Morgunblaðið - 22.07.2019, Side 8

Morgunblaðið - 22.07.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Masters stóll Hönnuðir: Philippe Starck Verð frá 29.900 ,- stk. Sigurður Már Jónsson blaða-maður skrifar á mbl.is um ör- lög Íslandspósts og umfjöllun um þau. Hann segir Morgunblaðið hafa fylgt málinu vel eftir „og rakið rekstrarsögu fyrirtækisins sem hlýtur að verða að teljast lexía fyrir þá sem telja að rík- isrekstur taki öðru fram. Hefur meðal annars verið upp- lýst að eigandi fyrirtækisins, rík- ið, hafði í raun enga stefnu um félagið. Því ráku stjórnendur þess það eins og þeim sýndist og skelltu því í samkeppni með uppkaupum á félögum sem virtust vera rekstri þess og lög- bundnum verkefnum óviðkom- andi.“    Sigurður Már minnir líka á aðheimilað var í fjárlögum fyrir þetta ár að láta félaginu í té allt að 1,5 milljarða króna, og klykkir út með þessum orðum: „Ríkið virðist því vera að setja talsverða fjármuni í félagið án þess að séð verði að stefna þess sé skýr. Er ekki eðlilegt að skilgreina hvaða almannahagsmunum þarf að sinna varðandi póstdreifingu, bjóða það út og selja félagið og ljúka þessum ríkisrekstri?“    Þetta eru eðlilegar spurningar íljósi reynslunnar. En getur ekki verið að sömu spurninga þurfi að spyrja um önnur ríkis- fyrirtæki?    Hvað um Ríkisútvarpið, svodæmi sé tekið? Það ríkis- fyrirtæki er fyrir löngu komið í harða samkeppni við einkaaðila og sækir stöðugt í sig veðrið að því leyti auk þess að sækja sífellt meira í vasa skattgreiðenda. Er ekki tímabært að taka til þar eins og hjá Póstinum? Sigurður Már Jónsson Er Íslandspóstur eina dæmið? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Til langs tíma litið gæti ályktun Ís- lands þess efnis að mannréttinda- stjóri Sameinuðu þjóðanna geri ítar- lega úttekt á stríði ríkisstjórnar Filippseyja gegn fíkniefnum, sem hefur orsakað hörð viðbrögð frá ráðamönnum þar í landi, haft góð áhrif á Ísland á alþjóðavettvangi. „Allt sem kemur þessu máli í al- þjóðaumræðu er jákvætt.“ Þetta seg- ir Marc Lanteigne, lektor við Há- skólann í Tromsö og sérfræðingur í efnahags- og utanríkismálum Aust- ur-Asíu, í samtali við Morgunblaðið. Eins og víða var greint frá sagði filippseyski öldungadeildarþingmað- urinn Imee Marcos að rjúfa ætti stjórnmálasamband við Ísland og kallaði Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íslensk stjórnvöld og ríkisstjórnir þeirra landa sem studdu ofannefnda ályktun m.a. „hálfvita“ vegna málsins. Segir Lanteigne að stríðið gegn fíkniefnum, sem Duterte og ráða- menn hans hafa háð, hafa verið áhyggjuefni hjá mörgum löndum allt frá því að Duterte tók við embætti. „Það er lýsandi fyrir afstöðu Íslands til mannréttinda að það hafi verið landið sem steig fram og gerði þetta.“ Segir hann það áhuga- vert að sjá að önnur lönd, þá sér í lagi Bandaríkin, hafi verið var- kárari í afskiptum sínum af ástand- inu á Filippseyjum. „Þetta hefur sett Ísland í erfiða stöðu,“ segir hann og nefnir að þrátt fyrir að samskipti milli Íslands og Filippseyja séu almennt lítil hafi staðan sem upp er komin mögulega einhver áhrif á Filippseyinga á Ís- landi. Þá segir hann aðspurður ekki hægt að segja til um hvort hótanir um að slíta stjórnmálasambandi við Ísland muni ganga eftir eða ekki. „En það ber vitni um að filippseysk stjórnvöld séu móðguð.“ Aðspurður segir hann áhættusamt af Íslandi að leggja tillöguna fram. „En á hinn bóginn eru Íslendingar, sem lítið ríki sem glímir ekki við stór svæðisbundin öryggisvandamál, í mjög góðri stöðu til að gera þetta.“ Gæti haft góð áhrif til langs tíma litið  Filippseyingar greinilega móðgaðir Marc Lanteigne Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Þeir fara ekki inn í Seljaneslandið fyrr en búið er að hafa samráð við landeigendur og koma því þannig fyr- ir að hér verði sem minnst rask á landinu, vegna þess að hér er einstakt landsvæði og einstök náttúrufegurð.“ Þetta sagði Guðmundur Arngríms- son, talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi við Ingólfsfjörð, í samtali við Morgunblaðið um vegafram- kvæmdir Vesturverks vegna Hval- árvirkjunar. Þær munu í dag halda áfram eftir að úrskurðarnefnd um- hverfis- og auðlindamála hafnaði kröfum landeigenda og umhverfis- verndarsamtaka um stöðvun fram- kvæmdanna. „Ég gef ekkert upp um það. Ég er bara hérna á jörð forfeðranna að kíkja á mína átthaga“ sagði Guð- mundur, þá staddur á Seljanesi í gær- kvöld, spurður hvort hann væri mættur til að taka þátt í mótmælum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, að enginn sérstakur undirbúningur væri vegna mögu- legra mótmæla. „Við höldum bara okkar verki áfram eins og við höfum heimildir til. Við væntum þess að fólk haldi sig réttum megin við lögin ef eitthvað er í bígerð. Við höfum ekkert heyrt af [mögulegum mótmælum].“ Gaf ekki upp hvort kæmi til mótmæla  Talsmaður Vesturverks væntir þess að fólk haldi sig réttum megin við lögin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Virkja Hvalá nyrðri í Ófeigsfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.