Morgunblaðið - 22.08.2019, Page 32
32 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Kragelund stólar
K 406
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ákvörðun Donalds Trumps Banda-
ríkjaforseta um að fresta fyrirhug-
aðri heimsókn til Danmerkur tólf
dögum áður en hún átti að hefjast er
móðgun við Dani, að mati margra
stjórnmálamanna og fréttaskýrenda
í Danmörku. Trump kvaðst hafa
ákveðið að fresta heimsókninni
vegna þess að Mette Frederiksen,
forsætisráðherra Danmerkur, hefði
neitað að ræða tillögu hans um að
Bandaríkin keyptu Grænland.
Nokkrir stjórnmálaskýrendur í Dan-
mörku sögðu framgöngu Trumps til
marks um virðingarleysi gagnvart
Dönum, samstarfsþjóð Bandaríkj-
anna í Atlantshafsbandalaginu, og
kynda undir efasemdum um að Dan-
ir og fleiri Evrópuþjóðir í NATO
gætu reitt sig jafnmikið á samstarfið
við Bandaríkin og þau hefðu gert síð-
ustu áratugi.
Heimsóknin átti að hefjast 2.
september og standa í tvo daga. Yfir-
völd í Danmörku höfðu lagt í mikinn
kostnað við undirbúning heimsókn-
arinnar, m.a. vegna öryggisviðbún-
aðar. Margrét 2. Danadrottning
hafði boðið forsetanum í heimsókn-
ina og fjölmiðlafulltrúi hennar sagði
ákvörðun Trumps hafa komið henni
„á óvart“, að sögn fréttavefjar
danska ríkisútvarpsins.
Mette Frederiksen kvaðst vera
„gröm og undrandi“ á ákvörðun
Trumps en áréttaði að Bandaríkin
væru á meðal helstu samstarfsríkja
Danmerkur og samband ríkjanna
væri ekki í hættu.
„Skrípaleikur“
Viðbrögð annarra danskra stjórn-
málamanna við ákvörðuninni voru
hörð. Martin Lidegaard, talsmaður
miðflokksins Radikale Venstre í
utanríkismálum, sagði framgöngu
forsetans vera „skrípaleik“. „Það er
erfitt að finna orð sem nær yfir þetta,
því að þetta er svo óvenjuleg og fá-
ránleg staða. Ég kalla þetta diplóm-
atískan skrípaleik en það er líka
hægt að nota sterkari orð,“ sagði
hann í viðtali við danska ríkisút-
varpið.
„Það eru margar góðar ástæður til
að ætla að maðurinn sé flón og nú
hefur enn ein bæst við. Þetta er auð-
vitað fáránlegt,“ sagði Eva Flyv-
holm, talsmaður Einingarlistans sem
hefur stutt ríkisstjórn Jafnaðar-
mannaflokksins ásamt Radikale
Venstre og Sósíalíska þjóðarflokkn-
um.
Líkt við ofdekrað barn
Talsmenn borgaralegu flokkanna í
utanríkismálum tóku í sama streng.
„Við sem héldum að Trump-sirkusinn
gæti ekki orðið fáránlegri verðum nú
að viðurkenna að hann er orðinn
það,“ sagði Michael Astrup Jensen,
talsmaður mið- og hægriflokksins
Venstre. Hann sagði að ákvörðun
Trumps væri „bein móðgun við Dan-
mörku og konungsfjölskylduna“.
Naser Khader, talsmaður Íhalds-
flokksins, sagði það gremjulegt að
forseti Bandaríkjanna skyldi ekki
sætta sig við að Grænland væri ekki
til sölu, eins og grænlenska land-
stjórnin og dönsk stjórnvöld hafa
sagt. „Við erum í bandalagi með
Bandaríkjunum, ekki forseta lands-
ins,“ sagði hann og kvaðst telja og
vona að framganga Trumps spillti
ekki samstarfi ríkjanna.
Søren Espersen, talsmaður
Danska þjóðarflokksins, sagði að
ákvörðun Trumps væri „fáránleg“ og
„mikil móðgun“ við drottningu Dana
og hirðina sem hefði haft skamman
tíma til að undirbúa heimsóknina.
„Hún hafði verið undirbúin mjög
hratt og svo koma þessi barnalegu
viðbrögð frá Trump,“ sagði Esper-
sen. Hann líkti forsetanum við „of-
dekrað barn“ og strákling sem léti
öllum illum látum fengi hann ekki það
sem hann vildi.
Líkt við lénsdrottna
Marc Jakobsen, sérfræðingur í
málefnum Grænlands við Kaup-
mannahafnarháskóla, sagði að
Trump hegðaði sér eins og „léns-
drottinn á nýlendutímanum“. „Til-
laga Trumps um að kaupa Grænland
er fáránleg og það er fáránlegt að
hann skuli núna aflýsa opinberri
heimsókn sinni til Danmerkur vegna
þess að hann veit að það er ekki nokk-
ur möguleiki á því að Grænland verði
51. ríki Bandaríkjanna,“ sagði hann.
Ole Wæver, prófessor í alþjóða-
stjórnmálum við Kaupmannahafnar-
háskóla, segir að það sé „fáheyrt“ og
„augljós móðgun“ að aflýsa opinberri
heimsókn með þessum hætti tólf dög-
um áður en hún átti að hefjast. „Yfir-
leitt er opinberum heimsóknum ekki
aflýst nema eitthvað mjög óvenjulegt
komi upp,“ sagði hann. „Ljóst er að
hægt er að gera það ef stríð blossar
upp eða ef lýst er yfir neyðarástandi.“
Prófessorinn sagði það áhugavert
hversu langt borgaralegu flokkarnir
hefðu gengið í því að gagnrýna
ákvörðun Trumps. Hann kvaðst þó
ekki telja að framganga forsetans
myndi spilla samskiptum ríkjanna
tveggja.
Lillian Gjerulf Kretz, fréttaritari
danska ríkisútvarpsins í Bandaríkj-
unum, sagði Trump hafa brotið „allar
reglur í handbókinni um samskipti
ríkja“ og framferði hans hefði orðið til
þess að samband landsins við Dan-
mörku væri nú „við frostmark“.
Danska blaðið Jyllands-Posten
sagði hins vegar í fréttaskýringu að
þegar allt kæmi til alls myndi fram-
ganga Trumps verða Danmörku til
framdráttar og styrkja stöðu landsins
í valdatafli ríkja á borð við Bandarík-
in, Rússland og Kína á norðurslóðum.
„Mette Frederiksen hefur fengið
tækifæri til að leggja áherslu á að
stóru málin á Grænlandi ráðast í
raun í Kaupmannahöfn,“ sagði blað-
ið.
Sögð sýna mikilvægi ESB
Steffen Gram, fréttaskýrandi
danska ríkisútvarpsins sagði hins
vegar að það væri áhyggjuefni fyrir
Dani og önnur NATO-lönd í Evrópu
að forseti Bandaríkjanna skyldi
ganga fram með þessum hætti. Leið-
togar Evrópulandanna hlytu að velta
því fyrir sér hvort óhætt væri að
„setja öll eggin í bandarísku körfuna“
í varnar- og öryggismálum. „Og ef
það er ekki óhætt, hvaða kost höfum
við þá annan?“
Politiken sagði í forystugrein að
framganga Trumps í utanríkismálum
væri áhyggjuefni fyrir lítil lönd á
borð við Danmörku og sýndi hversu
mikilvæg aðild landsins að Evrópu-
sambandinu væri. Ekki sem varnar-
bandalags í stað NATO, því að það
væri ekki raunhæft, heldur sem pólit-
ísks bandalags. „Með traustu akkeri í
Evrópu getur Danmörk alveg örugg-
lega staðið storminn frá Bandaríkj-
unum af sér,“ sagði Politiken.
Aðrir fréttaskýrendur töldu ekki
að málið stefndi samstarfi Bandaríkj-
anna og Danmerkur í hættu. Frétta-
skýrandi Politiken sagði að fram-
ganga Trumps sýndi að hann væri
tilbúinn að ganga mjög langt í því að
tryggja að Kínverjar gætu ekki aukið
áhrif sín á norðurslóðum með fjár-
festingum í námum og samgöngu-
mannvirkjum á Grænlandi. Hugsan-
legt væri að Trump færi í heimsókn
til Danmerkur síðar og kæmi þá með
tilboð sem Danir gætu ekki hafnað.
Sögð móðgun við Danmörku
Danir furða sig á ákvörðun Trumps um að fresta heimsókn til Danmerkur vegna þess að þeir vilja ekki
selja Grænland Eru ekki á einu máli um áhrifin á samstarf ríkjanna en segja ákvörðunina fáránlega
AFP
Leiðtogafundur Kim Kielsen, formaður grænlensku landstjórnarinnar, og
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á fundi í Nuuk 19. ágúst.
AFP
Ekki falt Borgarís við Kulusuk á Grænlandi. Grænlenska landstjórnin hefur
sagt að landið sé ekki til sölu, en opið fyrir viðskiptum við Bandaríkin.
AFP
Dekurbarn? Donald Trump hefur
verið lýst sem „ofdekruðu barni“.
AFP
Móðguð? Margrét 2. Danadrottn-
ing bauð Trump í heimsóknina.
Vægi Grænlands eykst
» Muté B. Egede, formaður IA-
flokksins á Grænlandi, sagði í
gær að áhugi Trumps á að
kaupa landið stafaði af auknu
vægi þess á norðurslóðum.
» Egede sagði ljóst að vægi
landsins myndi aukast næstu
árin og Grænlendingar þyrftu
að hafa meiri áhrif á stefnuna í
varnar- og utanríkismálum í
framtíðinni.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, sagði eftir viðræður við
Angelu Merkel Þýskalandskanslara
í Berlín í gær að „nægilegt svigrúm“
væri til að ná nýju samkomulagi um
útgöngu Bretlands úr Evrópusam-
bandinu.
Johnson viðurkenndi að leiðtogar
Evrópusambandsins legðu fast að
bresku stjórninni að finna „fram-
kvæmanlega“ lausn á því hvernig
tryggja ætti opin landamæri milli
Norður-Írlands og Írska lýðveldis-
ins. Merkel kvaðst telja að hugsan-
lega yrði hægt að finna lausn á deil-
unni „innan næstu 30 daga“.
Johnson kvaðst vera „meira en
ánægður með þá sjóðheitu tíma-
áætlun“.
Boris Johnson áréttaði á fund-
inum andstöðu sína við umdeilt
ákvæði í útgöngusamningi ESB við
Theresu May sem á að tryggja að
landamæri Norður-Írlands og Írska
lýðveldisins verði opin eftir brexit
sem á að taka gildi 31. október næst-
komandi. Andstæðingar samnings-
ins segja ákvæðið geta orðið til þess
að Bretland þurfi að vera áfram í
tollabandalagi Evrópusambandsins
til frambúðar. Stuðningsmenn
ákvæðisins segja hins vegar að það
sé nauðsynlegt til að koma í veg fyr-
ir að brexit grafi undan samningnum
sem náðist árið 1998 til að koma á
friði á Norður-Írlandi eftir átök sem
kostuðu um 3.500 manns lífið.
Merkel telur mögulegt að
finna lausn innan 30 daga
Boris Johnson ræðir brexit við kanslara Þýskalands
AFP
Viðræður Boris Johnson og Angela
Merkel á blaðamannafundi í Berlín.