Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
NÝ VER
SLUN Í
MÖRKI
NNI 3
OG UND
IRHLÍÐ
2 AKUR
EYRI
ÓTRÚLE
G OPNU
NAR-
TILBOÐ
OPNUN
AR
TILBOÐ
Mörkin 3 • Reykjavík | Undirhlíð 2 • Akureyri
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íslandspósti er ekki heimilt sam-
kvæmt núgildandi lögum að ákveða
einhliða að hætta að gefa út frímerki.
Póst- og fjarskiptastofnun bendir þó
á að nokkur óvissa ríki um það
hvernig þessum málum verði háttað
eftir að ný lög um póstþjónustu taka
gildi um áramót en þá fellur niður
einkaréttur Íslandspósts. Ekki hefur
verið gefin út reglugerð um það efni.
Ríkið hefur einkarétt á að gefa út
frímerki og hefur falið fyrirtæki sínu,
Íslandspósti, framkvæmdina. Fyrir-
tækið hefur starfrækt sérstaka skrif-
stofu, Frímerkjasölu Póstsins, til að
gefa út og selja frímerki. Ákveðið
hefur verið að draga þessa starfsemi
mjög saman og er það liður í hagræð-
ingaraðgerðum fyrirtækisins.
Geta ekki leyft sér lúxus
„Það hefur verið metnaðarfull og
flott starfsemi við útgáfu á nýjum frí-
merkjum til sölu til safnara, ekki síst
erlendis. Frímerkjasöfnun er áhuga-
mál sem fer dvínandi og tekjurnar
hafa minnkað mikið,“ segir Birgir
Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Hann segir að þessi starfsemi sé nú
rekin með 30-40 milljóna króna tapi á
ári. Sex starfsmenn hafa unnið við
Frímerkjasölu Póstsins en verið er
að fækka þeim niður í þrjá. Jafn-
framt hefur verið ákveðið að dreifa
þeirri útgáfu frímerkja sem boðuð
hafði verið á lengri tíma, út allt
næsta ár og jafnvel lengur. „Í þess-
um aðgerðum sem við stöndum í, að
segja upp starfsfólki og spara, er
þetta lúxus sem við getum ekki leyft
okkur.“
Hann segir að lagalegt hlutverk
Íslandspósts að eiga til frímerki til
burðargjalda sé tryggt. Fyrirtækið
eigi miklar birgðir af frímerkjum
sem dugi til margra ára, allan þann
tíma sem fólk muni senda bréf.
Birgir bendir á að frímerktum bréf-
um hafi fækkað mjög, stærstur hluti
bréfapósts sé stimplaður glugga-
póstur. Þá hafi það rétt til að endur-
prenta eldri frímerki, ef á þurfi að
halda. Við undirbúning hagræð-
ingaraðgerða Íslandspósts var leitað
álits Póst- og fjarskiptastofnunar á
því hvort Íslandspóstur geti ákveðið
einhliða að hætta að gefa út frímerki.
Svarið er að það er ekki heimilt á
grundvelli núgildandi laga. Ný lög
um póstþjónustu taka hins vegar
gildi um áramót og þá fellur niður
einkaréttur Íslandspóst á tiltekinni
starfsemi.
Ríkið hefur framselt einkarétt til
útgáfu frímerkja til Íslandspósts á
grundvelli samnings um alþjónustu.
Í nýju lögunum eru heimildir til að
kveða á um að alþjónustuveitandi
skuli gefa út frímerki.
Reglugerð með lögunum hefur
hins vegar ekki verið gefin út og því
ríkir ákveðin óvissa um vilja stjórn-
valda í þessu efni.
Þá eru í gangi viðræður ríkisins og
Íslandspósts um þjónustusamning
sem taka á gildi þegar einkaréttur-
inn fellur úr gildi. „Ef mönnum
finnst útgáfa nýrra frímerkja mikil-
væg menningarleg starfsemi og ríkið
vill að þau séu gefin út er eðlilegt að
ákvæði um það séu tekin inn í þjón-
ustusamning. Reksturinn getur ekki
borið tapið lengur,“ segir Birgir.
Eiga frímerki til notkunar í mörg ár
Óvissa ríkir um útgáfu nýrra frímerkja þegar ný póstlög taka gildi Starfsemin rekin með tapi
Útgáfa Töluverð starfsemi er við útgáfu og sölu nýrra frímerkja.
„Mér líst ekki vel á það,“ segir
Gísli Geir Harðarson, formaður
Landssambands íslenskra frí-
merkjasafnara, um samdrátt í
frímerkjasölu Póstsins. „Þeir
eru að koma sér undan skyldu
að gefa út frímerki. Það er
slæmt séð frá sjónarhóli safn-
ara og ferðafólks sem vill senda
heim bréf með frímerki. Ekkert
evrópst ríki hefur gengið svo
langt.“
Enginn geng-
ið svo langt
FORMAÐUR SAFNARA
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta er ákaflega vandræðalegt fyrir Banda-
ríkin og lýsir nokkuð vel því ástandi sem ríkir í
Hvíta húsinu, en þeir sem fylgst hafa með hafa
margir hverjir haft orð á því að þar ríki
óstjórn, stefnuleysi og algjör skortur á lang-
tímahugsun,“ segir Stefanía Óskarsdóttir,
dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í
samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu
til ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkja-
forseta þess efnis að hætta skyndilega við
opinbera heimsókn sína til Danmerkur. Voru
þá einungis 12 dagar í fyrirhugaða heimsókn.
Danskir fréttamiðlar greina frá því að
undirbúningur heimsóknarinnar hafi verið
langt á veg kominn þar í landi og tóku m.a.
fulltrúar hersins, lögreglu og stjórnsýslu þátt.
Skyndilegur viðsnúningur Bandaríkjaforseta,
sem tilkynnt var um í færslu á Twitter, kom
Dönum því í opna skjöldu. Stefanía segir ljóst
að Trump hafi tekið þessa ákvörðun svo gott
sem án nokkurs samráðs því sendiherra
Bandaríkjanna í Danmörku og embættismenn
Hvíta hússins virðast hafa fyrst frétt af þess-
ari ákvörðun forsetans í fjölmiðlum.
„Hann fer sínu fram og er mjög hvatvís, en í
gegnum þessar Twitter-færslur tekst honum
mjög vel að koma sér inn í umræðuna og tala
til aðdáenda sinna í Bandaríkjunum. En þeir
eru kannski ekki mjög vel að sér í efnahags- og
utanríkismálum þótt þeim finnist hugmyndir
Trumps sniðugar,“ segir hún og heldur áfram:
„Að hætta við heimsókn til Danmerkur er
sennilega bara ákvörðun sem hann tekur í ein-
hvers konar þreytukasti – það er engin taktík
á bak við þessa ákvörðun forsetans. Hann hef-
ur bara pirrast og ekki nennt að koma. Það eru
sennilega engar skýringar á þessu aðrar en
persónulegar ástæður Trumps.“
Úr takti við stefnu Bandaríkjanna
Bandaríkin og Danmörk hafa um langt
skeið átt í farsælu sambandi, m.a. á sviði ör-
yggis- og varnarmála. Þannig eru Danir t.a.m.
eitt þeirra ríkja sem stofnuðu Atlantshafs-
bandalagið (NATO) árið 1949. Stefanía segir
þessa óvæntu ákvörðun Bandaríkjaforseta
munu skaða samskiptin og stuða önnur ríki
Evrópu.
„Nú er von á Mike Pence [varaforseta
Bandaríkjanna] til Íslands í þeim tilgangi að
styrkja enn betur samskiptin við landið á sviði
varnarmála, enda er Norður-Atlantshafið að
verða mikilvægt á nýjan leik. Það rímar ekki
vel við áherslu Bandaríkjamanna á að efla
áhrif sín á Norður-Atlantshafi að hætta með
þessum hætti við heimsókn til Danmerkur,“
segir hún og heldur áfram: „Þetta er úr takti
við utanríkis- og varnarmálastefnu Bandaríkj-
anna.“
Morgunblaðið setti sig í samband við nokkra
sérfræðinga á sviði utanríkismála og fyrrver-
andi sendiherra vegna málsins. Þeir báðust
allir undan viðtali en nokkrir þeirra sögðu erf-
itt að kafa djúpt í þessa ákvörðun Donalds
Trump Bandaríkjaforseta út frá hefðbundnum
reglum um samskipti þjóða. Forsetinn færi
einfaldlega sínu fram. »32
Engin taktík á bak við ákvörðunina
Viðsnúningur Trumps er ákaflega vandræðalegur fyrir Bandaríkin, segir stjórnmálafræðingur
AFP
Leiðtogi Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ekki sækja Dani heim í september.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Óvenjumikið hefur verið um minka í
borgarlandinu í sumar að sögn Guð-
mundar Björnssonar, rekstrarstjóra
meindýravarna Reykjavíkurborgar.
Morgunblaðinu barst ábending
um mink í Dalseli í Seljahverfi á dög-
unum, en Guðmundur segir það fá-
títt að minkar láti sjá sig í íbúðar-
hverfum. Yfirleitt haldi þeir sig við
vötn og ár þótt það komi fyrir að þeir
færi sig nær híbýlum manna.
Hvolparnir farnir á stjá
„Það hefur verið óvenjumikið um
þá í sumar,“ segir Guðmundur og
nefnir að nú séu hvolpar farnir á stjá
burt frá læðunum og stundum hætti
þeir sér frá kjöraðstæðunum við ár
og vötn. „Ef þeir fara frá vötnunum
og ánum villast þeir stundum og þá
halda þeir bara áfram. Hann gæti
þess vegna komið úr Kópavogi. Það
er ómögulegt að segja hvaðan þeir
koma,“ segir Guðmundur, sem
kveðst heldur ekki hafa sérstaka
skýringu á fjöldanum í sumar.
„Dýrastofnar fara bara upp og niður
og það er greinilega einhver upp-
sveifla núna,“ segir hann og nefnir
að hinum aukna fjölda minka hafi
fylgt fjöldi ábendinga borgarbúa.
„Við höfum eiginlega verið með
annan fótinn við þessar ár og vötn
síðustu þrjár vikurnar,“ segir Guð-
mundur. „Það hefur verið annasamt
hjá okkur í þessum málum en minna
í rottumálum. Menn ættu að vera
ánægðir með það,“ segir hann.
Óvenjumikið um minka í
borgarlandinu í sumar
Meindýraeyðar verið með annan fótinn í ám og vötnum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Minkar Villtir minkar hafa víða sést
í Reykjavík. Þessir tilheyrðu þó búi.