Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 „Norskum ferðamönnum fjölgaði hratt á Íslandi þegar það varð ódýr- ara að ferðast til Íslands [eftir fall bankanna]. Norðmenn eru almennt mjög áhugasamir um Ísland og fyrir Norðmenn er það merkilegt að fara til Íslands. Þetta er því að hluta söguleg, eða menningartengd ferðamennska. Norskum ferðamönnum fjölgaði úr um 35 þúsund í 55 þúsund á ári á skömmum tíma eftir kreppuna á Ís- landi en síðan hefur þetta jafnast út og talan sigið töluvert undir 50 þús- und á ári. Við hjá sendiráðinu sinnum þessu nokkuð og þá helst með kynn- ingum á Íslandi með ferðasölum. Hér í Noregi eru ferðaskrifstofur sem sér- hæfa sig í að selja ferðir til Íslands. Ég hef kynnst Íslendingum og Norð- mönnum sem fara með hópa til Ís- lands í menningartengdar ferðir, til dæmis á slóðir Snorra Sturlusonar.“ Norsk útgáfa Flateyjarbókar – Þú nefnir skipulagðar ferðir. Hversu fjölmennur hópur í Noregi hefur áhuga á þessum menningararfi? „Það er erfitt að gera sér grein fyrir því. Ég skal nefna eitt dæmi. Eitt merkilegasta verkefnið sem hefur verið í gangi í Noregi síðustu ár er norsk útgáfa á Flateyjarbók. Það eru komin út fjögur bindi en alls verða þetta sex bindi og á verkinu að ljúka fyrir lok þessa árs. Bókaforlag í Staf- angri gefur þetta út en að baki útgáf- unni eru feðgarnir Torgrim Titlestad prófessor, sem nú er kominn á eft- irlaun, og Bárður sonur hans. Útgáfan er fjölskyldufyrirtæki. Þetta er gríðarlega stórt verkefni sem hefur tekið mörg ár og hafa þau selt um 10 þúsund eintök af hverju bindi sem hefur komið út. Þau eru góð í mark- aðssetningu en það telst mjög gott í Noregi að selja 10 þúsund bækur. Þetta eru auðvitað ekki ódýrar bækur en það er áhugi á efninu. Þarna er verk að vinna en eitt af því sem við lítum á sem hlutverk sendiráðsins er að standa vörð um sagnaarfinn og tala svolítið máli hans. Flateyjarbók er náttúrlega eitt merkilegasta hand- rit okkar Íslendinga – og eitt það fallegasta – en þar segjum við sögu Noregskonunga. Flateyjarbók er þó ekki mjög þekkt í Noregi, ólíkt Heimskringlu.“ Kveikjan að Íslandsferðum – Hvernig getur sendiráðið staðið vörð um þennan arf? „Með því að rækta tengslin við lykilfólkið sem vinnur þessi störf. Það skiptir máli fyrir það að vita að sendiráðið er ákveðinn bakhjarl. Ég tók þátt í málþingi í Stafangri í apríl sem tengdist orrustunni við Hafurs- fjörð en þar sigraði Haraldur hár- fagri konunganna árið 872 og varð sá atburður líklega kveikjan að því að margir fluttu frá Noregi og settust að á Íslandi. Við tökum þátt og það skiptir máli fyrir þetta fólk – það var fullur salur af fólki, vel á annað hundrað manns – að við ræktum þessi tengsl. Við reynum að verða fræðimönnum, bókaútgáfum og öðrum sem að málum koma innan handar eins og við mögulega getum og minna á söguna. Það er brýnt fyrir bæði okkur og Norðmenn að tapa ekki þessari tengingu við okkar sam- eiginlega menningar- og sagnaarf. Ég upplifi það sem Íslendingur hvaða þýðingu Íslendingasögurnar hafa og Heimskringla hafði mikla þýðingu fyrir sjálfstæðisbaráttu beggja ríkja.“ Þar sem skáldið flutti Geisla „Mér er minnisstætt þegar annað bindið af Flateyjarbók kom út haust- ið 2016 en þá var okkur hjónunum boðið til Þrándheims. Forlagið var með viðburð í Niðarósdómkirkju sem er hreint stórkostleg bygging. Einar Skúlason skáld flutti kvæðið Geisla fyrir Eystein Haraldsson konung í dómkirkjunni við stofnun biskupsset- ursins 1153. Norsku kóngarnir voru með íslensk skáld við hirðina. Flat- eyjarbók byrjar á kvæðinu Geisla en kannski stóð ég á sama stað og Einar forðum þegar hann flutti kvæðið fyrir kónginn. Það er auðvitað sérstakt fyrir okkur Íslendinga að eiga slíka sögu.“ Virkir á tónlistarsviðinu – Ólafur Arnalds verður með tón- leika í Ósló í sumar [fóru fram 8. júní]. Eru Íslendingar virkir í menningar- lífinu hér í Ósló? „Það er mjög gaman að segja frá því að íslenskt tónlistarfólk kemur hér reglulega fram. Það er ansi mikið um rokk- og popptónlist. Ólafur Arnalds spilar hér í sumar. Ásgeir Trausti var hér í vetur, Júníus Meyvant og Reykjavíkurdætur svo fátt eitt sé nefnt. Mezzoforte er svo náttúrlega alltaf stórt nafn í Noregi og spilar nokkuð reglulega vítt og breitt um landið.“ – Hvað um bókmenntirnar? „Nú síðast hefur Jón Kalman Stef- ánsson fengið alveg feikilega góða dóma fyrir Sögu Ástu [n. Historien om Ásta] sem kom út í maí. Fyrsta skáld- saga hans, Sumarljós og svo kemur nóttin, kom út í fyrra, einnig í frábærri þýðingu Tone Myklebust. Hún seldist mjög vel eftir því sem ég best veit og fékk mikla athygli. Auður Ava Ólafs- dóttir hefur líka fengið mikla athygli hér og svo seljast bækur Yrsu og Arn- aldar auðvitað vel og fleiri íslenskar bækur.“ Settu upp verk eftir Ibsen – Svo eru það leikhúsin? „Þorleifur Arnarson og Mikael Torfason hafa sett upp tvö verk við norska þjóðleikhúsið síðan ég varð sendiherra. Nú er verið að sýna Faust. Þeir settu líka upp Ibsen fyrir tveimur árum og steyptu þá saman verkunum Villiöndinni og Óvini fólksins. Það gekk vel upp hjá þeim. Gísli Örn Garðarsson er einnig mjög vel kynnt- ur í Noregi. Hann bjó hér í Ósló sem barn og talar fullkomna norsku. Hann setti upp verkið Fólk, staðir og hlutir við þjóðleikhúsið og fékk frábæra dóma. Reyndar lék hann í nokkrum sýningum sjálfur en var fyrst og fremst leikstjóri. Íslenskir leikstjórar koma því ansi reglulega í þjóðleik- húsið. Það er mjög gaman að því. Nefna mætti fleiri listamenn. Karl Júlíusson leikmyndahönnuður hefur búið og starfað lengi í Noregi en hann hóf feril sinn á að gera leikmyndina í Hrafninn flýgur. True North hefur einnig framleitt kvikmyndir hér í Noregi í gegnum dótturfélag sitt. Mission Impossible var til dæmis tek- in hér upp að hluta.“ – Hvað um atvinnulífið? „Viðskipti milli Íslands og Noregs eru mjög mikil. Heildarviðskipti eru um 165 milljarðar íslenskra króna á ári. Þá eru tekin saman vöru- og þjón- ustuviðskipti og inn- og útflutningur. Hafið býður upp á mörg tækifæri og Norðmenn munu á komandi árum leggja enn meiri áherslu á hafið og nýtingu auðlinda þess. Íslensk fyrir- tæki, á borð við Marel, Völku og Skagann 3X, hafa selt Norðmönnum búnað fyrir sjávarútveg. Svo er fisk- eldi auðvitað risavaxið í Noregi og hafa norskir aðilar fjárfest á Íslandi. Á því sviði eru þegar komin sterk tengsl milli Noregs og Íslands.“ Þarf að hlúa að tengslunum – Að lokum, hvað stendur þá upp úr eftir dvölina í Ósló? „Hversu dýrmætt og mikilvægt það er fyrir Ísland að vera hluti af þessari norrænu fjölskyldu. Þetta eru okkar nánustu grannar og vinir og ættingjar og við megum ekki gleyma að halda áfram að hlúa að þessum tengslum eftir öllum mögulegum leiðum,“ segir Hermann. Bók Galgen eftir Yrsu Sigurðardóttir. Í góðum félagsskap Ólafur Arnalds með Elvis og fleiri góðum. Sú 4. söluhæsta Ásta, bók Jóns Kalmans. Morgunblaðið/Baldur Leikhús Faust í uppsetningu Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnarsonar. Hermann er menntaður bygginga- tæknifræðingur frá Tækniskóla Ís- lands og með M.Sc-gráðu í verk- fræði, með áherslu á þróunar- samvinnu, frá Háskólanum í Álaborg. Um það leyti sem hann út- skrifaðist var utanríkisráðuneytið að auglýsa verkefnastarf sem tengdist setu Íslands í ráðherra- nefnd Alþjóðabankans, svokallaðri þróunarnefnd, þar sem Halldór Ás- grímsson, síðar forsætisráðherra, var fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Þegar Hermann hafði unnið í ráðuneytinu í eitt ár losnaði staða ráðgjafa í Alþjóðabankanum í Washington sem Ísland þurfti að manna. Fór svo að Hermann var sendur til Washington. Þar starfaði hann í fimm ár fyrir stjórnarfulltrúa Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna sem situr í stjórn bankans. „Það var mun lengri tími en ég átti von á. Þegar ég flutti heim til Reykjavíkur átti Ísland sjálfan stjórnarfulltrúann sem var þá skip- aður Þorsteinn Ingólfsson heitinn sendiherra. Hann sat í stjórn Al- þjóðabankans í þrjú ár en þegar hann sat í stjórninni bar Ísland ábyrgð á því að samræma afstöðu þessara átta ríkja í öllum málefnum Alþjóðabankans. Ég stýrði þeirri samhæfingu heima í ráðuneytinu í þrjú ár, frá 2003 til 2006,“ segir Hermann. Síðasta árið urðu tímamót í utanríkissögu Íslands. Varnarliðið hélt af landi brott og skildi eftir varnarmannvirki í forsjá íslenska ríkisins. Hermann kom að þessari vinnu en hann var þá farinn að vinna meira í öryggis- og varnar- málum í ráðuneytinu. „Það var svo um vorið 2007 sem ég var sendur til Brussel til að starfa fyrir fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, NATO. Þar var ég bæði fulltrúi Íslands í her- málanefnd NATO og í fjárlaga- nefndum NATO sem eru nokkrar. Meðal annars var ég fulltrúi Íslands í mannvirkjasjóði NATO. Ísland var þá að yfirtaka mannvirki og það var mikil vinna sem þessu tengdist, bæði heima á Íslandi og eins í Brussel. Ég var úti í Brussel í mun styttri tíma en ég hafði átt von á því ég fékk síðan stöðu í ráðuneytinu heima í lok árs 2008 og hóf störf í janúar 2009. Við fjölskyldan fluttum heim í miðju hruninu, í desember 2008, en þá varð ég sviðsstjóri þróunarsam- vinnusviðs sem var nýstofnað inn- an ráðuneytisins. Það er nú orðið að þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins. Ég var sviðsstjóri í þrjú ár en á miðju ári 2011 fékk ég stöðu skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu ráðuneytisins sem fer með pólitísk málefni, tví- hliða gagnvart öðrum ríkjum og gagnvart alþjóðastofnunum, þar með talið Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum. Þeirri skrifstofu stýrði ég síðan til 2015 að ég kom hingað til Óslóar,“ segir Hermann. Hann varð svo fasta- fulltrúi Íslands hjá NATO í Brussel 1. ágúst sl. Ferill í utanríkisþjónustu HERMANN HEFUR STARFAÐ Í NOKKRUM BORGUM DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík 2-3 svefnherbergi 2 baðherbergi Flott hönnun, vandaður frágangur Frábært útsýni Geymsla og stæði í bílakjallara Hægt að velja um tilbúnar íbúðir eða íbúðir í byggingu Alg jör paradís fyrir golfara Verð frá 33.900.000 Ikr. (246.000 evrur, gengi 1evra/138 Ikr) Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 GLÆSILEGAR LÚXUSÍBÚÐIR Las Colinas margverðlaunað sem eitt besta golfsvæðið á Spáni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.