Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 m. M18 FUEL™ skilar afli til að saga á við bestu bensínknúnu keðjusagirnar. POWESTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu M18 FCHS Alvöru keðjusög fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fjölmenni var við opnun list- og sögu- sýningar í Kakalaskála við bæinn Kringlumýri í Blönduhlíð í Skagafirði um liðna helgi, þar sem getur að líta verk 14 listamanna frá 10 þjóðlönd- um. Dvöldu listamennirnir í þrjár vik- ur að Kringlumýri í vor og fengu það verkefni að túlka sögu Þórðar kakala Sighvatssonar, oddvita Sturlunga, er hafði sigur yfir Ásbirningum í mann- skæðasta bardaga Íslandssögunnar, Haugsnesbardaga, árið 1246. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra opnuðu sýninguna, eins og fram kom í Morgunblaðinu á mánu- dag. Sigurður Hansen hefur ásamt eiginkonu sinni, Maríu Guðmunds- dóttur, og fjölskyldu byggt upp menningartengda ferðaþjónustu á bænum, sem hófst með því að útihúsi var breytt í Kakalaskála og Sigurður setti upp útilistaverk á eyrunum við Djúpadalsá, á þeim stað sem hann tel- ur Haugsnesbardaga hafa farið fram. Þar standa steinar fyrir bardaga- menn beggja liða. Hófst fyrir 10 árum Í ávarpi við opnun sýningarinnar sagðist Sigurður vera þakklátur fyrir að hafa komist með verkefnið á þenn- an stað. Upphafinu lýsti hann með skemmtilegum hætti: „Ég byrjaði á þessu verkefni fyrir 10 árum, með sviðsetningu á þeirri til- gátu sem ég hef um Haugsnesbar- daga. Ég var búinn og setja fram þessa tilgátu og við áttum í dálitlum vanda með að útskýra hana. Við vor- um eitt sinn á ferðinni hér niður veg- inn, við Maja, þá minntist ég á það við hana að ég þyrfti að sviðsetja bardag- ann. „Já, blessaður, gerðu það,“ sagði hún. Það má segja að þetta hafi verið fyrsta skrefið. Síðan hefur þetta þróast og ég hef vaðið áfram án þess að vita í hverju maður myndi lenda.“ Á síðasta ári var hann síðan langt kominn með að undirbúa hljóðleið- sögn um sýningarsal Kakalaskála. Hafði hann séð fyrir sér listaverk í salnum sem gætu sýnt söguna kring- um Haugsnesbardaga. Sigurður leit- aði ráða hjá Jóni Adólf Steinólfssyni myndlistarmanni, sem hafði gert róðukross sem reistur var á eyrunum norðan við Djúpadalsá til minningar um sama bardaga. Jón Adólf kom með þá hugmynd að fá listamenn víða að til að túlka bar- dagann með verkum sínum. Auglýst var eftir listafólki til að taka þátt. Voru viðbrögðin mikil því hátt í 90 umsóknir bárust. Valdir voru 13 lista- menn úr þessum hópi, frá 10 þjóð- löndum. Sá fjórtándi var síðan Jón Adólf sjálfur, en hver listamaður á tvö verk á sýningunni, sem ber heitið „Á söguslóð Þórðar kakala“. Við opnunina voru flutt nokkur ávörp og Karlakórinn Heimir söng, en Sigurður er einmitt félagi í þeim kór. Guðni Th. Jóhannesson sagði sýn- inguna „magnaða á marga lund“ og bera vitni um listfengi listamannanna. Efniviðurinn væri menningararfur okkar og saga. Vitnaði Guðni í Sigurð Nordal, sem hefði sagt að það tvennt varðaði sjálfstæða þjóð mestu, að standa djúpum rótum í fornum jarð- vegi en vera um leið umburðarlynd og næm á nýjar hugsjónir. „Þetta er sönn menning, þetta er alþjóðleg og þjóðleg menning. Hana höfum við hér og hennar fáum við að njóta saman,“ sagði Guðni og óskaði Sigurði Hansen og fjölskyldu hans til hamingju með sýninguna og glæsilegan Kakalaskála. Kaldur sviti fór um ráðherra Þórdís Kolbrún flutti einnig ávarp, eftir að hún hafði ásamt forsetanum fengið leiðsögn um sýninguna í fylgd Sigurðar og Maríu. Hún sagði verkin hafa haft mikil áhrif á sig, meiri en hún hefði reiknað með fyrir fram, og þann- ig yrði það án efa um fleiri sem kæmu á sýninguna. Hún hóf ávarp sitt á að rifja stutt- lega upp Haugsnesbardaga. „Þetta var hörð orrusta og óvægin þar sem um eitt þúsund og þrjú hundruð menn börðust svo hatramm- lega að vel rúmlega eitt hundrað þeirra féllu í valinn. Ég skal viður- kenna að þegar ég áttaði mig á stærðargráðu orrustunnar – og því að það voru vandfundnir þeir ein- staklingar á Íslandi sem ekki tengdust bardaganum með einum eða öðrum hætti – þá fór kaldur sviti um dóms- málaráðherrann, þegar ég hugsaði til þess ef álitamál af viðlíka stærðar- gráðu kæmi upp í dag. Ég efa að við gætum fundið einn einasta óvilhalla dómara sem teldist uppfylla hæfis- kröfur dagsins í dag sökum fjölskyldu- tengsla, vináttu, hagsmunaárekstra eða annarra tengsla við málsaðila,“ sagði Þórdís og uppskar hlátur við- staddra. Sagði hún framtak Sigurðar og fjöl- skyldu dýrmætt. Kakalaskáli myndi um langa tíð halda á lofti nöfnum „fóstbræðranna“ Þórðar kakala og Sigurðar Hansen. „Já, blessaður, gerðu það“  Sýning um Þórð kakala opnuð í Kakalaskála í Skagafirði  Forseti og ráðherra opnuðu sýninguna  Verk 14 listamanna frá 10 löndum  Sönn menning, þjóðleg og alþjóðleg, sagði forseti Íslands Morgunblaðið/Björn Jóhann Söguslóð Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir fylgdu Guðna Th. Jóhannessyni og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur um sýninguna. Hér eru þau við verk eftir Zilvinas Balkevicius, sem sýnir Steinvöru á Keldum, systur Þórðar kakala, hampa búrlyklinum. Sagði hún við mann sinn, Hálfdán, að fyrst hann væri slík kerling að ganga ekki til orrustu væri réttara að hann gætti búrsins en hún fengi exina og fylgdi bróður sínum til bardaga. Dauðastríð Hér er verk eftir listakonuna Nathalie Groeneweg frá Frakk- landi, með ljóði eftir Sigurð Hansen. Myndin og ljóðið túlka dauðastríð Kol- beins unga, en hann lést af bringusári sem hann hlaut við leik. Guðni Th. Jóhannesson forseti sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir sig sem sagnfræðing væri einkar ánægjulegt að kynnast verk- efni á borð við það sem Sigurður Hansen og fjölskylda stæðu að. „Hér er sögð mögnuð saga. Það er merkilegt að Sigurður fékk til sín hóp valinkunnra erlendra lista- manna sem ég þykist vita að hafi ekki verið mjög kunnugir þessari sögu er þeir komu hingað, en ná svo að gera sér eins mikinn mat úr þessu og raun ber vitni. Þarna blandast saman hið þjóðlega og al- þjóðlega og við getum eiginlega ekki sagt sögu Sturlungaaldar betur,“ sagði Guðni. Miðlað á ólíka vegu Í sömu ferð um Skagafjörð heim- sótti forsetinn einnig nýju sýndar- veruleikasýninguna á Sauðárkróki, 1238 – Baráttan um Ísland, þar sem atburðum Sturlungaaldar eru gerð skil með nýstárlegum hætti. „Það er magnað að sjá hvernig við höfum þennan efnivið, söguna, og getum miðlað henni á svo ólíka vegu, hér við Haugsnes á stein- unum berum og með krossum á steinunum sem táknar þá sem féllu. Nakinn einfaldleikinn og mögnuð upplifun. Og svo með nýjustu tækni og vísindum stígum við inn í þennan heim á sýningunni á Sauðárkróki og fáum þennan heim beint í æð ef svo má segja. Þetta eru sömu við- burðir, sami löngu liðni tími en ólík- ar leiðir til þess að upplifa hann,“ sagði Guðni og bætti við: „Sagan er hérna á hverju strái. Auðvitað eigum við Íslendingar mikla sögu við hverja þúfu en að öðrum ólöstuðum þá eru Skagfirð- ingar óvenju ríkir að sögum og ævintýrum og gera vel í því að hlúa að þessum sagnaarfi, vinna með hann og laða fólk til sín.“ Ljósmynd/Áskell Heiðar Vígalegir Guðni Th. Jóhannesson skoðaði sýninguna 1238 með Áskeli Heiðari Ásgeirssyni. Sagan á hverju strái í Skagafirði  Forseti skoðaði tvær ólíkar sýningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.