Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 FALLEGAR HAUSTVÖRUR frá Frábærar buxur á 16.900 kr. Peysa 8.900 kr. Buxur frá Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 15.900 Str. 36-46 • Sídd 78cm 3 litir: svart, dökkblátt og galla Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Nýjar vörur Haust 2019 – frá Str. 38-58 Brautarholti 24 • 105 Reykjavík • S.: 562 6464 • henson@henson.is SENNILEGA FJÖLHÆFASTA FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI ÍSLANDS OG ÞÓ AÐ VÍÐAR VÆRI LEITAÐ! • FLOTTUSTU BÚNINGARNIR. • ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA FRAMLEIÐSLU EÐA MERKINGAR. • 846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS TIL MERKINGA EÐA EKKI. SÍÐAN 1969 Excecutive & Professional Language Training Markviss enskuþjálfun fyrir fólk í erlendum samskiptum Námskeið erlendis fyrir þá sem vilja bæta stöðu sína og ná betri tökum á faglegu tungutaki. Hagnýt þjálfun og reyndir kennarar tryggja miklar framfarir á stuttum tíma. Form nám- skeiða er sniðið að þörfum hvers og eins. Lengd; Ein vika, eða fleiri og í boði allt árið. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, tók á móti dr. Jung-Yul Choi, nýkjörnum alþjóðaforseta Lions- hreyfingarinnar, á Bessastöðum í gær. Forseti Íslands hefur lengi verið verndari Lions á Íslandi að sögn Kristins Hannessonar, siða- reglustjóra Lions á Íslandi. Forsetarnir ræddu um aukinn ferðamannastraum frá Suður-Kóreu til Íslands, málefni sykursjúklinga, sem Lionshreyfingin hefur vakið at- hygli á, og loftslagsmál. „Það var góð stemning og þeir voru báðir á léttum nótum í óformlegu spjalli. Það er alltaf mikill heiður að fá að koma á Bessastaði og heimsækja forsetann okkar. Við erum þakklát fyrir það að fá á hverju ári að heim- sækja Bessastaði,“ sagði Kristinn. Dr. Jung-Yul Choi er fæddur og uppalinn í Suður-Kóreu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og Kóreustríðsins. Hann ólst upp við mikla fátækt og braust til mennta fyrir eigin dugnað, að sögn Jóhönnu Thorsteinson, umdæmisstjóra við Lionshreyfingarinnar á Íslandi. Lions eru ein stærstu hjálp- arsamtök heims og voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917. Hreyf- ingin telur yfir 1,4 milljónir fé- lagsmanna í 46 þúsund Lions- klúbbum í 206 löndum. Lions er óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum en miðar að því að ýta undir eflandi og þroskandi umræður. Lions á Íslandi hefur veitt styrki til nokkurra íslenskra stofnana. Þar má nefna styrki fyrir ómskoðunartæki, augnskurðtæki fyrir Landspítala og rita fyrir Námsgagnastofnun. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forsetar Guðni Th. tók vel á móti dr. Jung-Yul Choi, alþjóðaforseta Lions og eiginkonu hans, Seung-Bok. Alþjóðaforseti Lions heimsækir Ísland  Guðni tók á móti nýkjörnum dr. Jung-Yul, alþjóðaforseta Miðstjórn ASÍ samþykkti ályktun í gær þar sem þess er krafist að til- lögur stjórnvalda um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk líti dagsins ljós þegar í stað. Stjórnvöld hafi lofað að- gerðum í skattamálum í tengslum við gerð kjarasamninganna 4. apríl en nú þegar fimm mánuðir séu liðnir bóli enn ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólkið. „Við höfum lagt á það áherslu all- an tímann að þetta kæmi sem fyrst,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Við finnum það að okkar félags- menn eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir þessu. Mjög margir samþykktu kjarasamningana út á þessi loforð. Þetta fer alveg í hjartað á þeim samningum sem voru undirritaðir í vor og samþykktir og mér finnst að stjórnvöld skuldi launafólki í landinu að koma með skýrar útfærslur sem fyrst,“ segir hún. Í yfirlýsingu ASÍ í gær segir að frá undirritun kjarasamninganna séu „einu skattatillögur stjórnvalda áform um breytingar á fjármagns- tekjuskatti þannig að fjármagnseig- endur þurfi ekki að greiða skatt af öllum fjármagnstekjum heldur ein- ungis raunvöxtum. Það virðist því forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan ból- ar ekkert á áðurnefndum skatta- lækkunum fyrir lágtekjufólk.“ Miðstjórnin ræddi einnig um launahækkanir ríkisforstjóra sem fram koma í svari fjármálaráðherra á Alþingi og segir Drífa að þær mælist ekki vel fyrir meðal launa- fólks í ASÍ. „Allt sem er í átt að ójöfnuði dregur úr því sem við vorum að reyna að gera með kjarasamning- um í vor,“ segir hún. omfr@mbl.is Krefjast efnda í skattamálum  Ræddu launahækkanir ríkisforstjóra Ekki gjaldþrot Í frétt blaðsins gær í umfjöllun um kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. var sagt að kröfurnar væru vegna gjaldþrots. Það er ekki rétt, kröf- urnar eru tilkomnar vegna rekstrar- stöðvunar félagsins í kjölfar gjald- þrots WOW air. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.