Morgunblaðið - 22.08.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM.
20% AFSLÁTTUR
AF BORA BASIC BIU HELLUBORÐUM
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST.
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán.–Fös. 09–17
Ýmsir reyna að forða ríkis-stjórnarflokkunum frá mis-
tökum sem þeir virðast einbeittir
í að gera. Páll Vilhjálmsson blaða-
maður skrifar:
„Orkupakkinn er
stærsta deilumál
stjórnmálanna frá
Icesave og ESB-
umsókn. Ábyrgðar-
hluti er að bera
málið atkvæðum á
alþingi án þess að
leita sátta.
Orkupakkinn, þessi nr. 3, varsamþykktur á vettvangi
Evrópusambandsins árið 2009,
fyrir tíu árum. Af því leiðir er
tími til að ígrunda málið betur í
heild sinni. Ekkert liggur á.
Stjórnvöld gerðu vel í því aðsenda málið aftur til sam-
eiginlegu EES-nefndarinnar, þar
sem fulltrúar EFTA-ríkjanna (Ís-
land meðtalið) og Evrópusam-
bandsins ræða lausn á málum er
varða EES-samninginn.
Þessi millileikur útilokarhvorki að orkupakkinn verði
samþykktur né að honum verði
hafnað. En millileikurinn skapar
frið til að vinna úr þeim álita-
málum sem tengjast innleiðingu
orkupakkans.
Ríkisstjórnin ætti ekki að snúabaki við tilboði um frið. Eitt
meginhlutverk stjórnvalda er að
stuðla að innanlandsfriði.“
Hvað stendur í vegi fyrir þvíað hlusta á slík ráð? Hvers
vegna að leggja allt undir í máli
sem enginn innan ríkisstjórnar-
flokkanna virðist hafa nokkra
sannfæringu fyrir og margir hafa
lýst yfir miklum efasemdum um
eða fullri andstöðu við á síðustu
misserum?
Páll Vilhjálmsson
Sáttatillaga
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hagnaður Vátryggingafélags Ís-
lands (VÍS) var rétt tæplega 2,2
milljarðar króna fyrstu sex mánuði
þessa árs. Til samanburðar var
hagnaðurinn yfir sama tímabil árið
áður ríflega 550 milljónir króna.
Þetta kemur fram í uppgjöri VÍS
fyrir fyrri helming þessa árs, sem
birt var eftir lokun markaða í gær.
Tjónshlutfall fyrirtækisins var
74,1% og lækkaði frá árinu 2018 þeg-
ar það var 80,8%. Þá jukust iðgjöld
tímabilsins um 4% frá sama tíma í
fyrra.
Í tilkynningu sem VÍS sendi frá
sér í gær lýsti Helgi Bjarnason, for-
stjóri fyrirtækisins, yfir mikilli
ánægju með uppjörið. „Við erum
mjög sátt við niðurstöðu fjórðungs-
ins og hálfsársuppgjörið í heild sinni.
Tryggingareksturinn var traustur
og í takt við áætlanir en afkoma af
fjárfestingum var verulega umfram
væntingar, sem varð til þess að við
sendum frá okkur jákvæða afkomu-
tilkynningu í júlí.“
Þrátt fyrir góðan rekstur fyrstu
sex mánuði ársins sendi Vís einnig
frá sér uppfærða afkomuspá. Ráð-
gert er að samsett hlutfall fyrir árið
2019 verði 98,8%. Spáin tekur mið af
brunanum í Fornubúðum í Hafna-
firði í lok júlí.
Gengi hlutabréfa VÍS lækkaði um
3% á markaði í gær og stendur nú í
11,8 kr.
Hagnaður jókst verulega á milli ára
Gengi hlutabréfa Vís lækkaði eftir tilkynningu um hækkun samsetts hlutfalls
Morgunblaðið/Eggert
VÍS Fyrirtækið birti uppgjör í gær.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Endurupptökunefnd hafnaði í síðustu
viku endurupptökubeiðnum Guð-
mundar Þórðarsonar og Jóns Þórs
Sigurðssonar. Þeir voru báðir dæmd-
ir fyrir stórfelld skattalagabrot; Guð-
mundur árið 2015 og Jón Þór árið
2013. Byggðu þeir báðir rökstuðning
fyrir endurupptöku mála sinna á dómi
Mannréttindadómstóls Evrópu frá
árinu 2017. Í þeim dómi komst dóm-
stóllinn að þeirri niðurstöðu að ís-
lenska ríkið hefði brotið gegn Jón Ás-
geiri Jóhannessyni og Tryggva
Jónssyni með því að refsa þeim tvisv-
ar efnislega fyrir sömu skattalaga-
brotin.
Ekki heimild til endurupptöku
Sambærilegar aðstæður voru uppi í
málum Jón Þórs og Guðmundar en
ríkisskattstjóri hafði með úrskurði
endurákvarðað opinber gjöld og lagt
25% álag á vantalda skattstofna áður
en dómur var kveðinn upp. Í rök-
stuðningi sínum vísaði endurupptöku-
nefnd í frávísun Hæstaréttar á máli
Jóns Ásgeirs og Tryggva þar sem
segir að í íslenskum lögum sé ekki að
finna heimild til endurupptöku máls í
kjölfar þess að MDE hafi komist að
því að brotið hafi verið á Mannrétt-
indasáttmála Evrópu við meðferð
máls fyrir íslenskum dómstólum.
Tugmilljóna sektir
Með dómi Héraðsdóms Reykjavík-
ur árið 2013 var Jóni Þór gert að
greiða 29 milljónir kr. í sekt fyrir að
hafa vantalið tekjur sínar á skatt-
framtölum á árunum 2007 og 2008. Þá
var Guðmundur dæmdur árið 2015 til
að greiða rúmar 80 milljónir kr. í sekt
fyrir að hafa vantalið tekjur sínar á
áraunum 2006 til 2009.
Endurupptöku-
beiðnum hafnað
Umsóknir byggðar á dómi MDE
Morgunblaðið/Þorkell
Dómstóll Annar mannanna var
dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur.