Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
FALLEGAR
HAUSTVÖRUR
frá
Frábærar
buxur á
16.900 kr.
Peysa
8.900 kr.
Buxur frá
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 15.900
Str. 36-46 • Sídd 78cm
3 litir: svart, dökkblátt og galla
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Nýjar vörur Haust 2019 – frá
Str.
38-58
Brautarholti 24 • 105 Reykjavík • S.: 562 6464 • henson@henson.is
SENNILEGA FJÖLHÆFASTA FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI ÍSLANDS
OG ÞÓ AÐ VÍÐAR VÆRI LEITAÐ!
• FLOTTUSTU BÚNINGARNIR.
• ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA
FRAMLEIÐSLU EÐA MERKINGAR.
• 846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS
TIL MERKINGA EÐA EKKI.
SÍÐAN 1969
Excecutive
& Professional
Language Training
Markviss enskuþjálfun
fyrir fólk í erlendum samskiptum
Námskeið erlendis fyrir þá sem vilja bæta stöðu sína og ná
betri tökum á faglegu tungutaki. Hagnýt þjálfun og reyndir
kennarar tryggja miklar framfarir á stuttum tíma. Form nám-
skeiða er sniðið að þörfum hvers og eins. Lengd; Ein vika, eða
fleiri og í boði allt árið.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, tók á móti dr. Jung-Yul Choi,
nýkjörnum alþjóðaforseta Lions-
hreyfingarinnar, á Bessastöðum í
gær. Forseti Íslands hefur lengi verið
verndari Lions á Íslandi að sögn
Kristins Hannessonar, siða-
reglustjóra Lions á Íslandi.
Forsetarnir ræddu um aukinn
ferðamannastraum frá Suður-Kóreu
til Íslands, málefni sykursjúklinga,
sem Lionshreyfingin hefur vakið at-
hygli á, og loftslagsmál.
„Það var góð stemning og þeir voru
báðir á léttum nótum í óformlegu
spjalli. Það er alltaf mikill heiður að fá
að koma á Bessastaði og heimsækja
forsetann okkar. Við erum þakklát
fyrir það að fá á hverju ári að heim-
sækja Bessastaði,“ sagði Kristinn.
Dr. Jung-Yul Choi er fæddur og
uppalinn í Suður-Kóreu á tímum
seinni heimsstyrjaldarinnar og
Kóreustríðsins. Hann ólst upp við
mikla fátækt og braust til mennta
fyrir eigin dugnað, að sögn Jóhönnu
Thorsteinson, umdæmisstjóra við
Lionshreyfingarinnar á Íslandi.
Lions eru ein stærstu hjálp-
arsamtök heims og voru stofnuð í
Bandaríkjunum árið 1917. Hreyf-
ingin telur yfir 1,4 milljónir fé-
lagsmanna í 46 þúsund Lions-
klúbbum í 206 löndum. Lions er óháð
stjórnmálaflokkum og trúfélögum en
miðar að því að ýta undir eflandi og
þroskandi umræður.
Lions á Íslandi hefur veitt styrki til
nokkurra íslenskra stofnana. Þar má
nefna styrki fyrir ómskoðunartæki,
augnskurðtæki fyrir Landspítala og
rita fyrir Námsgagnastofnun.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Forsetar Guðni Th. tók vel á móti dr. Jung-Yul Choi, alþjóðaforseta Lions og eiginkonu hans, Seung-Bok.
Alþjóðaforseti Lions
heimsækir Ísland
Guðni tók á móti nýkjörnum dr. Jung-Yul, alþjóðaforseta
Miðstjórn ASÍ samþykkti ályktun í
gær þar sem þess er krafist að til-
lögur stjórnvalda um skattalækkanir
fyrir lágtekjufólk líti dagsins ljós
þegar í stað. Stjórnvöld hafi lofað að-
gerðum í skattamálum í tengslum
við gerð kjarasamninganna 4. apríl
en nú þegar fimm mánuðir séu liðnir
bóli enn ekkert á skattalækkunum
fyrir lágtekjufólkið.
„Við höfum lagt á það áherslu all-
an tímann að þetta kæmi sem fyrst,“
segir Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Við finnum það að okkar félags-
menn eru orðnir mjög óþreyjufullir
eftir þessu. Mjög margir samþykktu
kjarasamningana út á þessi loforð.
Þetta fer alveg í hjartað á þeim
samningum sem voru undirritaðir í
vor og samþykktir og mér finnst að
stjórnvöld skuldi launafólki í landinu
að koma með skýrar útfærslur sem
fyrst,“ segir hún.
Í yfirlýsingu ASÍ í gær segir að frá
undirritun kjarasamninganna séu
„einu skattatillögur stjórnvalda
áform um breytingar á fjármagns-
tekjuskatti þannig að fjármagnseig-
endur þurfi ekki að greiða skatt af
öllum fjármagnstekjum heldur ein-
ungis raunvöxtum. Það virðist því
forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að
hlífa fjármagnseigendum við að
greiða sitt til samfélagsins eins og
launafólki ber að gera. Á meðan ból-
ar ekkert á áðurnefndum skatta-
lækkunum fyrir lágtekjufólk.“
Miðstjórnin ræddi einnig um
launahækkanir ríkisforstjóra sem
fram koma í svari fjármálaráðherra
á Alþingi og segir Drífa að þær
mælist ekki vel fyrir meðal launa-
fólks í ASÍ. „Allt sem er í átt að
ójöfnuði dregur úr því sem við vorum
að reyna að gera með kjarasamning-
um í vor,“ segir hún. omfr@mbl.is
Krefjast efnda
í skattamálum
Ræddu launahækkanir ríkisforstjóra
Ekki gjaldþrot
Í frétt blaðsins gær í umfjöllun um
kröfur í tryggingarfé Gaman ehf.
var sagt að kröfurnar væru vegna
gjaldþrots. Það er ekki rétt, kröf-
urnar eru tilkomnar vegna rekstrar-
stöðvunar félagsins í kjölfar gjald-
þrots WOW air. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT