Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Tilboðsverð frá
1.480.000
Mest seldu f
jórhjól
á Íslandi á ti
lboði!
ALLT AÐ 1
90.000 kr
.
AFSLÁTTU
R! 1.290.000
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
,,Það er erfitt að setja stiku á breyt-
ingarnar sem orðið hafa hjá mér sl.
tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var,
en hluti af mér er enn til staðar.
Eftir að ég stóð upp og sagði frá því
að ég væri með Alzheimer upplifði
ég frjálsræði og skömmin sem ég
upplifði af því að vera með sjúkdóm-
inn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guð-
mundsdóttir, sem greindist með
Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum
árum, þá 51 árs gömul.
Ellý, sem sagði hreinskilningslega
frá sjúkdómi sínum á ráðstefnu Ís-
lenskrar erfðagreiningar fyrir
tveimur árum, ætlar að taka þátt í
Reykjavíkurmaraþoninu á laugar-
daginn með hlaupahópnum „Gleym-
um ekki gleðinni“ sem hleypur til
styrktar Alzheimersamtökunum.
Hlaupahópurinn hleypur nú í þriðja
sinn en hann var stofnaður eftir að
Stefán Hrafnkelsson greindist með
Alzheimersjúkdóminn, 58 ára gam-
all. Nú hafa fimm einstaklingar til
viðbótar sem greindir hafa verið
með Alzheimer ungir og fjölskyldur
þeirra bæst í hópinn. ,,Gleymum
ekki gleðinni“ vísar til þess að mikil-
vægt sé að gleyma ekki gleðinni
þrátt fyrir að minnið láti undan síga.
Áður en Ellý greindist gegndi hún
starfi borgarritara, hún fékk að sögn
mikinn stuðning hjá borginni og
starfar enn í 60% starfi á umhverfis-
og skipulagssviði. Ellý segist hafa
brunnið fyrir umhverfismálum alla
tíð og fór m.a. í nám í umhverfisrétti
til Bandaríkjanna árið 1994. Auk
vinnunnar taka Ellý og Magnús þátt
í starfi hóps innan sérstakrar deildar
Alzheimersamtakanna sem gengur
undir nafninu Frumkvöðlarnir. Í
þeim hópi eru tólf manns, sex ein-
staklingar sem greinst hafa ungir
með Alzheimer og makar þeirra.
„Átta manns voru í hópnum í upp-
hafi og hópurinn mun stækka enn
frekar. Í Frumkvöðlum í dag eru
einstaklingar frá rúmlega 50 til 66
ára. Hópurinn hittist mánaðarlega
og þess utan hittist hann til þess að
gera eitthvað skemmtilegt saman,“
segir Magnús Karl Magnússon,
eiginmaður Ellýjar, sem bendir á
mikilvægi þess að eiga samskipti við
fólk sem er í svipaðri stöðu. Fólks
sem ennþá er úti í lífinu. Ellý Katrín
bætir við að hún sé sú eina í hópnum
með Alzheimer sem sé enn í vinnu.
Dró úr jákvæðni og lífsgleði
Ellý Katrín segist vera fegin að
hafa stigið fram og sagt frá Alzheim-
ersjúkdómnum og komið til dyranna
eins og hún sé klædd, það sé í hennar
eðli. Það hafi verið gott að koma út
úr skápnum. Magnús bætir við að á
meðan greiningarferlið var í gangi
og feluleikurinn stóð yfir hafi dregið
aðeins úr jákvæðni og lífsgleði sem
alltaf hafi einkennt Ellý. Magnús
tekur undir með henni og segir það
breyta miklu að allt sé uppi á borð-
inu gagnvart öllum þeim sem við um-
göngumst. Svar við einfaldri spurn-
ingu eins og „Hvað er að frétta?“ sé
allt annað ef eitthvað er ósagt. Ellý
segir að margir hafi stoppað sig út á
götu og ekki síst eldri kynslóðin eftir
erindi hennar hjá Íslenskri erfða-
greiningu og þakkað henni fyrir að
segja frá. Magnús segir margt hafa
breyst eftir greiningu Ellýjar. Hann
hafi stigið til hliðar í ýmsum stjórn-
unarstörfum og horfi meira á þætti í
vinnu og utan hennar sem hann hafi
mestan áhuga á.
Elly og Magnús lifa heilbrigðu lífi
og leggja áherslu á svokallað „Mind
diet“-mataræði sem fellur vel að
næringarmarkmiðum landlæknis;
grófmeti, hollar olíur, minna af
rauðu kjöti og meira af grænmeti.
,,Líka bláber“ skýtur Ellý inn í og
bætir við að svo fylgi mataræðinu
eitt glas af rauðvíni á dag.
,,Á hverju kvöldi erum við með
gæðastund þar sem við fáum okk-
ur eitt rauðvínsglas, förum yfir dag-
inn og hlustum á góða tónlist,“ segja
Ellý og Magnús sem vanda sig við
það sem þau gera og einbeita sér að
því að njóta augnabliksins og þess
sem gefur lífinu gildi.
„Ég er ekki sú sama og ég var“
Greind með Alzheimer 51 árs Einbeita sér að því að njóta lífsins og því sem gefur lífinu gildi
Starfa með Frumkvöðlum, hópi fólks sem greint hefur verið ungt með Alzheimer og mökum þeirra
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Samhent Magnús Karl Magnússon og Ellý Katrín Guðmundsdóttir takast á
við Alzheimersjúkdóminn með því að njóta lífsins saman.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Hlauparar „Gleymum ekki gleðinni“ með Stefáni, Ellý, Jónasi, Steinþóri,
Gunnlaugi, Eiríki og fjölskyldum ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af
Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum
hefur haft mikil áhrif á vistkerfi
landsins. Áður gat sandfokið verið
slíkt að búfénaður drapst og bújarðir
lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og
Norðausturlandi. Það voru hamfarir
sem fólk í dag á bágt með að skilja.
Fjallað er um sandauðnirnar,
sandfok og ryk á Íslandi í nýjasta
hefti Náttúrufræðingsins (89. árg.,
1.-2. hefti). Höfundar eru dr. Ólafur
Arnalds, prófessor við Landbúnaðar-
háskóla Íslands (LbhÍ), Elín Fjóla
Þórarinsdóttir, sérfræðingur hjá
Landgræðslu ríkisins, og Fanney
Ósk Gísladóttir, lektor við LbhÍ.
Foksandur getur borist langt frá
upprunastað og jafnvel myndað tuga
kílómetra langar „sandleiðir“. Ólafur
sagði að margar sandleiðanna væru
vel skilgreindar. „Einna frægust
núna er sandleiðin frá svæðinu við
Hagavatn og inn á Rótarsand. Hún
er yfir 16 kílómetra löng. Trúlega eru
tuga kílómetra langar sandleiðir í
Ódáðahrauni,“ sagði Ólafur.
Hann sagði mikilvægt að finna
upptök sandfoks. Oft eru þau við ár
sem renna undan jökli. Árnar mynda
flæður og hlaða sífellt meiri sandi inn
í kerfið. Jökullinn skilar breiðri
blöndu af kornastærðum í framburð-
inum. Fínasta efnið tekur flugið og
myndar rykmekki en eftir situr gróf-
ari sandur.
Ekki er vitað hve stór hluti af sand-
flæmum landsins er uppblásið land,
að sögn Ólafs. Gróft áætlað gæti það
verið um helmingur sandanna. „Það
eru t.d. stór svæði í Ódáðahrauni sem
eitt sinn voru gróin en eru uppblásin.
Önnur svæði urðu reglulega fyrir
áföllum en greru upp þess á milli.
Birkiskógar uxu um allt Suðurland
þótt jökulhlaup hafi reglulega flæmst
yfir suma þeirra. Þegar búið var að
eyða birkiskógunum skorti fræfall og
rótarleifar til að skógurinn gæti vaxið
upp á ný,“ sagði Ólafur. Hann nefndi
að fyrir tíma virkjana í Þjórsá hefði
komið mikil vorflóð sem skilaði mikl-
um sandi á slétturnar við ána. Þar
voru skógar sem komu í veg fyrir að
sandurinn tæki á rás.
Sandfokið var skaðvaldur
Ólafur sagði að á öldum áður, sér-
staklega á 19. öld, hefðu menn ekkert
ráðið við foksandinn. Skógarhögg og
beit áttu líklega sinn þátt í því. „Það
eru þúsundir ferkílómetra á afréttum
Suðurlands þar sem skógarhögg,
beit, eldgos og framgangur sands
hafa spilað saman,“ sagði Ólafur.
Sandgræðsla ríkisins, sem síðar
hét Landgræðsla ríkisins og nú
Landgræðslan, var sett á fót 1907 til
að stöðva framrás sands og koma í
veg fyrir uppblástur. „Það hefur
náðst mikill árangur og flestir áfoks-
geirar landsins verið stöðvaðir. Þegar
við förum t.d. um Hellu í dag sjáum
við grasi gróin tún og beitilönd. Þetta
var allt sandur áður,“ sagði Ólafur.
Svartir sandar Íslands eru sér-
stakir á heimsvísu. Samsetning ís-
lensks sands er allt öðru vísi en sands
víðast hvar annars staðar. Sandarnir
hér eru langstærstu basaltglersand-
ar í heiminum. Þeir eru m.a. ríkir af
þungmálmum. Ólafur sagði að tilgát-
ur hefðu verið settar fram um að fok
sands út í sjó hefði haft jákvæð áhrif
á vaxtarskilyrði og frumframleiðni í
hafinu.
Greinin í Náttúrufræðingnum er
sú fyrri af tveimur. Fjallað verður um
nokkur virkustu sandsvæðin í ann-
arri grein í Náttúrufræðingnum síðar
á þessu ári. Þar verður lögð áhersla á
uppfok, ryk, áfok og áhrif áfoks á
vistkerfi.
Sandauðnirnar þekja
um fimmtung Íslands
Foksandur var mikill skaðvaldur Tuga km „sandleiðir“
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sáð í sand Menn hafa lært að hemja sand og sandfok á ýman hátt.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
,,Við erum alltaf að endurskoða verk-
ferla og hvernig við getum nýtt fjár-
magnið betur til þess að stytta óá-
sættanlegan biðlista barna eftir
ADHD-greiningu,“ segir Óskar
Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. Óskar segir
þjónustu við börn og foreldra mjög
góða en biðin sé vandamál. Þar sé
bæði um að ræða greiningu en ekki
síður ákveðna meðferð að henni lok-
inni.
,,Vinnuhópur með fulltrúum frá
landlækni, BUGL, Greiningarstöð og
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
hefur verið að störfum til að leita leiða
til styttri biðtíma barna sem þurfa á
greiningu að halda,“ segir Óskar og
bætir við að umræðan sem nú fari
fram hvetji hópinn enn frekar til þess
að finna viðeigandi lausn. Óskar segir
að meðal þeirra hugmynda sem
ræddar hafi verið sé hvort hægt sé að
flytja ákveðnar greiningar inn á
heilsugæsluna í samstarfi við Þroska-
og hegðunarstöð. Flytja eitthvað af
greiningunum yfir á BUGL eða
Greiningarstöð. Einnig sé í skoðun
hvort og hvernig aukið fjármagn gæti
stytt biðtíma barna sem sannarlega
þurfi á hjálp að halda.
Leita leiða til að
stytta biðlistana
Óásættanlegur biðtími eftir greiningu