Morgunblaðið - 22.08.2019, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mikið um-rót hefurverið í
veitingageiranum
í Reykjavík að
undanförnu og
fjöldi staða hætt
starfsemi eða skipt um
rekstraraðila. Ein skýring
sem gefin hefur verið á þessu
er fækkun ferðamanna, sem
vissulega hlýtur að koma nið-
ur á veitingastöðum í mið-
bænum, en fleira kemur til.
Launakostnaður er orðinn
hár og stafar meðal annars af
miklum launahækkunum á
liðnum árum. En launakostn-
aður er einnig háður launa-
tengdum gjöldum til ríkisins,
sem eru allt of há. Slíkir
skattar draga út möguleikum
fyrirtækja til að hafa fólk í
vinnu og draga hreinlega úr
möguleikum fyrirtækja til að
halda sér réttum megin við
núllið og í rekstri. Rekstri
fyrirtækja og atvinnumögu-
leikum almennings er þess
vegna ógnað þegar slíkir
skattar eru of háir.
Þá verður ekki framhjá því
litið að erfitt hefur verið fyrir
almenning að komast að veit-
ingastöðum í miðborg Reykja-
víkur vegna lokana gatna, erf-
iðara aðgengis að bílastæðum
og framkvæmdum sem hafa
verið illa skipulagðar og hafa
dregist á langinn.
Þá ber Reykjavíkurborg
ábyrgð á því að skattlagning á
atvinnurekstur er orðin há og
verulega íþyngjandi, eins og
fram kom í viðtali Viðskipta-
moggans í gær við Skúla
Gunnar Sigfússon, eiganda
veitingahúsakeðjunnar
Subway á Íslandi. Skúli segir
ástæðu til að hafa áhyggjur af
stöðunni: „Maður
er virkilega ugg-
andi af því að
þetta eru mjög
góðir staðir sem
farið hafa á haus-
inn. Þess utan
sjáum við fína rekstraraðila
gefast upp og það er mikið
áhyggjuefni. Ef við einblínum
á Reykjavík má fljótt sjá að
álögur hafa snarhækkað, sem
allt auðvitað endar á við-
skiptavininum. Hann fær á
endanum nóg og segir hingað
og ekki lengra, enda neitar
hann að greiða fyrir hækkandi
launatengd gjöld, fasteigna-
gjöld og aðrar álögur.“
Hann segir óhjákvæmilegt
að stöðum fækki í heildina, en
þeim muni þó fjölga í úthverf-
um. „Staðir hafa í auknum
mæli verið að fara í úthverfin
sem er að mínu mati mikið
ánægjuefni. Ef við tökum
Garðabæ sem dæmi er núna
hægt að velja milli fínna veit-
ingastaða þar sem áður var
engan stað að finna. Staðan í
miðborginni er hins vegar
mjög alvarleg og ég hef
áhyggjur af því þegar verið er
að loka gæðastöðum á borð
við Dill og Ostabúðina. Það er
ekki góð þróun,“ segir Skúli.
Augljóst er að Reykjavíkur-
borg getur haft mikið um það
að segja hvernig gengur að
reka fyrirtæki, þar með talið
bæði veitingastaði og versl-
anir, í miðborginni. Þar á bæ
er hins vegar sorglega lítill
skilningur á því að rekstrar-
umhverfið þurfi að vera hag-
fellt. Þar til þetta breytist eru
því miður líkur á að áfram
verði erfitt að stunda atvinnu-
rekstur á þessu mikilvæga
svæði.
Álögur í Reykjavík
hafa hækkað, sem
veldur fyrirtækjum
miklum erfiðleikum}
Allt of háar álögur
Angela Merkel,kanslari
Þýskalands, var
sérstakur gestur á
nýafstöðnum fundi
forsætisráðherra Norður-
landaríkja. Ánægjulegt er að
kanslari Þýskalands skuli af
þessu tilefni hafa heimsótt Ís-
land enda tengsl ríkjanna ver-
ið náin og góð um langt árabil
– raunar um aldir. Mikil við-
skipti eru á milli landanna og
hafa lengi verið, hingað kemur
mikill fjöldi þýskra ferða-
manna og óvíða er áhugi á Ís-
landi og því sem íslenskt er
meiri en í Þýskalandi.
Þetta breytir því ekki að
ástæða er til að nefna að sú
áhersla sem kanslarinn lagði á
loftslagsmál, og þá sérstak-
lega útblástur
gróðurhúsaloft-
tegunda, er ekki
trúverðugur. Ekki
eru mörg ár síðan
Merkel ákvað, af tilefni sem
hafði ekkert með aðstæður í
Þýskalandi að gera og var því
ekki sannfærandi, að kjarn-
orkuverum í Þýskalandi
skyldi lokað. Nú er unnið sam-
kvæmt áætlun í þeim efnum,
en því fylgir ekki að Þjóð-
verjar dragi úr orkunotkun
sem lokun kjarnorkuvera
nemur. Afleiðingin af þessari
stefnu kanslarans er þvert á
móti að kola- og gasnotkun
eykst verulega, sem fer illa
saman við orð sem féllu um
mikilvægi átaks til að draga úr
útblæstri.
Betra er ef orð og
gjörðir fara saman}Ótrúverðug stefna Ég á mér draum um samfélag þarsem þau sterku styðja þau veik-ari. Þar sem við stöndum samanundir grunnþjónustu þannig aðþau efnameiri borgi fleiri krón-ur í samfélagssjóðinn. Þar sem sjúklingar
þurfa ekki að greiða fyrir þjónustu sína um-
fram það sem þau greiða með sköttum sínum.
Draum um að sjúklingar þurfi ekki á neinum
tímapunkti að hugsa sem svo að þau hafi ekki
efni á því að leita lækninga vegna kostnaðar-
þátttöku.
Einhverjir kunna nú að segja að þetta séu
engar fjárhæðir, hámarksgreiðsla fyrir lækn-
isþjónustu er rúmlega 26 þúsund krónur á
mánuði en verður þó aldrei hærri en tæpar 74
þúsund krónur á tólf mánaða tímabili. En sá
sem enga innkomu hefur vegna veikinda
sinna, sá sem veikist skyndilega og þarf áfram að standa
skil á öllum sínum reikningum heima fyrir, láglaunafólk
sem um hver mánaðamót velur hvaða reikning á að greiða
svo börnin verði ekki vannærð um miðjan mánuðinn sem
og námsmenn eiga ekki þessa fjármuni. Munum að þetta
er fyrir utan það sem þarf að greiða vegna lyfjanotkunar.
Hámarksgreiðsla einstaklings vegna nauðsynlegra lyfja
er 62 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Lífeyrishafar
fá einhvern afslátt en munum það að fyrir þann sem ekk-
ert hefur á milli handanna er þetta heilmikill peningur og
algjörlega óboðlegt að þurfa að hafa stórkostlegar fjár-
hagsáhyggjur ofan á alvarleg veikindi.
Tökum raunveruleg dæmi:
Ung kona greindist á dögunum öðru sinni
með alvarlegt krabbamein. Fjölskyldan inni-
ber fjölda barna sem þarf að sjá fyrir frá degi
til dags. Hin unga kona, sem nú hefur lokið
töku alls veikindaréttar, hefur frá því í byrjun
júlí þurft að greiða á annað hundrað þúsund
krónur í heilbrigðisþjónustu og lyf. Á annað
hundrað þúsund á tæplega tveimur mánuðum!
Hún þarf því að biðla til vina og kunningja um
fjárhagsstuðning, svo henni sé þetta gerlegt.
Önnur ung kona, námsmaður í framhalds-
skóla, greindist með langvinnan sjúkdóm í
byrjun árs. Frá þeim tíma hefur hún greitt
rúmar 100 þúsund krónur í lyf, greiningar og
vottorð. Þessir fjármunir koma ekki úr digrum
sjóðum hennar né á hún nokkurn kost á auka-
vinnu eða námslánum. Fjölskyldan þarf nú að
finna út úr því hvar draga skal saman seglin til
að hafa efni á að fá réttar greiningar og lækningar.
Mér finnst gott að greiða til samneyslunnar svo þeir
sem á þurfa að halda séu ekki settir í þau spor að hafa
stórkostlegar fjárhagsáhyggjur ofan á alvarleg veikindi.
Ég á mér þann draum að einn dag komi til valda flokkar
sem byggjast á jöfnuði og velferð, sem hugsa um það að
deila gæðum og létta byrðum af þeim sem eiga erfiðara
um vik. Við eigum að sjá sóma okkar í því að koma á
gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu svo við getum raunveru-
lega staðið undir nafni sem norrænt velferðarríki.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Ég á mér draum
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
Helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar friðriksson
omfr@mbl.is
Tíðni banaslysa í umferðinni íEvrópu er afar misjöfn eftirlöndum samkvæmt nýjumsamanburði Eurostat, Hag-
stofu Evrópusambandsins á fjölda
þeirra sem létust í umferðinni í 32
Evrópulöndum á árinu 2017. Alls er
talið að um 25 þúsund manns hafi lát-
ist í banaslysum á vegum í þessum
löndum á því ári eða um 50 að jafnaði
á hverja milljón íbúa. 46% allra bana-
slysa í umferðinni urðu í fólks-
bifreiðum þ.e. fólksbílum og jeppum,
en í 21% tilvika létu gangandi vegfar-
endur lífið.
Eurostat ber saman fjölda lát-
inna í umferðarslysum milli landa
með því að reikna banaslysatíðnina á
hverja milljón íbúa. Fjöldi látinna í
umferðinni var hvergi meiri en í
Búlgaríu eða 99 á hverja milljón íbúa
á þessu ári en lægst var tíðnin í Nor-
egi eða 20,2 á hverja milljón íbúa. Á
Íslandi létu 16 einstaklingar lífið í
umferðarslysum á árinu 2017 sem
samanburður Eurostat tekur til.
Þetta voru töluvert færri dauðsföll
miðað við höfðatölu en í meirihluta
Evrópulanda á þessu ári og jafngilda
því að um 47 hafi látið lífið í um-
ferðarslysum á Íslandi reiknað á
milljón íbúa. Ísland er í 19 sæti af
löndunum 32 yfir tíðni banaslysa í
umferðinni á árinu 2017.
Eurostat skiptir banaslysum í
Evrópu í flokka eftir farartækjum og
telur einnig með dánartíðni meðal
gangandi vegfarenda. Ef sjónum er
eingöngu beint að banaslysum í fólks-
bifreiðum kemur Ísland verr út í
samanburðinum milli landa á árinu
sem hann tekur til. Hér létust tólf í
bílslysum á árinu 2017 og þar af níu í
fólksbifreiðum. Það jafngildir 26,6
dauðsföllum á hverja milljón íbúa. Er
Ísland þar í 9. sæti á lista yfir þau
lönd sem efst eru á lista yfir tíðni
banaslysa í fólksbifreiðum sam-
kvæmt tölum Eurostat. Tveir létust í
reiðhjólaslysum og tveir í bifhjóla-
slysum á því ári hér á landi en enginn
gangandi vegfarandi lét lífið í um-
ferðinni.
Eins og fram hefur komið hér í
blaðinu varð veruleg fækkun bana-
slysa í umferðinni hér á landi á sein-
ustu tíu árum miðað við áratuginn á
undan og hafa að meðaltali látist 12,7
í umferðarslysum á ári samanborið
við 24,4 á ári að jafnaði frá 1998 til
2007. Síðustu þrjú til fjögur ár hafa
þó verið verri en árin þar á undan en
18 létu lífið í fyrra og 16 á árinu þar á
undan eins og fyrr segir. Það sem af
er þessu ári hefur þróunin snúist til
mun betri vegar og þrír látist í um-
ferðarslysum frá áramótum.
Í löndum Evrópusambandsins
varð mest fækkun banaslysa á ára-
tugnum frá 2007 meðal áætlunar- og
hópflutningabíla eða um rúm 51%
yfir tíu ára tímabil, sem talið er
sönnun þess að aðgerðir til að auka
öryggi á vegum og í fólksflutningum
sem gripið hefur verið til hafi skilað
verulegum árangri. Banaslysum
hjólreiðafólks fækkaði um 26,6% í
þessum löndum að jafnaði og mun
færri gangandi vegfarendur létu lífið
í umferðinni á þessu tíu ára bili en á
árunum þar á undan. Banaslys með-
al hjólreiðafólks eru eðli málsins
samkvæmt flest í löndum þar sem
reiðhjól eru útbreiddust s.s. í Hol-
landi (18,9% allra banaslysa í um-
ferðinni) og í Danmörku (15,4%
banaslysa á vegum 2017).
Yfir 56% allra dauðsfalla í um-
ferðinni hér á landi áttu sér stað í
slysum farþegabifreiða. Í Evrópu-
sambandslöndum á hins vegar
minnihluti banaslysa í umferðinni
eða um 47% allra dauðsfalla sér stað
í farþegabifreiðum..
Ólík tíðni banaslysa í
umferðinni í Evrópu
Banaslys í umferðinni á Íslandi og í Evrópu
Lönd með flest og fæst banaslys á hverja milljón íbúa eftir
tegund ökutækis eða fararmáta árið 2017
Lúxeborg og Litháen Liechtenstein Heimild: Eurostat
B
úl
ga
ría
64
Rúmenía 10
Grikkland 20
Rúmenía 37
ESB 23
ESB 11
ESB 8
ESB 4
Ísland 27
Ísland og 0
Ísland 6Ísland 6
Malta 11
Búlgaría 0Kýpur og 0
REIÐHJÓL
MÓTORHJÓL
GANGANDI
FÓLKSBÍLL
Banaslysum í umferðinni í Evr-
ópu hefur fækkað verulega á síð-
ustu 20 árum. Í löndum Evrópu-
sambandsins fækkaði dauðs-
föllum á vegum um 41% frá
2007 til 2017. Lægstu tíðni
dauðaslysa yfir öll löndin er að
finna í Noregi, Svíþjóð, Sviss og
Bretlandi, eða færri en 30
dauðsföll á hverja milljón íbúa. Í
löndum Evrópusambandsins hef-
ur það markmið verið sett að ár-
ið 2020 hafi banaslysum á veg-
um fækkað um helming frá
2010.
Hér á landi hafa stjórnvöld
sett sér það markmið að Ísland
verði í hópi þeirra þjóða þar sem
fæstir látast í umferðinni á
hverja milljón íbúa. Ljóst er að
átaks er enn þörf til að ná því
markmiði en fækkun banaslysa á
yfirstandandi ári gefur vonir um
að árangur gæti verið að nást.
Færri slys
en betur má
ef duga skal
BANASLYS OG MARKMIÐ