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Gísli Jónsson.
Nú máttu hægt (Nótt)
Nú máttu hægt um heiminn líða,
svo hverju brjósti verði rótt,
og svæfa allt við barminn blíða,
:,: þú bjarta heiða júlínótt. :,:
Hver vinur annan örmum vefur,
og unga blómið krónu fær.
Þá dansar allt, sem hjarta hefur,
:,: er hörpu sína vorið slær. :,:
Og gáttu vær að vestursölum,
þinn vinarljúfa friðarstig,
og saklaus ást í Íslands dölum
:,: um alla daga blessi þig. :,:
(Þorsteinn Erlingsson)
Júlínætur hrífa fleiri en þjóð-
skáldið Þorstein. Júlí, tákn há-
marks sumars og sólar. En nú á
örstundu hefur krumla Heljar
gripið. Frænka mín lést á Ba-
stilludaginn 14. þ.m. eftir erfið
veikindi. Tók helgöngunni með
stóískri ró og setti mér jafnvel
verkefni. Um miðjan maí hitti ég
Guðrúnu Hlín á kaffihúsi þar
sem hún vildi að ég skrifaði
skáldsögu þar sem ættingjar
okkar að Vesturgötu 33 kæmu
við sögu. Fjórir kaflar náðust.
En þeir verða fleiri, kaflarnir.
„Hendum þessum út í kosmosið“
sagði hún ákveðin.
Þó kaflarnir í lífsbók Guðrún-
ar Hlínar yrðu ekki fleiri voru
þeir innihaldsríkir og markviss-
ir. Markvissa var lífsregla henn-
ar. Innan og utan um lífsþráð
hennar var kímni hennar og
hárbeittur húmor.
Lífslok eru ekki leiðalok.
Minning Guðrúnar lifir eins og
langafabróðir hennar Guðmund-
ur Kamban orti um föður sinn
Jón Hallgrímsson, látinn:
Hitt veit ég að opin eru’ augu þín,
að enn þá brosið þitt góða lifir –
það sýnir mér daglega dóttir mín.
Með þeim orðum sendi ég
Steinunni Önnu og fjölskyldu
hennar mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Gísli Baldvinsson.
Guðrún Hlín var falleg og
hæglát í barnæsku. Þegar hún
óx úr grasi kom í ljós sterk
skaphöfn og réttlætiskennd.
Hún var nokkrum árum eldri en
börnin mín, Ingibjörg og Ólafur.
Guðrún Hlín kom oft í heimsókn
til okkar Magnúsar og leit til
með frændsystkinum sínum
þegar þau voru lítil. Á þessum
árum kynntist ég frænku minni
vel og var alla tíð gott samband
á milli okkar. Fyrir það vil ég
þakka.
Á kveðjudegi
Dagur tilfinninga,
ríkra tilfinninga.
Dagur sorgar,
djúprar sorgar.
Dagur þakkargjörðar,
heitrar þakkargjörðar.
Dagur sársauka
og góðra minninga.
(Ægir Fr. Sigurgeirsson)
Ég bið Elínu systur minni og
fjölskyldu Guðs blessunar,
minning um fallega og góða
frænku mun lifa.
Herdís Heiðdal.
Elsku hjartans frænkan mín,
það er þyngra en tárum taki að
þurfa að skrifa til þín kveðjuorð.
Þú varst ekki bara frænka mín,
þú varst vinkona mín. Þú varst
alltaf til staðar, hjá þér var allt-
af opið hús og allir velkomnir.
Það er rétt svo hálft ár síðan þú
meira að segja passaðir fyrir
mig öll börnin – „jú, leyfðu mér
að passa því ég treysti mér til
þess“ og svo hljópstu á eftir Vali
Ara eins og ekkert væri. Ótrú-
leg. Þú áttir þennan skemmti-
lega eiginleika að kunna að gera
grín að sjálfri þér. Mættir til
dæmis nokkrum sinnum með
sjónvarpsfjarstýringuna á kaffi-
hús. Jú, farsíminn þinn var
þetta stór í eina tíð. Húmoristi
„par excellence“ og þessi líka
dillandi hlátur. Það voru nokkrir
uppistandararnir sem þurftu að
stöðva sýningar, svo mikið var
hlegið. Ógleymanlegur hlátur.
Það var yndislegt að ferðast
með þér. Það var ekkert af-
slappelsi, það á að nýta tímann,
getur sofið seinna. Eitt sinn
vorum við staddar í Helsing-
borg í Svíþjóð og skv. Turist in-
formation var það áhugaverð-
asta í nágrenninu gönguferð til
Nimis. Svo byrjaði gangan nið-
ur á við og áfram niður. Það
fóru að renna á okkur allveru-
legar grímur með rauðvínið,
ostana og baguette-brauðið und-
ir handleggnum þegar við
mættum sveittum og másandi
túristum á uppleið, en áfram
héldum við niður bara til þess
að enda í stórgrýttri fjörunni í
Kullaberg. Þar sátum við, virt-
um fyrir okkur rekaviðarlista-
verkið Nimis, sötruðum rautt og
borðuðum þessa fínu osta með.
Þetta varð hin eftirminnilegasta
upplifun.
Mér þótti líka óendanlega
vænt um þegar þú heimsóttir
mig til Edinborgar og saman
fórum við í virðulegt hóf fyrir
alþjóðastúdenta og áttum
skemmtilegt spjall við fjörgamla
prófessora í fullum skrúða.
Í mörg ár áttum við vikuleg-
an hitting í Stigahlíðinni. Í jóla-
mánuðinum vorum við duglegar
í sörugerðinni og piparkökuhús-
unum. Þar lærðum við að þegar
setja á saman piparkökuhús er
bara eitt sem virkar og það er
límbyssan. Límbyssan kom sér
nú líka vel þegar þú settir sam-
an yfir tuttugu brúðarslör fyrir
gæsunina hennar Hellu vin-
konu. Þú elskaðir brúðkaup.
Matarboðin þín voru eðal og
ekkert til sparað. Við gátum
endalaust talað um mat. Eitt
skiptið ákváðum við að ráðast í
hveitikökugerð í anda Öggu
frænku. Íbúðin fylltist af reyk
og við urðum á endanum að
taka hlé úti á svölum til að ná
andanum, en vestfirsku hveiti-
kökurnar runnu ljúft niður í
næsta fjölskylduboði. Þú varst
auðvitað ofurung móðir og ofur-
ung amma og þú fékkst líka
fullt, fullt af barnabörnum og
amma Bína var sko bara
skemmtileg. Dugnaðurinn í þér
í ömmu Bínuferðunum, allt
skipulagt, sund og ísferðir kort-
lagðar og tilhlökkunin hjá þér
endalaus. Mikil endemis lukka
var að eiga ömmu Bínu. Eins
mikið og ég kveið fyrir að þurfa
að kveðja þig, ófyrirgefanlegt
óréttlætið, þá veit ég líka
hversu vel það var tekið á móti
þér hinum megin.
Elsku Steinunn Anna, Stella,
Jón, Helena, Katrín og fjöl-
skyldur ykkar allra, sendi ykk-
Guðrún Hlín
Jónsdóttir
✝ Jón Guðmannfæddist í
Reykjavík 24.
október 1952.
Hann lést 15. júlí
2019 á Landspít-
alanum í Fossvogi.
Foreldrar hans
eru Fanný Guð-
björg Guðmanns-
dóttir, f. 24.10.
1932, d. 27.1. 2017,
og Már Sveinsson,
f. 16.11. 1933. Bróðir Jóns var
Sigurður Sveinn, f. 1955, d.
2008. Svenni var giftur Vaidu
Másson og eignuðust þau einn
son, Samúel, f. 1999, d. 2014.
Fanný giftist Magnúsi Jóns-
syni, f. 1924, d. 1968. Sam-
mæðra systur eru Halldóra El-
ín, f. 1959, gift Guðmundi A.
Sæmundssyni. Valdís, f. 1960,
gift Unnsteini Hermannssyni,
uðust þau tvö börn. Magnús
Jónsson, f. 1973, kvæntur
Huldu Grímsdóttur, þau eiga
þrjú börn, Kristófer, f. 1994,
Sigrúnu Köru, f. 1999, og Grím
Guðmann, f. 2003. Fanný Guð-
björg, f. 1981, gift Bjarna
Kristjánssyni, f. 1980, eiga þau
tvær dætur, Pálínu Guðrúnu, f.
2015, og Rögnu Lovísu, f. 2018,
auk þeirra er drengur væntan-
legur í heiminn í ágúst 2019.
Yngstu dóttur sína eignaðist
Jón með Heiðu Leifsdóttur,
Karitas Sól, f. 1995, og ólst hún
upp hjá föður sínum.
Jón ólst upp í Laugarnesi og
var varla byrjaður í grunn-
skóla þegar hann var farinn að
bera út og selja Vísi. Ásamt
blaðasölunni vann hann með
afa sínum hjá Reykjavíkur-
borg.
Hann fór ungur með afa sín-
um vestur í Hítardal og kynnt-
ist hjónunum að Staðarhrauni.
Vann hann hjá þeim nokkur
sumur.
Útför Jóns fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 22. júlí
2019, klukkan 13.
og Sólveig Fanný,
f. 1961 gift Hall-
grími Gröndal.
1973 giftist
Fanný Kristni
Ólafssyni, f. 1932,
d. 2006. Már giftist
Margréti Björns-
dóttur, f. 1962, d.
2015. Samfeðra
systkin eru Sigþór
Sveinn, f. 1959,
giftur Kristínu
Arnþórsd. Ingvar, f. 1964, gift-
ur Kim McDonnell. Sigurður, f.
1968, giftur Arnfríði Ragn-
arsdóttur, og Sveina María, f.
1973. Eftirlifandi eiginkona
Jóns er Dorian Obando Gomez,
f. 17.11. 1968. Sonur Dorian er
Andres Ivan Robayo Obando.
Jón kvæntist Guðrúnu
Auðunsdóttir frá Kálfhóli á
Skeiðum árið 1974 og eign-
Í dag kveðjum við tengda-
pabba minn, hann Jón Guðmann
eðalmann. Það var fyrir tæpum
15 árum sem við kynntumst
þegar við Fanný vorum að byrja
saman, og hafa sú kynni verið
afar ánægjuleg og alltaf á já-
kvæðu og hlýlegu nótunum.
Jón Guðmann er líklega einn
mesti töffari sem ég hef kynnst
um ævina og lenti hann í ýmsu á
sínum dögum. Síðustu árin starf-
aði hann sem leigubílstjóri og
það var náttúrulega tekið alla
leið eins og allt hjá Jóni.
Ég minnist þess þegar hann
sagði að það hafði bara verið ró-
leg nótt hjá honum því hann
hefði ekki keyrt „nema í 14
tíma“!
Fyrir nokkrum árum sótti
hann mig út á Keflavíkurflugvöll,
eins og hann gerði reyndar alltaf
þegar við komum í heimsókn til
Íslands frá Svíþjóð. En í þetta
skipti þegar ég opnaði skottið og
henti töskunni inn lá hafnabolta-
kylfa í skottinu og ég spurði
hvort hann væri byrjaður að
stunda hafnabolta en þá kom
svarið: „Tja, maður veit aldrei í
hverju maður lendir, maður!“
Svo ekta Jón Guðmann, við öllu
reiðubúinn!
Hraustmenni var hann og
þrátt fyrir mikil veikindi í rúmt
ár vann hann fram á síðasta dag,
tók kannski aðeins styttri vaktir
í einu, „bara svona 10 tíma“!
Það eru endalausar minningar
sem koma fram þegar maður
hugsar um Jón Guðmann, en
flestar eru þær tengdar mat.
Það voru ófáar stundirnar sem
við grilluðum saman. Og um jól-
in fyrir nokkrum árum höfðum
við nautalund í aðalrétt og svína-
lund sem meðlæti. Þvílíkt sem
við vorum hamingjusamir með
þetta félagarnir.
Jón Guðmann er maður sem
enginn gleymir og ég mun gera
mitt besta í að halda minningu
þinni á lofti og segja barnabörn-
unum þínum skemmtilegar sög-
ur af þér.
Hvíldu í friði, vinur minn.
Bjarni Sigurður Kristjánsson.
Engar fleiri daglegar hring-
ingar, ekki fleiri regluleg stefnu-
mót á krabbameinsdeildinni,
ekki fleiri sterk innileg og löng
faðmlög, allt í einu er allt búið.
Elsku besti bróðir minn Jón
Guðmann er búinn að kveðja
þetta líf og er farinn til indíán-
anna sinna, þar er partíið byrjað.
Jón bróðir var töffarinn, okkar
gleðigjafi og mikill húmoristi.
Hann var dásamlega hlýr, fal-
legur, hafði mjög fallegt bros og
það birti upp hvar sem hann
kom. Allar konur elskuðu Jón og
allar vildu þær eiga hann, hann
vissi vel af því og elskaði það.
Hann hafði mjög góða nærveru,
dæmdi engan, gaf öllum séns og
átti vini um allan heim. Jón hafði
sterkar skoðanir á öllu, var mjög
fróður, vel lesinn og mikill heim-
spekingur. Hann hafði sterkar
skoðanir á pólitík og þjóðmálum
og þorði að tjá sig.
Jón var sá sem fór til Litháen
og sótti Svenna bróður þegar
hann dó 2008. Sagði hann að það
hefði verið það erfiðasta sem
hann hefði gert á ævinni. Þegar
sonur Svenna tók líf sitt stuttu
síðar var það eitthvað sem ekk-
ert okkar nær að vinna úr og
setti það mikið mark á hann og
okkur öll. Hann myndaði tengsl
við mágkonu okkar í Litháen og
hélt því sambandi. Þannig maður
var Jón, aldrei nokkurn tíma
kvart eða kvein. Jón fór ekki
alltaf vel með sig, hann var túra-
kall, sem hafði slæm áhrif á
hann og hans nánasta fólk, oft
voru það erfiðir tímar. Hann
vildi engum illt og var miður sín
yfir að hafa valdið öðrum erf-
iðleikum og áhyggjum. Jón sagði
oft við mig: Valdís mín, það er
ekki út af neinu sem ég er búinn
að lifa svona hátt, ég vissi þetta
alltaf og ég bara nýtti tímann
vel. Það er líka svo sterkt í mér,
manstu við erum komin af
Fjalla-Eyvindi. Þessar umræður
áttum við oft þetta síðasta ár.
Jón Guðmann
Jónsson