Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 2. Á G Ú S T 2 0 1 9
Stofnað 1913 196. tölublað 107. árgangur
........ 20-60%
rúm... 20-40%
ara.... 20%
klæði.. 20-70%
FSLÁTTUR
Wis
60%
VER
MEÐ
ó ar..
H ilsu
av
nd
tra
AFSLÁTTUR
Ð ÁÐUR 179.900
6 A
TVEIR LITIR:
GRÁR / VÍNRAUÐUR
ÆVINTÝRI AÐ
RENNA UPP
Í EYJUM
TEKIST Á VIÐ
ALZHEIMER
MEÐ JÁKVÆÐNI
LEIKSTÝRIR
HVÍTUM,
HVÍTUM DEGI
SAMHENT HJÓN 24 NÝ MYND HLYNS 54-55PYSJUM FJÖLGAR 16
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Á meðan við erum enn dæmd sek
fyrir meinsæri stendur málið þannig
að ríkið ber ekki ábyrgð á því gagn-
vart okkur hvernig þessi rannsókn
var framkvæmd. Þangað til þetta
hefur verið leiðrétt er þetta mál ekki
búið, hvorki fyrir okkur, fjölskyld-
urnar okkar né íslensku þjóðina. Ég
er ekki tilbúin að gefast upp.“
Þetta segir Erla Bolladóttir, sem
nú hefur ákveðið að stefna íslenska
ríkinu vegna höfnunar endurupp-
tökunefndar á beiðni hennar um að
taka upp dóm hennar í Guðmundar-
og Geirfinnsmálinu, en hún var þar
dæmd fyrir meinsæri ásamt tveimur
öðrum. Hinir fimm sakborningarnir í
málinu fengu mál sín tekin upp og
voru þeir allir sýknaðir af sakfellingu
fyrir manndráp í september í fyrra.
Erla er eini aðili málsins sem er gert
að una við dóm sinn óbreyttan.
Hún átti fund með Katrínu Jak-
obsdóttur forsætisráðherra í lok síð-
asta árs þar sem þær ræddu fram-
hald málsins og síðan þá hefur Erla
beðið frekari viðbragða frá yfir-
völdum. Katrín segir að meðferð
málsins hafi tekið lengri tíma en
búist hafi verið við. „Mér þykir það
leitt,“ segir Katrín og bætir við að
hún muni taka þetta mál upp í ráðu-
neyti sínu í haust.
Erla segist ekki hafa kært strax
eftir að niðurstaða endurupptöku-
nefndar lá fyrir m.a. vegna þess að
hún beið svara frá Katrínu og vegna
þess að niðurstaðan varð henni mikið
áfall sem hún hefur þurft að vinna úr.
En nú hyggist hún ekki bíða lengur.
Eina ásættanlega niðurstaðan sé að
þau þrjú sem dæmd voru fyrir mein-
særi verði sýknuð af þeim sökum.
Erla hyggst stefna ríkinu
Hefur beðið svara frá forsætisráðherra síðan í desember Katrín mun taka málið
upp í haust Sýkna eina ásættanlega niðurstaðan „Ekki tilbúin að gefast upp“
Morgunblaðið/Eggert
Erla „Þangað til þetta hefur verið
leiðrétt er þetta mál ekki búið.“ MÉg er ekki tilbúin … »10
Íslandspósti er ekki heimilt sam-
kvæmt núgildandi lögum að ákveða
einhliða að hætta að gefa út frí-
merki. Póst- og fjarskiptastofnun
bendir þó á að nokkur óvissa ríki um
það hvernig þessum málum verði
háttað eftir að ný lög um póstþjón-
ustu taka gildi um áramót en þá fell-
ur niður einkaréttur Íslandspósts.
Ekki hefur verið gefin út reglugerð
um það hvernig staðið verði að frí-
merkjaútgáfu í framtíðinni.
Forstjóri Íslandspósts segir að
Frímerkjasala Póstsins hafi verið
rekin með 30-40 milljóna króna tapi
á ári. Dregið verður úr starfseminni
með því að dreifa útgáfu frímerkja á
lengri tíma. „Í þessum aðgerðum
sem við stöndum í, að segja upp
starfsfólki og spara, er þetta lúxus
sem við getum ekki leyft okkur,“
segir Birgir Jónsson. »6
Geta ekki leyft sér
lúxus í frímerkjum
Birgir Þór Bielt-
vedt, sem er
meirihlutaeigandi
að nokkrum af
vinsælustu veit-
ingastöðum
landsins, segir að
það muni taka
markaðinn 6-12
mánuði að ná
nýju jafnvægi.
Segir hann að
offjölgun veitingastaða, hækkandi
rekstrarkostnaður, arfaslappt tíðar-
far síðastliðið sumar og erfiðleikar
WOW air sem leiddu til gjaldþrots
félagsins fyrr á þessu ári hafi litað
allan markaðinn síðustu misserin.
Hann segir að veitingastaðir í
miðborg Reykjavíkur búi við gjör-
breytt rekstrarumhverfi og að
leigusalar eins og aðrir samstarfs-
aðilar fyrirtækjanna verði að horf-
ast í augu við hinn breytta veru-
leika.
Í samtali við Morgunblaðið í dag
ræðir Birgir opinskátt um rekstur
veitingastaðanna Glóar, Joe & the
Juice, Jómfrúarinnar, Snaps, Cafe
Paris og bakarísins Brauð og co á
nýliðnu ári. Umsvifin eru mikil en
reksturinn ber þess allur merki að
kostnaður hefur aukist, samkeppnin
harðnað og að veitingamenn þurfa
að hafa fyrir því að láta reksturinn
ganga upp. »30 og 34
Flókin staða
á veitinga-
markaðnum
Birgir Þór
Bieltvedt
Rauðhólar eru röð gervigíga við Suðurlandsveg.
Þeir tilheyra hinu vinsæla útivistarsvæði Heið-
mörk. Það er vel þess virði að nema við Rauðhóla
og skoða það sem eftir stendur af þessari nátt-
úrusmíð. Gervigígarnir voru upphaflega um 80
talsins og mynduðust þegar Elliðaárhraun rann
yfir votlendi og út í vatn. Mikið efni var tekið úr
hólunum við gerð Reykjavíkurflugvallar á
stríðsárunum.
Morgunblaðið/Eggert
Á rölti yfir Rauðhólana