Morgunblaðið - 22.08.2019, Side 30

Morgunblaðið - 22.08.2019, Side 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 22. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.32 124.92 124.62 Sterlingspund 150.23 150.97 150.6 Kanadadalur 93.21 93.75 93.48 Dönsk króna 18.467 18.575 18.521 Norsk króna 13.805 13.887 13.846 Sænsk króna 12.786 12.86 12.823 Svissn. franki 126.9 127.6 127.25 Japanskt jen 1.1685 1.1753 1.1719 SDR 170.33 171.35 170.84 Evra 137.71 138.49 138.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.3188 Hrávöruverð Gull 1502.65 ($/únsa) Ál 1762.0 ($/tonn) LME Hráolía 59.68 ($/fatið) Brent VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Óþarflega oft berast nú fréttir af lok- un veitingastaða í miðborg Reykja- víkur. Síðast lagði Ostahúsið upp laupana, en það hefur lengi snert streng í hjarta matgæðinga. Á sama tíma og fréttir berast af erfiðu rekstrarumhverfi veitingastaða hefur fasteignafélagið Reitir gefið út af- komuviðvörun þar sem rekstrar- horfur eru sagðar verri en áður vegna harðnandi stöðu á ýmsum þeim mörk- uðum sem fyrirtækið hefur snertiflöt við. Hin þunga staða á veitingamark- aðnum veldur því að spurningar vakna um hvað í aðstæðum fyrirtækj- anna sem á honum starfa sé jafn mót- drægt og raun ber vitni. Birgir Þ. Bieltvedt hefur aðkomu að nokkrum vinsælustu veitingastöðum landsins og hefur lengi lifað og hrærst á þess- um markaði. Morgunblaðið ræddi við hann og skoðaði um leið stöðuna á þeim fyrirtækjum sem hann hefur byggt upp í samstarfi við ýmsa veit- ingamenn. Þegar Birgir horfir yfir veitinga- geirann segist hann sjá mörg fyrir- tæki sem standi frammi fyrir miklum áskorunum og að mjög hátt hlutfall þeirra sé í raun komið í fangið á birgj- um og leigusölum. „Um mitt ár 2017 fóru hlutir að snúast á verri veg. Eftirspurnin hjá ferðamönnum og Íslendingum minnkaði. Allt of margir staðir voru komnir í rekstur, sem leiddi til þess að verð lækkaði vegna fjölda tilboða á sama tíma og veltan dróst saman. Svo tók við erfiður vetur veðurfarslega og enn verra sumar í fyrra. Ofan á þetta lögðust svo kjaradeilur og nú síðast fall WOW air sem reyndi mjög á þennan markað. “ Hann segir að þau fyrirtæki sem grípi til réttra aðgerða eigi nú mögu- leika á því að koma sér upp úr öldu- dalnum en að það taki einhvern tíma. „Þessi markaður getur náð jafn- vægi á 6 til 12 mánuðum og næsta sumar ættum við að sjá þetta í mun betra horfi en nú. En menn þurfa að taka til og laga reksturinn að raun- veruleikanum. Með offramboði af stöðum hefur veltan víða dregist sam- an. Á sama tíma hefur leigan hækkað og launin einnig. Þarna þarf að finna nýtt jafnvægi,“ segir Birgir. Brauð og Co Birgir á í gegnum félag sitt ríflega helming í hinu vinsæla handverks- bakaríi Brauð og co. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur ár- um; jukust rekstrartekjur þess um nærri 300 milljónir milli áranna 2017 og 2018 og stóðu þær í 707 milljónum í lok síðasta árs. Vöxturinn hefur hins vegar reynt á. Þrátt fyrir það nam EBITDA-hagnaður tæpum 60 millj- ónum króna og jókst um ríflega 10 milljónir milli ára. Heildarhagnaður nam 6,9 milljónum samanborið við 24,6 milljónir árið áður. „Við vorum að opna sjötta bakaríið og það sjöunda verður bráðlega opnað. Þessi mikli vöxtur reynir á en hann var meðvit- aður. Við fundum að markaðurinn var móttækilegur og ákveðið rúm að myndast á honum. Það er færi sem við töldum mikilvægt að nýta.“ Jómfrúin stendur styrkum fótum Jómfrúin er einn af þeim stöðum í miðborginni sem lengi hafa byggt á miklum sérkennum. Birgir keypti staðinn ásamt Jakobi Jakobssyni af föður þess síðarnefnda fyrir nokkrum árum. En nýverið varð Jakob helm- ings eigandi að fyrirtækinu á móti Birgi. Jakob stendur vaktina sem framkvæmdastjóri staðarins. Lengdu þeir félagar opnunartíma, breyttu matseðli og tóku staðinn í gegn að innan. Reksturinn hefur lengi verið sterkur en þrátt fyrir það kemur fram í bókum fyrirtækisins að róðurinn hafi þyngst. Þannig er EBITDA síðasta árs 22,5 milljónir, samanborið við 43,3 milljónir árið 2017. Rekstrartekjur jukust lítillega og stóðu í 332,2 millj- ónum miðað við 330,5 milljónir árið 2017. Þannig varð 19,5 milljóna króna tap af fyrirtækinu í fyrra, samanborið við 15,9 milljóna hagnað árið áður. Birgir segir að rekstur Jómfrúar- innar sé sterkur og að tölur yfirstand- andi árs vitni best um það. „Árið í fyrra litaðist af rekstri dótturfélags Jómfrúarinnar sem rekur veitingahús á Hlemmi. Þá hafði afleitt veður í fyrrasumar mikil áhrif einnig, líkt og á flesta aðra veitingastaði í miðbænum sem eru háðir traffík inn af götu. Við erum hins vegar búin að ná góðum tökum á þessu og Jómfrúin er í mjög sterkri stöðu og árið í ár að koma mjög vel út.“ París í miðborg Reykjavíkur Árið 2016 keypti Birgir rekstur hins þekkta Cafe Paris á 270 milljónir króna, en segja má að staðurinn sé í hjarta miðborgarinnar. Húsnæðið stendur á horni Austurvallar við Póst- hússtræti og teygir sig út í Hafnar- strætið, en það er í eigu fasteigna- félagsins Reita. Í kjölfar kaupanna var staðurinn tekinn í gegn og áherslum hvað veitingar og þjónustu breytt. Birgir segir enga launung að það hafi reynst erfitt að finna rétta taktinn með staðinn. Þá hafi miklar framkvæmdir við Landssímareitinn auk uppbyggingarinnar við Hafnar- torg og Austurbakka gert það að verkum að nær ómögulegt hafi reynst fyrir fólk að fá bílastæði, sem nú standi reyndar til bóta. EBITDA Cafe Paris var neikvæð um 124,6 milljónir á árinu 2017 og við það tap bættust svo afskriftir upp á 39 millj- ónir króna. EBITDA 2018 reyndist skaplegri, eða neikvæð um tæpar 48 milljónir króna. Hins vegar var ákveðið að afskrifa að fullu eignfærsl- una sem kom inn í bækur fyrirtækis- ins við kaupin á fyrrnefndum rekstri 2016. Leiddi það, ásamt hefðbundn- um afskriftarákvörðunum, til 248 milljóna króna taps til viðbótar við hina neikvæðu EBITDA. Því reyndist heildartap af Cafe Paris tæpar 308 milljónir króna í fyrra. „Það sem bjagar niðurstöðu síðasta árs er afskriftirnar. Ég er hins vegar þeirrar gerðar að ég vil bara afskrifa það sem ég tel að varpi ekki réttu ljósi á reksturinn og efnahagsreikninginn og þarna vorum við í raun að stíga skref sem nauðsynlegt var að stíga,“ segir Birgir. Víða í nágrenni við Cafe Paris hafa staðir lagt upp laupana að undan- förnu. Birgir segir að ýmsir þættir spili inn í þessa þróun. Þar ráði kostn- aðarhækkanir miklu. „En það verður einnig að horfa á húsaleiguna. Hún er víða algjörlega úr takti við veltuna eins og hún er og leigusalar hafa reynst allt of óviljugir til þess að veltutengja samningana. Þar mætti setja ákveðið gólf og ákveðið þak en leigan verður að taka mið af því hversu miklu staðirnir ná að velta. Að öðrum kosti gerist það, eins og víða hefur verið hér í miðborg- inni, að veitingamenn eru bara farnir að vinna fyrir stóru leigufélögin. Rekstrarforsendur í miðbænum hafa einfaldlega breyst svo gríðarlega að það er eðlilegt að leigusalar taki mið af því.“ Birgir segir að algengt sé að húsaleigan sé komin upp í 12-14% af rekstrarkostnaði en að það sé ósjálf- bært til lengdar. „Þetta hlutfall þyrfti að vera 6-8% ef dæmið ætti að ganga upp. Þegar launakostnaðurinn er kominn yfir 50% þá sérðu að lítið er eftir fyrir hrá- efniskaup, fjármagnskostnað, auglýs- ingar og markaðsstarf.“ Bendir Birgir á að hann sé beggja vegna borðs í nokkrum tilvikum. Þannig leigi hann t.d. húsnæði undir veitingastað við Laugaveg. Þar sé hann nú að lækka leigu og laga samn- inga að breyttum veruleika. Hann segir að leigusalar séu í raun að pissa í skóinn sinn ef þeir taki ekki slaginn með veitingafólkinu. Mikil velta á Snaps Veitingastaðurinn Snaps, sem stendur á horni Þórs- og Týsgötu, hefur um nokkurra ára skeið verið vinsælasti veitingastaður landsins. Þar er nær alltaf smekkfullt hús af fólki. Og reksturinn ber þess vitni. Þótt staðurinn sé í fermetrum talið aðeins miðlungsstór nam veltan þar á nýliðnu ári um 605 milljónum króna. Jókst hún lítillega milli ára, enda vandséð hvernig hægt er að auka veltuna til muna í ljósi fyrri nýtingar. Það vekur hins vegar eftirtekt að staðurinn tapaði 344 þúsund krónum á árinu og snerist reksturinn við frá árinu 2017, þegar hann skilaði 8,4 milljónum króna í hagnað. Tapið í fyrra kom til þótt kostnaðaraðhald hafi augljóslega verið mikið og launa- kostnaður m.a. dregist saman um ríf- lega 25 milljónir króna. Birgir segir að EBITDA Snaps hafi hækkað lítillega milli ára og hafi farið í 23 milljónir úr 22. „Afkoman er þessi vegna þess að við bjóðum upp á mjög hagstætt verð og frábæra þjón- ustu. Það kostar sitt í núverandi um- hverfi en við teljum okkur vissulega enn geta gert betur,“ segir Birgir. Hann bendir einnig á að afkoma Snaps litist talsvert af þvi að ábyrgð á leigu hjá Cafe Paris sé gjaldfærð hjá fyrrnefnda fyrirtækinu og nemur hún 28 milljónum króna. Joe & the Juice í miklum vexti Birgir hefur lengi átt samleið með Joe & the Juice og hefur raunar fylgt því frá því það sleit barnsskónum í Danmörku á sínum tíma. Hann kom Íslendingum einnig upp á bragðið og rekur nú allmarga staði á höfuð- borgarsvæðinu og á Keflavíkurflug- velli. Rekstrartekjurnar námu hvorki meira né minna en 1.364 milljónum í fyrra og jukust um rúmlega 20% milli ára. Rekstrarkostnaðurinn jókst hins vegar um tæpt 31%. Þannig nam EBITDA af rekstrinum um 74 millj- ónum króna, samanborið við 144 milljóna EBITDA árið 2017. Tap varð af rekstrinum 2018 sem nam 10,4 milljónum, samanborið við 68,1 millj- ónar króna hagnað árið áður. Líkt og í tilfelli Brauð og co segir Birgir að vöxtur fyrirtækisins hafi reynt á. Nýlega var nýr staður Joe opnaður í miðborg Reykjavíkur en á síðasta ári var einnig opnaður þriðji staðurinn í Leifsstöð. „Launakostn- aður og stjórnunarkostnaður hefur einnig hækkað þarna. Þá hefur hrá- efnið hækkað og uppgjör við fyrrver- andi framkvæmdastjóra kostaði sitt. Á sama tíma höfum við haldið aftur af verðhækkunum og fyrirtækið er að bjoða svipuð verð hér og í Danmörku þrátt fyrir óhagstæðari rekstrarskil- yrði,“ segir Birgir. Spurður út í auknar afskriftir hjá Joe & the Juice segir hann að þær aukist um 22,6 milljónir vegna leigu- samnings sem tengist einum þriggja staða á Keflavíkurflugvelli. Sá samn- ingur afskrifist hratt í bókum félags- ins. Gló lokar og opnar Umsvif Glóar drógust saman milli ára um tæpar 200 milljónir króna. Segir Birgir að það skýrist af því að fyrirtækið hafi lokað stað sínum við Engjateig sem alla tíð hefur notið mikilla vinsælda. Sá staður verður hins vegar opnaður að nýju innan skamms. Rekstrartekjurnar námu því 574 milljónum í fyrra en voru 770 milljónir árið 2017. Þá hafi Gló einnig lokað verslun í Fákafeni í lok árs 2017 sem hafi haft sín áhrif. EBITDA fé- lagsins reyndist neikvæð um 33,9 milljónir en þokaðist í rétta átt, þar sem hún var neikvæð um 53,1 milljón árið 2017. Heildartap af rekstri Glóar á síðasta ári nam 82,3 milljónum samanborið við 25,7 milljóna tap árið áður. Kemur tapið nokkuð á óvart í ljósi þeirra vinsælda sem staðirnir hafa notið og einnig vegna heilsubylgjunn- ar sem gengið hefur yfir landið á síð- ustu árum. Birgir segist hafa skilning á því en að staðan á Gló sé svipuð og á ýmsum öðrum stöðum. Árið í ár líti mun betur út en fyrra ár og að nú standi líkur til þess að fyrirtækið nái jafnvægi milli kostnaðarhliðarinnar og teknanna. „Við breyttum útliti staðanna og matseðli um mitt ár 2018, sem hefur haft jákvæð áhrif. Síðustu tólf mánuði hefur reksturinn skilað hagnaði,“ segir Birgir. Veitingarekstur á krossgötum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Velta Snaps velti ríflega 600 milljónum króna í fyrra og er einn allra vinsælasti veitingastaður landsins. Sviptingar » EBITDA hjá Brauð og Co jókst um 10 milljónir milli ára. » Mikið tap af Cafe Paris skýr- ist af miklum afskriftum. » Gló er að opna staðinn við Engjateig að nýju. » Joe & the Juice velti ríflega 1,3 milljörðum króna í fyrra. » Jómfrúin tók á sig högg vegna Mathallar á Hlemmi en staðan er mun betri í ár.  Einn reyndasti veitingamaður landsins segir erfitt að ná jafnvægi milli kostnaðar og tekna  Segir leigusala þurfa að sýna sveigjanleika og veltutengja leigu í auknum mæli  Reksturinn víða mjög þungur Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynsla Birgir hefur marga fjör- una sopið í veitingarekstri, en hann er oft kenndur við Dominos-veldið sem hann byggði upp hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.