Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sumarið var komið í Ósló þegar Her- mann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, bauð Morgunblaðinu í sendiráðið við Stórþingsgötu. Fjölmenn sendinefnd frá Reykja- víkurborg sat þá ráðstefnu um skipu- lagsmál og var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri meðal ræðumanna. Á leiðinni frá hótelinu að sendiráðinu minnti ýmislegt á Ísland. Ný þýðing á skáldsögunni Sögu Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson var í útsýn- isglugga bókabúðar og við þjóðleik- húsið var auglýsing á verkinu Faust í leikstjórn Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnarsonar. Þaðan mátti sjá stóra auglýsingu vegna tónleika Ólafs Arnalds í sal sinfóníuhljómsveit- arinnar, sem fóru fram í júníbyrjun. Lengra til suðurs, út á Þjófshólma, stýrir Gunnar B. Kvaran Astrup Fearnley-nútímalistasafninu, einu helsta listasafni Noregs. Með þetta í huga lék blaðamanni forvitni á að vita hvað hefði helst drif- ið á daga sendiherrans. Var að undirbúa brottför Það er alltaf sérstök upplifun að heimsækja sendiráðið. Lyftan er pínulítil og frá byrjun síðustu aldar. Sendiráðið er á áttundu hæð en þaðan er mikið útsýni yfir borgina. Hermann var að undirbúa brottför frá Ósló þegar viðtalið var tekið en Ingibjörg Davíðsdóttir tók við stöð- unni um síðustu mánaðamót. Hermann segist aðspurður hafa myndað töluvert tengslanet í Noregi. Hann hafi eignast marga vini og kunningja og kynnst Íslendingum um allan Noreg. Hins vegar sé gott að breyta til og leita á ný mið. „Ég hef styrkst í þeirri trú hversu gott það er að færa fólk til svo maður festist ekki í viðjum vanans, heldur hugsi hlutina upp á nýtt.“ – Geturðu sagt mér frá þinni sendi- herratíð? Þú tekur við þegar ein- hverjir mestu fólksflutningar frá Ís- landi til Noregs eru að baki. Hvað hefur borið hæst á þessum árum, á tímabilinu frá 2015-2019? „Þegar forseti Íslands kom í opin- bera heimsókn til Noregs í mars 2017. Slík opinber heimsókn er af- skaplega mikilvæg til þess að styrkja tengslin og leita nýrra leiða til sam- starfs. Forsetahjónin komu hér og þeim var mikill sómi sýndur. Það var mikil dagskrá, þriggja daga heim- sókn. Þau voru tvo daga hér í Ósló og einn dag í Björgvin og komu víða við. Það var mikið fjallað um menning- artengsl ríkjanna en hápunkturinn var að Ísland færði Norðmönnum 500 eintök – það var þjóðargjöf – af norskri útgáfu af Íslendingasögunum sem kom út árið 2014 og er nú búið að dreifa í bókasöfn um allan Noreg.“ Vigdís kom árið 1992 – Var langt liðið frá síðustu heim- sókn forseta Íslands? „Frú Vigdís Finnbogadóttir kom hingað í opinbera heimsókn árið 1992 og herra Ólafur Ragnar Grímsson ár- ið 1997.“ – Morgunblaðið fjallaði um heim- sókn Vigdísar til Óslóar fyrir nokkr- um árum. Hvert var aftur tilefnið? „Það var í ársbyrjun 2016 sem Vig- dís kom hingað til borgarinnar. Til- efnið var röð sex fyrirlestra veturinn 2015-16 sem skipulagðir voru af Jóni Gunnari Jørgensen, prófessor í nor- rænum fræðum við Óslóarháskóla. Hann hefur unnið þrekvirki í menn- ingarmálum og meðal annars verið ritstjóri að Íslendingasögunum. Við Íslendingar eigum honum mikið að þakka.“ Falla vel inn í hópinn – Hvers vegna leita Íslendingar til sendiherrans? „Íslendingar í Noregi samlagast norsku þjóðfélagi mjög vel og eru eft- irsóttir starfsmenn. Það liggur nokk- uð vel fyrir okkur að læra tungu- málið. Hingað hafa flust þúsundir Íslendinga [á þessari öld] sem hafa farið í fjölbreytt störf vítt og breitt um landið og almennt staðið sig vel. Ég fer víða og hitti marga Norðmenn og það er stórmerkilegt hversu marg- ir Norðmenn hafa einhver tengsl við Ísland. Um 9.500 Íslendingar eru búsettir í Noregi. Hingað hringja margir og spyrja um allskyns mál og leita leið- beininga. Fólk þarf að ræða við norskar stofnanir um allt frá lífeyris- málum yfir í skattamál og jafnvel leita sér lögfræðilegrar aðstoðar. Við reynum að leiðbeina fólki um hvert það getur snúið sér. Fólk kemur þó fyrst og fremst hingað í sendiráðið til að sækja um vegabréf en við höfum fengið allt að 1.300 umsóknir um vegabréf á einu ári. Við erum með tæki sem eru tengd við Þjóðskrá og þetta er því eins og að sækja um vegabréf hjá sýslumanni á Íslandi.“ – Þetta er há tala? 1.300 manns? „Það var toppurinn. Hingað koma líka ansi margir Íslendingar sem eru í námi heima á Íslandi en taka prófin hér. Það er mikill straumur af slíkum námsmönnum í desember og janúar og eins á vormánuðum. Fólkið tekur próf í öllu milli himins og jarðar. Margir eru í menntaskóla eða í há- skóla.“ – Hvernig hefur vöxtur ferðaþjón- ustunnar birst í ykkar störfum? Ljósmynd/Hermann Ingólfsson Gay Pride í Ósló Hermann, Erla Óladóttir, starfsmaður í sendiráðinu í Ósló, og Hildur Blöndal, kona Hermanns. Ljósmynd/Myriam Marti/Birt með leyfi 2017 Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Haraldur V. Noregskonungur og Sonja drottning. Forsetahjónin kynntu sér m.a. menningarstarfsemi og frumkvöðlastarf. Ljósmynd/Sendiráð Íslands í Ósló/Birt með leyfi Heimsókn í apríl 2019 Astrid prinsessa, systir konungs, með Hermanni og Hildi. Íslendingar áberandi í Noregi  Hermann Ingólfsson hætti sem sendiherra í Noregi um síðustu mánaðamót  Segir íslenskt listafólk áberandi í Noregi  Ný útgáfa Flateyjarbókar hafi selst vel  Mikil viðskipti milli Íslands og Noregs Ljósmynd/ Steinars Foto & Repro/Birt með leyfi Í Dalsfirði Afsteypa af styttunni af Ingólfi Arnarsyni stendur í heimabyggð landnámsmannsins í Rivedal í Dalsfirði. Hér er Hermann ásamt Ole Andre Klausen sveitarstjóra og þeim hjónum Petter Jonny og Ninu Rivedal.  SJÁ SÍÐU 28 LISTHÚSINU Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugard. í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Nýjar vörur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.