Morgunblaðið - 22.08.2019, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sumarið var komið í Ósló þegar Her-
mann Ingólfsson, sendiherra Íslands
í Noregi, bauð Morgunblaðinu í
sendiráðið við Stórþingsgötu.
Fjölmenn sendinefnd frá Reykja-
víkurborg sat þá ráðstefnu um skipu-
lagsmál og var Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri meðal ræðumanna. Á
leiðinni frá hótelinu að sendiráðinu
minnti ýmislegt á Ísland. Ný þýðing á
skáldsögunni Sögu Ástu eftir Jón
Kalman Stefánsson var í útsýn-
isglugga bókabúðar og við þjóðleik-
húsið var auglýsing á verkinu Faust í
leikstjórn Mikaels Torfasonar og
Þorleifs Arnarsonar. Þaðan mátti sjá
stóra auglýsingu vegna tónleika Ólafs
Arnalds í sal sinfóníuhljómsveit-
arinnar, sem fóru fram í júníbyrjun.
Lengra til suðurs, út á Þjófshólma,
stýrir Gunnar B. Kvaran Astrup
Fearnley-nútímalistasafninu, einu
helsta listasafni Noregs.
Með þetta í huga lék blaðamanni
forvitni á að vita hvað hefði helst drif-
ið á daga sendiherrans.
Var að undirbúa brottför
Það er alltaf sérstök upplifun að
heimsækja sendiráðið. Lyftan er
pínulítil og frá byrjun síðustu aldar.
Sendiráðið er á áttundu hæð en
þaðan er mikið útsýni yfir borgina.
Hermann var að undirbúa brottför
frá Ósló þegar viðtalið var tekið en
Ingibjörg Davíðsdóttir tók við stöð-
unni um síðustu mánaðamót.
Hermann segist aðspurður hafa
myndað töluvert tengslanet í Noregi.
Hann hafi eignast marga vini og
kunningja og kynnst Íslendingum um
allan Noreg. Hins vegar sé gott að
breyta til og leita á ný mið.
„Ég hef styrkst í þeirri trú hversu
gott það er að færa fólk til svo maður
festist ekki í viðjum vanans, heldur
hugsi hlutina upp á nýtt.“
– Geturðu sagt mér frá þinni sendi-
herratíð? Þú tekur við þegar ein-
hverjir mestu fólksflutningar frá Ís-
landi til Noregs eru að baki. Hvað
hefur borið hæst á þessum árum, á
tímabilinu frá 2015-2019?
„Þegar forseti Íslands kom í opin-
bera heimsókn til Noregs í mars
2017. Slík opinber heimsókn er af-
skaplega mikilvæg til þess að styrkja
tengslin og leita nýrra leiða til sam-
starfs. Forsetahjónin komu hér og
þeim var mikill sómi sýndur. Það var
mikil dagskrá, þriggja daga heim-
sókn. Þau voru tvo daga hér í Ósló og
einn dag í Björgvin og komu víða við.
Það var mikið fjallað um menning-
artengsl ríkjanna en hápunkturinn
var að Ísland færði Norðmönnum 500
eintök – það var þjóðargjöf – af
norskri útgáfu af Íslendingasögunum
sem kom út árið 2014 og er nú búið að
dreifa í bókasöfn um allan Noreg.“
Vigdís kom árið 1992
– Var langt liðið frá síðustu heim-
sókn forseta Íslands?
„Frú Vigdís Finnbogadóttir kom
hingað í opinbera heimsókn árið 1992
og herra Ólafur Ragnar Grímsson ár-
ið 1997.“
– Morgunblaðið fjallaði um heim-
sókn Vigdísar til Óslóar fyrir nokkr-
um árum. Hvert var aftur tilefnið?
„Það var í ársbyrjun 2016 sem Vig-
dís kom hingað til borgarinnar. Til-
efnið var röð sex fyrirlestra veturinn
2015-16 sem skipulagðir voru af Jóni
Gunnari Jørgensen, prófessor í nor-
rænum fræðum við Óslóarháskóla.
Hann hefur unnið þrekvirki í menn-
ingarmálum og meðal annars verið
ritstjóri að Íslendingasögunum. Við
Íslendingar eigum honum mikið að
þakka.“
Falla vel inn í hópinn
– Hvers vegna leita Íslendingar til
sendiherrans?
„Íslendingar í Noregi samlagast
norsku þjóðfélagi mjög vel og eru eft-
irsóttir starfsmenn. Það liggur nokk-
uð vel fyrir okkur að læra tungu-
málið. Hingað hafa flust þúsundir
Íslendinga [á þessari öld] sem hafa
farið í fjölbreytt störf vítt og breitt
um landið og almennt staðið sig vel.
Ég fer víða og hitti marga Norðmenn
og það er stórmerkilegt hversu marg-
ir Norðmenn hafa einhver tengsl við
Ísland.
Um 9.500 Íslendingar eru búsettir
í Noregi. Hingað hringja margir og
spyrja um allskyns mál og leita leið-
beininga. Fólk þarf að ræða við
norskar stofnanir um allt frá lífeyris-
málum yfir í skattamál og jafnvel
leita sér lögfræðilegrar aðstoðar. Við
reynum að leiðbeina fólki um hvert
það getur snúið sér.
Fólk kemur þó fyrst og fremst
hingað í sendiráðið til að sækja um
vegabréf en við höfum fengið allt að
1.300 umsóknir um vegabréf á einu
ári. Við erum með tæki sem eru
tengd við Þjóðskrá og þetta er því
eins og að sækja um vegabréf hjá
sýslumanni á Íslandi.“
– Þetta er há tala? 1.300 manns?
„Það var toppurinn. Hingað koma
líka ansi margir Íslendingar sem eru
í námi heima á Íslandi en taka prófin
hér. Það er mikill straumur af slíkum
námsmönnum í desember og janúar
og eins á vormánuðum. Fólkið tekur
próf í öllu milli himins og jarðar.
Margir eru í menntaskóla eða í há-
skóla.“
– Hvernig hefur vöxtur ferðaþjón-
ustunnar birst í ykkar störfum?
Ljósmynd/Hermann Ingólfsson
Gay Pride í Ósló Hermann, Erla Óladóttir, starfsmaður í
sendiráðinu í Ósló, og Hildur Blöndal, kona Hermanns.
Ljósmynd/Myriam Marti/Birt með leyfi
2017 Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Haraldur V. Noregskonungur og Sonja
drottning. Forsetahjónin kynntu sér m.a. menningarstarfsemi og frumkvöðlastarf.
Ljósmynd/Sendiráð Íslands í Ósló/Birt með leyfi
Heimsókn í apríl 2019 Astrid prinsessa, systir
konungs, með Hermanni og Hildi.
Íslendingar áberandi í Noregi
Hermann Ingólfsson hætti sem sendiherra í Noregi um síðustu mánaðamót Segir íslenskt listafólk
áberandi í Noregi Ný útgáfa Flateyjarbókar hafi selst vel Mikil viðskipti milli Íslands og Noregs
Ljósmynd/ Steinars Foto & Repro/Birt með leyfi
Í Dalsfirði Afsteypa af styttunni af Ingólfi Arnarsyni stendur í heimabyggð
landnámsmannsins í Rivedal í Dalsfirði. Hér er Hermann ásamt Ole Andre
Klausen sveitarstjóra og þeim hjónum Petter Jonny og Ninu Rivedal.
SJÁ SÍÐU 28
LISTHÚSINU
Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugard. í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Nýjar vörur