Morgunblaðið - 22.08.2019, Síða 35
Liður í að bæta
lífskjör blindra og
sjónskertra
Blindrafélagið, sam-
tök blindra og sjón-
skertra á Íslandi, fagn-
aði áttatíu ára afmæli
hinn 19. ágúst síðast-
liðinn. Frá upphafi hef-
ur félagið unnið að
hagsmunamálum
blindra og sjónskertra
auk þess að veita
margvíslega þjónustu
og standa fyrir öflugu
félagsstarfi, fræðslu og
jafningjastuðningi. Félagið hefur
jafnframt stuðlað að því að tryggja
samræmda heild í þjónustunni þar
sem ríki, sveitarfélög og hagsmuna-
samtök notenda hafa tekið höndum
saman með góðum árangri.
Á liðnum árum hefur Blindra-
félagið unnið markvisst að því að
fjölga leiðsöguhundum til að mæta
þörfum félagsmanna sinna. Áratuga-
hefð er fyrir því að blindir og sjón-
skertir um nánast allan heim nýti
hunda í daglegu lífi til þess að kom-
ast á milli staða. Hefðin er ekki eins
rík hér á landi en á rætur að rekja til
þess að fyrir rúmum tíu árum safn-
aði Blindrafélagið ásamt Lions-
hreyfingunni á Íslandi fyrir fjórum
leiðsöguhundum sem keyptir voru
frá Noregi. Það markaði upphafið að
því sem síðan hefur verið kallað leið-
söguhundaverkefnið og félagið
stendur að í samvinnu við Þjónustu-
og þekkingarmiðstöð fyrir blinda,
sjónskerta og einstaklinga með sam-
þætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Tólf leiðsöguhundar hafa verið
keyptir í gegnum þetta verkefni á
síðastliðnum tíu árum og sem stend-
ur eru átta leiðsöguhundar hér á
landi. Fimm komu fullþjálfaðir frá
Svíþjóð og þrír eru fæddir og þjálf-
aðir hér á Íslandi. Hundarnir mættu
hins vegar vera fleiri
enda eru þeir afar
mikilvægur liður í því
að auka sjálfstæði
blindra og aðlögun
þeirra og þátttöku í
samfélaginu.
Fyrir liggur greinar-
góð skýrsla Blindra-
félagsins og fyrr-
nefndrar Þjónustu og
þekkingarmiðstöðvar
um hvernig staðið hef-
ur verið að þjálfun,
fjármögnun og út-
hlutun á leiðsögu-
hundum hér á landi. Þar er jafn-
framt að finna tillögur til framtíðar.
Í tilefni afmælis félagsins ákvað ég
að leggja verkefninu lið með þriggja
milljón króna styrk fyrir kaupum og
þjálfun á leiðsöguhundi. Hugmyndin
er að flýta þannig fyrir framvindu
verkefnisins. Þá hyggst ég stofna
sérstakan samráðshóp sem fær það
hlutverk að vinna að framþróun
verkefnisins með tilliti til þeirra til-
lagna sem komið hafa fram.
Blindrafélagið hefur alla tíð vakað
yfir þörfum félagsmanna og stöðugt
leitað leiða til að sækja fram á við
með það að markmiði að bæta lífs-
kjör og aðstæður þeirra. Leiðsögu-
hundaverkefnið er skýrt dæmi þess.
Eftir Ásmund
Einar Daðason
Ásmundur Einar
Daðason
»Hugmyndin með
framlaginu er að
flýta fyrir framvindu
leiðsöguhundaverkefn-
isins enda leiðsögu-
hundar mikilvægur lið-
ur í að auka sjálfstæði
blindra.
Höfundur er félags- og barna-
málaráðherra.
Nýburagula – safn-
að fyrir fullkomn-
ari ljósalömpum
Gula er algeng hjá
nýburum á fyrstu dög-
um lífsins. Hún orsak-
ast af mikilli þéttni
gallrauða í blóði og
vefjum barnsins. Gall-
rauðinn myndast við
eðlilegt niðurbrot
rauðra blóðkorna.
Fyrir fæðingu sér
fylgjan um að fjar-
lægja hann úr blóði
fóstursins, en eftir
fæðingu tekur lifrin við því hlut-
verki. Hins vegar getur tekið
nokkra daga fyrir lifrina að ná
þeim þroska sem þarf til að hún
geti sinnt því hlutverki nægilega
vel og getur barnið þá orðið sýni-
lega gult. Stundum þarf af með-
höndla guluna, því ef magn gall-
rauða í líkama barnsins verður of
mikið getur hann valdið skemmd-
um í heila og fötlun. Því er mikil-
vægt að fylgjast vel með gulu hjá
nýburum og hefja meðferð í tíma sé
hennar þörf. Oftast er nóg að með-
höndla guluna með því að setja
börnin í þar til gerð ljós sem gerir
gallrauðann vatnsleysanlegan þann-
ig að hann skilst auðveldar úr lík-
ama barnsins. Ef sú meðferð dugir
ekki til þarf að skipta um blóð í
barninu, sem gerist einkum ef mis-
ræmi er milli blóð-
flokka móður og
barns.
Reykjavíkurmara-
þonið er um næstu
helgi og safnar kven-
félagið Hringurinn fé
til kaupa á nýjum
ljósalömpum fyrir
vökudeild Barnaspítala
Hringsins. Um er að
ræða fullkomnari
lampa en þeir sem nú
eru í notkun á deild-
inni og komnir eru til
ára sinna. Þessir nýju
lampar munu bæta meðferð nýbura
með gulu og verða enn eitt dæmi
um stórhug Hringskvenna til að
tryggja framúrskarandi tækjakost
á vökudeildinni.
Eftir Þórð
Þorkelsson
Þórður
Þórkelsson
»Reykjavíkurmara-
þonið er um næstu
helgi og safnar kven-
félagið Hringurinn fé til
kaupa á nýjum ljósa-
lömpum fyrir vökudeild
Barnaspítala Hrings-
ins.
Höfundur er yfirlæknir nýbura-
lækninga vökudeildar Barnaspítala
Hringsins.
35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019
Í dag er skólasetn-
ing í flestum grunn-
skólum Reykjavíkur-
borgar. Það er alltaf
stór dagur þegar skól-
arnir byrja aftur. Líf
færist í borgina og
daglegt líf hjá þús-
undum skólabarna og
foreldrum þeirra fær-
ist í fast form. Miðað
við magnið af tölvu-
póstum sem við
borgarfulltrúar höfum fengið frá
foreldrum og starfsfólki grunnskóla
Reykjavíkur síðustu mánuði eru
ekki allir fullir tilhlökkunar.
Ákall um að á sé hlustað
Þessir tölvupóstar eiga það allir
sameiginlegt að í þeim felst ákall til
borgarfulltrúa um skilning á þeim
vanda sem margir grunnskólar
glíma við. Óskað eftir því að á for-
eldra og starfsfólk sé hlustað, hlust-
að á þá sem þekkja best til skólanna
og skólastarfsins í hverju hverfi fyr-
ir sig. Krafan er sú að ekki séu tekn-
ar ákvarðanir sem koma sér illa fyrir
nemendur, starfsfólk og foreldra. Að
fólk fái upplýsingar um það hvernig
staðan er á framkvæmdum þar sem
þær eru í gangi og koma jafnvel til
með að raska skóla-
starfinu mikið.
Hundruð barna á
hrakhólum
Skólaumhverfið er
víða óviðunandi núna í
upphafi skólaárs,
framkvæmdir og
skortur á fram-
kvæmdum munu víða
raska skólastarfi.
Þetta mun bitna á
hundruðum reykvískra
skólabarna sem eru á
hrakhólum vegna
þessa. Framkvæmdir standa yfir í
Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Selja-
skóla, Norðlingaskóla, Fossvogs-
skóla og Dalskóla sem munu ekki
klárast fyrir upphaf skólaárs með
tilheyrandi púsli og raski fyrir nem-
endur, starfsfólk og foreldra. Mikil
þrengsli eru í Hagaskóla og loftgæði
þar það slæm að Vinnueftirlitið
hefur gefið Reykjavíkurborg frest til
1. október til að bæta úr því. Það á
að leggja niður skólaakstur í þremur
skólum, mikil óánægja er með þá
ákvörðun.
Laga þarf ferla og hlusta
Það á að vera gleðilegt að byrja í
skóla, það á ekki að valda togstreitu
eða auknu vinnuálagi á börn, for-
eldra eða starfsfólk grunnskólanna.
Það er ekkert mikilvægara en að
hlusta á þá sem þekkja til í hverf-
unum enda raunveruleikinn oft allt
annar en í áætlunum og excel-
skjölum. Það er mikilvægt að vandað
sé til verka en auk þess er mikilvægt
að sviðin tali saman, enda tvö svið,
umhverfis- og skipulagssvið og
skóla- og frístundasvið, sem fara
með framkvæmdir í grunnskólum
Reykjavíkur. Mikilvægt er að það
ferli gangi vel fyrir sig.
Það er margt sem má laga, fyrst
og fremst verður Reykjavíkurborg
að tryggja að ferlar á milli sviða séu í
lagi þannig að borgin sé ekki sjálf að
tefja eigin framkvæmdir og upp-
byggingu. Þá er gríðarlega mikil-
vægt að farið sé að lögum og munað
eftir að eiga samtal við foreldra og
starfsfólk um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir.
Hundruð barna í
óviðunandi skólahúsnæði
Eftir Valgerði
Sigurðardóttur
» Það er ekkert mikil-
vægara en að hlusta
á þá sem þekkja til í
hverfunum enda raun-
veruleikinn oft allt ann-
ar en í áætlunum og
excel-skjölum.
Valgerður
Sigurðardóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn Víglunds-
son fer mikinn í ný-
legri grein til Frétta-
blaðsins. Þar heldur
hann því fram að fram-
legð heilbrigðiskerf-
isins og sérstaklega
Landspítalans hafi
dregist stórlega saman
á undanförnum árum.
Þar sem þingmaðurinn
virðist ekki vera nægi-
lega vel upplýstur um
hlutverk og stöðu þjóðarsjúkrahúss-
ins þá tel ég mikilvægt að benda á
nokkrar mikilvægar staðreyndir í
ljósi villandi staðhæfinga hans.
Á því tímabili, sem þingmaðurinn
tiltekur, hafa gengið í gildi kjara-
bætur og launaleiðréttingar sem for-
stöðumönnum heilbrigðisstofnanna
hefur gengið erfiðlega að standa
undir þar sem óhjákvæmilega aukn-
um útgjöldum vegna þessara samn-
inga hefur ekki verið mætt með sam-
bærilegu fjármagni til reksturs
viðkomandi stofnana. Einnig verður
að minna þingmanninn á að tækja-
kostur þessara stofnanna var fyrir
löngu orðinn úreltur, auk þess sem
húseignir þessara stofnana voru
annaðhvort ónýtar eða stór-
skemmdar vegna langtíma skorts á
fjármagni til eðlilegs viðhalds og
rekstrar lífsnauðsynlegs tækjabún-
aðar. Af þessu leiddi að stór hluti
þess fjármagns sem þingmaðurinn
tiltekur hefur farið í löngu tímabær-
ar viðgerðir og endurnýjun tækja-
búnaðar þessara stofnana og sér-
staklega Landspítalann, þar sem
þeim fasa er hvergi nærri lokið.
Því miður hafa langflestir Íslend-
ingar þurft á þjónustu heilbrigðis-
kerfisins að halda. Þeim er því flest-
um vel kunnugt um mikilvægi þess,
auk þeirrar framlegðar sem það
veitir bæði með beinum og óbeinum
hætti inn í íslenskt hagkerfi á hverj-
um tíma. Það er gömul mýta að heil-
brigðiskerfið sé rekið með halla,
staðreyndin er sú að á hverju ári er
hægt að reikna út þann gríðarlega
arð sem þessi hornsteinn vel-
megunar og farsældar
þjóðarinnar veitir
beint inn í hagkerfið.
Langflest verk, þ.m.t.
viðtalsmeðferðir,
lyfjameðferðir, skurð-
aðgerðir og almennar
lýðheilsubætandi að-
gerðir, hafa verið ítar-
lega kostnaðargreind
og nær undantekn-
ingalaust eru þau rek-
in með verulegum
fjárhagslegum ábata
bæði fyrir þann ein-
stakling sem þjón-
ustuna fær og hagkerfið í heild
sinni. Þar er þá undanskilinn hinn
félagslegi og samfélagslegi ábati
sem bætt heilsa og heilbrigði þjóðar
veitir hverju sinni.
Einn af þeim almennu mælikvörð-
um sem flest alþjóðleg viðmið notast
við er s.k. QALY. Þar er gengið út
frá að hvert eitt ár sem einstak-
lingur lifir við eðlilega heilsu án
nokkurra inngripa sé 1,0 QALY. Út-
reikningur á kostnaði hvers árs sem
einstaklingurinn nær að lifa þar sem
bæði er tekið til lífsgæða og lífs-
lengdar hefur síðan áhrif á útreikn-
aða útkomu hvers læknisfræðilegs
inngrips (þ.e. kostnaður hvers árs).
Þannig hafa orðið til heilsuhag-
fræðileg viðmið þar sem gengið er
út frá því að öll QALY innan þeirra
viðmiða skili samfélaginu veruleg-
um fjárhagslegum og félagslegum
ábata. Almennt er gengið út frá því í
Bandaríkjunum að meðferðir með
kostnaðarhagkvæmni (cost-
effectiveness) innan USD 50-
100.000 fyrir hvert áunnið QALY
skili slíkum markmiðum. WHO hef-
ur sambærileg skilmerki en þar er
miðað við verga landsframleiðslu
(GDP) þar sem inngrip sem kosta
minna en 3xGDP af höfðatölu séu
arðsöm og þau sem séu minna an
GDP m.v. höfðatölu verulega arð-
söm. Fjölmargar úttektir hafa verið
gerðar á gæðum og afköstum ís-
lensks heilbrigðiskerfis sem
undantekningalaust hafa sýnt að
þrátt fyrir að heildarframlög til
málaflokksins séu eitt það lægsta
hlutfall af vergri landsframleiðslu á
alþjóðlegum vettvangi sem þekkist
þá eru gæði og afköst með því besta
sem til þekkist. Það kom ótvírætt
fram í skýrslu McKinsey 2016, sem
einnig kom fram í ítarlegri rannsókn
um sama mál sem birt var í hinu
virta læknatímariti The Lancet
2018. Þar var heilbrigðisvísitala
(HAQ index) 195 landa reiknuð út
frá gæðum og aðgengi m.t.t. ótíma-
bærra dauðsfalla þeirra sem eru 75
ára og yngri. Þar skipaði Ísland sér í
efsta sæti, meðan lönd eins og Dan-
mörk (17. sæti) og Bandaríkin (29.
sæti) voru töluvert neðar á listanum.
Það er enn mikið verk að vinna til
að bæta enn frekar aðgengi og gæði
þeirrar þjónustu sem Landspítal-
anum er ætlað að sinna. Þar má
örugglega gera betur á ýmsum svið-
um, sérstaklega er varðar stjórn-
skipulag og rekstrarfyrirkomulag
Landspítalans. Um það eigum við að
sameinast, en ekki stunda niðurrifs-
starfsemi um það sem vel er unnið
þrátt fyrir kröpp kjör. Þannig hefur
undirritaður ítrekað bent á bága
stöðu vísinda og kennslu innan
þjóðarsjúkrahússins, en þrátt fyrir
nokkur jákvæð teikn á lofti er þar
enn töluvert verk að vinna eins og
áður hefur verið bent á. Prófessora-
ráð Landspítalans hefur áður lýst
yfir vilja sínum og áhuga á því að að-
stoða við áframhaldandi uppbygg-
ingu íslensks heilbrigðiskerfis, al-
menningi til heilla. Það boð á einnig
við alla þingmenn, sem og Þorstein
Víglundsson, þó að ekki væri til ann-
ars en til aðstoðar við nauðsynlega
upplýsingaöflun í þeirra mikilvæga
starfi.
Arðbær starfsemi
Landspítala
Eftir Björn Rúnar
Lúðvíksson »Rætt hefur verið um
hallarekstur Land-
spítalans. Hið rétta er
að heilbrigðiskerfið er
eitt það besta sem til er
og rekið með verulegri
arðsemi.
Björn Rúnar
Lúðvíksson
Höfundur er formaður prófessora-
ráðs Landspítala.