Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 STÖKKTU ÍSÓL&SAND Costa del Sol 27. ágúst í 7 nætur Frá kr. 89.995 Verð á mann m.v. 2 fullorðna Costa del Sol 27. ágúst í 7 nætur Frá kr. 109.995 Verð á mann m.v. 2 fullorðna ALLT INNIFALIÐ Tenerife 26. ágúst í 10 nætur Frá kr. 69.995 Verð á mann m.v. 2 fullorðna Tenerife 28. ágúst í 7 nætur Frá kr. 59.995 Verð á mann m.v. 2 fullorðna Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.s Samtök iðnaðarins (SI) telja að full ástæða sé fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að stíga annað skref í lækkun stýrivaxta við næstu vaxta- ákvörðun, sem kynnt verður 28. ágúst. Þetta kemur fram í nýútkom- inni hagfræðilegri greiningu SI. Samkvæmt þeirri greiningu er að finna skýr merki um samdrátt í hag- kerfinu eftir átta ár af samfelldum hagvexti. „Verðbólga og verðbólguvænting- ar hafa haldist við markmið um nokkurn tíma og gefur það Seðla- bankanum svigrúm til að lækka vexti til þess að hjálpa fyrirtækjum og heimilum að takast á við niðursveifl- una. Seðlabankinn hefur lækkað vexti um 0,75 prósentur síðan í maí á þessu ári. Meginvextir Seðlabank- ans, þ.e. vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru nú 3,75% og er nægt svigrúm til að lækka þá,“ segir í greiningu SI. „Á margan hátt eru sérstakar að- stæður uppi en við búum svo vel, ólíkt því sem er á meginlandi Evr- ópu, þar sem er ekki hægt að grípa til vaxtanna til að mæta samdrætti í hagkerfinu. Við eigum að vera óhrædd við að beita því. Sérstaklega þar sem verðbólgan er bara rétt yfir verðbólgumarkmiði og verðbólgu- væntingar eru það líka,“ segir Ing- ólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir einnig á að nýjar mælingar frá Seðlabankanum á væntingum markaðsaðila sýni að verðbólguvæntingar þeirra hafa minnkað frá síðustu mælingum. „Það gefur Seðlabankanum gott svigrúm til að lækka stýrivexti og auðvelda heimilum og fyrirtækjum að takast á við samdrátt,“ segir Ingólfur. Í greiningu SI segir að uppruni samdráttarins sé í útflutningi en eft- ir mikla fjölgun allt síðastliðið hag- vaxtartímabil hefur erlendum ferða- mönnum fækkað nokkuð í ár. Nemur fækkunin ríflega 13% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Samhliða hefur dregið úr tekjum af erlendum ferða- mönnum en samdráttur hefur m.a. verið í tekjum af flugi, gistingu, veit- ingarekstri og bílaleigu. Atvinnuleysi mældist 3,4% (6.831 einstaklingar) í júlí á landinu í ár. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi 2,2% (2.662 einstaklingar). Samhliða þessari þróun hefur hægt á vexti einkaneyslu. Ásamt því er undirbún- ings- og framkvæmdatími orðinn langur í flestum verkefnum á sviði byggingar- og mannvirkjagerðar. Samdráttur í sementssölu og inn- flutningi byggingarefnis ásamt fækkun skoðaðra krana á vinnustað og erlendra starfsmanna í bygging- ar- og mannvirkjaiðnaði ber merki um breyttan gang í fjárfestingu í hagkerfinu. Stýrivaxtalækkun til móts við samdrátt  Samtök iðnaðarins hvetja peningastefnunefnd til að lækka stýrivexti  „Gott svigrúm til að lækka stýrivexti og auðvelda heimilum og fyrirtækjum að takast á við samdrátt,“ segir aðalhagfræðingur SI Fjöldi skoðaðra krana Alls í janúar til júlí 2015-2018 250 200 150 100 50 0 2015 2016 2017 2018 2019 Heimild: Samtök iðnaðarins Atvinnuleysi skv. skráningu á vinnumiðlunum 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0% 2018 2019 Heimild: Samtök iðnaðarins jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 2,2% 3,4% Hugmyndir eru um að gera miklar breytingar á miðbæ Hafnarfjarðar. Á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar (hafnarfjordur.is) eru birt drög að skýrslu um skipulag miðbæjarins og hugmyndavinna Trípólí arkitekta vegna nýrrar uppbyggingar í miðbænum. Starfshópur um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar var skipaður 28. mars 2019. Hlutverk hans er m.a. að gera tillögu um áframhaldandi vinnu við skipulag mið- bæjarins. Starfshópurinn lagði til að Trípólí arkitektar vinni áfram að deiliskipulagi miðbæjarins á grundvelli vinnu sem stofan skilaði. Þá höfðu borist hugmyndir frá þremur arkitektastofum. Lagt er til að verkefninu verði skipt í áfanga og að byrjað verði á Strandgötunni, sem sögð er vera hjarta bæjarins. Áhersla verði lögð á tengingu hennar við nærliggjandi hverfi. Uppbygging við Fjarðargötu og breytingar á henni gætu verið í 2. áfanga. Efla á teng- ingu strandlengjunnar og hafnarinnar við miðbæinn. „Miðbær Hafnarfjarðar er annar af sögulegum mið- bæjarkjörnum á stórhöfuðborgarsvæðinu ásamt því að vera miðstöð opinberrar þjónustu. Hann þarf að efla enn frekar sem einn af helstu kjörnum verslunar, þjón- ustu og menningar,“ segir í tillögum starfshópsins. Í greinargerð með hugmyndum Trípólí arkitekta segir m.a. að í stað núverandi bílastæða- og hrað- brautaskipulags komi nýbyggingar með lifandi jarð- hæðum meðfram nýju breiðstræti. Íbúar í Hafnarfirði og aðrir sem hagsmuna eiga að gæta geta gert athugasemdir við hugmyndirnar til og með 20. september. gudni@mbl.is Hugmyndir um breyttan miðbæ Hafnarfjarðar  Nýbyggingar komi í stað bílastæða og hraðbrauta Teikning/TRÍPÓLÍ arkitektar Hafnarfjörður Hugmyndir að breytingum á miðbænum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálf- boðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. „Við hreinsuðum upp um tvö tonn af drasli og það voru ábyggilega 50-60 manns við þetta,“ sagði Soffía Sigur- geirsdóttir, sem er í sundhópnum Marglyttunum. Þær ætla að synda yfir Ermarsund 4. september, meðal ann- ars til að vekja athygli á plastmengun í sjónum. Ljósmynd/Marglytturnar-Blái herinn Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni Guðni Einarsson Arnar Þór Ingólfsson Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni samdi í gær við annan af tveimur kaupendum sem höfðað höfðu mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Kaupandinn fékk íbúðina afhenta og aðfararbeiðni sem hann hafði höfðað var felld niður. Kaup- endur hinnar íbúðarinnar lýstu því yfir í gær að þeir teldu réttast að halda innsetningarmálinu til streitu á meðan félagið færi fram með þeim hætti sem það hefði gert. Að óbreyttu verður málið því tekið fyrir á morgun í héraðsdómi. „Það þjónaði hagsmunum skjól- stæðings míns að ganga frá þessu samkomulagi og ég lít nú svo á að með því að gera þessa kröfu sem við gerðum fyrir dómi, um beina aðför og innsetningu í íbúðina, hafi félagið ekki verið í neinni stöðu til annars en að ganga til samninga við okkur og klára það,“ sagði Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður. Skjólstæð- ingur hans, 87 ára gömul kona, samdi í gær um að fá íbúðina af- henta. Efni samkomulagsins er trúnaðarmál. „Ég held að árangurinn hafi verið góður og mín kona bara sátt, svona eins og hægt er eftir ótrúleg sam- skipti við þetta félag sem hljóta að vera fordæmalaus,“ sagði Sigurður. Í gær var búið að ræða við 53 kaupendur að íbúðum í fjölbýlishús- unum tveimur sem félagið reisti í Árskógum. Þar af voru 39 búnir að skrifa undir skilmálabreytingu um hærra kaupverð, samkvæmt frétta- tilkynningu. Fimmtán voru að hugsa málið og eftir var að ræða við ellefu kaupendur. Það verður gert á næst- unni. Þeir voru allir með afhend- ingardaga í september. Búið var að selja 65 af 68 íbúðum. Sömdu við áður ósáttan kaupanda  Hinn heldur innsetningarmáli áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.